Morgunblaðið - 14.02.2003, Page 45
KIRKJUSTARF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2003 45
Hallgrímskirkja. Eldriborgarastarf í dag kl.
13. Leikfimi, æfingar við allra hæfi, undir
stjórn Jóhönnu Sigríðar. Súpa, kaffi og
spjall. Allir velkomnir.
Laugarneskirkja. Mömmumorgunn kl. 10.
Kaffispjall fyrir mæður, góð upplifun fyrir
börn. (Sjá síðu 650 í Textavarpi.)
Breiðholtskirkja. Mömmumorgnar kl. 10–
12.
Fella- og Hólakirkja. Starf fyrir 8–10 ára
drengi á laugardögum kl. 11. Starf fyrir 11–
12 ára drengi á laugardögum kl. 12.30.
Lindakirkja í Kópavogi. Kl. 15 LLL –
KFUM&K í safnaðarheimilinu, Uppsölum 3.
Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 13.30
Litlir lærisveinar, eldri hópur. Kórstjóri Guð-
rún Helga Bjarnadóttir. Boðunarkirkjan,
Hlíðarsmára 9. Samkomur alla laugardaga
kl. 11–12.30. Lofgjörð, barnasaga, prédik-
un og biblíufræðsla. Barna- og unglinga-
deildir á laugardögum. Létt hressing eftir
samkomuna. Allir velkomnir. Biblíufræðsla
alla virka daga kl. 10, 13 og 22 á FM
105,5.
Hjálpræðisherinn á Akureyri. Flóamarkað-
ur frá kl. 10–18 í dag.
Safnaðarstarf
LAUGARDAGINN 15. febrúar kl.
10:00 til kl. 14:00 verður haldið
námskeið um sálma í guðsþjón-
ustum og í trúarlífi fólks.
Hugað verður að innihaldi sálm-
anna og boðskap þeirra, ásamt tón-
listinni við þá. Skoðaðir verða sér-
staklega tilteknir sálmar sem
gjarnan eru notaðir við guðsþjón-
ustur. Fyrirlesari á námskeiðinu er
dr. Einar Sigurbjörnsson.
Boðið verður upp á léttar veit-
ingar í kaffihléi.
F.h. fræðslunefndar Garðasókn-
ar, sem hefur staðið að undirbún-
ingi námskeiðsins.
Kynningar- og útbreiðslunefnd
Garðasóknar.
Krossinn heimsækir
Ólafsvík
KROSSINN verður með samkomu í
félagsheimilinu Klifi í Ólafsvík
laugardaginn 22. þ.m. kl. 19.00.
Sönghópurinn G.I.G. flytur tónlist
og Gunnar Þorsteinsson predikar.
Sálmanámskeið
í Vídalínskirkju
ATVINNU-
AUGLÝSINGAR
I
I
Eðlisfræðikennari
við Menntaskólann
á Akureyri
Eðlisfræðikennara vantar við Menntaskólann
á Akureyri frá uphafi næsta skólaárs. Um er
að ræða fullt starf. Umsækjendur skulu upp-
fylla skilyrði 12. gr. laga um lögverndun á
starfsheiti og starfsréttindum framhaldsskóla-
kennara nr. 86/1998.
Laun eru greidd í samræmi við ákvæði kjara-
samnings fjármálaráðherra og Kennarasam-
bands Íslands frá 7. janúar 2001.
Frekari upplýsingar um starfið veita skóla-
meistari og aðstoðarskólameistari í síma
skólans 4 55 15 55 eða í tölvupósti, netfang
ma@ma.is .
Persónulegar umsóknir skulu berast skóla-
meistara fyrir 15. mars nk. Upplýsingar um
Menntaskólann á Akureyri, starfsemi hans,
námskrá og starfsmenn, er að finna á vefsíðu
skólans http://www.ma.is .
Menntaskólanum á Akureyri,
11. febrúar 2003.
Tryggvi Gíslason, skólameistari MA.
R A Ð A U G L Ý S I N G A R
ATVINNUHÚSNÆÐI
Til leigu
1. Lager- og geymsluhúsnæði, stærðir
600—1.000 fm.
2. Matvælahúsnæði, 500 fm.
Upplýsingar gefur Karl í síma 892 0160.
FÉLAGSSTARF
Kópavogsbúar
Félagsfundur
Sjálfstæðisfélag Kópavogs boðar til almenns félagsfundar í opnu
húsi á morgun, laugardaginn 15. febrúar, milli kl. 10.00—12.00
í Hamraborg 1.
Dagskrá hefst kl. 10.30.
1. Kosning fulltrúa félagsins á Landsfund Sjálf-
stæðisflokksins 27.—30. mars.
2. Fundaröð með alþingismönnum Sjálfstæðis-
flokksins í Suðvesturkjördæmi. Sigríður Anna
Þórðardóttir, alþingismaður, flytur framsögu-
ræðu og svarar fyrirspurnum að því loknu.
Sjálfstæðisfélag Kópavogs.
HÚSNÆÐI Í BOÐI
Íbúð til leigu
25 m² stúdíóíbúð til leigu í miðbænum.
Laus strax.
Upplýsingar í síma 894 0284 næstu daga
eftir kl. 19.00.
KENNSLA
Stangaveiðimenn athugið!
Nýtt námskeið í fluguköstum hefst sunnudag-
inn 16. febrúar í TBR-húsinu, Gnoðarvogi 1
kl. 20.00. Kennt verður 16. og 23. febrúar og
2., 9. og 16. mars. Við leggjum til stangir.
Skráning á staðnum gegn greiðslu (ekki kort).
Mætið tímanlega. (Íþróttaskór/inniskór).
KKR, SVFR og SVH.
TIL SÖLU
Til sölu járnlagerhillur
180 lengdarmetrar, hæð 270 cm, dýpt 80
cm. Auðvelt að setja saman.
Tilboð óskast.
Upplýsingar gefur Benni í síma 569 1490.
TILKYNNINGAR
Arnarnesvegur
Vegagerðin hefur tilkynnt til athugunar Skipu-
lagsstofnunar matsskýrslu um Arnarnesveg
milli Reykjanesbrautar og Breiðholtsbrautar
og tengibraut um Hörðuvelli.
Tillaga að ofangreindri framkvæmd og skýrsla
um mat á umhverfisáhrifum hennar liggur
frammi til kynningar frá 14. febrúar til 28.
mars 2003 á eftirtöldum stöðum: Á Borgar-
bókasafninu í Gerðubergi, bókasafni Kópav-
ogs, í Þjóðarbókhlöðunni og hjá Skipulags-
stofnun. Matsskýrslan er aðgengileg á heima-
síðu Vegagerðarinnar og VSÓ-ráðgjafar:
www.vegagerdin.is og www.vso.is .
Allir hafa rétt til að kynna sér framkvæmdina
og leggja fram athugasemdir. Athugasemdir
skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en
28. mars 2003 til Skipulagsstofnunar, Lauga-
vegi 166, 150 Reykjavík. Þar fást ennfremur
nánari upplýsingar um mat á umhverfisáhrif-
um.
Birt samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum, nr. 106/2000.
Skipulagsstofnun.
UPPBOÐ
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfum sem hér segir:
Flatasíða 10, eignarhl., Akureyri, þingl. eig. Linda Karlsdóttir, gerðar-
beiðendur Fjármögnun ehf., Kreditkort hf., Lækurinn hf. og SP Fjár-
mögnun hf., miðvikudaginn 19. febrúar 2003 kl. 10:00.
Skarðshlíð 16, íb. A 02-0101, Akureyri, þingl. eig. Lilja Brynjarsdóttir,
gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 19. febrúar 2003
kl. 10:30.
Smárahlíð 10, íb. E 05-0301, eignarhl., Akureyri, þingl. eig. Þorsteinn
Sigurbjörnsson, gerðarbeiðendur Búnaðarbanki Íslands hf. og Spari-
sjóður Hafnarfjarðar, miðvikudaginn 19. febrúar 2003 kl. 11:00.
Sýslumaðurinn á Akureyri,
13. febrúar 2003.
Harpa Ævarrsdóttir, ftr.
ÝMISLEGT
Grensásvegi 3-5, 101 Reykjavík,
sími 553 9210, nyton@ismennt.is
Burtfaraprófstónleikar
Linditu Óttarsson, sópran, verða í Fella- og
Hólakirkju laugardaginn 15. febrúar kl.17:00.
Skólastjóri.
SMÁAUGLÝSINGAR
FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 12 1832148½ 9.0.
I.O.O.F. 1 1832148 Sk.
www.fi.is
Föstudaginn 14. febrúar
Myndakvöld Ferðafélags Íslands
verður haldið nk. föstudagskvöld
kl. 20 í FÍ-salnum, Mörkinni 6.
Ath. breytta dagsetningu.
Mynda- kvöldið er á föstudegi en
ekki miðvikudegi eins og oftast
er. Verð kr. 500 og allir velkomn-
ir.
Sunnudaginn 16. febrúar
Dagsferð á Hengilssvæðið —
Gengið meðfram Húsmúla inn í
Engidal. Fremur auðveld göngu-
leið á jafnsléttu. Verð 1.700 kr.
fyrir félagsmenn, 2.200 fyrir
aðra. Lagt verður af stað klukkan
10.00 frá BSÍ með viðkomu í
Mörkinni 6.
Skíðaferð á Hengilssvæðið ef
aðstæður leyfa.
Nánar auglýst á heimasíðu FÍ
www.fi.is .
Þriðjudaginn 18. febrúar
kl. 19.30.
Blysför á fullu tungli í Kaldársel.
Í kvöld kl. 21 heldur Pétur Giss-
urarson erindi um „Karma-
lögmálið“ í húsi félagsins, Ing-
ólfsstræti 22.
Á laugardag kl. 15—17 er opið
hús með fræðslu og umræðum,
kl. 15.30 í umsjón Elísabetar
Bjarnadóttur sem fjallar um
„Félagsráðgjöf og mannrækt“.
Á sunnudögum kl. 17—18 er
hugleiðingarstund með leið-
beiningum fyrir almenning.
Hugræktarnámskeið Guðspeki-
félagsins verður framhaldið
fimmtudaginn 20. febrúar kl.
20.30 í umsjá Sigurðar Boga
Stefánssonar: „Hugleiðing al-
mennt.“
Á fimmtudögum kl. 16.30—
18.30 er bókaþjónustan opin
með miklu úrvali andlegra bók-
mennta.
Starfsemi félagsins er öllum
opin.
www.gudspekifelagid.is