Morgunblaðið - 14.02.2003, Qupperneq 51
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2003 51
KNATTSPYRNUSAMBAND Evr-
ópu, UEFA, hefur samþykkt reglu-
breytingar sem taka munu gildi á
næsta keppnistímabili og er breyt-
ingin á þann veg að „gullmarkið“
svokallaða verður lagt til hliðar en
þess í stað geta úrslit í framlengdum
leikjum ráðist á „silfurmarki“.
Á undanförnum misserum hefur
UEFA notast við „gullmarksregluna“
þar sem úrslit leiksins ráðast þegar
mark er skorað í framlengingu, og
þar með er leikurinn flautaður af.
Nýja reglan er í stuttu máli á þann
veg að ef mark er t.d. skorað í fyrri
hálfleik framlengingingar mun leik-
urinn standa yfir þar til fyrri hálfleik
er lokið. Hafi aðeins eitt mark verið
skorað á þeim tíma sigrar liðið sem
það skoraði. Það sama gildir um síð-
ari hálfleikinn, þar er liðinu sem fær
á sig mark gefið tækifæri til þess að
jafna metin áður en leikurinn er
flautaður af. UEFA vonast til þess að
sóknarknattspyrna verði allsráðandi
hjá þeim liðum sem lenda undir í
framlengingu en tveir síðustu úrslita-
leikir í Evrópukeppni landsliða hafa
ráðist á gullmarki. Nýja reglan verð-
ur notuð í úrslitakeppni EM sem fram
fer í Portúgal á næsta ári en Alþjóða-
knattspyrnusambandið, FIFA, á enn
eftir að ákveða hvort breytingin verði
tekin upp í keppni á þeirra vegum.
„Silfurmark“ leysir
gullið af hólmi
FÓLK
FYRSTU fjórir leikmennirnir
voru valdir í Ólympíulið Banda-
ríkjanna í körfuknattleik, sem þarf
að taka þátt í forkeppni fyrir leik-
ana á Púertó Ríkó í ágúst, vegna
slaks árangurs í síðustu heims-
meistarakeppni. Það eru þeir Ray
Allen, Tim Duncan, Jason Kidd og
Tracy McGrady, allt NBA-leik-
menn.
KOBE Bryant á væntanlega eft-
ir að bætast í hópinn áður en langt
um líður en landsliðsnefndin er í
viðræðum við hann þessa dagana.
Í vor verður 4–5 leikmönnum úr
NBA bætt í hópinn og loks 2–3
leikmönnum sem leika með há-
skólaliðum eða erlendis.
LARRY Brown, þjálfari Phila-
delphia 76ers, mun stjórna banda-
ríska liðinu og hann lýsti í gær-
kvöld yfir mikilli ánægju með að
hafa tryggt sér þessa fjóra öflugu
leikmenn.
BJARNI Þorsteinsson og Ólafur
Stígsson léku allan leikinn með
norska liðinu Molde þegar það
lagði spænska félagið Málaga að
velli, 1:0, í æfingaleik á Spáni í
fyrradag.
JON Holmes, nýr stjórnarfor-
maður enska knattspyrnufélagsins
Leicester City, vill breyta nafni fé-
lagsins og taka upp eldra nafn
þess sem lagt var niður fyrir 84
árum. Félagið var stofnað árið
1884 undir nafninu Leicester
Fosse og bar það nafn til ársins
1919 og Holmes segir að það
myndi gefa félaginu meiri sérstöðu
en að heita áfram City eins og 15
önnur lið í ensku deildakeppninni.
EIRIK Bakke, norski knatt-
spyrnumaðurinn hjá Leeds, verður
frá keppni í tvo mánuði. Hann
meiddist illa á ökkla í deildaleik
gegn West Ham á dögunum.
ANNIKA Sörenstam mun í maí nk.
verða fyrsta konan eftir 58 ára hlé
sem tekur þátt í atvinnumannamóti
karla en Sörenstam hefur þegið boð
forráðamann PGA-mótaraðarinnar
um að taka þátt í móti sem fram fer
á The Colonial-vellinum. Babe Zah-
arias lék á opna Los Angeles-mótinu
1945 þar sem hún komst í gegnum
niðurskurðinn að loknum 36 holum.
„Ég hef fengið margar fyrir-
spurnir að undanförnu en að mínu
mati hentar völlurinn og tímasetn-
ingin vel að mínum áætlunum,“ seg-
ir hin 32 ára gamla sænska atvinnu-
kona sem hefur haft mikla yfirburði
á mótaröð atvinnukvenna undan-
farin ár. „Fyrir þá sem hafa spurt
mig hvers vegna ég hafi þegið þetta
boð er svarið einfalt: Ég er forvitin
og vil vita hvar ég stend miðað við
karlana á PGA-mótaröðinni,“ sagði
Sörenstam. Hún „önglaði“ saman
um 230 millj. ísl. kr. í verðlaunafé í
fyrra og er efst á styrkleikalista at-
vinnukvenna, sigraði á 13 mótum í
fyrra.
„Að mínu mati eru þetta góð tíð-
indi og þá sérstaklega ef hún stend-
ur sig vel. Það gæti orðið henni erf-
itt ef henni gengur illa en ég er
forvitinn að sjá hvernig henni reiðir
af og býð hana velkomna,“ segir
Tiger Woods, besti kylfingur heims,
en hann mun einnig leika á mótinu
sem fram fer 22.–25. maí nk.
Sörenstam gegn
Tiger Woods
Það er nú ekkert öruggt að égmyndi bæta mig mikið þó svo ég
næði mér góðum í bakinu. Ég gæti
alveg eins hjakkað í sama farinu, en
það væri fínt að bæta við tíu skotum í
leik,“ sagði Hreiðar glettnislega í
samtali við Morgunblaðið.
Hreiðar er 22 ára KR-ingur. „Ég
er alinn upp í KR og æfði þar um
tíma samhliða handbolta, fótbolta og
körfubolta. Það var fyrir algjöra
slysni að ég fór í handboltann í fyrsta
sinn. Vinur minn þorði ekki að fara
einn á æfingu og dró mig með. Hann
fór ekki á fleiri æfingar en ég er enn
að. Ég fór strax í markið og hef verið
þar síðan. Ástæðan er sjálfsagt að við
félagarnir vorum stundum að leika
okkur inni í herbergi að skjóta og þá
þótti ég sýna góða takta í markinu og
því fór ég þangað þegar ég fór að
æfa,“ segir markvörðurinn ungi.
Hann hefur ekki getað æft í vetur
eins og hann langar til vegna brjósk-
lossins í bakinu. „Þetta kom í ljós fyr-
ir keppnistímabilið. Ég var búinn að
vera slæmur frá því í fyrra, en maður
fór bara í nudd og þá lagaðist þetta
en í haust fór verkurinn að leiða nið-
ur í lærið og um tíma gat ég ekki rétt
úr fætinum þegar ég sat. Ég fór í
sneiðmyndatöku og þá kom í ljós
hvers kyns var. Ég er stanslaust í
sjúkraþjálfun og annarri meðferð
vegna þessa og síðasta hálmstráið er
að fara til hnykkjara, ef ég lagast
ekki við það er ekkert annað að gera
en láta skera sig eftir tímabilið. Mað-
ur vonast auðvitað til að sleppa við
það.
Í byrjun keppnistímabilsins var ég
með mjög slæman verk með þessu en
er mun skárri núna og mun minni
verkur niður í lærið. Þetta háir mér
að einhverju leyti, er nokkuð hreyfi-
hamlandi og ég get ekki verið með í
öllum æfingunum hjá ÍR. Ég má til
dæmis aldrei vera með þegar strák-
arnir hita upp í fótbolta og það er fer-
lega pirrandi,“ sagði Hreiðar mark-
vörður sem er utanskóla í Fjöl-
brautaskólanum í Ármúla þar sem
hann á erfitt með að sitja lengi.
Hreiðar Guðmundsson ver og ver þrátt fyrir brjósklos í baki
„Vonandi slepp
ég við uppskurð“
HREIÐAR Guðmundsson,
markvörður ÍR í handknattleik,
hefur vakið athygli í vetur fyrir
góða frammistöðu, ekki síst
fyrir þær sakir að hann er með
brjósklos í baki sem hamlar
honum nokkuð í markinu.
Engu að síður hefur hann var-
ið um átján skot að meðaltali í
leikjum ÍR-liðsins í vetur, sem
er mjög gott, og menn velta
því fyrir sér hvað hann myndi
gera heill heilsu.
Morgunblaðið/Sverrir
Hreiðar Guðmundsson, markvörður ÍR-liðsins í handknattleik.
ARNAR Grétarsson knattspyrnumað-
ur skrifaði í gær undir nýjan samning
við belgíska 1. deildar félagið Lokeren
og gildir hann til loka tímabilsins
2006. Arnar, sem verður 31 árs í næstu
viku, gekk til liðs við Lokeren sumarið
2000 og er því á sínu þriðja tímabili
með félaginu. Hann hefur verið með
bestu leikmönnum liðsins í vetur og
skilað stöðu varnartengiliðs virkilega
vel, ásamt því að skora 8 mörk fyrir
liðið í 1. deildinni.
Roger Lambrecht, forseti Lokeren,
er staðráðinn í að halda í alla íslensku
leikmennina hjá félaginu en þeir Rún-
ar Kristinsson og Arnar Þór Viðarsson
fyrirliði eru með lausa samninga í vor.
Markmið hans er að félagið verði í
hópi þriggja efstu liða í Belgíu næstu
árin en Lokeren er nú í fjórða sætinu.
„Ég er mjög ánægður með þetta
samkomulag og vona að allir aðrir
leikmenn sem eru með lausa samninga
skrifi líka undir því þá verðum við með
sterkara lið á næsta tímabili. Að vísu
missum við sóknarmanninn Bangoura
að líkindum til Standard en mér fannst
tilboð sem ég fékk þaðan ekki spenn-
andi. Lokeren er með sterkara lið en
Standard og spilar betri knattspyrnu.
Það var líka stuðningur að heyra orð
þjálfarans, Pauls Puts, sem var að
framlengja sinn samning og setti sem
skilyrði við forseta Lokeren að Íslend-
ingarnir yrðu áfram hjá félaginu,“
sagði Arnar við Morgunblaðið í gær.
Arnar Grétarsson samdi
við Lokeren til 2006
Morgunblaðið/Golli
Arnar Grétarsson