Morgunblaðið - 12.02.2003, Page 44
ÍÞRÓTTIR
44 MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
IGNACE Heinrich, fyrrverandi
Evrópumeistari í tugþraut og „Ís-
landsvinur“ lést á dögunum 77 ára
gamall. Heinrich var einn vinsælasti
íþróttamaður Frakka á árunum eftir
síðari heimsstyrjöldina og var kall-
aður „Herra tugþraut“ í Frakklandi.
Hann vann m.a. gull í tugþraut á EM
í Brussel 1950 eftir harða keppni við
Örn Clausen sem hreppti silfurverð-
laun. Þá varð hann annar í tugþraut
á Ólympíuleikunum í Lundúnum
1948 en var ekki með í Helsinki fjór-
um árum síðar vegna meiðsla.
HEINRICH kom til Íslands árið
1951 og keppti í tugþraut á Melavell-
inum 29. og 30. júlí við Örn Clausen
og Tómas Lárusson. Líkt og á EM
árið áður vann Heinrich naumlega.
Talið er að nærri 10.000 áhorfendur
hafi mætt á Melavöllinn til að fylgj-
ast með keppninni. Á Melavelli bætti
Heinrich franska metið í síðasta sinn
á ferli sínum og Örn bætti Íslands-
og Norðurlandametið, en aðeins
munaði 23 stigum á þeim þegar upp
var staðið eftir tveggja daga keppni.
Þetta var jafnframt í síðasta sinn
sem Örn keppti í tugþraut – lagði
skóna á hilluna árið eftir, 23 ára.
ÓLAFUR Stefánsson er meiddur í
öxl eftir því sem Alfreð Gíslason,
þjálfari Magdeburg, segir í samtali
við Magdeburger Volksstimme
í gær. Alfreð segist þó gera sér
þokkalegar vonir um að hann geti
teflt Ólafi fram þegar Magdeburg
leikur við Wetzlar í þýsku 1. deild-
inni í handknattleik á sunnudag.
FRAMHERJI bandaríska körfu-
knattleiksliðsins Boston Celtics, Vin
Baker, hefur fengið leyfi frá læknum
félagsins til þess að leika með liðinu
á ný en hann lék ekki með liðinu í sl.
viku þar sem hann fann fyrir verkj-
um í brjósti. Læknar liðsins töldu að
um væri að ræða óreglulegan hjart-
slátt en ekkert væri því til fyrirstöðu
að Baker gæti leikið með liðinu. For-
ráðamenn Boston þykja mjög
strangir hvað þessa hluti varðar þar
sem einn besti leikmaður liðsins,
Reggie Lewis, lést úr hjartaslagi
fyrir nokkrum árum.
KVENNALIÐ Hauka í körfu-
knattleik er að skoða leikmann frá
Bandaríkjunum sem hefur leikið
sem atvinnumaður í Lúxemborg.
Kathrine Hannon heitir leikmaður-
inn, sem kemur frá Kansas-háskól-
anum og er líklegt að hún leiki sinn
fyrsta leik 13. febrúar gegn ÍS.
LOTHAR Matthäus, fyrrverandi
fyrirliði þýska landsliðsins og
Bayern München, er hættur við að
fara í mál við Bayern – vegna þess að
liðið væri ekki búið að gera upp við
sig vegna kveðjuleiks hans fyrir
þremur árum. Eftir að Matthäus átti
fund með forráðamönnum Bayern
um sl. helgi – náðust sættir í málinu
og hann hætti við málsókn.
FÓLK
Erfitt hjá
Ipswich
ENSKA 1. deildarliðið Ips-
wich, sem landsliðsmiðvörð-
urinn Hermanns Hreið-
arssonar leikur með, hefur
sótt um nauðasamninga við
lánardrottna sína. Íslandsvin-
urinn David Sheepshanks,
eigandi liðsins, segir Ipswich
hafa tapað 15 miljónum sterl-
ingspunda, eða ríflega tveim-
ur milljörðum ísl. króna, við
að falla úr úrvalsdeildinni sl.
keppnistímabil. Endurskoð-
unarfyrirtækið Deloitte og
Touche mun reyna að ná
samningum við lánardrottna.
JÓN Arnar Magnússon fær
harða keppni á hinu árlega sjö-
þrautarmóti sem fram fer í Tallinn
í Eistlandi um næstu helgi, en þar
hyggst hann freista þess að tryggja
sér eitt hinna sex lausu sæta sem í
boði eru á heimsmeistaramótið í
Birmingham um miðjan næsta mán-
uð.
Alls taka átta menn þátt í sjö-
þrautarkeppni heimsmeistaramóts-
ins. Tveir efstu menn afrekslista Al-
þjóðafrjálsíþróttasambandsins fá
sjálfkrafa keppnisrétt á HM, en það
eru þeir Roman Sebrle frá Tékk-
landi og Bandaríkjamaðurinn Tom
Pappas. Hverjir hinir sex keppend-
urnir verða ræðst af árangri þeirra
í sjöþrautarkeppni næstu vikna og
ætlar Jón Arnar að taka þátt í þeim
slag, en hann varð í öðru sæti í sjö-
þrautarkeppni HM í Portúgal fyrir
tveimur árum.
Meðal þeirra sem Jón Arnar
keppir við í Tallinn um næstu helgi
má nefna Tékkanna Tomás Dvo-
rák, fyrrverandi heimsmethafa i
tugþraut og margfaldan verðlauna-
hafa í tugþraut og sjöþraut, Sebast-
ian Chmara frá Póllandi, Evr-
ópumeistara í sjöþraut árið 1998 og
einn fremsta sjöþrautarmann síð-
ustu ára, Eistlendinginn Erki Nool,
Ólympíumeistara í tugþraut, Lev
Lobodin frá Rússlandi, Attila Zsi-
votsky frá Ungverjalandi, Þjóðverj-
ann Mike Maczey, Volodimir Mih-
hailenko frá Úkraínu, sem náði
góðum árangri í sjöþraut í fyrra,
Dmítrí Ivanov frá Rússlandi, Chiel
Warners frá Hollandi,
sem er sterkur sjö-
þrautarmaður, og
Finninn ungi,
Jakko Oj-
aniemi, sem
náði afar
athygl-
isverðum árangri í tug-
þraut í fyrrasumar. Ekki
má heldur gleyma heims-
og Evrópumeistaranum
Roman Sebrle þótt árang-
ur hans á mótinu skipti
ekki máli þar hann hefur
þegar tryggt sér farseð-
ilinn til Birmingham.
Þetta er aðeins hluti
þeirra keppenda sem
reyna með sér í Tallinn
um næstu helgi en alls eru 17 skráð-
ir til leiks í sjöþrautinni. Af þeim á
Jón Arnar fimmta besta árang-
urinn, 6.283 stig, en það er bæði Ís-
lands- og Norðurlandamet. Jón
setti það á HM í Japan fyrir fjórum
árum.
Sennilegt má telja að Jón Arnar
verði að fara yfir 6.000 stiga múr-
inn til þess að tryggja sér keppn-
isrétt á HM. Takist það ekki um
helgina hyggst hann taka þátt í
austurríska meistaramótinu í fjöl-
þrautum sem fram fer um aðra
helgi.
Þórey Edda Elísdóttir, stang-
arstökkvari úr FH, er eini Íslend-
ingurinn sem hefur tryggt sér
keppnisrétt á HM í Birmingham í
mars.
Hörð glíma hjá Jóni Arnari í Tallinn
Þjálfari Pusan er Englendingur-inn Ian Portefield og það var
hann sem bauð mér að koma út og
kíkja á aðstæður. Ég
hafði engu að tapa og
ákvað að slá til þegar
boðið kom en ég
reikna ekki með því
að gera neina samninga,“ sagði Arn-
ar í samtali við Morgunblaðið í gær.
Arnar segist hafa farið á fjórar æf-
ingar með liðinu og hann lék æfinga-
leik með því í gær. „Mér gekk ágæt-
lega í leiknum en boltinn hér er
talsvert öðruvísi en maður á að venj-
ast. Hann er hægur og ekki mjög
skemmtilegur fyrir minn smekk.“
Aðspurður um framhaldið sagðist
Arnar reikna með því að halda frá S-
Kóreu í vikulokin og hann reiknaði
ekki með því að fara til Pusan aftur.
„Það verður að segjast eins og er
að það er ekkert ýkja spennandi að
vera hérna í S-Kóreu og þarf eitthvað
mikið að koma til ef ég á að spila
hérna. Ég hefði aldrei farið hingað út
nema af því að þessi staða kom upp
hjá mér hjá Dundee United. Það hef-
ur hins vegar verið gaman að sjá
þennan heim og kynnast annarri
menningu.“
Arnar segist ætla að selja hús sitt
sem hann á í Skotlandi og að því
loknu hyggst hann koma heim. En
kemur til greina að spila á Íslandi í
sumar?
„Ég hef svo sem ekkert hugsað út í
það. Það er ekkert
fyrir mig að gera í
Skotlandi svo það er
eins gott að koma
heim. Þessar nýju
félagaskiptareglur
gera manni erfitt
fyrir. Mér er ekki
heimilt að skipta yfir
til annars liðs á þess-
um tíma nema innan
Skotlands og það
sem ég þarf að
kanna er það hvort
ég þurfi að bíða í eitt
ár til að komast út
aftur ef ég skipti yfir
til íslensks liðs í
sumar,“ segir Arnar
og bætir við: „Það
getur svo sem alveg
verið líka að ég segi
stopp og hætti bara
fyrir fullt og allt en
það er erfitt þar sem
mig dauðlangar að
halda áfram í landsliðinu.“
Hafa einhver íslensk lið sett sig í
samband við þig?
„Óli Þórðar hringdi í mig og bauð
mér að æfa með ÍA ef ég kæmi heim
en ég hef ekki heyrt í neinum öðr-
um.“
Það hefur gengið sú saga að þú
færir í KR ef þú kæmir heim?
„Bjarki bróðir er byrjaður með KR
aftur og maður lokar kannski hringn-
um og spilar með honum aftur. Það
eru liðin ansi mörg ár síðan við lékum
í sama liði,“ sagði Arnar og hló við.
SVEN-Göran Eriksson, þjálfari
enska landsliðsins, segir að álagið á
leikmenn enskra félagsliða komi
niður á enska landsliðinu og nú vill
Svíinn að enska knattspyrnu-
sambandið breyti reglugerðum
hvað varðar ensku bikarkeppnina.
Eriksson segir að aðeins þurfi að
leika einn bikarleik, en ekki einn á
heimavelli – og ef jafntefli verði, þá
annan á útivelli, eins og tíðkast í
keppninni í dag.
„Það eru margar hliðar í þessu
máli. Minni félagsliðin á Englandi
vilja ekki missa af þeim tekjum sem
slíkir leikir gefa af sér en ef ég
huga að enska landsliðinu þá er
álagið of mikið á Englandi og það
minnkar líkurnar á því að enska
landsliðið nái betri árangri,“ segir
Eriksson við AFP-fréttastofuna.
„Málið er einfalt. Við spilum of
marga leiki. Vandamálið er þekkt
víða um Evrópu og við þurfum að
finna sameiginlega lausn,“ bætir
Eriksson við en hann er talsmaður
vetrarleyfis í ensku knattspyrnunni
og bendir á niðurstöður úr blóð-
prufum sem teknar voru af enskum
landsliðsmönnum á meðan Heims-
meistarakeppnin stóð yfir sl. sum-
ar. „Þar sáum við niðurstöður sem
sögðu mér og öðrum að ensku
landsliðsmennirnir voru mjög
þreyttir í leikjunum. Mjólkursýru-
þröskuldur þeirra var mjög lágur
og er bein afleiðing af því gífurlega
álagi sem fylgir því að leika í ensku
úrvalsdeildinni,“ segir Eriksson.
Reuters
Sven-Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Englands, fylgist með sínum mönnum á æfingu.
Eriksson
vill frí og
færri leiki
Landsliðsmaðurinn frá Akranesi – Arnar Gunnlaugsson,
kannar aðstæður hjá liðinu Pusan í Suður-Kóreu
Ekkert spenntur
ARNAR Gunnlaugsson knatt-
spyrnumaður er þessa dagana
staddur í Suður-Kóreu en hon-
um var boðið að koma út og
skoða aðstæður hjá liði Pusan
sem er frá samnefndri borg í S-
Kóreu, þeirri annarri stærstu í
landinu. Arnar er laus allra mála
hjá skoska úrvalsdeildarliðinu
Dundee United. Hann ákvað að
segja upp samningi sínum við
félagið fyrir skömmu enda bú-
inn að vera algjörlega úti í kuld-
anum og hann sá enga framtíð
hjá liðinu sem hann gekk til liðs
við síðastliðið sumar.
Arnar Gunnlaugsson
Eftir
Guðmund
Hilmarsson