Morgunblaðið - 14.02.2003, Side 39

Morgunblaðið - 14.02.2003, Side 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2003 39 ✝ Gísli Bjarnasonfæddist á Bíldu- dal 15. september 1933. Hann varð bráðkvaddur á heim- ili sínu í Reykjavík 1. febrúar síðastliðinn. Gísli var sonur hjónanna Bjarna Þorbergssonar, frá Klúku í Selárdal, f. 23. mars 1898, d. 17. maí 1964, og Guð- rúnar Guðmunds- dóttur frá Fífustöð- um í Arnarfirði, f. 14. október 1907, d. 24. nóvember 1984. Gísli var yngstur bræðra sinna. Elstur var Elías, f. 4. janúar 1929, d. 1. apríl 1960, síðan Guðmundur, f. 17. febrúar 1930. Hinn 12. apríl 1956 kvæntist Gísli Málfríði Sigurðardóttur frá Borgarnesi, f. 12. mars 1935, d. 2. ágúst 1988. Börn þeirra eru: 1) Sigurður Valur, f. 7. ágúst 1954. 2) Gunnþórunn Birna, f. 7. desember 1957, maki Ólafur Waage, f. 9. jan- Tryggvi, f. 4. nóvember 1993, og Friðrik Valur, f. 28. janúar 2000. 5) Magnús Þorkell, f. 16. júní 1969, sambýliskona Rósa Rögnvalds- dóttir, f. 23. júlí 1963, dóttir þeirra er Málfríður Kristín f. 16. október 2001. Tveggja ára fluttist Gísli til Ak- ureyrar með foreldrum sínum og bræðrum og ólst þar upp. Fyrstu starfsárin vann Gísli hjá Land- helgisgæslunni. Eftir að hann kynntist Málfríði settust þau að í Borgarnesi og þar starfaði Gísli hjá Bifreiða- og trésmíðaverk- stæði Borgarness (BTB). Í Borg- arnesi nam Gísli bifvélavirkjun og starfaði við iðn sína hjá BTB, Vegagerð ríkisins og Sprautu- og bifreiðaverkstæði Borgarness. Um nokkurra ára skeið starfaði hann á millilandaskipum hjá skipadeild Sambandsins. Árið 1984 keypti Gísli ásamt tveimur félögum sín- um Sprautu- og bifreiðaverkstæði Borgarness. Eftir að Málfríður dó fluttist Gísli til Reykjavíkur og hóf störf hjá Samskipum, fyrst við siglingar sem dagmaður í vél og seinna í landi á vélaverkstæði. Síð- ustu árin starfaði Gísli á vélaverk- stæði Eimskips, eða til ársins 2002. Útför Gísla verður gerð frá Borgarneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. úar 1958. Börn þeirra eru: a) Jóhann, f. 5. ágúst 1976, sambýlis- kona Gyða Kristins- dóttir, b) Gísli Valur, f. 28. desember 1979, sambýliskona Hulda Björk Guðmundsdótt- ir og eiga þau tvö börn; Marinó Elí f. 16. desember 1996 og Tinnu Von f. 11. mars 2000, c) Bjarni Ívar, f. 9. nóvember 1981, sonur hans er Ásbjörn Edgar, f. 23. desem- ber 1999, d) Hafþór Ingi, f. 19. mars 1988, e) Kristinn Már, f. 14. ágúst 1990, og f) Kristín Björg, f. 28. september 1994. 3) Jón Valgeir, f. 27. janúar 1959, sambýliskona Guðbjörg Björns- dóttir, f. 1. desember 1961. Börn þeirra eru Berglind Eygló, f. 19. maí 1984, og Björn Þórður, f. 14. nóvember 1986. 4) Elías Bjarni, f. 25. janúar 1962, maki Halla Mar- grét Tryggvadóttir, f. 18. ágúst 1963. Synir þeirra eru Ingólfur Elsku besti afi. Það er ótrúlegt hvað hlutirnir taka óvænta stefnu, hann afi okkar var nýbúinn að selja íbúðina sína og hugði á flutninga norður á Akureyri, þar sem að hann hafði átt heima á sínum yngri árum. En hlutirnir fara ekki alltaf eins og við ætlum, og að kvöldi hins 1. febrúar létu englarnir sjá sig og endurheimtu afa okkar aft- ur í paradísina sína. Það er margs að minnast um hann Gísla afa, eins og hann var kallaður af okkur systkinunum. Fyrstu minn- ingarnar sem við eldri bræðurnir höfum af Gísla afa eru af Þórólfsgötu 12 a í Borgarnesi. Þar bjuggum við þrír bræðurnir í stóru húsi á annarri hæð með foreldrum okkar og afi og amma á þeirri þriðju. Oft var ferðast á milli hæða, bara til þess eins að at- huga hvort ekki væri eitthvað betra í matinn hjá ömmu og afa og oftar en ekki buðumst við svo til þess að vaska upp eftir matinn, einnig bara líka til þess eins að fá kandís og Svala eða Gosa í eftirrétt hjá ömmu Fíu, afi kom svo í hádegismat af verkstæðinu sínu, gantaðist við okk- ur strákana og sagðist vera sterkari en Tarzan og Súperman og geta tek- ið þá kumpána í bóndabeygju, oftar en ekki urðum það samt við bræð- urnir sem vorum teknir í bónda- beygju af honum Gísla afa. Afi sigldi lengi og var á mörgum merkum skipum, eða það fannst okk- ur bræðrunum, það var gaman að eiga einn afa sem átti heila íþrótta- miðstöð með sundlaug og annan afa sem átti heilt skip. Og þar sem afi sigldi til mikið til útlanda voru jólin oftar en ekki geysilegt ævintýr hvað varðaði jólagjafirnar, ávallt fengum við systkinin stærstu og fallegustu gjafirnar frá ömmu og afa. Gjafir sem Gísli afi keypti úti í hinum stóra heimi og enginn annar á Íslandi átti, hvað þá í Borgarnesi. En sumarið ’88 missti Gísli afi hana ömmu Fíu eftir mikið veikinda- stríð aðeins 53 ára að aldri, mikið var sá dagur myrkur í huga okkar og án efa myrkastur hjá honum afa. Fljótlega eftir andlát ömmu, seldi afi húsið sitt og fluttist til Reykjavík- ur, hann hélt áfram að sigla og þegar að hann kom í frí var ávallt gott að koma í heimsókn til hans, því alltaf var eitthvert góðgæti til á boðstól- um. Fengum við bræðurnir einatt að njóta rómaðrar gestrisni hans og dvöldum við oft hjá honum til lengri og skemmri tíma. En afi var líka sérstakur afi á margan annan hátt, því oft fékk hann tímabundið æði fyrir einhverj- um áhugamálum, dellur eins og við kölluðum það. Stundum var það ljós- myndun, í önnur skipti voru það frí- merki og nú síðast voru það tölvu- leikir, hann varð að hafa það allt stærst og best en alltaf tókst honum ótrúlega vel upp með þessi áhugamál sín, sést það best á fallegum ljós- myndum hans og hinum mörgu við- urkenningum fyrir frímerkjasöfnin hans. Hann var líka ótrúlega þver, sem sást kannski best á því að í mörg ár keyrði hann ekki um á neinu nema Volkswagen, annað voru bara drusl- ur. Annað sem gerði afa að afa var það að þegar að hann kom í heim- sókn í Borgarnesið þá kom hann nær ávallt færandi hendi og þá með Opal í vasanum. Í þau fáu skipti sem hann hins vegar gleymdi Opal-inu seildust litlir fingur ofan í jakkavasann hjá afa og leituðu að góðgætinu. Þegar ekkert Opal fannst á afa, og tár voru kannski farin að myndast, þá neydd- ist afi til að fara út í Hyrnu og kaupa nokkra pakka af Opali. Það er svona þegar að við venjumst einhverju, þá má það bara ekki hverfa úr lífi okkar fyrir nokkra muni. „Þeir deyja ungir sem guðirnir elska“ segir í hinu fornkveðna og við höldum að það geti alveg átt við þið þig, elsku afi, því þú varst enn í blóma lífsins, þegar þú varst kall- aður á brott. En elsku besti afi, í fararbroddi englaskarans sem tók þig á brott og bar þig upp til himnaríkis, var amma Fía blessunin og sitjið þið nú án efa saman á gullslegnum skýjabólstra og haldist í hendur og lítið eftir okk- ur öllum. Við vonum að þér líði vel núna elsku afi, eða að þú „hafir það allt meinhægt“ eins og þú sagðir jafnan og vonandi eru einhverjir þarna í himnaríki sem þú getur dekstrað við með bláa Opal-inu þínu. Þín barnabörn. Jóhann Waage og fjölskylda, Gísli Valur Waage og fjölskylda, Bjarni Ívar Waage og fjölskylda, Hafþór Ingi Waage, Kristinn Már Waage og Kristín Björg Waage. Elsku afi Gísli, mikið er þetta sár kveðja. Þú ert búinn að vera fastur punktur í tilveru minni alla ævi og eftir að við fluttum aftur heim til Ís- lands hefurðu verið nánast daglegur gleðigjafi. Einhvern veginn fannst mér að þú myndir lifa að eilífu með okkur hér á jörðinni, en nú verð ég að gera mér grein fyrir því að þú lifir með okkur að eilífu í anda. Allar óteljandi máltíðirnar sem þú naust með okkur í Neshömrunum lifa í minningunni ásamt hlátrinum sem kraumaði í þér þangað til hann braust út, því oft varð ansi galsasamt hjá okkur. Um jólin í hitteðfyrra þegar þú ákvaðst að vera á Akureyri hjá Ella og fjölskyldunni hans tímdi ég varla að lána þig til þeirra því ég var svo vön að hafa þig hjá mér á jól- unum og heyra þig „jæja“ við mat- arborðið eins og þú gerðir alltaf. Núna tími ég ekki heldur að lána þig en ég veit að leiðir okkar hafa ekki skilið alveg. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. Sveinbjörn Egilsson.) Já, ég hef eignast verndarengil og þegar eitthvað bjátar á hjá mér eða öðrum vandamönnum Gísla Bjarna- sonar þá hvíslar hann í hjartað okkar „o sei sei já, svona gengur þetta nú til“ og þá vitum við að allt verður í lagi. Megi englar Guðs leiða þig inn í Paradís – til ömmu. Þitt barnabarn Berglind Eygló. Með þessum fátæklegu orðum langar mig til að minnast elskulegs bróður míns Gísla Bjarnasonar en hann varð bráðkvaddur á heimili sínu 1. febrúar sl. Þegar litið er til baka er margt sem kemur upp í hug- ann, bæði frá uppvaxtarárum okkar hér á Akureyri og eins eftir að við höfðum stofnað okkar eigin fjöl- skyldur, Gísli og Fía í Borgarnesi en við Kristín hér á Akureyri. Já, það voru margar góðar stundir sem við fjölskyldurnar áttum saman, hvort sem var í hinum árlegu ferðum Borgarnesfjölskyldunnar hingað norður eða þegar við renndum suður yfir heiðar og stoppuðum á Þórólfs- götunni. Krakkarnir okkar undu sér vel saman, sem betur fer, og áttu sín- ar gleðistundir. Á tímamótum sem þessum er ómetanlegt að rifja upp og ylja sér við ánægjulegar minningar. Eftir að Fía kvaddi þennan heim og Gísli fluttist suður til Reykjavíkur var eins og samband okkar Gísla efldist, ekki svo að skilja að Fía hafi staði í vegi fyrir samskiptum okkar bræðra, frekar hitt að það var farið að hægjast um hjá okkur báðum og við farnir að geta sinnt því betur sem skiptir hvað mestu máli í lífinu, þ.e. að rækta frændgarð sinn. Sumarið 2001 verður mér ógleymanlegt en þá héldum við ásamt fjölskyldum okkar á æskustöðvarnar í Arnarfirðinum og áttum ánægjulegar stundir sam- an. Það var einkar gaman að koma að Fífustöðum og skoða æskustöðv- ar foreldra okkar og ekki skemmdi nú fyrir að hafa hann Örn eiginmann Valgerðar frænku sem fararstjóra, en hann kann svo sannarlega þá list að segja sögu svo eftir er tekið. Það er sárt að fá ekki fleiri grill- veislur sem hann bróðir stendur fyr- ir, því margar voru þær glæsilegar. Okkur hjón var farið að hlakka til að geta mætt til Gísla á hans nýja heim- ili hér á Akureyri, en hingað ætlaði hann að flytja með vorinu. Að lokum viljum við senda okkar innilegustu samúðarkveðjur til barna, barnabarna og barnabarna- barna okkar elskulega bróður og mágs. Guðmundur Bjarnason, Kristín Kjartansdóttir. Hann Gísli frændi hefur kvatt þennan heim. Alltaf verður maður jafnhissa þegar kallið kemur. Fjöl- margir vinir og vandamenn standa nú hnípnir og höggdofa við andlát hans sem bar svo snöggt að. Mér datt ekki í hug að þegar hann hringdi í mig í byrjun janúar að þetta væri í síðasta sinn sem við töl- uðum saman, þá var hann að segja mér frá því að hann ætlaði í heim- sókn í sumar til Magnúsar og fjöl- skyldu í Noregi, og hlakkaði mikið til. Hann Gísli var öðlingsmaður, allt- af jafn kátur og hress. Fyrir tveimur árum vorum við hjónin í fríi með honum á Kanaríeyjum, hvað hann naut þess, hvort sem við fórum í ferðir saman eða sátum bara yfir kaffibolla og spjölluðum um lífið og tilveruna. Margt hafði á daga Gísla drifið því hann hafði siglt um heims- ins höf og hafði frá mörgu að segja og hann hló mikið. Í fyrrasumar héldum við ættar- mót og mikið voru þeir bræður ánægðir með að því varð við komið að halda það mót. Að hitta nýja ætt- ingja sem við vissum varla um og dagsferðin sem var farin að æsku- stöðvum þeirra. Margar sögur og minningar voru þar rifjaðar upp og var þessi ferð ógleymanleg. Þegar að næsta ættarmóti kemur, verður Gísli aðeins með í hugum okkar. Alltaf bar hann umhyggju fyrir okkur og vildi fylgjast með okkur systkinunum og fjölskyldum okkar. Á skilnaðarstundu er mér efst í huga söknuður og þakklæti, þakk- læti fyrir góðu minningarnar sem við eigum um Gísla og það sem hann var okkur. Megi góður guð vaka yfir þér. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Vald. Briem.) Við Óli Reynir og fjölskyldan sendum öllum aðstandendum Gísla samúðarkveðjur og við biðjum góðan Guð að styrkja ykkur. Bjarney. Að þurfa óvænt að kveðja góðan vin er alltaf erfitt og einkum ef frá- fallið ber óvænt að. Ég kynntist Gísla fyrst er hann bjó í Borgarnesi í kringum 1970, þau kynni voru ekki mikil en verk sem hann leysti af hendi ásamt fleirum er hann prófaði mig í sveinsprófi vakti traust mitt á manninum sem ekki rénaði er leiðir okkar lágu aftur sam- an sem skipsfélagar hjá Samskipum. Gísli var upprunninn á Akureyri og þar eyddi hann sínum æsku- og ungdómsárum. Síðar, eftir að hafa til dæmis stundað sjómennsku um skeið, lá leið hans í Borgarnes þar sem hann stofnaði sína fjölskyldu og bjó um árabil. Þar stundaði hann vinnu sem bifvélavirki bæði hjá öðr- um og eins við eigin rekstur. Er hann stóð uppi á miðjum aldri ekkjumaður og börnin orðin upp- komin undi hann sér ekki lengur í Borgarfirðinum en greip tækifærið til að komast á sjóinn er pláss bauðst hjá Skipadeild SÍS. Þar sigldi hann síðan næstu árin og lauk sínum sjómannsferli á því að sigla Helgafelli ásamt félögum sín- um yfir rúmlega hálfan hnöttinn árið 1996 þar sem þeir afhentu það nýj- um eigendum í Singapúr. Ég var svo heppinn að sigla með Gísla hluta af þessum tíma og minn- ist með þakklæti samverustunda okkar þar sem hann miðlaði öðrum af þekkingu sinni, frásagnargleði og léttu lund. Við vorum svo heppnir gamlir fé- lagar Gísla að fá hann í siglingu með okkur síðasta vor þar sem hann naut þess að rifja upp gamla tíma og upp- lifa aftur sjómannslífið í hálfsmán- aðar hringferð með núverandi Helgafelli. Ætlunin var að sigla með okkur aftur nú á vordögum á leið í heimsókn til sonar síns í Noregi. Af því verður því miður ekki en ég veit að ég tala fyrir munn margra gam- alla skips- og vinnufélaga er ég þakka fyrir samveruna og hefði gjarnan viljað sigla með þér fleiri ferðir. Það var okkur styrkur að kynnast manni eins og þér. Ég votta aðstandendum mína dýpstu samúð. Far þú í friði kæri vinur. Trausti Ingólfsson. GÍSLI BJARNASON Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, HÓLMFRÍÐUR KRISTÍN METÚSALEMSDÓTTIR, Hjallabraut 33, Hafnarfirði, lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi mánudaginn 3. febrúar. Jarðarför hennar hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Fyrir hönd aðstandenda, Ríkarður Magnússon.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.