Morgunblaðið - 12.02.2003, Blaðsíða 12
FRÉTTIR
12 MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Almenn ánægja
með ákvarðanirnar
Samþykkt ríkisstjórnarinnar um að veita 6,3 milljarða króna til
eflingar atvinnulífsins á næstu mánuðum mælist almennt vel
fyrir hjá talsmönnum atvinnulífsins, Vegagerðarinnar,
Hagfræðistofnunar og fulltrúum stjórnarandstöðuflokkanna.
GRÉTAR Þorsteinsson, forseti Al-
þýðusambands Íslands, segir að
samþykkt rík-
isstjórnarinnar
varðandi eflingu
atvinnutækifæra
sé mikið fagn-
aðarefni.
„Við höfum
verið að kalla eft-
ir því annars
vegar að flýta
verkefnum og
hins vegar að fitja upp á ein-
hverjum nýjum framkvæmdum á
næstu sex til 18 mánuðum. Þetta
lýtur allt í þá áttina og því fögnum
við þessum tillögum,“ segir Grétar.
Atvinnuleysi hefur verið nokkurt
að undanförnu og segir Grétar að
samþykkt ríkisstjórnarinnar leysi
það ekki alfarið en bæti verulega úr
ástandinu og það skipti afar miklu
máli. „Það er þægilegt að sjá fram-
an í þessa ákvörðun í dag [í gær]
eftir að það voru auðvitað ákveðin
vonbrigði að Seðlabankinn skyldi
ekki ganga lengra í gær [fyrra-
dag],“ segir Grétar og vísar þar til
vaxtaákvörðunar bankans.
Grétar segir að þegar á heildina
sé litið sé það fagnaðarefni að þess-
ar tillögur skuli liggja fyrir og setja
eigi um 6,3 milljarða í boðaðar
framkvæmdir, en það sé lykilatriði
að allri bregðist skjótt við og ekki
síst viðkomandi sveitarfélög. „Það
ríður á að ekki bara ríkisstjórnin
heldur líka sveitarfélögin standi í
stykkinu um að reyna að flýta
þessu eins og mögulegt er því að
einhverju leyti er um að ræða fram-
kvæmdir sem þurfa að fara fyrir
skipulagsyfirvöld og kannski í enn
frekari umfjöllun hjá viðkomandi
sveitarfélögum. Þá er auðvitað afar
mikilvægt að sveitarfélögin, sem
þetta snertir, séu vel vakandi yfir
því að þetta eru framkvæmdir sem
við þurfum að koma af stað á morg-
un, eins og þar stendur.“
Grétar Þorsteinsson,
forseti ASÍ
Tillögurnar
fagnaðarefni
„NÚ ER það mál að sannast að við
vissum ekki um þetta fyrr en núna
áðan [í gær],“ seg-
ir Jón Rögnvalds-
son, nýskipaður
vegamálastjóri, í
samtali við Morg-
unblaðið, um sam-
þykkt ríkisstjórn-
arinnar frá í gær
um að veita 6,3
milljörðum í vega-
framvæmdir og
önnur verkefni á næstu 18 mánuðum.
„Þannig að það verður frekar fátt
um svör, við þurfum að átta okkur á
málinu. Þetta er ákvörðun rík-
isstjórnarinnar og við þurfum bara
að bretta upp ermarnar og gera það
sem við getum,“ segir Jón, spurður
um þær hvenær hægt verði að hefj-
ast handa við einstaka framkvæmdir,
t.a.m. á höfuðborgarsvæðinu.
„Sannleikurinn er sá að á höf-
uðborgarsvæðinu tekur hönnun og
öll umfjöllun um mál mjög langan
tíma. Við þurfum að átta okkur á því
hvað er til. Við gerum okkur nú samt
vonir um að það sé hægt að hrista
eitthvað fram úr erminni,“ segir
hann, spurður hvort búið sé að hanna
einstök mannvirki á höfuðborg-
arsvæðinu sem hægt yrði að hefja
framkvæmdir við.
„Þetta eru auðvitað gríðarlega
miklir viðbótarpeningar á þessum
stutta tíma, en eins og ég segi, þetta á
náttúrulega að vera til þess að auka
atvinnu og þá verðum við að gera
okkar til þess að það takist.“
Jón segir að það liggi fyrir að ein-
hverjar af þeim framkvæmdum sem
hafist yrði handa við séu búnar að
fara í umhverfismat, t.d. Reykjanes-
brautin úr Kópavogi og suður í Hafn-
arfjörð. Jón nefnir að nú þurfi að at-
huga hvort unnt sé að stækka þann
vegarkafla sem fyrirhugað var að
byrja á.
Aðpurður hvort 500 milljóna króna
fjárveiting til gangagerðar undir Al-
mannaskarð dugi til að ljúka verkinu,
segir Jón ljóst að svo sé ekki og að
rætt hafi verið um á sínum tíma að
verkið kostaði í heild um 700 millj-
ónir. Á hitt beri að líta að að öðrum
kosti þyrfti að fara í vegagerð á þess-
um slóðum og því ekki óeðlilegt að
eitthvað af fjármunum Vegagerð-
arinnar renni til verkefnisins.
Að sögn Jóns ráðgerir Vegagerðin
að skýra frá einhverjum þeim fram-
kvæmdum sem framundan eru síðar í
þessari viku.
Jón Rögnvaldsson,
vegamálastjóri
Frétti af
ákvörðuninni
í gær
„AUÐVITAÐ fagnar Samfylkingin
því þegar ríkisstjórnin grípur til hefð-
bundinna ráða
jafnaðarmanna til
þess að ýta undir
sköpun starfa
þegar í óefni
stefnir af hennar
völdum í atvinnu-
málum. Hinu er
ekki að leyna að
þessi áætlun ber
sterkan keim af
þeirri taugaveiklun sem ríkir nú inn-
an stjórnarliðsins í ljósi þess að það er
skammt til kosninga og það fjarar ört
undan stjórnarflokkunum eins og
kannanir hafa sýnt,“ segir Össur
Skarphéðinsson, formaður Samfylk-
ingarinnar, um þá ákvörðun rík-
isstjórnarnir að veita milljarða í vega-
framkvæmdir, menningarhús og
önnur verkefni á næstu 18 mánuðum.
„Það er ekki nema vika liðin síðan
lögð var fram samgönguáætlun sem
nú er búið að gjörbreyta. Þá var ríkt
gengið eftir því af hálfu Samfylking-
arinnar hvort ekki væri unnt að ráð-
ast í flýtiframkvæmdir til þess að
vinna upp slakann í atvinnulífinu og
skapa fleiri störf. Þá var því blákalt
haldið fram af stjórnvöldum að það
væri mjög erfitt vegna þess að ekki
lægi fyrir fullnaðarhönnun og um-
hverfismat á veigamiklum fram-
kvæmdum. Nú allt í einu, viku seinna,
þá er þetta hægt,“ segir Össur.
„Ég vek auðvitað athylgi á því að
það er allsendis óvíst að það verði í
höndum núverandi ríkisstjórnar að
fylgja þessum loforðum eftir vegna
þess að öll þessi verk verða meira og
minna unnin á næsta kjörtímabili
þegar vera kann að allt önnur rík-
isstjórn sitji.“
Össur segir að sömuleiðis sé óvíst
um fjármögnun þessara fram-
kvæmda á núverandi kjörtímabili því
eftir sé að selja hluti í ríkisstofnunum
vegna þessa. Óvíst sé hvort þessi eða
næsta ríkisstjórn geri það.
„Ég hlýt síðan að vekja eftirtekt á
því að það virkar skondið í besta falli
að sjá þarna gömul kosningaloforð
endurnýtt, eins og t.d. kosningaloforð
um menningarhús á landsbyggðinni
sem Sjálfstæðisflokkurinn lofaði fyrir
síðustu kosningar og sveik fyrir síð-
ustu kosningar. Og hver er kominn til
með að segja að hann standi við það
núna?“
Hann segir að þó það sé alveg ljóst
að taka þurfi til hendinni á lands-
byggðinni til að treysta atvinnulíf þar
þá sé eigi að síður ljóst að hlutfallið
milli landsbyggðar og höfðuborg-
arsvæðisins, eins og það birtist í áætl-
un ríkisstjórnarinar um auknar vega-
framkvæmdir, sé óviðunandi að sínu
viti.
„Væri Samfylkingin við völd er al-
veg ljóst að hún hefði lagt meiri pen-
ing til þess að ýta undir framkvæmdir
við samgöngumannvirki á höfuðborg-
arsvæðinu. Það er sláandi að einungis
einn milljarður er settur í flýtifram-
kvæmdir á höfuðborgarsvæðinu.
Þetta er með ólíkindum en sýnir auð-
vitað þann hug sem Sjálfstæðisflokk-
urinn hefur til höfuðborgarinnar og
hefur birt með endurteknum hætti.
Þetta er eiginlega kornið sem fyllir
þann mæli finnst mér.“
Össur Skarphéð-
insson, formaður
Samfylkingarinnar
Ber sterkan
keim af tauga-
veiklun
ÁKVARÐANIR ríkisstjórnarinnar
til að efla atvinnulífið hafa góð áhrif
og hjálpa til við að
koma efnahagslíf-
inu af stað, að
sögn Tryggva
Þórs Herberts-
sonar, forstöðu-
manns Hag-
fræðistofnunar.
Tryggvi Þór
Herbertsson seg-
ir að peningunum
sem eigi að verja í vegaframkvæmdir
sé vel varið. Þar sé verið að leggja til
fé í uppbyggingu innviðanna sem geri
það meðal annars að verkum að vega-
lengdir milli ákveðinna staða styttist.
„Hagkerfið verður hagkvæmara á
eftir því það er hagkvæmt að fara út í
samgöngubætur,“ segir hann en set-
ur spurningarmerki við milljarð í
menningarhús á Akureyri og í Vest-
mannaeyjum. „Ég held að það sé ekki
alveg það sem liggi mest á í hagkerf-
inu að byggja menningarhús í Vest-
mannaeyjum og á Akureyri. Aftur á
móti mun bygging þessara húsa
skapa störf, en þá er spurning hvort
ekki hefði verið hægt að verja þeim
milljarði á skynsamlegri hátt en gert
verður. En það er ótvírætt að vega-
framkvæmdirnar hafa þau áhrif að
hagkerfið verður sprækara á eftir.“
Aðgerðirnar eru mjög í takt við það
sem Hagfræðistofnun hefur bent á að
undanförnu, að sögn Tryggva Þórs.
„Þær virka mun fyrr og mun betur
heldur en að lækka vexti Seðlabank-
ans eins og margir hafi verið að biðja
um því það er aðgerð sem myndi ekki
fara að skila sér fyrr en eftir 6 til 18
mánuði.“
Tryggvi Þór Herberts-
son, forstöðumaður
Hagfræðistofnunar
Hagkerfið
verður
hagkvæmara
„VIÐ fögnum þessu útspili,“ segir
Ari Edwald, framkvæmdastjóri
Samtaka at-
vinnulífsins, um
ákvörðun rík-
isstjórnarinnar
varðandi auknar
vegafram-
kvæmdir og
fleira til eflingar
atvinnulífsins á
næstu mánuðum.
Ari Edwald
segir að það sé gott svigrúm fyrir
boðaðar framkvæmdir og tímasetn-
ing þeirra sé góð vegna þess slaka
sem sé í efnahagslífinu, lítillar eft-
irspurnar á vinnumarkaði og vax-
andi atvinnuleysis. Mikilvægt sé að
þessar framkvæmdir falli ekki sam-
an við stóriðjuframkvæmdirnar
2005 og 2006, en þá þurfi líka að
draga úr öðrum framkvæmdum
hins opinbera. „Þannig að þetta út-
spil verður raunverulega til þess að
jafna eftirspurnarsveiflurnar,“ seg-
ir hann og bætir við að útspilið
vinni ekki aðeins á móti slakanum
sem hafi verið að myndast heldur
búi í haginn fyrir virkjunarfram-
kvæmdirnar síðar.
Hvernig staðið er að fjármögnun
er einnig fagnaðarefni, að sögn
Ara. „Það er mjög jákvætt að tæki-
færið sé notað til þess að ljúka
einkavæðingu ríkisbankanna fyrr-
verandi og Íslenskra aðalverktaka.“
Ari Edwald,
framkvæmdastjóri SA
„Við fögnum
þessu útspili“
Átak ríkisstjórnarinnar til eflingar atvinnulífsins á næstu mánuðum
STEINGRÍMUR J. Sigfússon, for-
maður Vinstrihreyfingarinnar –
græns framboðs,
segist í öllum að-
alatriðum vera
mjög ánægður
með útspil rík-
isstjórnarinnar í
atvinnumálunum.
Steingrímur
segir að á mánu-
dag hafi hann
beðið um umræðu
utan dagskrár á Alþingi um það,
hvort ríkisstjórnin væri með einhver
áform á prjónunum um að hraða
mannaflsfrekum framkvæmdum í
ljósi mikils slaka í efnahagsmálum
og vaxandi atvinnuleysis. Í gær hefði
hann verið í sambandi við forsæt-
isráðuneytið vegna umræðnanna um
málið í dag og menn hefðu verið svo-
lítið kindarlegir í svörum. „Ég skil
betur núna hvers vegna það var en
ætli umræðan fari ekki fram og snú-
ist upp í umræðu um þetta útspil og
nánari útfærslu þess,“ segir hann.
Að sögn Steingríms er útspil rík-
isstjórnarinnar mikilvæg viðurkenn-
ing á því að skynsamlegt sé að grípa
til aðgerða til að sporna gegn vax-
andi atvinnuleysi. „Ég held að þess-
ar framkvæmdir, sem farið verður í,
séu í flestum tilfellum allar bráð-
nauðsynlegar. Ég vil sérstaklega
fagna því að samgönguframkvæmdir
á norðausturhorni landsins og Vest-
fjörðum fá þarna mikinn forgang
sem og auðvitað brýnar fram-
kvæmdir á höfuðborgarsvæðinu. Á
þetta höfum við einmitt lagt áherslu,
að eitt af því skynsamlegasta sem
menn geta gert í atvinnu- og
byggðalegu tilliti væri að leggja
meira í samgöngubætur.“
Horfa hefði mátt til fleiri sviða
eins og til dæmis uppbyggingar
stofnana og starfsemi á sviði vel-
ferðamála eða uppbyggingar í fjar-
skiptamálum úti um landið, að sögn
Steingríms, en hann segir að alltaf
megi ræða um hvar bera eigi niður
hverju sinni. „Efnahagslega er gott
lag til að gera þetta. Við höfum áður
lagt til sambærilegar aðgerðir til að
bæta aðstæður til dæmis afskekktari
landshluta til að tengjast meginþjóð-
vegakerfinu og þar með allri þeirri
margþættu þjónustu og atvinnu-
starfsemi og öðru slíku sem á spýt-
unni hangir.“
Steingrímur segir að þegar um-
ræða hafi verið um söluandvirði
bankanna hafi hann einmitt að-
spurður svarað því til, burtséð frá
deilum um einkavæðingu þeirra sem
slíkra, að hann teldi söluandvirði
Steingrímur J. Sigfús-
son, formaður VG
Sama hvaðan
og hvenær
gott kemur
þeirra best varið í að styrkja und-
irstöður og innviði samfélagsins í
formi bættra samgangna, fjarskipta
og eflingar almennrar þjónustu og
slíkra hluta. „Í það heila tekið er
þetta að mínu mati skynsamlegt.
Þegar einhverjir kunna að finna af
þessu kosningalykt þá segi ég ekki
bara að mér sé sama hvaðan gott
komi heldur er mér líka sama hve-
nær gott kemur.“
GUÐJÓN A. Kristjánsson, þingmað-
ur Frjálslynda flokksins, segir að við-
brögð ríkisstjórn-
arinnar við
atvinnuleysinu
komi á réttum
tíma, því boðaðar
aðgerðir lagfæri
atvinnuástandið
og efli fram-
kvæmdir í landinu,
sem full þörf sé á,
miðað við hvernig
mál hafi þróast.
„Þetta er innspýting á réttum
tíma,“ segir hann og leggur áherslu á
mikilvægi þess að takast á við nýjar
framkvæmdir sem og að flýta verk-
efnum áður en veruleg uppbygging
við Kárahnjúka og á Austfjörðum og
hugsanleg stækkun Norðuráls á
Grundartanga fari á fulla ferð. „Ég tel
því að þetta sé af hinu góða ef um var-
anlega lagfæringu er að ræða.“
Guðjón segir að fyrirhugaðar að-
gerðir séu stór þáttur í að snúa at-
vinnuþróuninni við og í samræmi við
það sem hann hafi spurt um í utan-
dagskrárumræðum á Alþingi á dög-
unum, en þá hafi hann bent á að ýmis
þörf verkefni biðu á þjóðvegum lands-
ins. Eins sé gott að nota peninga, sem
fáist við sölu bankanna, í þessum til-
gangi. „Ég hef alltaf verið þeirrar
skoðunar að ef hægt er að gera var-
anlegar lausnir í vegagerð er það góð
fjárfesting fyrir landið í heild.“
Guðjón A. Kristjáns-
son, Frjálslynda
flokknum
Innspýting á
réttum tíma