Morgunblaðið - 12.02.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 12.02.2003, Blaðsíða 13
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 2003 13 PARSPRO.COM hefur skrifað undir samning um veflausnir við austur- ríska veðmálafyrirtækið Admiral Sportwetten (www.admiral.at) en samningurinn er að verðmæti að lág- marki 100 milljónir króna til næstu þriggja ára. Parspro er netfyrirtæki sem sér- hæfir sig í þjónustu við veðmálafyr- irtæki og hýsingu vefja þeirra. Sigurður Baldursson, fram- kvæmdastjóri félagsins, segir að Admiral velti um 12 milljörðum á ári en fyrirtækið er dótturfyrirtæki Parspro.com semur við austurrískt fyrirtæki Novo Matic sem er að sögn Sigurð- ar eitt allra stærsta fyrirtæki í heimi í fram- leiðslu á casino- búnaði. Hann seg- ir að Admiral hafi fundið Parspro á Netinu og sett sig í samband við þá í kjölfarið. „Þetta er mjög skemmtilegt hjónaband ef svo má að orði komast og það að vera komnir í samstarf við jafnstórt fyrirtæki og Admiral er mikil viðurkenning fyrir okkur.“ Hann segir að Admiral hafi valið Parspro úr hópi 4–5 fyrirtækja en hlutverk Parspro í samningnum er að þróa internet-lausnir fyrir veðmála- starfsemi Admiral sem sér framtíð starfsemi sinnar í auknum mæli á Netinu að sögn Sigurðar. Hann segir að nú þegar séu þeir Parspro-menn farnir að setjast niður með Admiral til að semja um fleiri lausnir en þessa einu. „Þetta er bara byrjunin,“ sagði Sigurður að lokum. Sigurður Baldursson 100 milljóna króna samningur EIMSKIP ehf. hefur ásamt breska fyrirtækinu Menzies stofnað fyr- irtæki um rekstur þjónustuseturs á Schiphol flugvelli í Hollandi. Hvort félag á helmingshlut í fyr- irtækinu sem bera mun heitið Freshport BV og reka 3.200 fer- metra þjónustusetur fyrir ferskar afurðir, einkum sjávarafurðir, kjöt, lifandi fiska o.fl. Þjónustusetrið, sem opna á í apríl nk., verður búið kæli- og frystiklefum ásamt loftkældum svæðum skv. ströngustu gæðakröf- um Evrópusambandsins og verður því hægt að losa flugvélar og með- höndla afurðir beint inn í kæli- eða frystirými. Menzies rekur víðtæka þjónustu við farþega- og fraktflugvélar víða um heim, að því er fram kemur í tilkynningu frá Eimskip. Að sögn Erlends Hjaltasonar hefur aðstaða fyrir ferskar afurðir á Schiphol ekki verið nægjanlega góð hingað til. „Schiphol er einn af fjórum stærstu fraktflugvöllum í Evrópu en það hefur hingað til ekki verið nógu góð aðstaða fyrir ferskar afurðir. Nú erum við að setja upp aðstöðu sem fullnægir ströngustu skilyrðum.“ Erlendur segir stóran hluta þess fisks sem fer í gegnum Schiphol koma frá Afríku. Freshport BV þjónustu- setrið mun jafnframt annast heil- brigðisskoðun afurða með uppruna utan Evrópu. Eimskip rekur einnig flutnings- miðlunarfyrirtækið Malenstein Air á Schiphol flugvelli. Malenstein Air er sérhæft í flutningi á fersk- um sjávarafurðum, lifandi dýrum og öðrum ferskum afurðum. Um 100 manns starfa á vegum Eim- skips í Hollandi og Belgíu og er áætluð velta af starfseminni 2,6 milljarðar króna á árinu. Eimskip opnar þjón- ustusetur á Schiphol ÞRÓUNARFÉLAG Íslands hf. skil- aði 61 milljón króna í hagnað eftir skatta á árinu 2002. Þróunarfélagið og Eignarhaldsfélagið Alþýðubank- inn voru sameinuð undi nafni Þróun- arfélagsins í október 2002. Á árinu 2001 voru félögin tvö rekin með 2.085 milljóna króna halla eftir skatta. Hrein vaxtagjöld samstæðunnar voru 157 milljónir króna á síðasta ári en 366 milljónir árið 2001 en aðrar rekstrartekjur voru 1.106 milljónir árð 2002 samanborið við 2.432 millj- óna króna rekstrargjöld árið á und- an. Í tilkynningu frá félaginu segir að þessi niðurstaða skýrist í megin- atriðum af þremur þáttum. Styrking krónunnar hafi skilað 383 milljóna gengishagnaði, hagstæð gengisþró- un á skráðum hlutabréfum gefi 535 milljóna gengishagnað og gengis- hagnaður af skuldabréfum nemi 70 milljónum. Önnur rekstrargjöld Þróunar- félagsins voru 223 milljónir árið 2002 borið saman við 323 milljónir árið á undan. Fram kemur í tilkynningunni að afskriftareikningur fjárfestingar- hlutabréfa hafi verið myndaður til að mæta þeirri áhættu sem fylgir bréf- unum. Samanlagt er mat óskráðra eigna lækkað um 618 milljónir króna á ársreikningi fyrir árið 2002. Annars vegar er þar um að ræða niðurskrift færslu þar sem áætlað markaðsverðmæti einstakra fjár- festingarhlutabréfa er lægra en kostnaðarverð þeirra, samtals 393 milljónir. Hins vegar er niðurfærsla til að mæta almennri áhættu sem felst í eignum í slíkum bréfum og eru 225 milljónir gjaldfærðar vegna þeirrar áhættu. Niðurstaða efnahagsreiknings 2002 er 11.287 milljónir króna og hefur lækkað úr 12.014 milljónum frá árslokum 2001. Bókfært eigið fé félagsins í lok ársins nam 4.527 millj- ónum króna að meðtöldu hlutafé að fjárhæð 2.216 milljónir. Eigið fé fé- lagsins hefur lækkað um 318 millj- ónir frá áramótum. Eiginfjárhlutfall félagsins í lok ársins 2002, samkvæmt ákvæðum laga um lánastofnanir aðrar en við- skiptabanka og sparisjóði, var 33,2% en 33,5% árið áður. Hluthafar Þróunarfélagsins eru um 1.500 talsins. Þróunar- félagið með 61 milljón í hagnað                                                   !" ""#  ##$%  & '%#!  ' (       ) *      %+%$ "( +  "( !#!  ' "&  & & , $   #$%(   +#%, "!"(  - . *    - . */ 0 )   1  2345       &(( #+& &&6 7 ## '#,+( ", &&6(7 #&  !"   #$%&%'"  &##     $$(!)*"   NORSKA ríkisstjórnin vill nú gera fjarskiptafyrirtækjum hægara um vik að fá leyfi til að setja upp og reka kerfi fyrir þriðju kynslóð farsíma, svokölluð UMTS-leyfi, með því að minnka kröfur á leyfishafa. Upphaflega voru fjögur leyfi í boði en aðeins tvö þeirra hafa verið notuð og enginn sýnt hinum tveimur áhuga. AP fréttastofan sagði frá þessu. Síðast voru UMTS-leyfi boðin út í Noregi í desember árið 2000 en þær kvaðir lágu á leyfishöfum að fjar- skiptanet þeirra yrði að ná til a.m.k. 40% landsmanna á innan við 5 árum. Nú hyggst samgöngu- og fjarskipta- málaráðherra Noregs, Torhild Skogsholm, létta á þessum kröfum og minnka niður í 30% á innan við 6 ár- um frá því leyfið er gefið út. Ráð- herrann sagðist telja nauðsynlegt að draga úr kröfum og skapa þannig að- stæður til virkrar samkeppni á fjar- skiptamarkaði í Noregi. Létt á kröfum norskra leyfishafa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.