Morgunblaðið - 14.02.2003, Page 36
UMRÆÐAN
36 FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Í UMRÆÐUM að undanförnu á
síðum Morgunblaðsins um frum-
varp dómsmálaráðherra um breyt-
ingu á lögum um lögmenn hafa m.a.
tekið þátt Jón Steinar Gunnlaugs-
son, prófessor við Háskólann í
Reykjavík, Ástráður Haraldsson,
lektor við Viðskiptaháskólann á Bif-
röst og hæstaréttarlögmaður, Jakob
R. Möller, hæstaréttarlögmaður,
Eiríkur Tómasson, deildarforseti
lagadeildar Háskóla Íslands, og nú
síðast Páll Sigurðsson, prófessor við
lagadeild Háskóla Íslands.
Í stuttri grein þriðjudaginn 4.
febrúar taldi Jakob að umrætt
frumvarp dómsmálaráðherra væri
óþarft þar sem þegar væri í lög-
mannalögum heimild til þess að við-
urkenna próf frá öðrum háskólum,
sem sambærileg eru við embættis-
próf frá lagadeild Háskóla Íslands.
Þetta telja þeir háskólakennararnir
Jón Steinar og Ástráður m.a. brot á
jafnræði að áskilja embættispróf frá
einni lagadeild, en verðandi lög-
menn úr öðrum skólum þurfi að
sæta mati sérstakrar nefndar.
Þess verður að geta, að sambæri-
legt ákvæði og um embættispróf
lögmanna gildir einnig um dómara
og sýslumenn.
Skiptir þetta máli?
Af umræðunum, sem fram hafa
farið, mætti halda, að ágreiningur-
inn skipti lögfræðinga og fyrirsvars-
menn háskóla eða háskóladeilda
eina máli. En er það svo?
Í 2. gr. stjórnarskrár lýðveldisins
Íslands er kveðið á um hina svoköll-
uðu þrískiptingu ríkisvaldsins, það
er Alþingi og forseti fara með lög-
gjafarvaldið, forseti og önnur
stjórnvöld með framkvæmdavaldið
og dómendur með dómsvaldið. Af
þessu er ljóst, að alla varðar það
miklu að dómendur uppfylli eðlileg-
ar kröfur sem gerðar verði til þeirra
og þeim er tryggt sjálfstæði í störf-
um sínum gagnvart öðrum handhöf-
um ríkisvalds. Að sönnu fara lög-
menn ekki með neinn þátt
ríkisvalds, en þeir eru algjörlega
nauðsynlegur liður í því að borgarar
fái gætt réttar síns fyrir dómstólum.
Af þeim sökum hafa verið sett sér-
stök lög um lögmenn, þar sem m.a.
er kveðið svo á, að þeir hafi einka-
rétt til málflutnings fyrir aðra fyrir
dómstólum. Ekki er um það deilt að
lögmenn þurfi að uppfylla sömu
kröfur til menntunar og dómarar.
Af þessu má draga þá ályktun, að
almannahag varði það miklu að rík-
ar kröfur séu gerðar til menntunar
lögmanna. Þessir almannahagsmun-
ir eru mun ríkari en hagsmunir ein-
stakra háskóla eða háskóladeilda,
hvort sem þar er um að ræða Há-
skóla Íslands, Háskólann í Reykja-
vík eða Viðskiptaháskólann á Bif-
röst.
Um hvað ætti
umræðan að snúast?
Hinn almenni borgari hefur sjálf-
sagt ekki mikla hagsmuni af því, frá
hvaða skóla lögmaður, dómari eða
sýslumaður hefur lokið lagaprófi, að
því tilskildu að það lagapróf uppfylli
þær kröfur, sem gera verður til þess
að tryggt sé, að sá sem aðstoðar,
dæmir eða úrskurðar hafi nægilega
lagaþekkingu. Umræðan á því að
snúast um hvernig þetta verði best
tryggt.
Þrjár leiðir
Embættispróf frá lagadeild Há-
skóla Íslands er sú viðmiðun, sem
beitt er til þess að ákvarða hið svo-
kallaða embættisgengi. Rannsóknir
og kennsla við lagadeild Háskóla Ís-
lands hófust 1908, en fyrirmyndin er
sótt til Kaupmannahafnarháskóla
þar sem lagakennsla til embættis-
prófs hefur farið fram frá 1736. Má
því segja, að nokkur reynsla sé
komin á þær kröfur sem gerðar eru
til embættisprófs við lagadeild HÍ.
Þrjár aðferðir a.m.k. koma til
greina til þess að ákveða, hvort há-
skóladeild uppfylli þær kröfur, sem
nauðsynlegar eru taldar til þess að
embættis- eða meistarapróf verði
metið fullgilt til dóms- og lögmanns-
starfa.
Fyrsta aðferðin væri að stofna til
einhvers konar matsnefndar, sem
mæti námsefni við einstaka háskóla
og þær kröfur sem gerðar eru til
nemenda.
Önnur aðferðin væri að láta þá
sem útskrifast hafa með lokaprófi í
lögfræði frá hinum ýmsu háskólum
gangast undir viðbótarpróf til þess
að ganga úr skugga um hvort þeir
uppfylli kunnáttukröfur í helstu
greinum lögfræðinnar.
Þriðja aðferðin væri að láta mark-
aðinn einan ráða. Allir sem lokið
hafa því sem einstakir háskólar
kalla embættis- eða meistarapróf
gætu aflað sér lögmannsréttinda og
yrðu taldir uppfylla kröfur, sem
gerðar eru til dómaraefna. Á næstu
10–20 árum kæmi síðan í ljós, hvort
próf frá einstökum skólum uppfylltu
þær kröfur sem markaðurinn gerir,
það er almenningur, fyrirtæki og
stjórnvöld.
Frumvarp dómsmálaráðherra
Nauðsynlegt er, ekki síst til þess
að tryggja hagsmuni þeirra, sem
hafa byrjað lögfræðinám eða hyggj-
ast gera það, að ganga fyrst frá að-
ferðinni til þess að meta gildi emb-
ættis- eða meistaraprófs frá háskóla
og veita síðan þeim skólum sem
uppfylla settar kröfur heimild til
þess að útskrifa nemendur með
prófi sem nægi til embættisgengis. Í
almennum háskólalögum er það á
hinn bóginn á valdi þess skóla, sem
viðurkenndur hefur verið af
menntamálaráðherra, að ákveða
hvaða fræðigreinar eru kenndar við
skólann. Skólinn getur síðan kallað
prófin nánast það sem hann kýs. Á
meðan engin matsaðferð hefur verið
ákveðin tryggir lagapróf frá viður-
kenndum háskóla því ekki eitt sér,
að nemandi uppfylli þær kröfur sem
gera þarf til embættis- eða meist-
araprófs.
Frumvarp dómsmálaráðherra
sýnist haldið þeim megingalla að
gera hlutina í öfugri röð, það er að
viðurkenna fyrst prófið áður en
ákveðið hefur verið hvaða kröfur
prófið þarf að uppfylla. Ekkert hef-
ur komið fram opinberlega um það
hvaða námskröfur nemendur muni
þurfa að uppfylla. Á meðan þetta
liggur ekki fyrir er á engan hátt
tryggt, að próf frá öðrum skólum
standist samanburð við embættis-
próf frá lagadeild Háskóla Íslands.
Hvernig á að ákveða emb-
ættisgengi lögfræðinga?
Eftir Sigurmar
K. Albertsson
„Frumvarp
dóms-
málaráð-
herra sýnist
haldið þeim
megingalla að gera
hlutina í öfugri röð, það
er að viðurkenna fyrst
prófið áður en ákveðið
hefur verið hvaða kröfur
prófið þarf að uppfylla.“
Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
L
ífið er harkalegt.
Hrakföllin eru nán-
ast óteljandi, frá
vöggu til grafar. Í
raun má segja að
þeim farnist best, sem verði fyrir
fæstu skakkaföllunum. Sumir
leiðast út í misnotkun fíkniefna.
Aðrir verða þjónustufulltrúar.
Enn aðrir vinna við almanna-
tengsl. Baráttan snýst um að lág-
marka skaðann á lífsleiðinni.
Öll eigum við þó eitt sameig-
inlegt. Við erum mannverur, með
flókið tilfinningalíf og illviðráð-
anlegar
kenndir.
Kenndirnar
eru margar
og mismun-
andi eftir ein-
staklingum,
en þó má
finna samnefnara hjá okkur öll-
um. Sá samnefnari er snerting.
Hann er mannleg samheldni í já-
kvæðasta skilningi þess hugtaks.
Einhvers staðar las ég um
viðamikla rannsókn sænskra vís-
indamanna á mikilvægi snert-
ingar í æsku. Hún leiddi í ljós, að
börnum sem nutu athygli mæðra
sinna; voru föðmuð og var klapp-
að, farnaðist mun betur á lífsleið-
inni en hinum, sem bjuggu við
líkamlegt fálæti foreldra sinna
frá frumbernsku.
Þessi rannsókn segir meira en
mörg orð og undirstrikar eðli
mannsins. Maðurinn er fé-
lagsvera. Hann þarf atlot.
Kannski er ekki „politically
correct“ að segja þetta, en svona
er þetta engu að síður. Ég er ekki
hræddur við að stíga fram fyrir
skjöldu sem talsmaður atlota á
Íslandi. Eða í heiminum öllum.
Atlot eiga sér engin landamæri.
Þau eru þverpólitísk. Þau spyrja
ekki um trú, hörundslit eða kyn
(nema þegar um umfangsmikil og
gríðarnáin atlot fullorðinna ein-
staklinga er að ræða. Þá spyrja
þátttakendur oftast um kyn, ef
það er ekki augljóst af ásjónu
hins þátttakandans).
Mannleg samheldni er límið
sem heldur okkur saman. Hvað
er rómantískara en þegar vinnu-
félagar fallast í faðma í óvissu-
ferð hjá starfsmannafélaginu?
Algleymi forboðinnar ástar;
mannleg samheldni á hæsta stigi.
Mannleg samheldni er á und-
anhaldi í nútímasamfélagi. Við
eigum að vera góð hvert við ann-
að, sýna náungakærleik. Klappa
öldruðum á öxlina endrum og
sinnum, svona eins og til að
segja: „Þú ert ekki svo slæmur,
gamli maður. Þú hefur lifað
miklu lengur en ég.“ Við þurfum
að auka veg snertingar í þjóð-
félaginu. Klöppun aldraðra er að-
eins einn þáttur í því verkefni.
Ég er ekki svo einfaldur að
halda að einkaaðilar geti, upp á
eigin spýtur, aukið snertingu í
mannlegu samfélagi. Nei, hið op-
inbera þarf að „koma að“ þessum
málum, eins og svo gjarnan er
sagt á stofnana- og fjölmiðlamáli.
Nú duga engin vettlingatök.
Ríkisstjórnin, sem er auðvitað
stærsti vinnuveitandi landsins og
stækkar stöðugt, ætti að leiða
þjóðarátak um mannlega sam-
heldni. Tólf …, nei fjórtán …, nei
fjörutíu milljarða ríkisátak. At-
vinnuleysi myndi hverfa eins og
dögg fyrir sólu í einu vetfangi.
Möguleikarnir eru svo að segja
endalausir. Snertingarmið-
stöðvar á landsbyggðinni, ein í
hverjum kaupstað, þar sem hægt
er að leita huggunar í daglegu
amstri. Reyndar myndi daglegt
amstur sennilega hverfa að
mestu leyti, enda ynnu flestir
heimamenn í miðstöðinni. Alsæla
mannlegra samskipta í boði rík-
isstjórnarinnar.
Ríkisstjórnin verður auðvitað
að sýna gott fordæmi í þessum
efnum eins og öðrum. Hver
myndi ekki vilja snerta Halldór
Ásgrímsson undurlétt á vangann,
þannig að sælutilfinning hrísl-
aðist um líkama beggja í algleymi
mannlegrar samheldni? Eða
Davíð Oddsson? Strjúka honum
góðlátlega um hárið eins og vind-
urinn? Sigurlaug frænka hefur
oft talað um þetta.
Ég sæi fyrir mér endurreisn
biðstofanna í ráðuneytunum.
Nema auðvitað að þær yrðu
miklu hlýlegri en í gamla daga.
Núna væri fólk ekki að biðja um
fyrirgreiðslu hins opinbera í lána-
kerfinu eða annars staðar. Nei,
núna væri almenningur að biðja
um mannlega fyrirgreiðslu.
Mannlega samheldni. Snertingu
á æðsta stigi vitundarinnar.
Að sjálfsögðu má búast við því
að einhverjir streitist á móti
þessari hugmynd og reyni að
koma í veg fyrir að hún hljóti
brautargengi. Einhverjir kynnu
að benda á, að átak um mannlega
samheldni yrði að fjármagna ein-
hvern veginn, annaðhvort með
því að draga úr öðrum ríkisút-
gjöldum eða hækka skatta, sem
myndi aftur bitna á atvinnulífinu
og möguleikum okkar á að afla
okkur viðurværis.
Ég blæs á þessar röksemdir.
Arðsemiskröfur eru tól markaðs-
djöfulsins, sem er að toga okkur
til sín í undirdjúp firringar og fá-
visku, til þess eins að sjúga úr
okkur blóðið og gera okkur að
vélmennum velmegunarinnar.
Hver þarf Cheerios þegar hann
hefur mannlega samheldni? Hver
þarf fjórhjóladrifinn jeppa, þegar
hann hefur greiðan aðgang að
æðstu ráðamönnum þjóðarinnar,
nánar tiltekið líkömum þeirra?
Þegar öllu er á botninn hvolft
þarf maðurinn að vera frjáls. Sá,
sem eyðir mestum tíma sínum í
að framleiða verðmæti, er ekki
frjáls. Hann er þræll framlegð-
arinnar. Hann er þræll eigin
kennda. Hefur Eyjólfur Straum-
fjörð húsgagnamálari nokkru
sinni málað eigin húsgögn? Nei,
það er af og frá.
Jú, auðvitað framleiða fyrir-
tæki öll þau tæki, sem við kenn-
um við lífsgæði í þjóðfélaginu.
Þau framleiða hins vegar ekki
ást. Þau framleiða ekki snert-
ingu. Þau framleiða ekki mann-
lega samheldni.
Mannleg
fyrir-
greiðsla
Hvað er rómantískara en þegar vinnu-
félagar fallast í faðma í óvissuferð hjá
starfsmannafélaginu? Algleymi forboð-
innar ástar; mannleg samheldni á
hæsta stigi.
VIÐHORF
Eftir Ívar Pál
Jónsson
ivarpall@mbl.is
BIÐLISTI eftir félagslegu leigu-
húsnæði í eigu Reykjavíkurborgar
er í sögulegu hámarki með 883
manns. Á sama tíma í fyrra voru
þeir 560. Fjöldi fólks er á götunni
eða býr við aðstæður sem ekki eru
fólki bjóðandi. Fulltrúar Sjálfstæð-
isflokksins í félagsmálaráði lýstu yf-
ir þungum áhyggjum vegna
ástandsins á fundi ráðsins 5. febrúar
sl. Hvernig stendur á því að svo
margir sækja um félagslegar leigu-
íbúðir á sama tíma og metaðsókn er
í viðbótarlán og fólksfjölgun í höf-
uðborginni í lágmarki? Skýringin er
auðvitað sú að verð á íbúðum bæði í
sölu og leigu hefur rokið upp úr öllu
valdi.
Orsök biðlistans
Mikill skortur hefur verið á lóðum
í Reykjavík þótt ótrúlegt megi virð-
ast. Færri íbúðir voru byggðar á ár-
unum 1995–2000 en árunum þar á
undan þrátt fyrir fjölgun borgar-
búa. Við búum því við mikla hús-
næðiseklu og háa húsaleigu. Sér-
staklega vantar minni íbúðir sem
gerir það að verkum að ungt fólk
skuldsetur sig mun meira en það
þyrfti ef nægjanlegt framboð væri á
tveggja og þriggja herbergja íbúð-
um. Aðgerðarleysi og stefna R-list-
ans í skipulags- og lóðamálum hefur
átt stóran þátt í þeirri verðsprengju
sem orðið hefur á íbúðamarkaðnum
í Reykjavík. R-listinn hefur einkum
ráðstafað lóðum með uppboðum og
sölu á byggingarrétti og hefur lóða-
verðið á undanförnum árum hækk-
að um hátt á annað hundrað pró-
sent.
Aðgerðarleysi R-listans
Biðlisti með 883 einstaklingum
ásamt fjölskyldum þeirra er stað-
reynd sem meira að segja R-listinn
getur ekki afneitað. Það á hins
vegar við um þennan vanda eins og
annan í borginni að R-listinn leitar
skýringa alls staðar annars staðar
en í kerfi Reykjavíkurborgar og
virðist ekki ætla að gera neitt ann-
að en bíða eftir að efnahags-
ástandið verði hagstætt fyrir þá
sem eru á biðlistanum og þá muni
hann styttast sjálfkrafa.
Vítahringur sem þarf að rjúfa
Lóðaskortur og húsnæðisekla
hafa skapað algjöran vítahring hjá
mörgum einstaklingum og fjöl-
skyldum. Þennan vítahring þarf að
rjúfa. Tryggja þarf nægt lóðafram-
boð, afnema lóðauppboð og inn-
heimta gatnagerðargjöld til sam-
ræmis við kostnað borgarinnar við
gerð nýrra byggingarsvæða. Bið-
listar eiga ekki að vera náttúrulög-
mál. Á sínum tíma breyttu sjálf-
stæðismenn á einu ári stöðunni úr
algjörum lóðaskorti eftir vinstri
stjórn í Reykjavík í að fullnægja
lóðaeftirspurninni fullkomlega.
Biðlisti í sögu-
legu hámarki
Eftir Guðrúnu
Ebbu Ólafsdóttur
Höfundur er borgarfulltrúi og
fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í
félagsmálaráði.
„Lóða-
skortur og
húsnæðis-
ekla hafa
skapað al-
gjöran vítahring.“