Morgunblaðið - 12.02.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.02.2003, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. RÍKISSTJÓRNIN samþykkti ígær að veita 6,3 milljarða krónatil vegagerðar og fleiri fram-kvæmda á næstu 18 mánuðum til að bregðast við auknu atvinnuleysi og slaka í efnahagslífinu. Að auki verður um- fangsmiklum vegaframkvæmdum sem þegar höfðu verið ákveðnar flýtt. Davíð Oddsson forsætisráðherra og Halldór Ás- grímsson utanríkisráðherra gera ráð fyrir að framkvæmdirnar skapi nokkur hundr- uð störf í ýmsum greinum atvinnulífsins. Hin nýju verkefni verða fjármögnuð með því að selja öll hlutabréf sem ríkið á enn í Búnaðarbanka Íslands, Landsbanka Íslands og Íslenskum aðalverktökum. Gert er ráð fyrir að sölutekjur nemi um fimm milljörðum en ríkissjóður mun fjár- magna framkvæmdirnar þangað til tekj- urnar skila sér. Væntanlega kallar sam- þykktin á að ríkisstjórnin þurfi að leggja fram frumvarp til fjáraukalaga en málið er til skoðunar hjá embættismönnum. Það sem eftir stendur, um 1,3 milljarðar, verð- ur greitt af því fé sem ríkið hefur þegar fengið fyrir ríkisbankana tvo. Í samþykkt ríkisstjórnarinnar frá því í gærmorgun kemur fram að viðbótarfé til vegagerðar nemur 4,6 milljörðum, einn milljarður fer til byggingar menningar- húsa á Akureyri og í Vestmannaeyjum „enda náist viðhlítandi samningar við við- komandi sveitarfélög“ og 700 milljónir verða settar í atvinnuþróunarátak undir stjórn Byggðastofnunar. Tilgangurinn er sá að auka atvinnu fram til þess tíma er áhrifa stóriðjuframkvæmda fer að gæta til fulls. Samþykkt ríkisstjórnarinnar var borin undir þingflokka Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eftir hádegi í gær og samþykkt af þeim. „Nú er rétta tækifærið“ Á blaðamannafundi í ráðherrabústaðn- um í gær sögðu Davíð Oddsson, forsætis- ráðherra og Halldór Ásgrímsson utanrík- isráðherra að aðgerðirnar kæmu á hárréttum tíma. Davíð benti á að atvinnu- leysi hefði aukist heldur meira en menn hefðu átt von á. Alþýðusamband Íslands (ASÍ), Samtök atvinnulífsins (SA) og fleiri hefðu kallað eftir því að ríkisstjórnin gripi þar inní með einhverjum hætti. Þar að auki hefði Seðlabankinn spáð því að slaki í efnhagslífinu yrði örlítið meiri en áður var gert ráð fyrir. Staða ríkssjóðs væri á hinn bóginn ágæt og við þessar aðstæður hafi hann og utanríkisráðherra gert tillögu um auknar framkvæmdir næstu 18 mánuði. Samþykkt ríkisstjórnarinnar hefði verið kynnt fyrir framkvæmdastjóra SA og for- seta ASÍ og þeir báðir lýst yfir ánægju sinni. Davíð benti á að bersýnilega væri ekki um að ræða varanlega efnahagslega að- gerð, heldur skammtímaaðgerðir sem féllu mjög vel að stórframkvæmdum á Austurlandi sem hæfust af fullum þunga eftir 18–24 mánuði. Byrjað yrði á þeim eins fljótt og mögulegt væri. Halldór Ásgrímsson sagði að það hefði ætíð verið verið ætlun ríkisstjórnarinnar að verja hluta af því fjármagni sem fengist vegna einkavæðingar í bankakerfinu til samgöngumála, annarra framkvæmda og til menningarhúsa. Nú væri rétta tæki- færið. Hundruð starfa Aðspurður hvað þessi aðgerð skapaði mörg störf sagði Davíð að ekki hefði verið nefnd ákveðin tala. Hann benti hins vegar á að aldrei áður hefði svo mikil innspýting fjár verið sett í atvinnulífið. Ljóst væri að fjölgun starfa yrði ekki eingöngu hjá þeim sem ynnu verkin heldur mynduðust störf í fleiri greinum. „Við viljum ekki endilega telja höfuðin en það er ljóst að þetta mun ekki eingöngu skapa störf á þessum beinu sviðum, í vegagerð og öðru slíku,“ sagði Davíð. Halldór sagði þá ljóst að verið væri að ræða um hundruð starfa og tók Davíð undir það. Davíð sagði að verið væri að huga að því að fjármunir sem færu í vegagerð myndu leiða til rekstrarsparnaðar, en ekki til mik- illa rekstrargjalda. Framkvæmdirnar ein- ar og sér væru ekki alltaf dýrasti þátt- urinn. Framkvæmdum í vegakerfinu fylgdi yfirleitt sparnaður, t.d. í rekstri bif- reiða og í snjómokstri. Þá væri fljótlegast að grípa til vegaframkvæmda. Halldór benti á að verkefnin hefðu ekki eingöngu verið valin vegna þeirra þarfa sem lægju fyrir, heldur líka eftir því hvað væri mögu- legt að gera. Þannig réðu skipulagsmál, umhverfismál og fleira því hvaða fram- kvæmdir hægt væri að ráðast í. Það væri á hinn bóginn ljóst að þetta myndi létta á öllu sem yrði að gera í framtíðinni. Skipulag takmarkar framkvæmdir Einn milljarður rennur til framkvæmda á höfuðborgarsvæðinu. Aðspurður hvað ætti að gera við þetta fé sagði Davíð að hann og utanríkisráðherra hefðu talið brýnt að hefja framkvæmdir á gatnamót- um Miklubrautar og Kringlumýrarbraut- ar. Það væri því miður ekki hægt á næstu 18 mánuðum vegna þess að skipulag vegna þeirra væri ekki tilbúið. Ætti það við á fleiri stöðum í borginni. Einnig hefði verið horft til framkvæmda á Vesturlands- vegi. Halldór tók undir þetta og sagði mið- ur að ekki væri hægt að hefjast handa á þessum gatnamótum. Jarðgöng undir Almannaskarð eru ekki á samgönguáætlun en í samþykktinni er gert ráð fyrir 500 milljónum í það verk- efni. Sögðu ráðherrarnir að gert hefði ver- ið ráð fyrir að nýr vegur yrði lagður um fjallshlíðina. Sagði Davíð að ekki væri ver- ið að tala um mikil jarðgöng, þetta væri aðgerð upp á 500–600 milljónir, að við- bættum þeim fjármunum sem þegar hefðu verið lagðir í verkefnið, um 600–800 millj- ónir. Halldór bætti við að með göngunum væri vegagerðin ari en ella. Langt kom Einn milljarð ar á „norð-austu samþykktinni og gerðar á Vestfj Þverárfjallsveg Húnaflóa. Aðsp fjármagnið myn Ísafjarðardjúpi Raufarhafnar, Þ ar. Davíð Oddsso óna fjárveitingu kæmist gerð han mætti segja um bakkaveg en 20 Sama fjárhæð e Hellisheiði og s gert ráð fyrir a köflum. Að auki verð framkvæmdum höfðu verið ák hvort þeir teldu yrði lokið innan og Halldór að þ alveg lokið en þa Fólk hugs Samkvæmt s ar renna 700 m undir forystu B sagði ljóst að þ væru fyrirhuga vakið margt fól Ríkisstjórnin veitir 6,3 milljarða til að bregðast við at Núna er rétta t til framkvæ                      !  "          !  "  $ %   &     ' (   & ) (   & *   #         +   # (   %        -  #    .      /                0  1 ! & + 0      &     2  3      "   /       ! )   *       ! 60    60   & )    7      7!     "    )&   7 "    &     8                     *         1  9      -    &  ,0  4   )   )1 &  )   +&   & :! ;1 4  Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson á blaðamannafundi Fleiri eru atvinnulausir en spár gerðu r inn í efnahagslífinu meiri. Ríkisstjórnin gríðarlega umfangsmikilli vegagerð og f DRÁTTARVEXTIR OG OPINBERIR AÐILAR Þegar einstaklingar eða fyrirtækieiga að standa í skilum við hið op- inbera dugar ekkert múður. Ef greiðslur til ríkis og sveitarfélaga berast ekki á eindaga reiknast drátt- arvextir og síðan fylgja í kjölfarið inn- heimtuaðgerðir ef ekkert bólar á greiðslu. Svo virðist sem opinberir að- ilar telji að þeir séu yfir það hafnir að sitja við sama borð og almenningur og einkafyrirtæki. Samkvæmt könnun, sem Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) gerðu og greint var frá í Morg- unblaðinu á laugardag, eru opinberir aðilar í vanskilum við um fimmtung fyrirtækja og í 60% tilfella neita þeir að greiða lögbundna dráttarvexti af skuldum sínum. Samkvæmt upplýsingum SVÞ hafa aðildarfyrirtæki samtakanna orðið fyrir skakkaföllum vegna þessara við- skiptahátta opinberra aðila og eiga þau erfitt með að sækja lögvarinn rétt sinn gagnvart hinu opinbera, einkum vegna þess að þau eigi á hættu að missa viðskiptin, auk þess sem kostn- aður af málaferlum geti verið litlum fyrirtækjum ofviða. Kveðast samtökin hafa haft spurnir af því að opinberir aðilar hafi hótað að rifta viðskiptum við fyrirtæki krefjist þau dráttar- vaxta vegna vanskila. Opinberir aðilar geta ekki komið fram með þessum hætti við viðskipta- vini. Eitt er að hið opinbera dragi greiðslur, en annað þegar haft er í hótunum þegar fyrirtæki hyggjast sækja lögvarinn rétt sinn. Hið opin- bera er mjög fyrirferðarmikið í ís- lensku samfélagi, en það á ekki að komast upp með að misnota aðstöðu sína í krafti stærðar. Hótanir á borð við þær, sem SVÞ lýsir, eiga fremur heima í lélegum reyfara en í sam- skiptum fyrirtækja og hins opinbera á Íslandi. Það er ekki hægt að verja það að fyrirtæki þurfi að standa í stappi vegna viðskipta, sem ætla verður að opinberir aðilar hafi efnt til af fúsum og frjálsum vilja, og eiga í þokkabót yfir höfði sér að missa viðskiptin. Þessa viðskiptahætti þarf að stöðva. Fjármálaráðherra getur gert það með einfaldri tilskipun þess efnis að jafn- ræði skuli gilda í viðskiptum og að hið opinbera greiði dráttarvexti eins og aðrir verði tafir á greiðslum. HVAÐ VAKIR FYRIR FRÖKKUM? Með því að beita neitunarvaldi,þegar rætt var um aðstoð viðTyrki vegna hugsanlegra átaka við Persaflóa, hafa Frakkar sett samstarfið innan Atlantshafs- bandalagsins (NATO) í uppnám. Frakkar hafa lýst yfir andstöðu við hugsanlegar aðgerðir gegn Írak. Þeir eru ekki einir um þá afstöðu. Hins vegar er erfitt að sjá hvað vakir fyrir Frökkum með því að nota skoðana- ágreining í Íraksdeilunni til að grafa undan NATO. Ákvörðun þeirra breytir engu um framgang málsins. Bandaríkin höfðu þegar lýst því yfir að ef beitt yrðu neitunarvaldi myndu þau og önnur ríki veita Tyrkjum umrædda aðstoð án afskipta NATO. Ákvörðun um að- stoð við NATO hefði ekki verið stuðn- ingsyfirlýsing við stríð heldur ákvörðun um að tryggja öryggi bandalagsríkis sem á landamæri að Írak og getur orðið skotmark flug- skeyta Saddams ef til átaka kemur. Sextán aðildarríki af nítján vildu standa við varnarskuldbindingar sín- ar gagnvart Tyrkjum. Þrjú ríki, Frakkland, Þýskaland og Belgía, greiddu atkvæði gegn. Þar sem ákvarðanir innan NATO eru teknar samhljóða var tillagan fallin. Því má ekki gleyma að Frakkar eru í annarri stöðu en Þjóðverjar og Belg- ar. Þeir eiga sæti í öryggisráði Sam- einuðu þjóðanna og fara þar með neit- unarvald. Frakkar eru því í sterkari stöðu en flest önnur ríki í heiminum til að hafa áhrif á gang mála gagnvart Írak. Öryggisráðið er sá vettvangur þar sem ræða ber næstu skref í Íraks- deilunni og það verður gert í kjölfar þess að vopnaeftirlitið skilar skýrslu sinni á föstudaginn. Þar má búast við hörðum deilum um hvort rétt sé að halda vopnaeft- irliti áfram eða hvort ljóst sé að Sadd- am Hussein hyggst ekki standa við þá skilmála sem settir voru í ályktun númer 1441 síðastliðið haust og sex- tán ályktunum öryggisráðsins þar á undan. Þar verða ríki að svara þeirri grundvallarspurningu hvort líklegt sé að Saddam muni nokkurn tímann láta gjöreyðingarvopn sín sjálfviljug- ur af hendi. Fjöldi vopnaeftirlits- manna og sá tími sem þeir fá til um- ráða breytir litlu ef Írakar neita að afvopnast. Þrátt fyrir að Saddam hafi verið gert ljóst síðastliðið haust að verið væri að gefa honum lokatæki- færi til að afvopnast bendir ekkert til að sú verði raunin. Írakar hafa ekki látið nein vopn af hendi og líkt og Col- in Powell, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, benti á í ræðu sinni hjá SÞ í síðustu viku, hafa þeir gert það sem í þeirra valdi stendur til að villa um fyrir vopnaeftirlitinu og blekkja. Ef öryggisráðið framfylgir ekki eigin ályktun er hætt við að það muni missa áhrif og völd í framtíðinni. Standi vilji manna til þess að Saddam afvopnist er mikilvægt að þjóðir heims standi saman. Þótt sorglegt sé er líklegt að ekki náist árangur nema umheimurinn sýni í verki að hann sé reiðubúinn að beita valdi gegn Sadd- am og knýja hann til afvopnunar haldi hann áfram að virða vilja öryggis- ráðsins að vettugi. Ef vestræn ríki eru ekki samstiga í afstöðu sinni eru varla nokkrar líkur á að Saddam sjái sér hag í því að láta undan. Þess í stað mun hann reyna að ýta undir ágrein- ing í öryggisráðinu og NATO með málamyndatilslökunum sem engu skila. Með því að undirbúa árás á Írak er verið að sýna Saddam fram á að hann eigi tveggja kosta völ. Afvopn- ast eða verða hrakinn frá völdum. Deilur á borð við þær sem átt hafa sér stað milli Bandaríkjanna og Frakka undanfarna daga eru eflaust túlkaðar í Bagdad sem tákn um að kostirnir kunni að vera fleiri. Þær auka líkurn- ar á stríði í stað þess að draga úr þeim. Og þær veikja þær stofnanir sem við treystum á vegna öryggis okkar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.