Morgunblaðið - 14.02.2003, Síða 32

Morgunblaðið - 14.02.2003, Síða 32
32 FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. EFTIR að Daniel Will-ard Fiske hafði litiðGrímsey augum árið1879 var áhugi hans á eynni vakinn. Við tóku áralangar bréfaskriftir milli hans og eyjar- skeggja sem áttu eftir að verða árangursríkari en nokkurn hefði dreymt um. Í dag er Fiske ennþá minnst í Grímsey. Fiske-hátíð, sem er svokallaður þjóðhátíðar- dagur Grímseyinga, er haldin ár hvert og þá fá allir Grímseyingar frí í vinnu og skóla. Mörgum þykir undarlegt að Fiske skuli hafa verið svo umhug- að um Grímsey því hann komst aldrei á land. Strandferðaskipið Díana, sem hann sigldi með, stoppaði ekki þar og því gat hann aðeins séð eyjuna úr fjarlægð. Eyjan hlaut þó stað í hjarta hans og hann gleymdi henni aldrei. Eftir dauða hans árið 1904 kom í ljós að samkvæmt erfðaskrá Fiske hafði hann eftirlátið Gríms- ey 12.000 dollara. Ef sú upphæð er framreiknuð til dagsins í dag er hún nálægt 25 milljónum. Áhuginn á Íslandi hófst í Danmörku Fiske fæddist í Bandaríkjun- um hinn 11. nóvember árið 1831. Rúmlega tvítugur fór hann til Danmerkur og Svíþjóðar og lærði bæði dönsku og sænsku. Þar kynntist hann nokkrum Ís- lendingum og meðal annars Jóni Sigurðssyni, forseta Bókmennta- félagsins og forystumanni sjálf- stæðisbaráttu Íslendinga. Við það kviknaði óslökkvandi áhugi Fiske á Íslandi. Í framhaldinu lærði hann nokkuð í íslensku. Þar með vaknaði ástríða hans á land- inu og tók hann þegar í stað að safna íslenskum bókmenntum með ferðalag til Íslands í huga. Fiske gerðist svo bókavörður og prófessor við Cornell-háskóla í Ithaca í New York-ríki í Banda- ríkjunum árið 1868. Þar tók hann að kenna íslensku og er sá fyrsti sem vitað er til að hafi kennt ís- lensku í bandarískum háskóla. Ísland var Fiske alltaf ofarlega í huga og fannst honum að besta gjöf til þessa einangraða lands væru bandarískar bókmenntir fyrir íslensk bókasöfn. Fiske fann hjá sér þörf til þess að mennta þessa þjóð og sýna henni að fyrir utan eyjuna væri annar og risa- stór heimur. Hann skrifaði fjölda bréfa og fékk þannig aðstoð margra mikilsvirtra manna til að styðja sig við þetta verkefni. Hann fékk meira að segja aðstoð frá ríkisstjóranum í Kanada. Fiske varð fljótt þekktur á Ís- landi fyrir þetta verkefni, einkum þegar bækurnar fóru að berast á íslensk bókasöfn. Upp frá árinu 1874 var nafn hans oft nefnt í ís- lenskum blöðum. Gjafir Fiske gerðu hann að eins konar þjóð- hetju hér á landi. Á sama tíma skrifaði Fiske margar greinar í erlend blöð um Ísland og vakti það áhuga al- mennings á landinu. Íslendingar urðu honum eilíflega þakklátir fyrir það. Sæmdur riddarakrossi Það var þó ekki fyrr en árið 1879 að Fiske kom til Íslands og dvaldi hér á fjórða mánuð. Fiske kom að landi á Húsavík hinn 12. júlí 1879. Hann ferðaðist á hestum um landið ásamt því að sigla með strandferðaskipinu Díönu. Á Díönu hitti Fiske marga unga menn sem voru á leið í Lærða skólann í Reykjavík. Þeir voru margir hverjir mikilmenni framtíðarinnar, bæði skáld og stjórnmálamenn. Í ferð þessari hreifst Fiske mjög af Íslandi. Komið var fram við hann sem stórmenni og fékk hann stanslaus heimboð í veislur, jafnt í bæ sem borg. Honum fannst mikið til Íslendinga koma og sérstaklega fannst honum mikið til þess koma að á bæjum um allt land var að finna íslenskar bækur og gömul handrit. Í Reykjavík hitti Fiske flesta af fyrirmönnum Íslands. Á heima- síðu Grímseyjar kemur fram að hann var að auki sæmdur ridd- arakrossi Dannebrogsorðunnar fyrir bókagjafir sínar hingað til lands. Matthías Jochumson, Fiske, Reeves og fleiri stofnuðu einnig Fornleifafélagið í Reykja- vík og var það vísir að Þjóðminja- safni Íslands. Fiske féll fyrir gestrisni Ís- lendinga og náttúrunni hér á landi. Hans hitamál var að mennta fólkið og að framfarir næðust hér, bæði á sviði menn- ingar og tækni. Á Íslandi fékk hann einnig ástríðu á íslenskum bókum og tók í framhaldi af því að safna þeim í gríð og erg. Eftir að Fiske yfirgaf Ísland stóð hann í miklum bréfaskriftum við Íslendinga. Hann fór ekki í manngreinarálit og skrifaðist jafnt á við unglingspilta og virta menn í þjóðlífinu. Í bréfunum, sem enn eru til, má sjá aðdáun Ís- lendinga á Fiske þar sem þeir biðja hann stöðugt að senda myndir af sér eða koma aftur í heimsókn. Aldrei áður hafði nokkur maður sýnt landinu slík- an áhuga og því voru Íslendingar afar upp með sér. Stutt hjónaband Fiske átti í sambandi við unga konu, Jennie, í Ithaca þegar hann var ungur maður. Faðir Jennie var forríkur en hann var afar mótfallinn sambandi dóttur sinn- ar við Fiske. Ást þeirra Fiske og Jennie dó þó aldrei og ári eftir að hann kom frá Íslandi, árið 1880, giftust þau í kjölfar dauða föður Jennie. Hjónabandið stóð þó ekki lengi. Jennie var haldin berklum og dó af þeirra völdum síðla árs 1881. Fiske erfði því einn allt ríki- dæmi Jennie, þar sem þau áttu engin börn. Í kjölfarið fóru af stað málaferli þar sem ættingjar Jennie og háskólinn sóttu Fiske til saka vegna þess að þau töldu sig eiga rétt á hluta arfsins. Þau töldu Fiske aðeins hafa gifst Jen- nie sökum peninganna og heimt- uðu því hluta sjálf. Fiske hraktist því fljótlega, eða árið 1883, í burtu frá Ithaca og dvaldi í Flór- ens á Ítalíu næstu 20 árin. Hinn mikli fjölskylduauður gaf Fiske enn betri kost á að sinna ástríðu sinni á íslenskum bók- menntum. Söfnunarástríða Fiske hélt áfram þrátt fyrir að hann hrektist frá bókasafni sínu í Cornell-há- skóla. Hann stóð í miklum bréfa- Næststærsta íslenska bókasafnið erlendis er í C Ástríða Fisk mennta Ísle Árið 1879 sigldi Bandaríkjamaðurinn Daniel Willard Fiske framhjá Grímsey. Honum þótti ævintýri líkast að nokkur maður gæti búið á þessari afskekktu eyju lengst í norðri. Íris Björk Ey- steinsdóttir kynnti sér sögu þessa merka manns og ræddi við Kristínu Bragadóttur, forstöðumann þjóðdeild- ar Landsbókasafns. Kristín Bragadóttir blaðar í göm Daniel Willard Fiske KRISTÍN Bragadóttir, for- stöðumaður þjóðdeildar Lands- bókasafns Íslands, heimsótti nýlega Cornell-háskóla í Bandaríkjunum til að kynna sér bréf og bókmenntir Fiske. Þar fann hún dagbók Fiske úr ferð hans til Íslands árið 1879. Þar lýsir hann sérstakri að- dáun sinni á landinu í sigling- unni norður með landi. „Í gærkvöldi fórum við að sofa klukkan 12 en birtan var sú sama og á skýjuðum degi hjá okkur. Í kvöld munum við nálg- ast eða fara yfir norð- urheimskautsbaug. Það mætti segja að það sé engin nótt hér og maður er undrandi að sjá að klukkan 11 að kvöldi er borð- salurinn fullur af fólki sem er að lesa, spila og svo framvegis – með engin kertaljós sér við hlið.“ Kristín fann einnig fjölda bréfa sem Íslendingar höfðu skrifað Fiske. Eitt þeirra skrif- aði hinn 15 ára gamli Þórsteinn frá Bægisá, en þar gisti Fiske skamman tíma meðan á Ís- landsdvöl hans stóð. „Bæði for- Skírði bar í höfuðið á SPENNA Á KÓREUSKAGA Þótt augu manna hafi fyrst ogfremst beinst að Írak undanfarn- ar vikur er ekki síður ástæða til að hafa áhyggjur af þróuninni á Kóreu- skaga. Stjórn Norður-Kóreu lýsti því yfir á síðasta ári að hún hefði þegar smíðað kjarnorkusprengju. Á miðvikudag lýsti Alþjóðakjarnorkumálastofnunin því yfir að Norður-Kóreustjórn hefði brotið alþjóðasáttmála um útbreiðslu kjarnavopna. Sama dag sagði yfirmað- ur bandarísku leyniþjónustunnar að líklega ættu Norður-Kóreumenn kjarnorkueldflaugar sem hægt væri að skjóta á vesturströnd Bandaríkjanna. Stjórn Kim Jong-Ils lýtur ekki hefð- bundnum lögmálum almennrar skyn- semi. Undir stjórn hans og áður föður hans Kim Il-Sung hefur Norður-Kórea orðið að einhverju hryllilegasta alræð- isríki mannkynssögunnar. Norður- Kórea með kjarnorkuvopn er ógn við heimsfriðinn. Kim Jong-Il væri vís til að beita þessum vopnum eða þá að selja hæstbjóðanda kjarnakleyf efni, kjarnorkusprengju eða langdrægar flaugar. Í gær lýsti ríkisstjórn Japans því yf- ir að hún myndi ráðast á Norður-Kór- eu að fyrra bragði ef hætta væri á árás. Það þarf lítið til að þróun mála í þess- um heimshluta fari úr böndunum með skelfilegum afleiðingum. FASTEIGNAGJÖLD OG ÞJÓNUSTA SVEITARFÉLAGA Íbúar fimm stærstu sveitarfélag-anna á höfuðborgarsvæðinu greiða á þessu ári frá tæplega 20% og allt upp í 40% hærri fasteignagjöld að meðaltali en þeir gerðu árið 2000, eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær. Þetta er í ýmsum tilvikum mjög veruleg og íþyngjandi hækkun, enda kemur fram að hækkun almenns verðlags á sama tímabili var um 15%. Nú hefur varla orðið nein sú bylt- ing í þjónustu þessara sveitarfélaga við húseigendur að hún réttlæti þess- ar hækkanir. Sveitarfélögin þurfa að gefa skýringar á hækkuninni, eink- um þar sem hún er mest, eins og í Kópavogi og Hafnarfirði. Vafalaust verður nefnt til sögunn- ar að fasteignamat hækkaði um 14% að meðaltali árið 2001 en þá ákvað Fasteignamat ríkisins að breyta fast- eigna- og brunabótamati flestra fast- eigna í landinu á forsendum sem hafa verið harðlega gagnrýndar. Mörgum hefur þótt furðulegt að opinber stofnun gæti með einu pennastriki gert fasteign þeirra dýrari í rekstri, erfiðari í sölu og jafnvel fellt hana í verði – og það meira að segja án þess að hafa skoðað fasteignina. Fyrirsjáanlegt var að hækkun fasteignamatsins myndi valda því að fólk yrði að greiða hærri fasteigna- gjöld og af hálfu margra sveitarfé- laga var því lýst yfir að álagning- arprósentu yrði breytt til að íbúar þyrftu ekki að greiða hærri gjöld vegna breytingarinnar á skattstofn- inum. Af tölunum, sem birtust í Morgunblaðinu í gær, er nokkuð ljóst að þau fyrirheit hafa ekki gengið eft- ir að fullu. Þetta á vafalaust við mun víðar en á höfuðborgarsvæðinu. Húseigendur hljóta að gera kröfu til þess að fá annaðhvort meiri þjón- ustu fyrir fasteignagjöldin sín eða þá – sem er nærtækara – að álagning- arprósentan verði lækkuð. LÆKKUM SKATTA Davíð Oddsson forsætisráðherraboðaði skattalækkanir í ræðusem hann flutti á Viðskipta- þingi Verslunarráðs Íslands á mið- vikudag. Forsætisráðherra sagði sterka stöðu ríkissjóðs og tekjuauka vegna hagvaxtar gera að verkum að rétt væri að huga að frekari lækkun skatta í áföngum á næsta kjörtímabili. Á því kjörtímabili sem nú er að líða hafa verið tekin mikilvæg skref í þá átt að draga úr skattbyrði einstak- linga jafnt sem fyrirtækja. Nefna má sem dæmi að tekjuskattur fyrirtækja hefur verið lækkaður úr 30% í 18% sem hefur bætt samkeppnisstöðu Ís- lands í alþjóðlegu umhverfi til muna. Þetta skatthlutfall var 50% þegar samstarf núverandi stjórnarflokka hófst. Á þessu sama tímabili hafa tekjuskattar einstaklinga verið lækk- aðir. Tekjuskattshlutfallið á einstak- linga var 32,8% þegar ríkisstjórnar- samstarfið hófst en er nú 28,8%. Hátekjuskattur hefur verið lækkað- ur. Sérstakur eignaskattur einstak- linga og fyrirtækja hefur verið felldur niður og almennur eignaskattur lækkaður. Persónuafsláttur er að verða að fullu millifæranlegur milli hjóna. Haft er eftir forsætisráðherra í Morgunblaðinu í gær að á næstu vik- um verði kynnt fastmótuð áætlun um skattalækkun. Sem dæmi um skatta sem mætti lækka nefndi hann beina skatta einstaklinga, erfðafjárskatt og skatta á mestu nauðsynjar almenn- ings. Þá mætti afnema eignaskattinn. „Ég held að það þurfi að skoða skatt- kerfið í heild sinni og sýna með fast- mótaðri áætlun fram á hvernig hægt sé að gera skattkerfið öllum lands- mönnum hagstæðara,“ sagði forsætis- ráðherra. Skattkerfisbreytingar síðustu ára hafa gjörbreytt starfsumhverfi ís- lenskra fyrirtækja og gert Ísland að betri kosti í augum erlendra fjárfesta. Það er forsenda lífskjarabata og hag- vaxtar á Íslandi að haldið verði áfram á þeirri braut. Reynslan sýnir jafn- framt að skattalækkanir þurfa síður en svo að þýða tekjumissi fyrir rík- issjóð. Þvert á móti geta aukin umsvif í þjóðfélaginu af þeirra völdum orðið til að auka skatttekjur þrátt fyrir lægra skatthlutfall. Staða ríkissjóðs er það sterk að for- sendur eru fyrir frekari skattalækk- unum. Mikilvægt er að þær komi að þessu sinni fjölskyldunum í landinu til góða fyrst og fremst. Lækkun á tekju- skatti einstaklinga og sköttum á nauðsynjavörum væri bein kjarabót fyrir almenning.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.