Morgunblaðið - 12.02.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 12.02.2003, Blaðsíða 21
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 2003 21 Hefurðu áhuga? Komdu og kynntu þér málið! Kynningarfundur á Hótel Loftleiðum fimmtudaginn 13. febrúar kl. 19:00 Grafískri hönnun • Alþjóðaviðskiptum Hefurðu íhugað að halda áfram námi í Danmörku? Á dönsku eða ensku? Ertu stúdent eða faglærð/ur í fata-, málmtækni-, raf- eða tölvugreinum? Erhvervsakademi Syd í Sønderborg býður upp á iðnfræðinám á: Erhvervsakademi Syd í Kolding býður upp á iðnfræðinám í: Hönnunarsviði Framleiðslu- og rekstrarsviði Upplýsinga- og rafeindasviði Tölvutæknisviði HIÐ árvissa Þorrablót í heita pott- inum í Sundlaug Borgarness var haldið sl. föstudag. Þorrablótið er haldið af hópi gesta sem hittist reglulega í pottinum í hádeginu á virkum dögum. Þetta mun vera í sautjánda sinn sem hópurinn blót- ar þorrann í pottinum. Viðstaddir létu þess getið að reyndar hefði pizza verið á boðstólum fyrir ári síðan í stað þorramatar og var það í mótmælaskyni við aðfarir Norð- lenska sem yfirtók Goða og lagði niður starfsemina í Borganesi. Í ár var svo kominn tími til að end- urnýja gamla og gilda siði og var ekki annað að sjá en þorramat- urinn stæði fyrir sínu. Morgunblaðið/Guðrún Vala Bragi Jónsson, Sigurbjörg Viggósdóttir, Guðmundur Sigurðsson, Hildur Þorsteinsdóttir, Kristín Thorlacius, Sveinn Hálfdanarson, Auðbjörg Pét- ursdóttir, Gunnar Kristjánsson og Einar Jónsson gæddu sér á fljótandi þorramatnum. Ekki var annað að heyra en maturinn bragðaðist vel. Þorri blótaður í heita pottinum Borgarnes BYRJAÐ var að nota nýtt og glæsi- legt íþróttahús í Vík í Mýrdal á laugardag með körfuboltamóti milli Drangs úr Vík og Ármanns frá Kirkjubæjarklaustri, keppt var í fimm flokkum. Salurinn er um 530m² og allur hinn glæsilegasti og er þetta fyrsti íþróttasalurinn í Vestur-Skaftafellssýslu sem er með löglegan körfuboltavöll. Húsið er að mestu leyti tilbúið þó að enn eigi eftir að ljúka smávægi- legum atriðum í frágangi þess. Það er byggingarfélagið Klakkur í Vík sem byggði húsið og tók byggingin rúmt ár. Um leið og íþróttahúsið var byggt var byggð viðbygging við grunnskólann sem tekin var í notk- un í haust. Að sögn Steinþórs Vigfússonar, formanns byggingarnefndar íþróttahússins, kostaði það ásamt skólahúsnæðinu 118 milljónir og er byggt þannig að hægt er að byggja síðar sundlaug við það og samnýta sturtur og búningsklefa fyrir bæði íþróttahúsið og sundlaugina. Einn- ig er gert ráð fyrir gufubaði, ljósa- bekk og lyftingasal í húsinu. Það hefur verið langþráður draumur margra Mýrdælinga að eignast al- mennilegt íþróttahús, en eins og mörg minni sveitarfélög á landinu hefur Mýrdalshreppur ekki miklar tekjur til framkvæmda. Af þeim sökum var efnt til söfnunar í sveit- arfélaginu til að hægt væri að fjár- magna gólfið og þar með ljúka fyrr við bygginguna. Gólfið ásamt körf- um, mörkum og öðrum búnaði kost- aði í kringum átta miljónir fullfrá- gengið og greiddi jöfnunarsjóður sveitarfélaga 40% af því. Þess má geta að staðan er sú í dag að heima- menn hafa náð að safna fyrir því sem á vantaði af kostnaði við gólfið. Margir hafa lagst á eitt og gefið misstórar gjafir, allt eftir efnum og ástæðum, en enn vantar þó ýmis tæki, t.d. öll tæki í líkamsræktar- sal. Þetta íþróttahús veldur mikilli breytingu í allri íþróttakennslu í Mýrdalnum en hingað til hafa íþróttir verið kenndar og iðkaðar í félagsheimilinu Leikskálum. Ríkti því mikil gleði og eftirvænting þeg- ar fyrsta mótið var haldið. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Hart var tekist á í körfuboltaleik Drangs úr Vík og Ármanns frá Kirkjubæj- arklaustri í nýja íþróttahúsinu í Vík en Drangur sigraði með 7 stiga mun. Heimamenn gáfu sjálfum sér gólfið í húsið Fagridalur Byrjað að nota nýtt íþróttahús í Vík í Mýrdal ANDAKÍLSSKÓLI er fámennur grunnskóli á Hvanneyri en þar hefur verið öflug þróunarvinna undanfarin ár þar sem lögð er áhersla á að nemendur tileinki sér ábyrgan lífsstíl og virðingu gagn- vart mönnum, dýrum og umhverfi sínu. Lögð er áhersla á þætti eins og neyslu og umhverfi, flokkun úrgangs, almenn útgjöld, ábyrga hegðun, virðingu og samábyrgð. Áhersla hefur verið á tengsl heimabyggðar við starf nemenda í skólanum. Umhverfi skólans hefur verið nýtt til útikennslu og mikið lagt upp úr því að nemendur kynnist þeirri starfsemi sem fer fram í stofnunum á Hvanneyri og nærumhverfi. Sérfræðingar frá Landbúnaðarháskólanum hafa veitt kennurum ráðgjöf og frætt nemendur. Þá hafa nemendur einnig sótt starfsnám til stofnana og fyrirtækja í nágrenni skólans. Skólinn hlaut umhverfisvið- urkenninguna Grænfánann sl. vor fyrir framúrskarandi vinnu að umhverfismálum. Skólar geta sótt um Grænfánann ef þeir taka þátt í og ljúka verkefnum sem miðast að því að efla vitund nemenda, kennara og annarra starfsmanna skólans um umhverfismál. Í skól- anum hefur verið unnið í anda Grænfánans af fullum krafti í vet- ur og getur hann nú státað af því að í skólanum eru einungis notuð umhverfisvæn hreinsiefni, einnota borðbúnaður heyrir sögunni til, mjólkurvél hefur tekið við af mjólkurfernum. Þá hafa nem- endur tekið þátt í því að minna starfsmenn og nemendur á að spara rafmagnið með því að slökkva á ljósum í skólanum. Borgarfjarðarsveit tekur þátt í Staðrdagskrá 21 og má líta á þessa vinnu sem framlag Anda- kílsskóla til þess að mæta þeim markmiðum sem þar eru sett á oddinn. Þess má geta að skólinn hefur lagt ríka áherslu á samskipti við aðra skóla að þessum málefnum. Andakílsskóli er í Comeniusar- samstarfi við skóla frá Póllandi, Ítalíu og Spáni að verkefnum sem lúta að umhverfismennt. Nem- endur hafa einnig sótt umhverf- isráðstefnur til annarra landa ásamt kennurum. Tilgangurinn með þessu samstarfi við skóla í öðrum löndum er að efla víðsýni nemenda og auðvelda þeim að átta sig á því að við erum hluti af stærri heild. Undanfarin þrjú ár hefur skólinn fengið styrk frá Þróunarsjóði grunnskóla og Sparisjóði Mýrasýslu til að vinna að þessu þróunarstarfi. Andakílsskóli handhafi Grænfánans Skorradalur Ljósmynd/Pétur Davíðsson Skólinn fékk græna flaggið sl. vor.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.