Morgunblaðið - 12.02.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR
10 MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
DEILT var um stöðu íslenskrar
verkmenntunar og ágæti svokall-
aðs reiknilíkans, sem notað er til
að meta fjármagn til skóla, í ut-
andagskrárumræðu á Alþingi í
gær. Björgvin G. Sigurðsson,
varaþingmaður Samfylking-
arinnar, var málshefjandi umræð-
unnar. Hann sagði að íslensk
verkmenntun væri í kreppu í
kjölfar metnaðarleysis og fjár-
sveltis menntamálayfirvalda und-
anfarinn áratug. Það fjársvelti
ætti rætur sínar að rekja til
reiknilíkansins, sem skilaði verk-
námi ekki því fjármagni sem
nauðsynlegt væri til að halda úti
metnaðarfullri iðn- og tækni-
menntun.
Tómas Ingi Olrich mennta-
málaráðherra vísaði þessari
gagnrýni hins vegar á bug. Hann
sagði að menntamálayfirvöld
hefðu beitt sér fyrir marg-
víslegum aðgerðum til að styrkja
undirstöður iðn- og starfsmennt-
unar í landinu og að sá mála-
flokkur væri búinn að vera í for-
gangi hjá þeim lengi. Auk þess
sagði ráðherra að markmið
reiknilíkansins væri að fjár-
framlög til einstakra skóla end-
urspegluðu kostnað vegna fjár-
festingar þeirra og starfsemi.
Hann sagði það því rangt að
reiknilíkanið tæki ekki tillit til
sérstaks kostnaðar sem leiddi af
kennslu verknáms.
Í upphafi ræðu sinnar sagði
Björgvin: „Íslensk verkmenntun
er í kreppu í kjölfar fjársveltis og
metnaðarleysis menntamála-
yfirvalda undanfarinn áratug.
Iðn- og tæknimenntun á í djúp-
stæðum vanda sem lýsir sér m.a.
í því að aðsókn að náminu hefur
minnkað, verknámið að hluta
færst af landsbyggðinni og fram-
boð á verkmenntun minnkað í
fjölbrautaskólum landsins. Auk
þess er námsefnið staðnað og úr-
elt í mörgum greinum. Afleiðing-
arnar eru lítil nýliðun í iðngrein-
unum og atgervisvandi íslensks
iðnaðar.“ Björgvin sagði m.a. að í
kjölfar fjársveltis hefðu hinar
hefðbundnu iðngreinar verið að
gefa eftir og nefndi sem dæmi að
sveinsprófum hefði fækkað um
14% á liðnum árum.
Menntamálaráðherra sagði hins
vegar að ásókn að námi væri
breytileg frá einu tímabili til ann-
ars. „Aðsókn að námi í löggiltum
iðngreinum hefur dregist nokkuð
saman á tímabilinu 1992 til 2000
eða um 9,5%. Á þeim tíma fjölg-
aði nemendum í öðru starfsnámi
hins vegar um 10,5%, iðnnemum
fjölgaði um 2% milli áranna 1995
og 2001 og nemendum í öðru
starfsnámi fjölgaði þá um 14,5%.
Á árunum 1995 til 2001 fjölgaði
nemendum í framhaldsskólum
alls um 5,6%. Á þessum tölum
sést að aðsókn er nokkuð sveiflu-
kennd að mismunandi tegundum
náms, en nýjustu innritunartölur
benda til þess að aðsóknaraukn-
ingin sé mest í öðru starfsnámi.“
Síðan sagði ráðherra: „Mennta-
málayfirvöld hafa beitt sér fyrir
margvíslegum aðgerðum til að
styrkja undirstöður iðn- og
starfsmenntunar í landinu og sá
málaflokkur er búinn að vera í
forgangi hjá þeim lengi. Það
verður að skoða þróun aðsóknar
að námi í heild sinni og festast
ekki í klisjukenndri umræðu um
minnkandi aðsókn að námi í lög-
giltum iðngreinum. Margt bendir
til þess að starfsmenntun sé í
sókn og menn verða að taka tillit
til þess að þjóðfélagið er að taka
breytingum. Menn geta ekki rætt
þessi mál á grundvelli þess
hvernig þetta þjóðfélag var fyrir
meira en tíu árum.“
Segir verk- og iðnmennt-
un á Íslandi vera í kreppu
Morgunblaðið/Golli
Á Alþingi var rætt um verkmenntun og hvort stjórnvöld hefðu staðið nægilega vel að uppbyggingu þessa náms.
ÞINGFUNDUR hefst kl. 13.30 í
dag. Á dagskrá eru atkvæða-
greiðslur og tvær fyrirspurnir til
ráðherra. Í fyrsta lagi verður spurt
um niðurstöður starfshóps um sam-
þættingu fjárlagagerðar og jafnrétt-
is og í öðru lagi verður spurt um
skelfiskveiðar og ástand lífríkis í
Breiðafirði.
Í FRUMVARPI sem Páll
Pétursson félagsmálaráð-
herra mælti fyrir í liðinni
viku um breytingu á lögum
um aðbúnað, hollustuhætti og
öryggi á vinnustöðum er sér-
staklega fjallað um einelti á
vinnustöðum. Í frumvarpinu
er m.a. bætt við lið 9. grein
laganna um ráðstafanir gegn
einelti á vinnustöðum en þar
segir að „starfsmenn eigi ekki
að þurfa að þola áreitni eða
aðra ótilhlýðilega háttsemi á
vinnustað, þar með talda kyn-
ferðislega áreitni eða annað
andlegt eða líkamlegt of-
beldi“.
Í greinargerð með frum-
varpi félagsmálaráðherra
kemur fram að í könnun Evr-
ópustofnunarinnar frá árinu
2000 hafi komið á daginn að
2% launafólks telji sig hafa
orðið fyrir kynferðislegu
áreiti á vinnustað og 9% töldu
sig hafa verið lögð í einelti.
Hér á landi hafi verið fram-
kvæmdar rannsóknir á tíðni
eineltis í einstökum atvinnu-
greinum og hafi þær allar
sýnt fram á að ákveðinn hluti
fólks verði fyrir einelti í
starfi. Víða í nágrannalönd-
unum hafi mönnum þótt
ástæða til þess að setja sér-
stakar reglur um einelti á
vinnustöðum, ekki síst vegna
þess að rannsóknir hafi sýnt
að langvarandi einelti geti
haft alvarlegar heilsufarsleg-
ar afleiðingar í för með sér.
Frumvarpið fer nú til um-
fjöllunar í þingnefnd.
Frumvarp félags-
málaráðherra
Starfsfólk
þurfi ekki
að þola
einelti
RÍKISSTJÓRNIN samþykkti í
gærmorgun að leggja fyrir Alþingi
frumvarp til laga um heimild til að
afsala til Landsvirkjunar tilteknum
vatnsréttindum í Þjórsá, ásamt
nauðsynlegu landi til virkjunar
þeirra, að fengnu samþykki stjórn-
arflokkanna. Frumvarpið er samið í
samræmi við yfirlýsingu sem for-
sætisráðherra gaf í þinginu fyrir
jól.
Fram kemur í minnisblaði, sem
lagt var fram á ríkisstjórnarfundi,
að við stofnun Landsvirkjunar árið
1965 gerðu ríkið og Reykjavíkur-
borg með sér sameignarsamning
um fyrirtækið þar sem tilgreindar
voru þær eignir og önnur réttindi
sem hvor aðili um sig lagði til fyr-
irtækisins og eignarhlutur þeirra í
því byggðist á. Þar á meðal lagði
ríkið fram tiltekin vatnsréttindi í
Þjórsá ásamt nauðsynlegu landi til
virkjunar þeirra við Búrfell. Þessi
réttindi taldi ríkið sig hafa komið að
með afsali þeirra frá fossafélaginu
Titan árið 1952, en þau hafði félagið
keypt af Gnúpverjahreppi í byrjun
20. aldar ýmist beint eða fyrir milli-
göngu Einars Benediktssonar.
Í úrskurði Óbyggðanefndar um
eignarréttindi á Gnúpverjaafrétti
frá 21. mars sl. sé komist að þeirri
niðurstöðu að framsal þessara rétt-
inda hafi af hálfu Gnúpverjahrepps
byggst á vanheimild þar eð beinn
eignarréttur hreppsins á afréttinum
hafi aldrei verið fyrir hendi. Af því
leiði að síðari aðilaskipti að þessum
réttindum séu haldin sama ann-
marka og Landsvirkjun geti ekki
byggt rétt sinn á framsali þeirra frá
ríkinu með áðurnefndum samningi.
Að gengnum þessum úrskurði þykir
ljóst að grundvallarbreyting hafi
orðið á hefðbundinni eignarréttar-
legri stöðu Landsvirkjunar á þessu
svæði við gildistöku þjóðlendulaga.
Eftir hana telst ríkið eigandi
þeirra fasteignarréttinda, lands- og
vatnsréttinda, á Gnúpverjaafrétti,
sem ætlun þess var, að leggja til
Landsvirkjunar 1965 og eignarhald
þess í fyrirtækinu hefur ásamt öðru
byggst á.
Eigendur fyrirtækisins hafa að
undanförnu fjallað um hvernig
óbreytt réttarstaða fyrirtækisins
verði tryggð að breyttri réttarskip-
an á svæðinu. Hafa eigendurnir
sammælst um að réttarstaða þess
verði ekki að fullu tryggð, nema
ríkinu verði með lögum heimilað að
framselja Landsvirkjun þau rétt-
indi, sem samningurinn frá 1965
tók, enda hafi framsal þeirra í ljósi
niðurstöðu óbyggðanefndar byggst
á vanheimild, sem ekki verði bætt
úr á annan hátt. Hafa bæði borg-
arstjórinn í Reykjavík og bæjar-
stjórinn á Akureyri staðfest þá af-
stöðu bréflega og beint því til
ríkisstjórnarinnar að hún beiti sér
fyrir lagasetningu í þá veru, sem
hjálagt frumvarp felur í sér.
Afsalar vatnsréttindum
til Landsvirkjunar
Frumvarp um að
vatnsréttindi í
Þjórsá verði skýrð
SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA,
Árni M. Mathiesen, hefur lagt
fram á Alþingi frumvarp til laga
um breytingu á lögum um stjórn
fiskveiða, en markmið frumvarps-
ins er að framlengja það ákvæði í
lögunum sem hefur þann tilgang
að koma í veg fyrir brottkast með
því að heimila hverju fiskiskipi að
koma með að landi allt að 5% af
heildarafla botnfisks, sem ekki
reiknast til aflamarks skipsins.
Um er að ræða fisk sem er verð-
lítill eða utan aflaheimildar út-
gerðar og slæðst hefur með veið-
um á öðrum fisktegundum. Skal
aflinn seldur á fiskmörkuðum og
skiptast þannig að fjórir hlutar
fari til Hafrannsóknastofnunar-
innar og einn hluti skiptist á milli
áhafnar og útgerðar.
Samkvæmt núgildandi lögum
tekur umrætt ákvæði til fiskveiði-
ársins 2002/2003 en með frum-
varpinu er lagt til að það taki til
fiskveiðiáranna 2003/2004 og
2004/2005. Frumvarpið leggur
m.ö.o. til að ákvæðið verði fram-
lengt um tvö fiskveiðiár. Þegar
ákvæðið var upphaflega lögfest
árið 2001 kom fram að óvíst væri
að hve miklu marki þetta ákvæði
yrði nýtt. Því þótti rétt að hafa
það tímabundið.
„Nú liggur fyrir að á tímabilinu
1. febrúar 2002 til loka fiskveiði-
ársins […] eða á sjö mánaða
tímabili nýttu um það bil 250
fiskiskip þessa heimild og komu
þau samtals með tæpar 800 lestir
að landi sem ekki reiknuðust til
aflamarks. Má ætla að þannig
hafi um það bil 70 milljónir kr.
runnið til Hafrannsóknastofnun-
arinnar,“ segir í athugasemdum
frumvarpsins.
Ákvæði til að
afstýra brottkasti
framlengt
Menntamálaráð-
herra vísar gagn-
rýninni á bug