Morgunblaðið - 14.02.2003, Blaðsíða 42
MINNINGAR
42 FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
✝ AðalbjörgÁgústsdóttir
fæddist í Hjallabúð á
Snæfellsnesi hinn 3.
september 1920.
Hún andaðist á
Landspítalanum
föstudaginn 7. febr-
úar síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Ágúst Jóhannesson
sjómaður, f. í Bakka-
búð á Brimisvöllum
6. ágúst 1898, d. 28.
júní 1993 og Lilja
Kristjánsdóttir hús-
móðir, f. í Tröð í
Fróðárhreppi 22. október 1896, d.
29. nóvember 1981. Systkini Aðal-
bjargar eru: Sigurlín, f. 1. júlí
1923, Kristján, f. 1. júlí 1923,
Bjarni, f. 14. febrúar 1925, og
Hilmar, f. 16. mars 1927, d. 3. mars
1970.
Aðalbjörg var gift Atla Hall-
dórssyni, f. 3. júlí 1924, þau skildu.
býlismaður Kári Þór Kárason, f.
17. október 1977, börn þeirra; Júl-
ía, f. 28. ágúst 1997, og Ársæll, f.
21. desember 2001, og b) Nanna, f.
3. september 1982, unnusti Hannes
Finnbogason, f. 24. maí 1980. 3)
Auður, f. 10. maí 1957, maki Vern-
harður Stefánsson, f. 31. mars
1956, börn þeirra eru; Harpa Lilja
og Markús Árni, f. 22. febrúar
1994. Synir Auðar eru Atli Hilmar
Hrafnsson, f. 29. júlí 1973, sam-
býliskona Lára Kristín Björgúlfs-
dóttir, f. 23. nóvember 1979, sonur
þeirra er Úlfur, f. 9. nóvember
2000, og Einar Jónsson, f. 3. des-
ember 1976. 4) Anna, f. 11. febrúar
1959, maki Sveinn Sigurmunds-
son, f. 23. nóvember 1957, börn
þeirra eru; Soffía, f. 17. apríl 1977,
Knútur, f. 5. ágúst 1987, Bjarni, f.
29. nóvember 1990, og Sölvi, f. 26.
október 1995.
Seinni maður Aðalbjargar er
Árni Jónasson, f. 2. júní 1925, þau
voru barnlaus en ólu upp dóttur-
son Aðalbjargar, Atla Hilmar
Hrafnsson, og voru honum sem
aðrir foreldrar.
Útför Aðalbjargar verður gerð
frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
Aðalbjörg og Atli
eignuðust fjögur
börn. Þau eru: 1)
Kristinn, f. 17. júlí
1948, maki Guðný Sig-
urvinsdóttir, f. 28.
nóvember 1947, þau
eiga þrjú börn, þau
eru; a) Svanhildur, f.
4. febrúar 1970, sam-
býlismaður Gunnar
Stefán Ingason, f. 6.
júlí 1969, synir þeirra
eru; Kristinn Ingi, f.
16. júní 1998, og Stef-
án Atli, f. 1. júlí 2002,
b) Aðalbjörg Sif, f. 22.
október 1975, sambýlismaður
Steinþór Jónsson, f. 26. júlí 1971, c)
Kjartan Geir, f. 27. maí 1978, sam-
býliskona Sólveig María Kjartans-
dóttir, f. 19. ágúst 1978. 2) Ída, f. 7.
október 1951, maki Jón Hjörtur
Magnússon, f. 25. september 1948,
þau eiga tvær dætur, þær eru; a)
Eva, f. 15. september 1977, sam-
Fyrir liðlega 25 árum átti ég því
láni að fagna að kynnast tengda-
móður minni Aðalbjörgu Ágústs-
dóttur sem venjulega gekk undir
nafninu Alla. Mig langar til að
minnast hennar og þakka henni
samfylgdina þessi ár.
Hún var fædd í Hjallabúð á Snæ-
fellsnesi en fluttist með foreldrum
sínum að Akranesi þar sem þau
bjuggu í 4 ár. Þá fluttu þau til
Hafnarfjarðar og þar ólst hún upp.
Hún var sem ung kona við ýmis
störf, kaupavinnu í Flóanum, fram-
reiðslustörf á Borginni og versl-
unarstörf.
Sem ung kona fékk hún lungna-
berkla og þurfti að leggjast inn á
Vífilsstaði. Hún varð þar af leiðandi
aldrei mjög sterk líkamlega en slík
áföll þroska fólk andlega og gild-
ismat þess breytist. Það fannst
glöggt þegar rætt var um lífið og
tilveruna við hana.
Alla var fjölhæf kona og margt
til lista lagt, hún var unnandi góðra
bókmennta, hafði gott auga og mik-
inn áhuga á málverkum, og fékkst
sjálf lítillega við að útbúa listaverk
úr grjóti og beinum dýra og fiska.
Hún var prýðilega hagmælt en flík-
aði því ekki. Hún var saumakona
góð og sá um og rak kjólabúðina
Fix til margra ára. Hún var af
þeirri kynslóð sem þurfti að nýta
matvæli vel og kunni vel til verka.
Hver man ekki eftir fiskibollunum
hennar, kjötsúpunni eða gellunum.
Á haustin aðstoðaði hún okkur oft
við sláturgerð. Þar fór ólöt og verk-
lagin kona.
Alla var smekkleg og bjó sér og
sínum glæsilegt heimili. Hún flutti
af Laufásnum og í gamalt hús á
Vatnsstígnum þegar hún kynntist
seinni manni sínum Árna Jónas-
syni. Þau hugðu þegar að endur-
bótum innan sem utan og dáðist ég
mjög að elju hennar og um leið
hvað það átti vel við hana að standa
í framkvæmdum og þá kom sköp-
unargleði og smekkvísi hennar vel í
ljós. Húsið gerbreytti um svip og
mátti glöggt sjá handbragð Öllu
hvort sem var á gardínum eða lista-
verki á steinvegg fyrir utan húsið.
Fyrir fáum árum keyptu þau nýja
íbúð við Skúlagötu sem þau full-
gerðu og áttu þar einkar fallegt og
hlýlegt heimili.
Alla og Árni höfðu mikið yndi af
ferðalögum og gátu sinnt því
áhugamáli sínu með sínum góðu
vinum nú seinni árin. Þá buðu þau
til skötuveislu á Þorláksmessu og
upp á þorramat á þorranum.
Alla var vinamörg og höfðu sum-
ir á orði að heimili þeirra væri sem
umferðarmiðstöð. Þangað leituðu
vinir og kunningjar og ekki síður
börn og barnabörn, enda sterk og
hlý ættartengsl sem ég vil rekja til
foreldra Öllu, Lilju og Gústa en
þau voru samhent og gefandi á sinn
ólíka hátt. Alla var hreinskiptin og
sagði sannleikann umbúðalaust en
um leið var hún góður vinur og fé-
lagi sem hafði gott lag á að hlusta
og gefa góð ráð. Hún erfði gjaf-
mildi móður sinnar og þeir eru ófá-
ir hlutirnir sem hún hefur gaukað
að sínum. Hún hafði ekki þann hátt
á að miklast af verkum sínum og ég
þykist vita að henni þætti nóg um
lofið. Til að bæta aðeins um læt ég
fylgja með söguna af Öllu og
Landróvernum. Hún hafði tekið
bílpróf en lítið æft sig í að keyra.
Eitt sinn bað ég hana að setjast
undir stýri. Nærstaddir áttu fótum
fjör að launa og við vorum sammála
um að hæfileikar hennar nytu sín
betur á öðrum sviðum.
Í dag erum við að kveðja gæfu-
manneskju sem stóð lífsins ólgusjó
með prýði, hélt fullri reisn fram á
síðasta dag en var um leið sátt við
sitt hlutskipti og að halda á ný til-
verustig. Kæri Árni, missir þinn
sem og nánustu aðstandenda, er
mikill og votta ég ykkur mína
dýpstu samúð.
Sveinn Sigurmundsson.
Elsku Alla amma, núna ertu far-
in og ég veit að þér líður vel þar
sem þú ert núna. Margar minn-
isstæðar stundir áttum við saman.
Ég kom oft til þín á Vatnsstíginn
þegar ég var lítil og gisti. Ég suð-
aði í mömmu þar til hún leyfði mér
að fara til þín. Ég fékk að fara ein í
strætó, varla nema átta ára. Þú
tókst á móti mér á biðstöðinni við
hliðina á Regnboganum. Þær voru
ófáar næturnar sem ég var hjá þér
þegar Árni var á sjónum. Á kvöldin
fengum við okkur harðfisk með
smjöri eða mygluost, sem þér þótti
svo góður, rétt fyrir svefninn.
Þú hafðir gaman af listum og
fórum við á nokkrar myndlistar-
sýningar á Kjarvalsstöðum og mér
er minnisstæð sýningin hennar
Lillu, en þú varst svo stolt af verk-
um hennar. Þú varst líka að búa til
listaverk. Bjóst til falleg verk úr
ýmsum beinum sem þú gafst í
tækifærisgjafir. Hafðir alltaf nóg
fyrir stafni ef ekki var gestum að
sinna. Last mikið, leystir krossgát-
ur og breyttir og lagfærðir föt fyrir
aðra.
Sumarið 2000 fórum við saman á
Snæfellsnesið. Ég var að fara í
söluferð og bauð þér með þar sem
þig langaði svo að koma á nesið.
Það var mjög gaman að fá þig með
í þá ferð. Þú vissir svo mikið um
alla bæina þarna í Fróðárhreppi,
enda fædd á þeim slóðum. Við kom-
um við í Grundarfjarðarkirkju til
að líta á fallegu ljósakrónuna sem
frændi okkar gaf kirkjunni. Við
komum líka við í Bjarnarhöfn og
keyptum hákarl, eitt af því sem þér
þótti svo gott. Það var skemmtilegt
að hafa þig sem ferðafélaga. Við
gátum rætt allt milli himins og
jarðar. Hvort sem það voru kær-
astar eða lífið almennt. Þú vissir
alltaf hvað var að gerast hjá barna-
börnum þínum. Varst vinmörg
enda traustur vinur.
Elsku amma, þú ert sú mann-
eskja sem ég hef alltaf litið upp til
og borið virðingu fyrir. Ég vil
þakka fyrir allar samverustundirn-
ar og þær minningar sem ég á um
þig.
Þeim mun ég aldrei gleyma.
Þín nafna
Aðalbjörg Sif.
Hún Alla var svo ljúf, við áttum
sameiginlega vini og það kom af
sjálfu sér að við urðum vinir. Hún
hjálpaði mér á Kjarvalsstöðum
heilu eftirmiðdagana. Var sest og
farin að taka á móti fólki fyrir mig
– af sjálfu sér. Ef fólk ætlar að
gera fyrir mig – þá vil ég ekki að
fólk geri fyrir mig til þess að fá
eitthvert tilbúið þakklæti.
Það var gott að leita til hennar
þegar mér var „kalt“. Hún var með
þeim fyrstu sem keyptu af mér
verk, lítinn dreng sem var sorg-
mæddur, – til þess ef til vill að
hugga hann – við erum ekki öll
komin til að verða hamingjusöm.
Sá drengur framdi sjálfsvíg fyrir
þremur mánuðum. Dóttir hennar
keypti af mér Palla drjúga tvíbura-
bróður hans á sýningu. Alla og
Árni – ég var alltaf föðmuð og boð-
in velkomin af þeim báðum, bók-
staflega tekin í fangið. Þau hjónin
áttu mjög fallegt heimili.
Ég verð að viðurkenna að þegar
ég segi fallegt heimili þá man ég
ekki eftir mublunum – en þau áttu
svo mikið af ólíkum listaverkum
sem var mjög smekklega fyrir
komið. Sjálf vann Alla mörg falleg
verk úr fiskibeinum – hver hefði
trúað að það væri hægt!
Þegar ég hugsa til baka og ég
ætti að nefna það sem var áberandi
í fari hennar – hún hjálpaði mér
svo oft og aðstoðaði – þetta var
eins og fleira kom að sjálfu sér. Ég
held að þetta sé falið í því að hún
kunni að gefa –en það er ekki
mörgum gefið. Hún var mér ætíð
góð. Takk fyrir allt, Alla mín.
Þorbjörg Pálsdóttir.
Mikið er það skrítið að geta ekki
lengur hringt eða skroppið í heim-
sókn til hennar Öllu vinkonu minn-
ar. Hún hét fullu nafni Aðalbjörg
Ágústsdóttir en var alltaf kölluð
Alla. Ávallt var ég velkomin inn á
hennar heimili. Hún var einstakur
hlustandi og var alltaf svo réttsýn á
alla hluti. Ég var ekki sú eina sem
sótti til hennar enda mikill gesta-
AÐALBJÖRG
ÁGÚSTSDÓTTIR
✝ Sigurleifur Guð-jónsson fæddist í
Miðhjáleigu í Austur-
Landeyjum 9. ágúst
1916. Hann lést á
Landspítalanum í
Fossvogi 3. febrúar
síðastliðinn. Foreldr-
ar hans voru Guðjón
Sigurðsson, f. 4. júlí
1879, og Þórunn
Guðleifsdóttir, f. 18.
júlí 1877. Systkini
Sigurleifs voru 13 og
eru þau nú öll látin.
Sigurleifur kvænt-
ist 30. desember 1950
eftirlifandi eiginkonu sinni Sigríði
Gísladóttur, f. 12. desember 1923.
Börn þeirra eru: Unnar Þór, f. 30.
maí 1950, og Margrét, f. 5. júlí
1956, sambýlismaður Elías Hart-
mann Hreinsson, f. 3. ágúst 1954,
dóttir þeirra er Elísa Sirrý, f. 22.
maí 1998.
Sigurleifur sinnti sjómennsku á
yngri árum frá Vestmannaeyjum.
Hann var jafnframt í
Íþróttaskóla Sigurð-
ar Greipssonar í
Haukadal veturinn
1939–1940. Hann
keppti gjarna í
glímu fyrir UMF
Dagsbrún í Austur-
Landeyjum. Er hann
flutti til Reykjavíkur
hóf hann störf í
Steiniðju hjá Ársæli
Magnússyni, vann
síðan hjá Fóður-
blöndunni við
Grandaveg og að
lokum í Bygginga-
vöruverslun Sambandsins og
timbursölu. Bridsspilamennsku
sinnti Sigurleifur af áhuga til
fjölda ára jafnframt öðru áhuga-
máli sínu sem var fjárbúskapur og
hestamennska en hann átti hvoru-
tveggja, fé og hesta.
Útför Sigurleifs verður gerð frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Engum er ljóst, hvaðan lagt var af stað
né hver lestinni miklu ræður.
Við sláumst í förina fyrir það,
jafnt fúsir sem nauðugir, bræður!
Og hægt hún fer, en hún færist um set,
þessi fylgd yfir veginn auðan,
kynslóð af kynslóð og fet fyrir fet.
Og ferðinni er heitið í dauðann.
(Tómas Guðmundsson.)
Takk fyrir samfylgdina.
Þín dóttir,
Margrét.
Elsku kallinn minn, nú ert þú far-
inn. Kærar þakkir, vinurinn, fyrir
þessi ár sem ég hef verið samferða
þér og fjölskyldu þinni. Þú varst
ógleymanlegur persónuleiki, hafðir
þínar skoðanir sem enginn fékk
breytt ef svo bar undir, fastur fyrir.
Ég var svo lánsamur að áhugamál
okkar láu saman og þú fylgdist vel
með hvernig mér gekk í hesta-
mennskunni. Þú hafðir kindur og um
sauðburðinn lifnaður þú allur við og
þá héldu þér engin bönd, fórst á fæt-
ur um miðjar nætur og vaktir yfir
ánum. Síðla síðasta sumars í fallegu
veðri fórum við saman á æskustöðv-
ar þínar í Landeyjunum, heimsótt-
um ættingja þína og vitjuðum leiðis
foreldra þinna. Það var ógleymanleg
ferð þar sem þú varst hrókur alls
fagnaðar og hafðir gaman af.
Eins var einstaklega gaman að
vera með þér þegar afréttur Reyk-
víkinga var smalaður í haust og þó
að við værum akandi og fylgdumst
með af þjóðvegi 1 þá hafðir þú þínar
skoðanir á hvernig ætti að smala
heiðina og lást ekki á þeim, enda
þekktir þú nánast hverja þúfu, hafð-
ir smalað þar í áratugi og varst rétt-
arstjóri við Hólmsrétt.
Vasapelinn var dreginn upp og
gangnamönum boðið þegar féð var
komið til réttar, síðan var haldið til
kjötsúpuveislu í fjárborginni. Ég er
afar þakklátur fyrir að hafa fengið
að njóta þessara stunda með þér.
Þú varst heiðursfélagi í Fjáreig-
endafélagi Reykjavíkur og starfaðir
þar og var ekkert hálfkák þar sem
þú tókst til hendi. Bridgespilari
varst þú góður, vannst til margra
verðlauna, spilaðir og last um spil til
lokadags og var gaman að ræða við
þig um spil.
Ég, þessi kuðungur í brigde, hætti
mér aldrei í spil með þér enda hefði
ég fengið það heldur betur óþvegið
ef sagnirnar hefðu ekki gengið eftir.
Mikill Rangæingur varst þú og hafð-
ir sterkar taugar þangað, starfaðir
mikið fyrir félagið og varst enda
gerður heiðursfélagi Rangæingafé-
lagsins 1996.
Reisn þinni hélst þú til síðasta
dags og varst skýr til orðs, þótt lík-
aminn væri farinn að stirðna. Hjart-
ans þakkir fyrir samfylgdina, vinur
minn.
Elías Hartmann Hreinsson.
Elsku afi, nú ert þú kominn til
Guðs og englanna en ég veit að þú
verður alltaf líka hjá mér. Þú varst
alltaf svo góður við mig og það var
svo gaman að vera hjá ykkur ömmu.
Ég bið í bænum mínum á kvöldin að
góður Guð og englarnir verði góðir
við þig og passi hana ömmu mína vel
núna af því þú ert farinn.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Elísa Sirrý.
Upp úr fjárskiptunum 1952 fjölg-
aði sauðfé í Reykjavík ört, bæði á
bújörðum og hjá tómstundabænd-
um. Margir þeirra höfðu flust úr
sveitum landsins og vildu eiga
nokkrar kindur til yndis og ánægju.
Á meðal þeirra var Sigurleifur Guð-
jónsson.
Sá sem þessi kveðjuorð ritar eign-
aðist fáeinar kindur á unglingsárun-
um í Reykjavík skömmu síðar, nánar
tiltekið 1957, og var því orðinn kunn-
ugur Sigurleifi um 1960. Við vorum
nágrannar í Fjárborg við Breið-
holtsveg sem þar stóð frá 1959–1968
og saman í stjórn Fjáreigendafélags
Reykjavíkur um miðjan 7. áratug-
inn. Á þessum árum var Sigurleifur
einnig virkur í Sauðafelli, félagi fjár-
eigenda úr Reykjavík og Kópavogi,
SIGURLEIFUR
GUÐJÓNSSON
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
elskulegs eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður, afa, langafa og langalangafa,
GUÐMUNDAR KRISTJÁNSSONAR
fisksala
frá Bræðramynni,
Bíldudal.
Jóna Karítas Eggertsdóttir,
Ívar Guðmundsson, Rafn Guðmundsson,
Svanberg Guðmundsson, Eygló Benediktsdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn