Morgunblaðið - 14.02.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR
8 FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Málþing um 18. aldar konur
Ekki einsleitur
og þögull hópur
MÁLÞING á vegumFélags umátjándu aldar
fræði verður haldið á
morgun, laugardaginn 15.
febrúar, í fyrirlestrasal á 2.
hæð í Þjóðarbókhlöðu.
Hefst þingið klukkan
13.30. Yfirskrift málþings-
ins er „Hvar er minn sess?“
– Af 18. aldar konum og
munu fimm konur flytja
fyrirlestra.
Félag um átjándu aldar
fræði var stofnað vorið
1994 og er þvervísindalegt
félag um menn og málefni
18. aldar. Félagið stendur
fyrir málþingum yfir vetr-
armánuðina og dagsferð á
söguslóðir að sumri. Félag-
ið er meðlimur í Alþjóðleg-
um samtökum félaga um
18. aldar fræði og eru íslenskir fé-
lagar nú um 160 talsins. Formaður
félagsins er Svavar Sigmundsson.
Stjórnarmenn eru 9 að tölu. Í nóv-
ember var haldið málþing um
Magnús Ketilsson, sýslumann í
Dalasýslu. Vorið 2002 var haldið
málþing um Magnús Stephensen
og vorið 2001 var haldið annað
kvennaþing undir yfirskriftinni
„Af heitri trú og heldri kvinnum“.
Fyrirlestrar eru að jafnaði fjórir á
hverju þingi. Norræn ráðstefna
var haldin hér á landi síðastliðið
sumar sem bar yfirskriftina „Nor-
ræn ráðstefna um Norðurlönd og
Evrópu 1700–1830, gagnkvæm
menningaráhrif“.
Einn fyrirlesara á málþinginu
nú er Þórunn Guðmundsdóttir
sagnfræðingur og svaraði hún
nokkrum spurningum Morgun-
blaðsins.
– Geturðu fyrst útskýrt fyrir
okkur yfirskrift málþingsins?
„Hvar er minn sess“, er í merk-
ingunni hver er staða mín. Að óat-
huguðu máli gæti virst sem 18.
aldar konur væru einsleitur og
þögull hópur en hver og ein átti
sinn sess, hafði sína stöðu í þjóð-
félaginu og sú staða var æði-
misjöfn, sumar höfðu mýkri sess
en aðrar.“
– Hverjar verða helstu áhersl-
urnar á málþinginu og hver er til-
gangur þess?
„Tilgangurinn er að skapa vett-
vang þar sem áhugafólk og fræði-
menn koma saman og kynna sér
nýjar rannsóknir á 18. öldinni. Að
þessu sinni er áherslan á að kynna
nýjar rannsóknir um líf og störf
kvenna á 18. öld.“
– Hverjir taka til máls á mál-
þinginu og um hvað fjalla erindi
þeirra?
„Að þessu sinni verða flutt fimm
erindi sem öll eru byggð á nýjum
rannsóknum þeirra fræðimanna
sem flytja þau. Ragnhildur Braga-
dóttir sagnfræðingur flytur erindi
sem hún kallar „Róðu betur, kær
minn karl“ og fjallar það um sjó-
konur á 18. öld.
Guðný Laufey Guðmundsdóttir
sagnfræðingur flytur erindi sem
hún kallar „Lét ég þá stúlkur mín-
ar kveða mér til afþrey-
ingar lystug kvæði“ og
fjallar erindið um tón-
listarþátttöku kvenna á
18. öld.
Bergrós Kjartans-
dóttir bókmenntafræð-
ingur flytur erindi sem
hún nefnir „Álfkona, barbí-ímynd
fortíðar eða kvenfrelsisdraum-
ur?“.
Þá flytur Ragnhildur Sigrún
Björnsdóttir sagnfræðingur er-
indi sem hún nefnir „Minn
hjartkæri dyggðaríki faðir“. Er-
indið byggist á bréfi til Skúla
Magnússonar landfógeta frá dótt-
ur hans, Guðrúnu Skúladóttur.
Þá flyt ég sjálf erindi sem ber
heitið „Menntun og störf íslenskra
ljósmæðra á 18.öld“.
– Segðu okkur aðeins meira frá
þínu erindi...
„Mitt erindi er byggt á rann-
sóknum sem ég gerði vegna meist-
araprófsritgerðar minnar. Þar
skoðaði ég menntun og störf ís-
lenskra ljósmæðra á 18. öld og
tengsl þeirra við kirkjuna og þær
breytingar sem urðu eftir að emb-
ætti landlæknis var stofnað og
málefni ljósmæðra fluttist frá
kirkjunni yfir á embætti land-
læknis. Ég rannsakaði sérstaklega
störf ljósmæðra í Rangárvalla-
sýslu þar sem eru varðveittar upp-
lýsingar um 3.219 börn af þeim
óþekkta fjölda sem fæddist í sýsl-
unni á 18. öld. Ég komst að þeirri
niðurstöðu að áhrifa kirkjunnar á
starfsemi ljósmæðra hafi gætt í
áratugi eftir að þau mál voru form-
lega komin til landlæknisembætt-
isins. Um það vitnar m.a. bréf
Sveins Pálssonar læknis sem sett-
ist að á Suðurlandi á síðasta tug
18. aldar. Sveinn klagaði meinta
saknæma starfsemi ljósmæðra í
Rangárvallasýslu fyrir prófasti en
ekki fyrir landlækni sem var yf-
irmaður ljósmæðramála og ekki
fyrir veraldlegu yfirvaldi eins og
sýslumanni.“
– Hvar liggja helst upplýsingar
um málefnið „18. aldar konur“?
„Upplýsingar liggja víða og
margt og mikið er órannsakað,
skjalasöfn eru helsti
vettvangur þeirra
fræðimanna sem gera
grein fyrir rannsóknum
sínum að þessu sinni.
Auk þess eru helstu
heimildir þeirra útgefin
rit í bókmenntafræði,
þjóðfræði og sagnfræði.“
– Hverjir eiga helst erindi á
þetta málþing?
„Málþingið er öllum opið og ég
held að allir sem hafa áhuga á 18.
öld eða þeim málum sem eru tekin
sérstaklega fyrir, ættu að hafa
bæði gagn og gaman af. Þess má
geta, að það kostar ekkert inn.“
Þórunn Guðmundsdóttir
Þórunn Guðmundsdóttir
fæddist á Akranesi 1950. Lauk
prófi frá Röntgentæknaskóla Ís-
lands 1974 og var lengi röntgen-
tæknir. BA í sagnfræði frá HÍ
1993 og MA í sömu grein 2002.
Hefur í eigin rannsóknum skoð-
að sögu og þróun heilbrigðis-
mála á Íslandi og starfar við
rannsóknir á frumheimildum frá
18. öld á vegum Íslendingabókar,
deCODE og Friðriks Skúlasonar.
Maki er Bjarni Ásmunds raf-
magnstæknifræðingur hjá
Landsvirkjun og eiga þau þrjú
uppkomin börn.
Læknirinn
klagaði ljós-
mæður fyrir
prófasti