Morgunblaðið - 12.02.2003, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 12.02.2003, Blaðsíða 47
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 2003 47 Undanúrslit í kvöld 12. feb. kl. 19.30 HK — Fram í Digranesi, Kópavogi. Mætum öll. Handhafar dómaraskírteina og HSÍ skírteina þurfa að sækja miða í Digranes milli kl. 17 og 18. Bikarinn 2003 FÓLK  ÍSLENDINGALIÐIÐ Haslum gerði jafntefli við Follo, 26:26, í millispili norsku 1. deildarinnar í handknattleik um helgina. Daníel Ragnarsson jafnaði metin fyrir Haslum sjö sekúndum fyrir leikslok en Haslum skoraði sex síðustu mörk leiksins. Heimir Örn Arnar- son skoraði sex mörk fyrir Haslum, Daníel Ragnarsson fjögur og Theó- dór Hjalti Valsson eitt.  STEVE Coppell, knattspyrnu- stjóri Brighton, fer fögrum orðum um landsliðsmanninn Ívar Ingi- marsson, sem er kominn til félags- ins sem lánsmaður frá Wolves. „Ív- ar er frábær íþróttamaður og mun falla vel inn í okkar hóp, sem er af- ar mikilvægt fyrir okkur á þessu stigi,“ sagði Coppell en Ívar lék undir hans stjórn hjá Brentford og spilaði hverja einustu mínútu með liðinu í ensku 2. deildinni í fyrra.  ROY Keane, fyrirliði Manchester United og fyrrverandi fyrirliði Ír- lands, tilkynnti í gær að hann myndi ekki gefa kost á sér framar í landslið Írlands, að læknisráði. Hann ætlar að nýta krafta sína ein- göngu með Man. Utd í framtíðinni.  SERGIO Garcia frá Spáni segir að hann setji stefnuna á að afreka það sem engum öðrum atvinnukylf- ing hefur tekist áður á þessu keppnistímabili. Hinn 23 ára gamli Garcia stefnir á að verða efstur á stigalistanum á evrópsku- og bandarísku mótaröðinni.  GARCIA sigraði á fyrsta mótinu sem fram fór á keppnistímabilinu í Bandaríkjunum í fyrra og endaði í 12. sæti á stigalistanum en í Evrópu gekk honum betur og endaði í 3. sæti. „ Ég hef sett mér þessi mark- mið fyrir tímabilið. Það verður erf- itt, ég veit að en ég ætlað að stefna eins hátt og ég get. Það þýðir að- eins eitt, efsta sætið á stigalistanum á báðum vígstöðvum,“ segir Garcia. SELWYN Reid lék ekki með úrvalsdeildarliði Snæfells gegn Keflvíkingum í bik- arúrslitaleik liðanna sl. laug- ardag þar sem Alþjóðakörfu- knattleikssambandið, FIBA, komst að þeirri niðurstöðu að hann væri ekki gjald- gengur með liðinu sem Evr- ópuleikmaður en Reid er frá Anguilla-eyjum í Vestur- Indíum. FIBA sendi KKÍ skeyti og taldi Reid ekki hafa breskt vegabréf og gæti hann því ekki leikið á sama tíma og Clifton Bush sem er Banda- ríkjamaður. Aðeins má einn leikmaður utan Evrópu leika með íslenskum liðum hverju sinni. Forráðamenn Snæfells brugðu á það ráð að láta Reid ekki leika til úrslita í bikarkeppninni en á umboðs- maður Reid benti FIBA hins- vegar á að lögum í Bretlandi hefði verið breytt á árinu 2002. Og því væri úrskurður FIBA rangur. Í gær kom tilkynning frá FIBA um að eftir að sam- bandið hafi endurskoðað málið í ljósi nýrra gagna, þá telst Reid hafa sömu réttindi og Evrópubúar og er því frjálst að leika með Snæfelli sem slíkur. Reid var því ekki talinn vera Evrópuleikmaður í 6 daga og gat því ekki tekið þátt í bikarúrslitaleiknum af þeim sökum. Reid lék ekki vegna mistaka FIBA Það ræðst fyrst og fremst af þvíhvort Bjarki Sigurðsson leikur með Aftureldingu eða ekki hvort liðið á möguleika gegn Val,“ segir Viggó. „Án Bjarka tel ég möguleika Aftur- eldingar ekki mikla, en með honum er tækifærið fyrir hendi. Viðureignir þessara liða í gegnum tíðina hafa oft verið jafnar og spennandi. Þá er og þessi leikur síðasta tækifæri Aftur- eldingar til þess að ná einhverjum ár- angri eftir afspyrnu slakan árangur í deildinni þar sem möguleikarnir á að komast í úrslitakeppnina eru úr sög- unni. Að sama skapi hafa Valsmenn möguleika á að sýna styrk sinn, en liðið er mjög sterkt og á góðum degi á það að vinna Aftureldingu, en staðan í deildinni segir ekki alltaf alla sög- una þegar komið er út í undanúrslit í bikarkeppninni. Það veikir Valsliðið að vera án síns Bjarka Sigurðssonar, sem er meiddur, þar er vissulega skarð fyrir skildi,“ segir Viggó. Um viðureign HK og Fram í Digranesi er Viggó viss um að það sama verði upp á teningnum, það verði barist fram á síðustu sekúndu. „Framliðið er ágætt en hefur verið nokkuð brokkgengt í vetur. Þegar það nær vel saman þá leikur það vel. Mikil barátta einkennir HK-liðið sem eins og Valur á eflaust eftir að njóta þess að vera á heimavelli í undan- úrslitaleikjunum. Það er ekki ósenni- legt að heimavellirnir ráði miklu um það hvaða lið mætast í úrslitum bik- arkeppninnar að þessu sinni,“ sagði Viggó. „Það er því sennilegast að Valur og HK mætist, en þó er aldrei hægt að slá neinu föstu í þessum efn- um.“ Leikmenn Fram og HK þekkja vel þá stemningu sem fylgir úrslitaleik í bikarkeppni, en Fram lék til úrslita við Hauka í fyrra og HK árið á und- an. „Menn eru alltaf tilbúnir að leggja allt í sölurnar þegar svona langt er komið í keppninni, allir vilja komast í úrslitaleikinn. Þetta verða því fyrst og fremst spennandi viður- eignir þar sem ekki er hægt að slá neinu föstu um úrslit leikjanna, það verður hart tekist á fram á síðustu stundu,“ segir Viggó Sigurðsson, þjálfari bikarmeistara Hauka. Morgunblaðið/Kristinn Björgvin Páll Gústavsson, markvörður HK, varð að sjá á eftir þessum knetti fara fram hjá sér og hafna í netinu – í leik gegn ÍR á dögunum. Hann verður í sviðsljósinu í kvöld í bikarleik gegn Fram. Viggó Sigurðsson, þjálfari Hauka, spáir í undanúrslitin Það verður allt lagt í sölurnar „ÞAÐ er óhætt að lofa spennandi leikjum í undanúrslitunum. Stað- reyndin er einfaldlega sú að þegar menn eru farnir að sjá glitta í bikarinn þá leggja þeir sig alla fram til að komast alla leið í úrslita- leikinn,“ segir Viggó Sigurðsson, þjálfari bikarmeistara Hauka, um viðureignir Vals og Aftureldingar og HK og Fram í undanúrslitum bikarkeppni HSÍ sem fram fara í kvöld. Viggó stýrði Haukum til sig- urs í bikarkeppninni í fyrra og í hitteðfyrra en varð að bíta í það súra epli að falla úr leik í 16-liða úrslitum að þessu sinni fyrir Aftureld- ingu. Hann afskrifar ekki möguleika Aftureldingar. GÚSTAF Bjarnason, landsliðsmaður í hand- knattleik, sem leikur með Minden í þýsku úr- valsdeildinni, þarf að gangast undir aðgerð á öxl og er fyrirséð að hann leikur ekki meira með Minden á tímabilinu. Samningur Gústafs við Minden rennur út í sumar og hefur hann tekið ákvörðun um að flytja heim. For- ráðamenn Minden hafa þegar fundið eft- irmann Gústafs. Sá er Lars Rassmussen, danskur hornamaður sem leikur með Ajax/ Farum og er sem stendur markahæstur í dönsku 1. deildinni. „Hægri öxlin hefur verið að angra mig síð- an ég fór næstum því úr axlarlið í leik með Minden á móti Nettelstedt í lok desember. Það hefur komið í ljós að liðþófinn er skaddaður auk þess sem vöðvinn er togn- aður og mér sýnist aðgerð óumflýjanleg. Það er ljóst að tímabilið er þar með búið hjá mér,“ sagði Gústaf í samtali við Morgunblaðið í gær. Gústaf hefur leikið í Þýska- landi fimm síðustu árin, fyrstu tvö með Willstätt og undanfarin þrjú keppn- istímabil með Minden, sem er í mikilli fall- hættu í þýsku deildinni. „Þetta er búinn að vera fínn tími og lærdómsríkur en okkur fjöl- skyldunni finnst tímabært að koma heim í sumar. Við ætluðum okkur ekki að vera leng- ur úti nema í fjögur til fimm ár.“ Gústaf Bjarnason úr leik og hættir hjá Minden Gústaf Meistarakeppni á ný MEISTARAKEPPNI Knattspyrnusambands Íslands hefur verið endurvakin og verður leikin bæði í karla- og kvennaflokki í ár. Ís- landsmeistarar KR og bikarmeistarar Fylkis í karlaflokki mætast í Egilshöll 16. mars en dagsetning fyrir kvennaleikinn liggur ekki fyrir. Þar leika Íslands- og bikarmeistarar KR gegn Breiðabliki, sem varð í öðru sæti úrvalsdeildar, en á ársþingi KSÍ um helgina var samþykkt að þegar sama lið ynni bæði stóru mótin yrði það lið númer tvö í deildinni sem tæki þátt í meistarakeppninni, ekki tap- liðið úr bikarnum, sem var Valur. Þá er ekki lengur skilyrði að keppnin fari fram á grasi. Meistarakeppni karla fór síðast fram ár- ið 1998 en þá vann ÍBV sigur á Leiftri, 2:1, á Laugardalsvellinum í byrjun október. Frá þeim tíma hefur ekki verið pláss fyrir keppn- ina en með tilkomu knattspyrnuhúsanna hefur staðan gjörbreyst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.