Morgunblaðið - 14.02.2003, Qupperneq 37
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2003 37
NÚ ER lokið opinberri rannsókn
setts saksóknara, Láru V. Júlíus-
dóttur hrl., sem grundvölluð var á
lagaheimild í meðferð opinberra
mála 4. mgr. 66.gr. 19/l991 og breyt-
inga á þeim 27/2000 um heimild þeg-
ar sérstaklega standi á. Þá sé rík-
issaksóknara heimilt að mæla fyrir
um rannsókn máls, þótt ætla megi að
refsingu verði ekki við komið, sökum
fyrningar, ef ríkis-, almanna- og
einkahagsmunir mæli með því. Þá
geti hagsmunaaðili kært ákvörðun
ríkissaksóknara til dómsmálaráð-
herra, sem getur ákvarðað að setja
sérstakan saksóknara til að fara með
rannsókn málsins, og sé niðurstaða
rannsóknarinnar send dómsmála-
ráðherra.
Tildrög þessara lagabreytinga
voru sett eftir ítrekuð bréfaskipti
lögmanns Magnúsar Léopoldssonar,
Jóns Steinars Gunnlaugssonar hrl.,
og dómsmálaráðherra um að kannað
yrði hvort lögreglumenn í Keflavík
hefðu við frumrannsókn málsins í
árslok l974 gerst sekir um tilbúning
sönnunargagna til að bendla Magnús
við hvarf Geirfinns Einarssonar.
Nú er þessari rannsókn lokið af
hendi setts saksóknara, Láru V. Júl-
íusdóttur hrl. Niðurstöður eru af-
dráttarlausar, þar segir orðrétt:
„Ekkert hefur komið fram við rann-
sóknina, sem bendir til þess að rann-
sóknaraðilar í Keflavík hafi ætlað að
láta leirmyndina líkjast Magnúsi
Leópoldssyni, enda enginn sjáanleg-
ur tilgangur með slíku.“ Þá hefur
einnig komið fram í rannsókninni að
Kristján Pétursson, fyrrv. deildar-
stjóri, hafi í einu og öllu farið að lög-
um varðandi þá rannsóknarþætti
sem honum var falið að annast varð-
andi Geirfinnsmálið. Efnisleg rök
fyrir framangreindri lagasetningu
og hvernig staðið var að framkvæmd
hennar er afar umdeildur gjörningur
og því brýn nauðsyn á að löggjaf-
arþingið endurskoði hvaða forsend-
ur voru lagðar til grundvallar af
hendi dómsmálaráðherra fyrir laga-
breytingunni í andstöðu við úrskurði
ríkissaksóknara, sem ítrekaði synj-
un sína um upptöku málsins, enda
komu ekki fram nein ný gögn sem
gáfu tilefni til frekari rannsókna
vegna frumrannsóknar málsins í
Keflavík. Rétt er að geta þess að
rannsókn fór fram á gerð styttunnar
l979 og var niðurstðan hliðstæð
þeirri sem nú er.
Leitað var álits Dómara- og Lög-
mannafélaganna á umræddri laga-
breytingu, en þau voru alfarið gegn
breytingunni, þar sem hún myndi
skerða sjálfstæði ákæruvaldsins.
Ekki verður heldur séð af þeim
gögnum sem lögð voru fram hjá sett-
um saksóknara að þau hafi gefið
minnsta tilefni til rannsóknar, en
Magnús og lögmaður hans gáfu
ítrekað í skyn í fjölmiðlum mikilvægi
þeirra nýju gagna í þágu rannsókn-
arinnar sem fundust í Keflavík án
þess að skilgreina eða rökstyðja það
nánar.
Ætla má að m.a. þessi umfjöllun
Jóns Steinars Gunnlaugssonar hrl.
hafi haft afgerandi áhrif á afstöðu
þingmanna til málsins. Hvaða sjálf-
stætt mat gátu alþingismenn lagt til
grundvallar fyrir breytingu laganna
og afleiðinga þess án þess að hafa
minnstu hugmynd um þau máls-
gögn? Svo virðist sem þingmenn og
dómsmálaráðherra hafi verið blekkt-
ir eða ekki kynnt sér nægjanlega for-
sögu málsins, nema hvort tveggja
komi til. Rannsaka þarf hvort um sé
að ræða skipulagðar blekkingar að
yfirlögðu ráði og hvað hafi legið þeim
til grundvallar. Þá þarf einnig að
kanna hvort umrædd lög, sem rann-
sóknin grundvallaðist á, brjóti í bága
við Mannréttindasáttmála Evrópu
sbr. lög nr. 62/1994, sbr. l. mgr. 20.
gr. stjórnarskrárinnar, þá grund-
vallarreglu, að sá sem borinn er sök
um refsiverðan verknað skuli njóta
réttlátrar opinberrar rannsóknar
fyrir dómi.
Þá eru það ummæli forsætisráð-
herra á sínum tíma varðandi Geir-
finnsmálið, að ekki aðeins eitt dóms-
morð hafi verið framið heldur mörg og
að endurupptaka málsins hafi verið
hundahreinsun fyrir dómsmálakerfið.
Þá voru ummæli utanríkisráðherra
um sama mál einnig athyglisverð, en
hann sagði að sökum hefði verið logið
upp á einstaklinga og menn gert mynd
af ákveðnum einstaklingi, sem hefði
greinilega verið skipulagt samsæri.
Hvort um er að ræða dómgreindar-
leysi greindra ráðherra eða skipulega
aðför að löggæslunni og dómsvaldinu í
landinu skal ósagt látið. Þau ummæli
Magnúsar Leópoldssonar í DV á sín-
um tíma að lögreglumenn hefðu logið
hann bak við lás og slá hefðu aldrei
farið inn ef gögnin hefðu legið fyrir.
Rannsókn setts sakadómara hefur
sannað að allar framangreindar um-
sagnir um löggæslumenn í Keflavík
eru ósannar og þeim sem viðhöfðu til
mikillar vansæmdar. Unnið er að frek-
ari gagnasöfnun um þátt Jóns Stein-
ars Gunnlaugssonar, hrl. og lagapró-
fessors við Háskólann í Reykjavík,
varðandi framgöngu hans í málinu.
Voru alþingis-
menn blekktir?
Eftir Kristján
Pétursson
Höfundur er fyrrv. deildarstjóri.
„Ætla má að
umfjöllun
Jóns Stein-
ars hafi haft
afgerandi
áhrif á afstöðu þing-
manna.“
ARI Bergman Einarsson formað-
ur stjórnar einkahlutafélagsins
starfsmannasjóður SPRON fer mik-
inn í Morgunblaðinu síðastliðinn
mánudag. Er það svo sem ekkert
nýtt á þeim bæ að spara ekki gíf-
uryrðin þegar menn eru komnir út í
horn í málefnalegri umræðu. Í grein-
inni talar Ari um gengisfall Péturs
Blöndal, að farið hafi verið á bak við
og ráðist á starfsmenn SPRON með
leynilegum samningum við Búnaðar-
bankann um óvinveitta yfirtöku, að
ég standi fyrir árásum á og ófræging-
arherferð gegn sparisjóðsstjóranum
og stjórn SPRON, að stjórnarfor-
mennska sparisjóðsstjórans í Kaup-
þingi hf. sé gerð tortryggileg. Talað
er um brigsl, óvægna valdabaráttu í
viðskiptalífinu, valdabrölt o.s.frv. Til
að lesendur haldi nú ekki að ég sé að
segja þessi ósköp vil ég endurtaka að
þessi orð eru tekin upp úr grein Ara.
Hlýtur slíkur gífuryrðaflaumur að
vekja upp spurningar um hvort eitt-
hvað sé að á því heimili.
Þegar við 5 stofnfjáreigendur
gerðum stofnfjáreigendum SPRON
tilboð í nafni Búnaðarbankans héld-
um við að stjórn SPRON mundi taka
því með velvilja, skoða hvort það
væri framkvæmanlegt og vinna með
hagsmuni SPRON og stofnfjáreig-
enda í huga. Ég var og er enn öld-
ungis forviða á ofsafengnum við-
brögðum stjórnar SPRON við
þessari hugmynd sem gekk út á að
mikill meirihluti, ég endurtek, mikill
meirihluti stofnfjáreigenda sam-
þykkti tilboðið. Ef mikill meirihluti
þeirra myndi ekki samþykkja tilboð-
ið yrðu engin kaup. Andstaða stjórn-
ar SPRON er undarleg í ljósi þess að
hún er kosin af þessum sömu stofn-
fjáreigendum. Ég hef aldrei áður
kynnst gífuryrðum eins og þeim sem
komu frá stjórnarformanni SPRON
og sparisjóðsstjóranum í sambandi
við þetta mál. Ég var sagður ætla að
tæma sparisjóðina, ég væri lögbrjót-
ur, handbendi Búnaðarbankans
o.s.frv. Sumir muna kannski brand-
arann um stofnfjáreigendaskrána
sem Hæstiréttur dæmdi okkur í vil. Í
allri þeirri orrahríð gætti ég þess
ætíð að svara ekki í sömu mynt og
tala aldrei illa um stjórnendur
SPRON enda hafði ég ekkert út á
stjórn SPRON að setja og hef af-
skaplega góða reynslu af starfs-
mönnum SPRON. Hins vegar fór ég
að halda eftir þessi viðbrögð stjórn-
enda SPRON að við félagarnir hefð-
um skemmt einhvern kapal sem búið
væri að leggja á bak við tjöldin.
Inntak greinar Ara er það að við 5
stofnfjáreigendur, sem stóðum fyrir
tilboði til stofnfjáreigenda SPRON á
genginu 4 og síðan 5,5 fyrir stofnféð,
höfum ekki birt úrskurði Fjármála-
eftirlits og kærunefndar um tilboðið.
Því er til að svara að við urðum undir
í baráttu um stofnféð s.l. sumar en
Ari og starfsmannasjóður hans náðu
að gera samninga við meirihluta
stofnfjáreigenda um að kaupa stofn-
féð á genginu 5,5 með velvilja stjórn-
ar SPRON. Var þá allt hægt sem bú-
ið var að ásaka okkur félagana um að
gera ólöglega. Fagnaði ég þeirri nið-
urstöðu að sjálfsögðu fyrir hönd
stofnfjáreigenda. Sáum við félagarn-
ir enga ástæðu til að birta umrædda
úrskurði, sem við föllumst ekki á, þar
sem við vorum ekki með neina samn-
inga við stofnfjáreigendur og þessir
úrskurðir því ómerkir. Hafi einhver
sögulegan áhuga á þessum úrskurð-
um sem eru mjög langorðir og óskýr-
ir og svara einhverju, sem aldrei var
spurt um og halda ekki tímamörk,
sem sett eru í lögunum, þá er guð-
velkomið að afhenda þá. Þeir gætu
reyndar verið áhugaverðir fyrir ein-
hvern sem væri að kynna sér góða
eða slæma stjórnsýslu.
Grein Ara ætti að minna stofnfjár-
eigendur SPRON á að margir héldu
því fram s.l. sumar að stofnun Starfs-
mannasjóðs SPRON ehf. og tilboð
þeirra og yfirboð hafi verið aðferð til
að tefja málið og hindra það að stofn-
fjáreigendur myndu selja stofnfé sitt
þar til lögum hefði verið breytt sem
hindruðu slík kaup. Ég vildi ekki trúa
því en í ljósi sögunnar læðist þó að
manni grunur um að svo geti verið.
Það skyldi nú ekki vera að grein Ara
sé flótti fram á við til að mæta ásök-
unum stofnfjáreigenda SPRON sem
finnst þeir vera sviknir. Það skýrir
líka gífuryrðin.
Ég hef nefnt það að til er leið til að
gera hlut stofnfjáreigenda verðmæt-
an. Sú leið byggist á nýsamþykktum
lögum um hlutafjárvæðingu spari-
sjóðanna án þess að snerta það fé
sparisjóðanna sem enginn á en ein-
hver stjórnar og öllu ræður eftir
hlutafjárvæðingu. Lausnin byggist
ennfremur á því að stjórn sparisjóðs-
ins sé velviljuð stofnfjáreigendum og
gangi ekki þvert á hagsmuni þeirra.
Þetta þurfa stofnfjáreigendur að
hafa í huga þegar þeir kjósa sér nýja
stjórn fyrir sparisjóðinn á næstunni.
„Plott“ í SPRON?
Eftir Pétur
H. Blöndal
„Lausnin
byggist enn-
fremur á því
að stjórn
sparisjóðs-
ins sé velviljuð stofn-
fjáreigendum og gangi
ekki þvert á hagsmuni
þeirra.“
Höfundur er alþingismaður.
ÞEIR voru að uppgötva fátæktina,
forseti lýðveldisins hafði af henni
spurnir um áramótin og aumingja
Ellert skömmu seinna. Þá eru spurnir
af því að fátæktin standi ungum
kvótaerfingjum fyrir svefni. Aum-
ingja Ellert er sár og svekktur yfir lít-
illi grein sem ég fékk birta í blaði allra
landsmanna þar sem ég tjáði mig um
þessa uppgötvun íslenska aðalsins á
fátæktinni. Ég er nokkuð viss um að
Jóhanna Sigurðardóttir vissi af fá-
tæktinni fyrir löngu. Mig kann að
greina á við Jóhönnu um orsakir og
leiðir til að takast á við þjóðfélagsböl á
borð við fátækt og misskiptingu auðs
en sá ágæti stjórnmálamaður á heið-
ur skilinn fyrir ötula baráttu fyrir
málstað þeirra sem minna mega sín.
Aðkoma manna að umræðum um
þjóðfélagsmál er misjöfn. Ég get ekk-
ert að því gert að mér svíður þegar ég
sé menn nota sér ástand eins og fá-
tækt til að fullnægja persónulegum
metnaði. Ég kalla það aumingja-
gæsku og síðan læt ég lesendum eftir
að meta hverja ég flokka sem aum-
ingja.
Aumingja
Ellert
Eftir Hrafnkel
A. Jónsson
Höfundur er héraðsbókavörður
í Fellabæ.
„Mér svíður
þegar ég sé
menn nota
sér ástand
eins og fá-
tækt til að fullnægja
persónulegum metn-
aði.“