Morgunblaðið - 12.02.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.02.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ALCAN í Straumsvík, áður Ísal, hef- ur óskað eftir endurskoðun á skatta- samningi við stjórnvöld þar sem farið er fram á sambærileg kjör og Alcoa býðst vegna fyrirhugaðs álvers í Reyðarfirði. Samkvæmt fjárfestingarsamningi Ísal við stjórnvöld frá árinu 1995 greiðir álverið 33% tekjuskatt í rík- issjóð en í samningnum við Alcoa er kveðið á um 18% tekjuskatt, líkt og öðrum fyrirtækjum í landinu var gert að greiða eftir lækkun í byrjun síð- asta árs úr 33%. Hlutfallið verður þó aldrei hærra en 18%, samkvæmt samningi Alcoa, en fylgir breytingum í skattaumhverfinu að öðru leyti. Norðuráli á Grundartanga er einn- ig ætlað að greiða 33% tekjuskatt, samkvæmt samningi frá árinu 1996, en að sögn Ragnars Guðmundssonar hjá Norðuráli hefur ekki reynt á þetta ákvæði samningsins ennþá þar sem skattalegar afskriftir hafi verið hærri en reikningslegar afskriftir. Ragnar segir að farið verði fram á endurskoðun fjárfestingarsamnings í tengslum við áform um stækkun ál- versins. Norðurál hafi ekki séð ástæðu til að endurskoða samninginn fyrr þar sem ekki hafi reynt á neinar tekjuskattsgreiðslur. Áður vakin athygli á þessu Hrannar Pétursson, upplýsinga- fulltrúi Alcan, segir að fyrirtækið hafi vakið athygli á þessu fyrst í fjár- málaráðuneytinu og iðnaðarráðu- neytinu þegar tekjuskattshlutfallið var lækkað úr 33 í 18% í árbyrjun 2002, enda ákvæði í samningi um að tekjuskattur taki mið af því sem önn- ur fyrirtæki í landinu greiða. Ekkert hafi gerst í málinu og það hafi aftur verið tekið upp eftir að frumvarp var lagt fram á Alþingi vegna álvers Al- coa. Alcan greiddi á árinu 2001 um 900 milljónir króna í tekjuskatt en hefði hlutfallið verið 18% má gróflega reikna að greiðslurnar hafi verið um 400 milljónum kr. minni. „Okkur finnst það ákveðið réttlæt- ismál að hið sama sé látið gilda um fyrirtæki sem eru í sambærilegum rekstri að öllu leyti. Við viljum njóta sömu kjara og höfum átt um þetta viðræður við stjórnvöld,“ segir Hrannar. Hann bendir á að í samningi Alcan við stjórnvöld sé ákvæði um uppsögn hans sem þýði að fyrirtækið fari þá inn í íslenskt skattaumhverfi og fylgi þar öllum breytingum sem kunna að verða. Verði tekjuskattur t.d. hækk- aður í 40% þyrfti Alcan að fylgja því, segði fyrirtækið samningnum við stjórnvöld upp. Hrannar minnir á „þakið“ í samningnum við Alcoa, um að tekjuskattshlutfallið verði aldrei hærra en 18%. Þetta vilji Alcan einn- ig fá inn í sinn samning. Alcan og Norðurál greiða 33% tekjuskatt en Alcoa 18% Alcan vill endurskoðun samnings við stjórnvöld BORGARRÁÐ samþykkti í gær þá tillögu skipulags- og bygging- arnefndar að auglýsa breytt deili- skipulag vegna færslu Hring- brautar frá Rauðarárstíg í austri að Þorfinnstjörn í vestri. Til stendur að færa brautina undir núverandi brú á Bústaðavegi og suður fyrir Um- ferðarmiðstöðina. Breytt deiliskipu- lag gerir m.a. ráð fyrir mislægum göngustígum undir Snorrabraut en í aðalskipulagi borgarinnar er gert ráð fyrir færslu Hringbrautarinnar. Í greinargerð með deiliskipulag- inu kemur fram að í 1. áfanga sé ekki gert ráð fyrir stokk á móts við Miklatún og því er brautin óbreytt frá austri að Rauðarárstíg. Í öðrum áfanga er reiknað með að Mikla- braut verði sett í lokaðan stokk vestast á Miklatúni. Fjögur hús við Vatnsmýrarveg verða að víkja vegna framkvæmdanna og til stend- ur að rífa húsið við Miklubraut nr. 16 í fyrsta áfanga og Miklubraut 18–20 í öðrum áfanga. Allt land sem fer undir fyrirhugaðar gatnafram- kvæmdir er í eigu borgarinnar. Færsla Hringbrautar hefur staðið til í áratugi en með nýbyggingu Barnaspítala Hringsins á lóð Land- spítalans er þetta talin brýn fram- kvæmd. Kostnaður er talinn vera um 1 milljarður króna þegar göngu- stígar og allt annað er meðtalið. Megintilgangur deiliskipulagsins er að sameina lóð Landspítalans, sem nú er báðum megin Hringbrautar. Í gögnum skipulags- og bygging- arnefndar kemur m.a. fram að færsla Hringbrautar muni einnig auka umferðaröryggi á gatnamót- um Hringbrautar, Snorrabrautar, Miklubrautar og Bústaðavegar.                              Deiliskipulag aug- lýst vegna færslu Hringbrautar VALGERÐUR Sverrisdóttir iðnað- arráðherra, ásamt sendiherra Íslands í Kanada, Hjálmari W. Hannessyni, og fleirum, skoðaði álver Alcoa í Que- bec í gær en álverið er nokkurs konar fyrirmynd að því álveri sem á að reisa í Reyðarfirði. Valgerður sagði í sam- tali við Morgunblaðið frá Kanada að heimsóknin hefði verið sérlega ánægjuleg og fróðleg, hún hefði stað- fest styrk Alcoa í sínum huga og sýnt enn frekar þá einurð sem fyrirtækið hefði í áformum sínum hér á landi. Valgerður sagði álverið í Quebec vera hið nýjasta hjá Alcoa og jafn- framt í hópi þeirra fullkomnustu í heiminum í dag. Notuð væri sama framleiðslutækni og stæði til að nota í Reyðarfirði. Framleiðslugetan á ári er 260 þúsund tonn en álverið í Reyð- arfirði á að geta afkastað allt að 322 þúsund tonnum á ári. „Hér er mjög vel gert við starfs- fólkið en Alcoa rekur starfsmanna- stefnu þar sem byggt er á þátttöku fólksins. Haldinn var sérstakur fund- ur með starfsfólkinu þar sem mér var kynntur árangur á sviði vinnuöryggis, umhverfismála og bættra fram- leiðsluhátta,“ sagði Valgerður en í ál- verinu starfa um 550 manns. Áhyggjuraddir þagnaðar Hún átti einnig fund með bæjar- stjóranum í því sveitarfélagi innan Quebec sem álverið er. Þar bjuggu 1.200 manns áður en Alcoa réðst í uppbyggingu álversins, sem keypt var af Alumax, en í dag búa þarna um 2.000 manns. Að sögn Valgerðar hef- ur atvinnuleysi sömuleiðis minnkað á svæðinu, eða úr 15% niður í 8–9%. „Bæjarstjórinn sagði ýmsa hafa lýst yfir áhyggjum með tilkomu ál- versins, ekki síst bændur, en þær raddir væru nú þagnaðar. Allt hið já- kvæða sem náðst hefur við uppbygg- ingu þessa álvers mun áreiðanlega nýtast Alcoa á Íslandi,“ sagði Val- gerður. Hún hefur ásamt fjölmennri við- skiptasendinefnd og embættismönn- um verið á ferð í Kanada frá því á mánudag. Í dag verður hún á fundi í Halifax í Noca Scotia-fylki með fulltrúum íslenskra og kanadískra fyrirtækja. Heimsóknin til Halifax er í boði ráðherra atvinnuþróunarmála í Noca Scotia, sem heimsótti Ísland sl. haust. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra skoðaði álver Alcoa í Kanada Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra skoðaði í gær 260 þúsund tonna álver Alcoa í Quebec í Kanada. Staðfesti styrk Alcoa og einurð HERVAR Gunnarsson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, sagði af sér formennsku á framhaldsaðal- fundi félagsins í gærkvöldi. Öll stjórn félagsins sagði af sér í kjölfar- ið, samtals 11 manns. Samþykkt var á fundinum með þorra atkvæða að kjósa starfsstjórn fram að aðalfundi félagsins sem verður fram haldið fyrir lok maí. Þá lagði Hervar til að utanaðkom- andi aðila yrði falið að fara í gegnum fjármál félagsins á árunum 1997– 2002 og gefa skýrslu um málið á að- alfundinum í maí. Var tillagan einnig samþykkt með þorra atkvæða. Hervar segist láta af formennsku vegna þess sem á undan hefur geng- ið, nauðsynlegt sé að fá botn í þau deilumál sem verið hafi innan félags- ins og fela úrlausn þeirra í hendur annarra en stjórnarinnar. Hann seg- ist að heilsa sín leyfi ekki að hann starfaði sem formaður lengur. Aðalfundur Verkalýðs- félags Akraness Hervar seg- ir af sér formennsku BROTIST var inn í Glerárskóla og Síðuskóla á Akureyri í fyrrinótt. Til- kynnt var um innbrotin til lögregl- unnar þegar kennarar mættu í skól- ann í gærmorgun. Í innbrotinu í Glerárskóla var stolið myndvarpa, myndavél og leikjatölvu. Þar voru unnar talsverðar skemmdir, brotnar voru rúður í fjórum hurðum til að komast um skólann. Í Síðuskóla var lítilræði af peningum stolið úr sjoppu skólans. Lögreglan á Akureyri segir málið í rannsókn, en ekki hefur enn tekist að upplýsa innbrotin. Lögreglan biður fólk sem vart hefur orðið mannaferða við skólana eftir miðnætti að láta vita. Innbrot í Glerár- og Síðuskóla KJÖRDÆMISRÁÐ Vinstrihreyf- ingarinnar – græns framboðs í Suð- vesturkjördæmi samþykkti í gær til- lögu uppstillingarnefndar að framboðslista VG til alþingiskosn- inganna 10. maí nk. Efstu tíu sætin skipa eftirtalin: 1. Jóhanna B. Magnúsdóttir um- hverfisfræðingur 2. Þórey Edda Elísdóttir verk- fræðinemi 3. Ólafur Þór Gunnarsson læknir 4. Sigmar Þormar félagsfræðingur 5. Jón Páll Hallgrímsson ráðgjafi 6. Oddný Friðriksdóttir hagfræði- nemi 7. Anna Ólafsdóttir Björnsson sagnfræðingur 8. Sigurður Magnússon matreiðslu- maður 9. Þóra Sigurþórsdóttir leirlista- maður 10. Jens Andrésson vélfræðingur Jóhanna í fyrsta sæti VG í Suðvestur- kjördæmi SPARISKÍRTEINI ríkissjóðs sem voru gefin út fyrir tíu árum voru á gjalddaga á mánudag, 11. febrúar. Skírteinin voru því þá til innlausnar og greiddi Ríkissjóður eigendum þeirra samtals 8,1 milljarð króna. Eftir verða tveir markflokkar spari- skírteina sem eru á gjalddaga árið 2005 og 2015. Spariskírteinin eru í eigu einstak- linga, fjármálastofnana og endafjár- festa svo sem lífeyrissjóða. Að sögn Björgvins Sighvatssonar, forstöðu- manns hjá áhættu- og lánsfjárstýr- ingu Lánasýslu ríkisins, fengu um 4.300 einstaklingar sem áttu bréf í vörslu hjá Lánasýslunni greiðslu vegna innlausnar skírteinanna. „Það er erfitt að spá um hvað fólk gerir við féð, væntanlega munu flest- ir halda áfram að ávaxta sparifé sitt í skuldabréfasjóðum sem fjármála- stofnanir hafa verið að auglýsa und- anfarið,“ segir Björgvin. „Sumt af fénu leitar í annað sparnaðarform t.d. hlutabréf og annað fer í eyðslu.“ Mikil ásókn í peningana Bankar og sparisjóðir hafa auglýst mikið undanfarið í tengslum við inn- lausn skírteinanna og hvatt fólk til að kynna sér sjóði sína til að halda áfram að ávaxta sparifé sitt. Spariskírteini ríkissjóðs eru verð- tryggð langtíma skuldabréf útgefin af Lánasýslu ríkisins fyrir hönd Rík- issjóðs Íslands. Þau eru yfirleitt með föstum vöxtum sem greiðast með höfuðstól skuldabréfsins í einu lagi á gjalddaga ásamt þeirri hækkun sem orðið hefur á neysluverðsvísitölu eða lánskjaravísitölu á lánstímanum. Tíu ára spariskírteini ríkissjóðs á gjalddaga Átta millj- arðar greiddir út ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.