Morgunblaðið - 12.02.2003, Síða 4
FRÉTTIR
4 MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ALCAN í Straumsvík, áður Ísal, hef-
ur óskað eftir endurskoðun á skatta-
samningi við stjórnvöld þar sem farið
er fram á sambærileg kjör og Alcoa
býðst vegna fyrirhugaðs álvers í
Reyðarfirði.
Samkvæmt fjárfestingarsamningi
Ísal við stjórnvöld frá árinu 1995
greiðir álverið 33% tekjuskatt í rík-
issjóð en í samningnum við Alcoa er
kveðið á um 18% tekjuskatt, líkt og
öðrum fyrirtækjum í landinu var gert
að greiða eftir lækkun í byrjun síð-
asta árs úr 33%. Hlutfallið verður þó
aldrei hærra en 18%, samkvæmt
samningi Alcoa, en fylgir breytingum
í skattaumhverfinu að öðru leyti.
Norðuráli á Grundartanga er einn-
ig ætlað að greiða 33% tekjuskatt,
samkvæmt samningi frá árinu 1996,
en að sögn Ragnars Guðmundssonar
hjá Norðuráli hefur ekki reynt á
þetta ákvæði samningsins ennþá þar
sem skattalegar afskriftir hafi verið
hærri en reikningslegar afskriftir.
Ragnar segir að farið verði fram á
endurskoðun fjárfestingarsamnings í
tengslum við áform um stækkun ál-
versins. Norðurál hafi ekki séð
ástæðu til að endurskoða samninginn
fyrr þar sem ekki hafi reynt á neinar
tekjuskattsgreiðslur.
Áður vakin athygli á þessu
Hrannar Pétursson, upplýsinga-
fulltrúi Alcan, segir að fyrirtækið
hafi vakið athygli á þessu fyrst í fjár-
málaráðuneytinu og iðnaðarráðu-
neytinu þegar tekjuskattshlutfallið
var lækkað úr 33 í 18% í árbyrjun
2002, enda ákvæði í samningi um að
tekjuskattur taki mið af því sem önn-
ur fyrirtæki í landinu greiða. Ekkert
hafi gerst í málinu og það hafi aftur
verið tekið upp eftir að frumvarp var
lagt fram á Alþingi vegna álvers Al-
coa.
Alcan greiddi á árinu 2001 um 900
milljónir króna í tekjuskatt en hefði
hlutfallið verið 18% má gróflega
reikna að greiðslurnar hafi verið um
400 milljónum kr. minni.
„Okkur finnst það ákveðið réttlæt-
ismál að hið sama sé látið gilda um
fyrirtæki sem eru í sambærilegum
rekstri að öllu leyti. Við viljum njóta
sömu kjara og höfum átt um þetta
viðræður við stjórnvöld,“ segir
Hrannar.
Hann bendir á að í samningi Alcan
við stjórnvöld sé ákvæði um uppsögn
hans sem þýði að fyrirtækið fari þá
inn í íslenskt skattaumhverfi og fylgi
þar öllum breytingum sem kunna að
verða. Verði tekjuskattur t.d. hækk-
aður í 40% þyrfti Alcan að fylgja því,
segði fyrirtækið samningnum við
stjórnvöld upp. Hrannar minnir á
„þakið“ í samningnum við Alcoa, um
að tekjuskattshlutfallið verði aldrei
hærra en 18%. Þetta vilji Alcan einn-
ig fá inn í sinn samning.
Alcan og Norðurál greiða 33% tekjuskatt en Alcoa 18%
Alcan vill endurskoðun
samnings við stjórnvöld
BORGARRÁÐ samþykkti í gær þá
tillögu skipulags- og bygging-
arnefndar að auglýsa breytt deili-
skipulag vegna færslu Hring-
brautar frá Rauðarárstíg í austri að
Þorfinnstjörn í vestri. Til stendur að
færa brautina undir núverandi brú
á Bústaðavegi og suður fyrir Um-
ferðarmiðstöðina. Breytt deiliskipu-
lag gerir m.a. ráð fyrir mislægum
göngustígum undir Snorrabraut en
í aðalskipulagi borgarinnar er gert
ráð fyrir færslu Hringbrautarinnar.
Í greinargerð með deiliskipulag-
inu kemur fram að í 1. áfanga sé
ekki gert ráð fyrir stokk á móts við
Miklatún og því er brautin óbreytt
frá austri að Rauðarárstíg. Í öðrum
áfanga er reiknað með að Mikla-
braut verði sett í lokaðan stokk
vestast á Miklatúni. Fjögur hús við
Vatnsmýrarveg verða að víkja
vegna framkvæmdanna og til stend-
ur að rífa húsið við Miklubraut nr.
16 í fyrsta áfanga og Miklubraut
18–20 í öðrum áfanga. Allt land sem
fer undir fyrirhugaðar gatnafram-
kvæmdir er í eigu borgarinnar.
Færsla Hringbrautar hefur staðið
til í áratugi en með nýbyggingu
Barnaspítala Hringsins á lóð Land-
spítalans er þetta talin brýn fram-
kvæmd. Kostnaður er talinn vera
um 1 milljarður króna þegar göngu-
stígar og allt annað er meðtalið.
Megintilgangur deiliskipulagsins er
að sameina lóð Landspítalans, sem
nú er báðum megin Hringbrautar. Í
gögnum skipulags- og bygging-
arnefndar kemur m.a. fram að
færsla Hringbrautar muni einnig
auka umferðaröryggi á gatnamót-
um Hringbrautar, Snorrabrautar,
Miklubrautar og Bústaðavegar.
Deiliskipulag aug-
lýst vegna færslu
Hringbrautar
VALGERÐUR Sverrisdóttir iðnað-
arráðherra, ásamt sendiherra Íslands
í Kanada, Hjálmari W. Hannessyni,
og fleirum, skoðaði álver Alcoa í Que-
bec í gær en álverið er nokkurs konar
fyrirmynd að því álveri sem á að reisa
í Reyðarfirði. Valgerður sagði í sam-
tali við Morgunblaðið frá Kanada að
heimsóknin hefði verið sérlega
ánægjuleg og fróðleg, hún hefði stað-
fest styrk Alcoa í sínum huga og sýnt
enn frekar þá einurð sem fyrirtækið
hefði í áformum sínum hér á landi.
Valgerður sagði álverið í Quebec
vera hið nýjasta hjá Alcoa og jafn-
framt í hópi þeirra fullkomnustu í
heiminum í dag. Notuð væri sama
framleiðslutækni og stæði til að nota í
Reyðarfirði. Framleiðslugetan á ári
er 260 þúsund tonn en álverið í Reyð-
arfirði á að geta afkastað allt að 322
þúsund tonnum á ári.
„Hér er mjög vel gert við starfs-
fólkið en Alcoa rekur starfsmanna-
stefnu þar sem byggt er á þátttöku
fólksins. Haldinn var sérstakur fund-
ur með starfsfólkinu þar sem mér var
kynntur árangur á sviði vinnuöryggis,
umhverfismála og bættra fram-
leiðsluhátta,“ sagði Valgerður en í ál-
verinu starfa um 550 manns.
Áhyggjuraddir þagnaðar
Hún átti einnig fund með bæjar-
stjóranum í því sveitarfélagi innan
Quebec sem álverið er. Þar bjuggu
1.200 manns áður en Alcoa réðst í
uppbyggingu álversins, sem keypt
var af Alumax, en í dag búa þarna um
2.000 manns. Að sögn Valgerðar hef-
ur atvinnuleysi sömuleiðis minnkað á
svæðinu, eða úr 15% niður í 8–9%.
„Bæjarstjórinn sagði ýmsa hafa
lýst yfir áhyggjum með tilkomu ál-
versins, ekki síst bændur, en þær
raddir væru nú þagnaðar. Allt hið já-
kvæða sem náðst hefur við uppbygg-
ingu þessa álvers mun áreiðanlega
nýtast Alcoa á Íslandi,“ sagði Val-
gerður.
Hún hefur ásamt fjölmennri við-
skiptasendinefnd og embættismönn-
um verið á ferð í Kanada frá því á
mánudag. Í dag verður hún á fundi í
Halifax í Noca Scotia-fylki með
fulltrúum íslenskra og kanadískra
fyrirtækja. Heimsóknin til Halifax er
í boði ráðherra atvinnuþróunarmála í
Noca Scotia, sem heimsótti Ísland sl.
haust.
Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra skoðaði álver Alcoa í Kanada
Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra skoðaði í gær 260 þúsund tonna álver Alcoa í Quebec í Kanada.
Staðfesti styrk Alcoa og einurð
HERVAR Gunnarsson, formaður
Verkalýðsfélags Akraness, sagði af
sér formennsku á framhaldsaðal-
fundi félagsins í gærkvöldi. Öll
stjórn félagsins sagði af sér í kjölfar-
ið, samtals 11 manns.
Samþykkt var á fundinum með
þorra atkvæða að kjósa starfsstjórn
fram að aðalfundi félagsins sem
verður fram haldið fyrir lok maí.
Þá lagði Hervar til að utanaðkom-
andi aðila yrði falið að fara í gegnum
fjármál félagsins á árunum 1997–
2002 og gefa skýrslu um málið á að-
alfundinum í maí. Var tillagan einnig
samþykkt með þorra atkvæða.
Hervar segist láta af formennsku
vegna þess sem á undan hefur geng-
ið, nauðsynlegt sé að fá botn í þau
deilumál sem verið hafi innan félags-
ins og fela úrlausn þeirra í hendur
annarra en stjórnarinnar. Hann seg-
ist að heilsa sín leyfi ekki að hann
starfaði sem formaður lengur.
Aðalfundur Verkalýðs-
félags Akraness
Hervar seg-
ir af sér
formennsku
BROTIST var inn í Glerárskóla og
Síðuskóla á Akureyri í fyrrinótt. Til-
kynnt var um innbrotin til lögregl-
unnar þegar kennarar mættu í skól-
ann í gærmorgun. Í innbrotinu í
Glerárskóla var stolið myndvarpa,
myndavél og leikjatölvu. Þar voru
unnar talsverðar skemmdir, brotnar
voru rúður í fjórum hurðum til að
komast um skólann. Í Síðuskóla var
lítilræði af peningum stolið úr sjoppu
skólans.
Lögreglan á Akureyri segir málið í
rannsókn, en ekki hefur enn tekist að
upplýsa innbrotin. Lögreglan biður
fólk sem vart hefur orðið mannaferða
við skólana eftir miðnætti að láta vita.
Innbrot í
Glerár- og
Síðuskóla
KJÖRDÆMISRÁÐ Vinstrihreyf-
ingarinnar – græns framboðs í Suð-
vesturkjördæmi samþykkti í gær til-
lögu uppstillingarnefndar að
framboðslista VG til alþingiskosn-
inganna 10. maí nk. Efstu tíu sætin
skipa eftirtalin:
1. Jóhanna B. Magnúsdóttir um-
hverfisfræðingur
2. Þórey Edda Elísdóttir verk-
fræðinemi
3. Ólafur Þór Gunnarsson læknir
4. Sigmar Þormar félagsfræðingur
5. Jón Páll Hallgrímsson ráðgjafi
6. Oddný Friðriksdóttir hagfræði-
nemi
7. Anna Ólafsdóttir Björnsson
sagnfræðingur
8. Sigurður Magnússon matreiðslu-
maður
9. Þóra Sigurþórsdóttir leirlista-
maður
10. Jens Andrésson vélfræðingur
Jóhanna í
fyrsta sæti
VG í Suðvestur-
kjördæmi
SPARISKÍRTEINI ríkissjóðs sem
voru gefin út fyrir tíu árum voru á
gjalddaga á mánudag, 11. febrúar.
Skírteinin voru því þá til innlausnar
og greiddi Ríkissjóður eigendum
þeirra samtals 8,1 milljarð króna.
Eftir verða tveir markflokkar spari-
skírteina sem eru á gjalddaga árið
2005 og 2015.
Spariskírteinin eru í eigu einstak-
linga, fjármálastofnana og endafjár-
festa svo sem lífeyrissjóða. Að sögn
Björgvins Sighvatssonar, forstöðu-
manns hjá áhættu- og lánsfjárstýr-
ingu Lánasýslu ríkisins, fengu um
4.300 einstaklingar sem áttu bréf í
vörslu hjá Lánasýslunni greiðslu
vegna innlausnar skírteinanna.
„Það er erfitt að spá um hvað fólk
gerir við féð, væntanlega munu flest-
ir halda áfram að ávaxta sparifé sitt í
skuldabréfasjóðum sem fjármála-
stofnanir hafa verið að auglýsa und-
anfarið,“ segir Björgvin. „Sumt af
fénu leitar í annað sparnaðarform
t.d. hlutabréf og annað fer í eyðslu.“
Mikil ásókn í peningana
Bankar og sparisjóðir hafa auglýst
mikið undanfarið í tengslum við inn-
lausn skírteinanna og hvatt fólk til
að kynna sér sjóði sína til að halda
áfram að ávaxta sparifé sitt.
Spariskírteini ríkissjóðs eru verð-
tryggð langtíma skuldabréf útgefin
af Lánasýslu ríkisins fyrir hönd Rík-
issjóðs Íslands. Þau eru yfirleitt með
föstum vöxtum sem greiðast með
höfuðstól skuldabréfsins í einu lagi á
gjalddaga ásamt þeirri hækkun sem
orðið hefur á neysluverðsvísitölu eða
lánskjaravísitölu á lánstímanum.
Tíu ára spariskírteini
ríkissjóðs á gjalddaga
Átta millj-
arðar
greiddir út
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦