Morgunblaðið - 14.02.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 14.02.2003, Blaðsíða 38
MINNINGAR 38 FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Gísli Jóhann Krist-jánsson fæddist í Ytra-Skógarnesi 14. janúar 1922. Hann lést á St. Franciskusspítal- anum í Stykkishólmi 3. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Jóhanna Þor- björg Ólafsdóttir frá Þorgeirsstaðahlíð í Miðdölum, f. 28. jan- úar 1897, d. 9. febrúar 1980, og Kristján Gíslason smiður frá Ytra-Skógarnesi í Miklaholtshreppi, f. 31. janúar 1897, d. 13. nóvember 1990. Systkini Gísla Jóhanns eru: Anna Ólafía, f. 10. júlí 1924, gift Bjarna Sveinbjörnssyni, Gunnlaugur Ein- ar, f. 8. maí 1930, kvæntur Maríu Guðmundsdóttur, og Hörður Agnar, f. 26. apríl 1936, kvæntur Birnu Lár- usdóttur. Á bernskuárum Gísla Jóhanns bjuggu foreldrar hans að Ytra-Skóg- arnesi, Akranesi og á Búðum í Staðar- sveit. Árið 1936 flyt- ur fjölskyldan til Stykkishólms og þar hefur Gísli Jóhann átt heimili síðan. Lengst ævinnar starfaði hann hjá fyrirtæki Sig- urðar Ágústssonar í Stykkis- hólmi. Útför Gísla Jóhanns fer fram frá Stykkishólmskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. „Kynslóðir koma, kynslóðir fara.“ Þessi orð óma enn í eyrum okkar frá áramótunum og við erum sífellt minnt á þessa staðreynd lífsins. Gísli Jóhann var heilsuhraustur allt sitt líf, ef undan eru skilin tvö síðustu æviárin þegar hrina veikinda dundi á honum. Samt kvartaði hann aldrei og sagði jafnvel að sér liði vel þótt þrautirnar væru greinilega miklar. Á kveðjustundu, góðs vinar og frænda koma mörg þakkarefnin upp í hugann frá langri samleið. Ekki var háttur Gísla að hafa sig mikið í frammi eða troða mönnum um tær, en hann var fastur, góður punktur í tilveru okkar á sinn hóg- væra hátt. Þó að allt frá barnæsku væri Gísli nokkuð á eftir og að sjón- depra háði honum talsvert, komst hann vel frá sínu hlutverki í lífinu. Ekki var það síst að þakka ástríki elskulegra foreldra og systkina sem ávallt voru boðin og búin að styðja hann og styrkja á lífsleiðinni. Gilli Jóhann var frændrækinn í besta lagi og fann styrk í fjölskyldu- böndunum, ekki síst meðal unga fólksins og oft voru þau bönd inn- sigluð þegar hann dumpaði vingjarn- lega en ákveðið í öxl viðkomandi. Gísli var á heimili foreldra sinna meðan þeirra naut við og átti þar gott atlæti og skjól. Hann kom mörgum skemmtilega á óvart hve vel hann spjaraði sig með heimilis- haldið þegar hann var orðinn einn í litla húsinu við Þverveginn, en síð- ustu árin var hann vistmaður á Dval- arheimili aldraðra. Gísli var trúrækinn maður og sótti kirkjuna sína meðan heilsa leyfði og útvarpsmessurnar voru fastur liður hjá honum, það veganesti hafði hann úr foreldrahúsum. Gísli Jóhann unni Skógarnesi, fæðingarstað sínum, mikið og átti margar gleðiríkar stundir þar sunnanfjalls við ýmsa sýslan, oftast með föður sínum. Hinir víðfeðmu sandar og fallega fjaran með gjálpandi bárurnar eru mikil náttúrusmíð ásamt einstakri fjalla- sýn svo skarkali og þrengsli þétt- býlisins verða órafjarri kyrrðinni og frelsinu í sveitinni. Þarna var Gísli á heimavelli og geystist um sandana á dráttarvélinni sinni glaður og reifur. Gísli hafði gaman af að ferðast og fór nokkrar ferðir til útlanda með vinum sínum. Hann var eftirtektar- samur og fróðleiksfús og tók á ferð- unum fjölda mynda, sem hann sýndi stoltur þegar heim kom. Í herberg- inu hans á dvalarheimilinu fannst úr- klippa úr blaði, þar sem hin nýja Norræna auglýsti fyrstu ferðir sín- ar, þannig var ferðahugurinn líkam- anum sterkari. Gísli fylgdist vel með þjóðmálum, las mikið og hafði gott minni um ýmsa atburði í samtíman- um, svo sem eins og náttúruhamfarir og sjóslys. Hann var fastur fyrir með skoðanir sínar og gaf sig ekki svo auðveldlega með það sem hann taldi sannast og réttast. Gísli var ágætur sundmaður og hafði gaman af spilum og einnig tefldi hann á yngri árum. Gísli Jóhann hóf störf hjá fyrir- tæki Sigurðar Ágústssonar á unga aldri og starfaði þar til fullorðins ára. Á stórum vinnustað má, með góðum vilja, finna störf við flestra hæfi, og þannig hafði Gísli ákveðin hlutverk á hendi er hann leysti með prýði. Hann var heljarmenni að burðum sem kom sér oft vel í þeim mörgu störfum sem kröfðust líkamlegs at- gervis, fyrir daga færibanda og lyft- ara. Óhætt var að stilla klukkuna sína eftir mætingum Gísla til vinnu og frátafir voru engar. Og nú er lokið lífsgöngu þessa góða vammlausa drengs, sem varðveitti barnsálina sína alla tíð en lagði samt sannarlega sitt lóð á samfélagsvogarskálina. Ástvinir kveðja kæran bróður, mág, frænda og vin og þakka allt sem hann var okkur. Hann á góða heimkomu vísa þar sem hans bíða vinir í varpa. Blessuð sé minning Gísla Jóhanns. Jóhanna og Ellert. Hann tignar þau lög sem lífið með logandi eldi reit. Hann lærði af styrkleika stálsins að standa við öll sín heit. Hann lærði verk sín að vanda og verða engum til meins. Þá væri þjóðinn borgið, ef þúsundir gerðu eins. (Davíð Stefánsson.) Elsku Gísli, þá er komið að leið- arlokum og þrautum þínum lokið hér á jörð. Það var ætíð létt að gera þér til geðs og engar stórar kröfur af þinni hendi, eins og best kom fram í veikindum þínum, æðruleysi og þakklæti fyrir allt sem að þér var rétt. Það var ánægjulegur dagur á síð- asta sumri er við systkinin öll fórum á fæðingarstað þinn Ytra-Skógarnes þar sem þér þótti svo gaman að vera. Og enn einu sinni nutum við veður- blíðunnar við spegilsléttan voginn. Í vestri blasti við Snæfellsjökull hvelfdur og fagur fjallahringurinn allur. Þar sem jökulinn ber við loft hættir landið að vera jarðneskt en jörðin fær hlutdeild í himninum þar búa ekki framar neinar sorgir og þessvegna er gleðin ekki nauðsynleg þar ríkir fegurðin ein ofar hverri kröfu. (Halldór Laxness.) Það verður seint fullþakkað starfsfólki á Dvalarheimilinu og St. Franciskusspítalanum í Stykkis- hólmi sú nærgætni og hlýhugur sem þú varðst aðnjótandi í veikindum þínum. Við kveðjum þig og þökkum þér samfylgdina og allt sem þú gerðir fyrir okkur. Blessuð sé minning þín. Birna, Hörður og fjölskylda. Mig langar með nokkrum minn- ingarorðum að þakka Gísla vini mín- um góða samfylgd í áratugi. Fyrir stuttu vitjaði ég hans á sjúkrahúsið í Stykkishólmi. Það gladdi mig að sjá hve hið bjarta í lífinu var honum of- arlega í huga. Hann var þakklátur fyrir það góða og farsæla líf sem honum hafði auðnast. Já, þeim fækkar Hólmurunum sem ég kynntist í upphafi veru minnar þar. Nú seinni árin mættumst við Gísli sem félagar á dvalarheimilinu. Við rifjuðum upp kær kynni fyrri daga. Við höfðum gaman af að spila og þessar stundir urðu mér dýrmætar. Gísli Jóhann var um tvítugt þegar við hittumst fyrst á heimili hans. Foreldrar Gísla, Jóhanna og Krist- ján Gíslason frá Skógarnesi, höfðu reist sér snoturt hús í Stykkishólmi eftir að hafa búið áður á Búðum á Snæfellsnesi. Gísli Jóhann átti til góðra að rekja ættir sínar. Gísli var minnugur. Ekki hafði hann gert víðreist um ævina fyrr en á síðustu árum. Þá naut hann þess að ferðast í góðum hópi um landið sitt og einnig til útlanda. Hann hafði keypt sér góða myndavél og notaði hana óspart til að festa á filmu sam- ferðafólk sitt og markverða staði. Hafði ég ánægju af að skoða með honum myndirnar frá þessum ferð- um. Það átti ekki við Gísla að skipta um vinnustaði. Frá því hann flutti í Hólminn starfaði hann alla tíð í frystihúsi Sigurðar Ágústssonar. Þar lauk starfsferli hans þegar Gísli fór á eftirlaun. Starfi sínu þjónaði hann af alhug og naut þar vel- gengni. Hann mat mikils vinnuveit- endur sína Sigurð Ágústsson út- gerðarmann og ekki síður þau Ágúst og Rakel sem stjórnað hafa fyrirtækinu farsællega sl. áratugi. Gísli átti trúnað vinnuveitenda sinna óskiptan. Gísli var góður þegn þessa bæjar. Traustur og hjartahlýr alla ævi. Ég bið honum allra heilla á nýjum leiðum og blessunar Guðs. Árni Helgason, Stykkishólmi. GÍSLI JÓHANN KRISTJÁNSSON ✝ Sigríður MargrétEinarsdóttir fæddist í Hvammi í Vestmannaeyjum 20. janúar 1923. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Skjóli í Reykja- vík 9. febrúar síðast- liðinn. Foreldrar Sigríðar voru Einar Magnússon vélsmið- ur í Vestmannaeyj- um, f. 31. júlí 1892, d. 25. ágúst 1932, og María Vilhjálmsdótt- ir húsfreyja í Vest- mannaeyjum og síð- ar Reykjavík, f. 27. júní 1897, d. 18. febrúar 1974. Systkini Sigríðar eru fimm; 1) Björg, húsfreyja í Balti- more í Bandaríkjunum, f. 16. apríl 1924, gift Ásgeiri Péturssyni flug- manni, f. 5. nóvember 1925, d. 30. júlí 1991. Þau eignuðust fjögur börn. 2) Magnús, f. 30. nóvember 1925, d. 13. janúar 1998, kvæntur Heidi Einarsson, f. 17. apríl 1935, d. 15. janúar 1966. Þau eignuðust tvö börn. 3) Þuríður, f. 9. október 1927, d. 12. júní 1962, gift Gísla Ólafssyni, f. 1. maí 1927, d. 1995. Þau eignuðust fjögur börn. 4) Villa Hildur Ýr danskennari, f. 23. októ- ber 1972, unnusti Örn Arnarson iðnrekstrarfræðingur, f. 18. ágúst 1970, sonur þeirra er Hreiðar Orri, f. 7. október 2001, og b) Arna Björg, f. 9. janúar 1983. Arnar á tvo syni frá fyrra hjónabandi, þeir eru: Hallur, f. 8. nóv. 1959, kvænt- ur Jóhönnu Reynisdóttur, þau eiga fjögur börn, og Magnús, f. 29. des. 1964, kvæntur Unni Ágústsdóttur, þau eiga þrjú börn. 2) Einar raf- virkjameistari, f. 13. desember 1948, d. 3. apríl 1990, kvæntur Helgu Bjarnadóttur, f. 17. mars 1950, þau eiga þrjú börn: a) Sigríði Margréti, f. 13. október 1972, gifta Steinari H. Kristinssyni, f. 29. apríl 1974, sonur þeirra er Einar Örn, f. 25. ágúst 1989, b) Einar Geir, f. 20. september 1974, og c) Bjarna Þór, f. 20. september 1974. 3) Jón dúk- lagningamaður, f. 5. júní 1954, kvæntur Jönu Hansen Þorgeirs- son, þau eru búsett í Danmörku. Þau eiga einn son, Rune Jónsson, f. 4. júlí 2002. Jón á þrjú börn frá fyrra hjónabandi með Sigurlaugu Hauksdóttur, f. 19. júlí 1955, þau eru: a) Áslaug Hulda, f. 5. maí 1976, gift Sveini Áka Sveinssyni, f. 3. júní 1976, b) Þorgeir H., f. 7. júní 1979, unnusta Sigrún Hildur Sig- urðardóttir, f. 4. júní 1979, sonur þeirra er Kristófer Snær, f. 1. maí 2000, og c) Jón Haukur, f. 6. des- ember 1989. 4) Vilhjálmur dúk- lagninga- og veggfóðrarameistari, f. 16. september 1955, kvæntur Sigrúnu Sigurbjörnsdóttur, f. 29. desember 1953. Þau eiga tvær dæt- ur, Maríu Vilborgu, f. 16. janúar 1978, og Eyrúnu Erlu, f. 17. júlí 1983. Sigrún á eina dóttur fyrir; Guðrúnu Guðmundsdóttur, f. 14. nóvember 1971, hún á tvö börn. 5) Þorgeir tæknifræðingur, f. 26. febrúar 1960, kvæntur Valdísi Sveinsdóttur leikskólakennara, f. 3. september 1961. Þau eiga þrjú börn; Svein, f. 25. janúar 1987, Viktor, f. 8. febrúar 1990, og Emillíu, f. 15. júlí 1996. 6) Ólafur tollfulltrúi, f. 28. mars 1964, kvæntur R. Lindu Eyjólfsdóttur grafískum hönnuði, f. 22 maí 1963. Þau eiga tvö börn, Ísak Andra, f. 16. nóvember 1989, og Elsu Rakel, f. 24. desember 1993. Sigríður fluttist til Reykjavíkur 15 ára gömul með móður sinni og systkinum við fráfall föður þeirra. Þau bjuggu nokkur ár í vesturbæn- um í Reykjavík, en fluttust þaðan í Mávahlíðina. Sigríður fluttist í Smáíbúðahverfið, Akurgerði 24, árið 1954, og hefur búið þar síð- ustu 48 ár með manni sínum og börnum. Sigríður starfaði fyrstu árin sem framreiðslukona og síðar sauma- kona, en mestum hluta ævinnar varði hún sem húsfreyja. Útför Sigríðar verður gerð frá Bústaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 10.30. María, f. 12. desember 1928, gift Ólafi Kjart- anssyni, f. 25. júlí 1928. Þau eignuðust tvö börn. 5) Einar, f. 2. september 1930, kvæntur Margréti Sig- urðardóttur, f. 10. júlí 1944. Sigríður giftist 28. júní 1947 Þorgeiri H. Jónssyni, vélvirkja og verkstjóra í Héðni í Reykjavík, f. 27 mars 1923. Foreldrar hans voru Jón Sigurðsson, sjómaður og síðar verkstjóri í Hampiðjunni, f. á Skeggjastöðum í Mosfellshreppi 10. júní 1895, d. í Reykjavík 15. október 1983, og Borghildur Sig- urðardóttir húsfreyja, f. á Dunk- árbakka í Hörðudalshreppi 21. október 1894, d. í Reykjavík 15. janúar 1940. Bræður Þorgeirs voru Sigurður Eggert og Grímur. Sigríður og Þorgeir eiga sex börn, þau eru: 1) Borghildur hár- greiðslumeistari, f. 9. apríl 1947, gift Arnari S. Andersen bifreiða- eftirlitsmanni, f. 12. október 1935. Þau eiga tvær dætur, þær eru: a) Elsku amma mín. Mig langar með fáeinum orðum að kveðja þig. Það er alltaf erfitt að standa frammi fyrir þeirri staðreynd þegar okkar nánustu falla frá. Ég trúi því að okkur sé falið ákveðið hlutverk hér á þessu jarðríki og þegar kallið kemur bíði okkar eitthvert mikilvægara hlut- verk annars staðar og ég lít þannig á að þú hafir gert þitt allra besta hér hjá okkur og nú hafirðu öðrum verk- efnum að gegna. Ég hef alltaf borið mikla virðingu fyrir konum eins og þér, því þú varst ein af þeim sem fara í gegnum lífið af miklum dugnaði, þú varst ósérhlífin og ég man hvað mér fannst þú sýna mikið þegar þú dreifst þig í að taka bílpróf komin á sextugs- aldur, enda held ég að það hafi gefið þér mikið. Já, ég hef alltaf litið á þig sem sannkallaðan klett á bak við þessa stóru fjölskyldu. Ég minnist þess úr bernsku minni þegar við vor- um öll fjölskyldan samankomin í Ak- urgerði á jóladag. Þar ríkti alltaf skemmtileg stemmning, þar vorum við svo margir krakkarnir þar sem fundið var upp á alls konar leikjum og farið var í að skoða gamlar slæds- myndir frá því að pabbi og systkinin voru börn og í minningunni kemur þetta svo sterkt upp í hugann. Þú bjóst yfir miklum hæfileikum eins og í saumaskap en það var eins og þú hefðir aldrei neitt fyrir því, þær voru ófáar dragtirnar og allar flíkurnar sem þú bara nánast hristir fram úr erminni. Ég man líka eftir að þegar ég var með einhverja dellu fyrir að sauma mér eitthvað sjálf varstu boðin og búin að hjálpa og sýndir mikla þol- inmæði. Þú bjóst yfir meiri hæfileik- um en þú vildir viðurkenna eins og að þú sást og vissir meira en við flest. Einhvern tíma fékk ég þig til að kíkja í bolla fyrir mig en þú gerðir nú frek- ar lítið úr því og sagðist svo sem geta „logið“ einhverri vitleysu í mig, en það var nú aldeilis engin lygi held ég. Elsku amma mín, undanfarin ár hefur þú þurft að kljást við erfið veik- indi sem eru nú á enda. Nú hefur þú fengið hvíldina og ég veit að pabbi mun taka hlýlega á móti þér, því þú varst honum mikið. Ég kveð þig nú, amma mín. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlauztu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn, og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. (V. Briem.) Elsku afi ég veit að þú hefur staðið eins og klettur við hlið ömmu í veik- indunum og bið ég nú góðan guð að veita þér styrk á þessum erfiða tíma og votta þér mína dýpstu samúð. Kveðja Sigríður Margrét Einarsdóttir. Elsku amma, við systurnar kveðj- um þig með sorg í hjarta en jafnframt er svo skrítið að þú sért ekki lengur hér. Hlýja þín, umhyggja fyrir öðrum og glæsileiki í fasi gleymast seint. Í baráttunni við veikindin stóðst þú þig eins og hetja, eins og við allt ann- að í þínu lífi. Oftar en ekki sast þú hnarreist í rúminu, búin að setja upp slæðuna og varalitinn og smálakk á neglurnar, þú varst alltaf glæsileg. Stundum komu athugasemdir um að við værum ekki nógu vel til hafðar systurnar, þyrftum að taka hárið bet- ur aftur eða eitthvað í þeim dúr. Allt þó á góðum nótum og oftar en ekki frekar hnyttið. Við fengum ósjaldan flíkur frá þér sem þú saumaðir sjálf af mikilli list. Við munum sakna stundanna í eld- húskróknum í Akurgerðinu, sem var einn af þínum uppáhaldsstöðum. Kaffibollar, spil, spádómar, ráðlegg- ingar, hnallþórur og bíltúrar eru hlut- ir sem við gleymum aldrei. Við mun- um hvað þú varst stolt þegar þú fékkst bílprófið, heimurinn lá að fót- um þér og þú gast farið allt, enda varstu hörkubílstjóri. Við munum sakna stundanna sem við áttum með þér í garðinum, sem var hrein unun að sjá um mitt sumar í fullum blóma og þú lagðir svo mikla alúð við. Við munum sakna ferðanna í sumarbú- staðinn á Þingvöllum, með tilheyr- andi draugasögum um huldufólk og aðrar vættir. Gönguferðir niður að vatni, grillað brauð í gasofninum, bátsferðir, matjurtagarðurinn og svo margt margt fleira. Elsku amma, við þökkum þér fyrir allar þær fallegu minningar sem sitja eftir, allar þær góðu stundir sem við fengum notið saman. Við huggum okkur við að þér líður nú betur og að vel er tekið á móti þér í landi eilífð- arinnar. Hildur Ýr og Arna Björg Arnarsdætur. SIGRÍÐUR MARGRÉT EINARSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.