Morgunblaðið - 14.02.2003, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 14.02.2003, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2003 19 viðkomandi aðili hafi haft búsetu í Englandi frá 1998 og með vísan til þess hafi verið úrskurðað að hann beri ekki fulla og ótakmarkaða skattskyldu á Íslandi. Vitnar Ragn- ar síðan orðrétt í eftirfarandi orð í úrskurðinum: „Með hliðsjón af fyr- irliggjandi upplýsingum og fram komnum gögnum þykir sýnt, að xx hefur stofnað til heimilis erlendis og telst því ekki heimilisfastur hér á landi í skilningi 1. gr. laga nr. 75/ 1981, um tekjuskatt og eignarskatt, sbr. 2. gr. laga nr. 21/1990, um lög- heimili, og uppfyllir því ekki lengur skilyrði ofangreindra lagaákvæða til að bera fulla og ótakmarkaða skatt- skyldu hér á landi frá 1. október 1998 að telja.“ Síðan heldur Ragnar áfram og segir: „Ljóst er að í úrskurðarfram- kvæmd hefur einkum verið litið til raunverulegrar búsetu viðkomandi skattaðila og fjölskyldu hans og miðstöð persónuhagsmuna. Í 4. gr. tvísköttunarsamningsins er sér- staklega vikið að „miðstöð persónu- hagsmuna“ og telja verður eins og að framan greinir að miðstöð þeirra hagsmuna skattaðilans sé í Eng- landi en miðstöð fjármálalegra um- svifa gætu talist víða en þó ekki á Ís- landi umfram t.d. Guernsey eða Bretland.“ Ráðgjöf ekki veitt hér Mótmælt er þeim skilningi skatt- rannsóknarstjóra að Jón Ólafsson eigi að standa skil á skatti af ráð- gjafargreiðslum hér á landi „þar sem sýnt er að ráðgjöfin er ekki innt af hendi hér á landi þótt JÓ komi hingað til lands með reglubundnum hætti til að sinna þeim stjórnar- störfum sem teljast hluti ráðgjafar- starfanna sem hann hefur skuld- bundið sig til að sinna fyrir hönd Inuit Enterprises,“ segir í bréfinu þar sem andmælt er þeirri niður- stöðu skattrannsóknarstjóra að skylt sé að greiða tekjuskatt af ráð- gjafargreiðslum sem Jón/Inuit Ent- erprises hefur þegið vegna starfa Jóns. Í skýrslu sinni bendir skattrann- sóknarstjóri á að stjórnarlaun falli undir 2. tölulið 3. greinar laga um tekju- og eignarskatt og að skv. tví- sköttunarsamningi Íslands og Bret- lands megi skattleggja stjórnarlaun í því ríki sem slík laun eru greidd. Ragnar segir þetta rétt og það veiti íslenskum skattyfirvöldum mögu- lega rétt til að skattleggja umrædd- ar greiðslur hér á landi að því leyti sem þau geti talist stjórnarlaun, en hann bendir jafnframt á að um- ræddar greiðslur geti ekki eingöngu verið fyrir stjórnarlaun í fyrirtæk- inu og vísar í því efni til úttektar á stjórnargreiðslum í fyrirtækjum sem skráð eru í Kauphöll Íslands. „Það hefur legið fyrir að umrædd- ar greiðslur skiptast í raun í tvo þætti, þ.e. ráðgjafargreiðslur ann- ars vegar og greiðslur fyrir bind- ingu fjármagns hins vegar. Ef skipta ætti ráðgjafargreiðslunum upp í stjórnarlaun annars vegar og ráðgjafargreiðslur hins vegar verð- ur að gæta meðalhófs í því sambandi sbr. 13. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/ 1993. Þá hefur JÓ greitt skatta í Englandi af störfum fyrir Inuit sem innt eru af hendi í Englandi sem að stærstum hluta eru vegna ráðgjaf- arvinnu fyrir Norðurljós. Telja verður sýnt að stór hluti þeirrar vinnu sem JÓ vinnur fyrir Norður- ljós eru ráðgjafarstörf sem ekki geta talist flokkast undir hefðbund- in stjórnarstörf. Þóknanir vegna þeirra verða ekki taldar skattskyld- ar hér á landi þrátt fyrir 2. tl. 3. gr. laga nr. 75/1981 og vísast þar sér- staklega til ákvæða tvísköttunar- samnings Íslands og Bretlands en samkvæmt honum eru það einungis stjórnarlaun, sbr. 16. gr. tvísköttun- arsamningsins, sem Ísland hefur skattlagningarrétt á þeim tekjum sem taldar eru upp í 2. tl. 3. gr. laga nr. 75/1981.“ Dregur upp dökka mynd Ragnar andmælir þeim ummæl- um skattrannsóknarstjóra að Jón Ólafsson hafi stofnað Inuit Enter- prises með það eitt að markmiði, að því er virðist að komast hjá skatt- greiðslum. „Eins og áður hefur ver- ið rakið sleppir skattstjóri allri eðli- legri umfjöllun um flutning skattaðilans frá Íslandi. Skattrann- sóknarstjóri ítrekar þetta álit sitt á mörgum stöðum í þessari umfjöllun. Eðlilegt verður að telja að rann- sóknaraðili reyndi að varpa ljósi á atriði varðandi þennan tilflutning og að hann teldi þá upp atriði sem telja verður falla að eðlilegum rekstrar- tilgangi og svo atriði sem teldust geta verið skattasniðganga eða und- anskot ef um það væri að ræða. Í umfjöllun sinni um aflandsfélög og sjóði (trust) ber allt að sama brunni. Skattrannsóknarstjóri dregur upp afar dökka mynd af aflandsfélögum, fjallar iðulega um skattsvik í sömu andrá og fjallað er um starfsemi af- landsfélaga. Í þessu sambandi verð- ur að taka það fram að mjög öflug atvinnustarfsemi fer fram á mörg- um af þeim svæðum sem svokölluð aflandsfélög eru rekin á. Á það sér- staklega við um Ermarsundseyjarn- ar. Í langflestum tilvikum er ekkert við þessa starfsemi að athuga en hins vegar búa þessi félög við hag- stæða skattlagningu að því er varð- ar almenna tekjuskatta. Af þeim ástæðum hafa fjölmargir aðilar sett upp starfsemi á slíkum stöðum og má þar nefna sem dæmi íslensku bankana, þ. á m. þá banka sem þar til fyrir skömmu voru í eigu ríkisins. Grundvallaratriðið er að starfsemi þessara félaga er í langflestum til- vikum lögleg og eðlileg og félögin lúta reglum þeirra landa sem lög- sögu hafa yfir þeim, þ. á m. Íslands, komi til þess að starfsemi þeirra teygi anga sína til Íslands með þeim hætti að fallið getur undir lögsögu Íslands.“ Greitt skatta á Englandi Þá segir í bréfinu að það sé í grundvallaratriðum rétt hjá skatt- rannsóknarstjóra að hlutverk Inuit Enterprises hafi í meginatriðum verið annars vegar eignaumsýsla og hins vegar ráðgjafarstarfsemi. „JÓ hefur og reiknað sér tekjur og greitt skatta og skyldur þar af á Englandi vegna greiðslna til hans frá Inuit Enterprises,“ segir í andmælunum. „Varðandi umfjöllun um að Inuit Enterprises hafi innheimt ráðgjaf- argreiðslur án samnings við þá lög- aðila sem um ræðir þá liggur fyrir að JÓ framseldi fyrri samninga til Inuit í tengslum við flutning sinn af landi brott á árinu 1998,“ segir þar ennfremur. „Varðandi eignarhaldið að Inuit Enterprises þá liggur fyrir að JÓ er raunverulegur eigandi alls eigin fjár félagsins. Hugtakið „beneficial own- er“ hefur verið notað um stöðu hans þar sem aðilar á vegum Rotschild- bankans eru skráðir hluthafar í fyr- irtækinu fyrir hönd „beneficial own- er“. Þetta er algengt fyrirkomulag á Ermarsundseyjunum. Óljóst er hvernig beri að fara með þetta að ís- lenskum rétti en í raun er ekki um annað að ræða en venjulegt hluta- félag sem JÓ er eini hluthafinn í en til hægðarauka og að ákveðnu leyti til tryggingar fyrir framkvæmda- stjóra félagsins eru aðilar á þeirra vegum skráðir hluthafar í félaginu.“ Ekki launþegasamband Ragnar mótmælir þeirri niður- stöðu skattrannsóknarstjóra að um launþegasamband sé að ræða á milli skattaðilans og Norðurljósa. „Ekki verður fallist á það. Í fyrsta lagi verður að benda á að JÓ hefur skuldbundið sig til að vinna ekki fyrir annan aðila en Inuit Enter- prises sem hefur einkarétt á því að selja þjónustu Jóns Ólafssonar. [Vitnar hann í því sambandi til samnings sem undirritaður var 21. júlí 1999 og til tilvísunar í sam- bankalánssamningnum.] Framan- greindur samningur er í fullu gildi og ekkert óeðlilegt við hann þótt hann sé á milli tengdra aðila. Slíkir samningar eru tíðkanlegir víða í fyr- irtækjum þar sem seld er út þjón- usta einstakra manna. Benda verð- ur á að þjónusta ýmissa sérfræðinga er seld út á tímagjaldi m.v. raun- verulega veitta þjónustu, þeir hafa oft á tíðum aðstöðu hjá sínum stærstu viðskiptavinum, sbr. t.d. endurskoðendur stærstu fyrir- tækja. Fyrirtækið sem um ræðir og stjórnendur þess hafa hins vegar ekki boðvald yfir þessum þjónustu- samningum með beinum hætti, ekki að öðru leyti en kveðið er á um í samningi aðila. Samningur Inuit Enterprises að þessu leyti er ekki ósvipaður mörgum þjónustusamn- ingum endurskoðenda, lögmanna, verkfræðinga, ýmissa iðnaðar- manna, ráðgjafa o.fl. Þessir aðilar sinna iðulega þeim verkum sem upp koma hverju sinni og tengjast þjón- ustusviði þeirra án þess að hvert einstakt verk sé tilgreint sérstak- lega. Þeir fá iðulega aðstöðu og af- not af áhöldum og tækjum þess fyr- irtækis sem unnið er fyrir. Lögmaður stórs fyrirtækis t.d. sinn- ir þeim lögfræðiverkefnum sem upp koma hverju sinni en ekki er þar með sagt að hann sé launþegi þess fyrirtækis sem um ræðir. Benda verður á eins og víða kemur fram í skýrslu skattrannsóknarstjóra að JÓ hefur sinnt sambærilegri þjón- ustu fyrir aðra aðila, ýmist persónu- lega og þá með sérstöku samþykki Inuit Enterprises, sbr. stjórnarstörf fyrir Íslandsbanka eða fyrir hönd Inuit, sbr. stjórnarstörf í Kundkraft og fleiri fyrirtækjum. Þjónusta skattaðilans/Inuit Enterprises er veitt á starfsstöð Norðurljósa ef henta þykir en ella á öðrum stöðum eftir hentugleikum, þ. á m. í Eng- landi og JÓ sinnti á tímabili þessum störfum í aðstöðu sinni við Lauga- veg í Reykjavík. Í þessu sambandi verður ennfremur að benda á að JÓ hafði í hyggju að byggja upp alþjóð- lega ráðgjafarþjónustu í tengslum við flutning sinn af landi brott árið 1998 og hefur Inuit Enterprises að hluta til starfað sem slíkt fyrirtæki og að hluta til sem fjárfestingar- félag. Þá hefur JÓ greitt skatta í Englandi af greiðslum frá Inuit Enterprises sem að hluta til eru vegna þeirrar þjónustu sem JÓ veit- ir Norðurljósum. Samkvæmt fram- ansögðu er mótmælt þeim ályktun- um sem skattrannsóknarstjóri dregur um eðli réttarsambands skattaðilans og Norðurljósa,“ segir í andmælunum. Greiðslur Kundkraft Sverige Ragnar fellst ekki á þau rök skattrannsóknarstjóra að greiðslur vegna stjórnarsetu í Kundkraft Sverige AB eigi að teljast Jóni til persónulegra tekna. „Þar að auki verður að benda á að ef umræddar greiðslur yrðu taldar stjórnarlaun þá á Ísland ekki skattlagningarrétt þeirra vegna sbr. sænsk skattalög og samninga sem Svíþjóð hefur gert um að komast hjá tvísköttun. Þar að auki bar JÓ ekki fulla og ótakmark- aða skattskyldu á þeim tíma sem greiðslur þessar voru inntar af hendi og voru greiðslurnar einnig af þeirri ástæðu ekki framtalsskyldar hér á landi,“ segir í bréfinu. Þá er á það bent að Jón Ólafsson hafi skilað framtali vegna tekjuárs- ins 2001 í kærufresti hinn 30. ágúst 2002 og þar hafi stjórnarlaun frá Ís- landsbanka verið talin fram. Ragnar vísar einnig á bug samantekt skatt- rannsóknarstjóra um fjárhæð skatt- skyldra tekna Jóns Ólafssonar m.a. með þeim rökum að Jón hafi ekki verið launþegi þeirra fyrirtækja sem um ræði, hann hafi ekki borið fulla og ótakmarkaða skattskyldu á Íslandi og greiðslurnar voru fyrir annað og meira en persónulegt vinnuframlag hans. Hlunnindi ekki skattskyld „Óeðlilegt er með öllu af skatt- rannsóknarstjóra að reikna framan- greindar greiðslur skattaðilanum sem launatekjur í því ljósi að þær hafa ekki verið inntar af hendi síðan í mars 2001 og ljóst af svokölluðu „stand still agreement“ sem skatt- rannsóknarstjóri hefur undir hönd- um að greiðslur verða ekki inntar af hendi nema tiltekin skilyrði verði uppfyllt. Á þetta minnist skattrann- sóknarstjóri ekki í skýrslu sinni. Í þessu sambandi þykir rétt að benda á að 60. gr. laga nr. 75/1981 hefur, frá því að staðgreiðslukerfi skatta var tekið upp, verið skýrð á þann veg að launatekjur teljist skatt- skyldar á því ári sem þær eru inntar af hendi. Er það í samræmi við 16. gr. laga nr. 45/1987 um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur. Telja verður að þetta sé enn ein vísbend- ingin um skort á hlutlægni skatt- rannsóknarstjóra og um leið skýrt brot á meðalhófsreglu stjórnsýslu- réttar,“ segir einnig í andmælabréf- inu. Þar segir einnig að Jón Ólafsson hafi talið fram bifreiðahlunnindi í Englandi og greitt af þeim skatta og skyldur. Er því andmælt að hlunn- indi vegna afnota bifreiða hér á landi séu skattskyld hjá skattaðil- anum hér á landi. Þá er því haldið fram að Jón hafi talið líftryggingariðgjöld fram til skatts í Englandi og greitt af þeim skatta og skyldur þar í landi. Um vinnuframlag Ingunnar Hall- dórsdóttur segir í andmælabréfinu að það hafi að öllu leyti verið fyrir Norðurljós og dótturfélög þess og er því mótmælt að um skattskyld hlunnindi sé að ræða hjá Jóni Ólafs- syni persónulega. Um launa- greiðslur til Barbel Gamsu segir: „JÓ hefur talið þessi hlunnindi fram til skatts í Englandi og greitt af þeim skatta og skyldur þar í landi. Ekki verður talið að Ísland eigi skattlagningarrétt vegna þessara tekna.“ Virðir ekki meginreglur Í umfjöllun um sölu hlutabréfa í Skífunni ehf. segir m.a. í andmæla- bréfinu að unnið hafi verið að und- irbúningi sölunnar í tengslum við stofnun Inuit Enterprises. Hins vegar sé öll umfjöllun skattrann- sóknarstjóra um þessi atriði ský- Gagnrýni á málsmeðferð  Í andmælum segir að þess hafi ekki verið gætt að veita Jóni Ólafssyni vitn- eskju í smáatriðum um eðli og orsök þeirrar ákæru sem hann sæti, eins og mælt sé fyrir um í Mannréttinda- sáttmála Evrópu. Jón hafi ekki sætt réttlátri málsmeðferð. Grundvöllur rannsóknarinnar  Skattrannsóknarstjóri er sakaður um að hafa hundsað gögn er varða skattskil Jón Ólafssonar í Englandi og gögn og upplýsingar um búsetu hans og fjölskyldu hans þar. Um skattskyldu á Íslandi  Jón Ólafsson tilkynnti sig formlega skattskyldan í Bretlandi 1. október 2002. Fullyrt er í andmælunum að framtalsgerð þar í landi fyrir árin 1998–2001 sé lokið og sérfræðingar í Bretlandi telji engan vafa á að Jón sé skattskyldur í Englandi frá 1998. Greiðslur frá Inuit Enterprises  Ragnar segir Jón Ólafsson hafa greitt skatta og skyldur í Englandi af greiðslum sem hann hefur fengið frá Inuit Enterprises vegna starfa í þágu þess. Hann hafi einnig tilgreint í skatt- framtölum í Englandi allt varðandi fast- eignaviðskipti og lántökur hjá Inuit Enterprises. Samband Jóns og Norðurljósa  Ekki er fallist á að um launþega- samband sé að ræða á milli Jóns Ólafs- sonar og Norðurljósa. Bent er á að Jón hafi skuldbundið sig til að vinna ekki fyrir annan aðila en Inuit Enterprises sem hafi einkarétt á að selja þjónustu Jóns Ólafssonar. Sala hlutabréfa í Skífunni ehf.  Andmælt er að framsal eignarhluta í Skífunni ehf. hafi verið gert til mála- mynda. Söluverð hafi verið í samræmi við það sem Jón taldi eðlilegt markaðs- verð á þeim tíma. Miða verði við kaup- verð skv. samningnum eða innra virði, sem nam 102 millj. í árslok 1997. Andmælt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.