Morgunblaðið - 14.02.2003, Síða 64

Morgunblaðið - 14.02.2003, Síða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Heimilisostur – bragðmildur ostur í stórum einingum NOKKUÐ harður árekstur varð á mótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar í Reykjavík nálægt miðnætti í gær þegar tveir bílar rákust saman. Klippa þurfti annan bílinn til að ná öku- manninum út. Flytja þurfti ökumenn beggja bifreiðanna á slysadeild. Hvorugur er þó talinn alvarlega slasaður. Annar þeirra er grunaður um ölvun við akstur, að sögn lögreglunnar í Reykjavík. Loka þurfti Miklubraut til vesturs og Kringlumýrar- braut til norðurs í nokkurn tíma í kjölfar slyssins. Morgunblaðið/Kristinn Tveir voru fluttir á slysadeild eftir árekst- ur á mótum Miklubrautar og Kringlumýr- arbrautar undir miðnætti í gær. Tveir á slysa- deild eftir árekstur BLÓÐBANKINN er að taka í notk- un nýtt gagnvirkt boðunarkerfi fyrir blóðgjafa. Með kerfinu er hægt að minna á blóðgjöf með tölvupósti eða skilaboðum í farsíma og geta blóð- gjafar með sama hætti svarað hvaða dag þeir hyggjast koma og gefa blóð. Sveinn Guðmundsson, yfirlæknir Blóðbankans, segir þessa nýju tækni auka skilvirkni og hagkvæmni við skipulagningu blóðgjafa dag hvern. Áður hafi verið reynt að senda út póst en lítil svörun var við því auk þess sem kostnaður var mikill. Hing- að til hafi aðallega verið notast við símhringingar til að minna fólk á blóðgjöf sem í sé falin mikil vinna og símakostnaður. Hann minnir á að með þessum hætti er líka komið til móts við við- skiptavini sem geta sniðið boðunar- ferlið að óskum sínum. Áfram verður hringt í þá sem þess óska en hinir geta valið um það að fá sendan tölvu- póst eða SMS-skeyti. Bogi Þór Siguroddsson, stjórnar- formaður Framtíðartækni ehf., sem hefur unnið að þróun kerfisins frá því í fyrrasumar í samstarfi við starfsfólk Blóðbankans, segir hug- myndina hafa þróast úr hugbúnaðar- lausn í viðskiptatækifæri. Hann sjái tækifæri til að veita ráðgjöf um það hvernig blóðbankar geti lækkað kostnað við hverja sótta blóðeiningu. Í næstu viku fer Bogi til Bretlands til að kynna lausnina blóðbönkum þar. Tölvuvæðing við blóðgjöf  Unnt að/11 GAGNRÝNANDI kvikmyndatíma- ritsins virta Variety gefur mynd Dags Kára Péturssonar, Nóa albín- óa, lofsamlega dóma. Í umsögninni er því spáð að myndin muni eiga greiðan aðgang að áhorfendum um heim allan með blöndu af raunsæi, gamansemi og myndlíkingum. Frammistaða leikara og annarra aðstandenda myndarnnar er einnig lofuð og er Tómas Lemarquis sagður stela senunni í hlutverki Nóa. Í vikunni var dreifingarrétturinn fyrir Norður-Ameríkumarkað seld- ur til Palm Pictures, sama fyrirtækis og keypti réttinn á Hafinu. Tómas er sagður stela senunni. Variety lofar Nóa albínóa  Kemur/54 FISKAFLI landsmanna í nýliðn- um janúarmánuði var 255.925 tonn og hafa íslensk skip aldrei áður borið meiri afla að landi í jan- úarmánuði. Þetta er ríflega 71 þúsund tonnum meira en í sama mánuði síðasta árs sem er tæp- lega 39% aukning og skýrist fyrst og fremst af meiri loðnuveiði. Verðmæti aflans, á föstu verði ársins 2001, jókst á sama tímabili um 4,5%, samkvæmt tilkynningu Hagstofunnar. Af botnfisktegundum var land- Nokkur aukning varð í loðnu- afla á milli ára. Í janúar í ár bárust tæplega 221 þúsund tonn á land en 147 þúsund tonn í janúarmánuði 2002 og er þetta aukning um tæp- lega 74 þúsund tonn. Síldveiðin varð nærri 5.000 tonn nú en tæp- lega 6.300 tonn í janúar í fyrra. Af skel- og krabbadýrum bár- ust 2.458 tonn á land sem er 374 tonna samdráttur frá fyrra ári. Af kúfiski fengust 1.010 tonn, af rækju 850 tonn en 593 tonn af hörpudiski. að 26.502 tonnum en 27.300 tonn- um í janúarmánuði 2002 sem er tæplega 800 tonna samdráttur á milli ára. Alls fengust 15.409 tonn af þorski sem er tæplega 2.200 tonna samdráttur. Ýsuaflinn eykst um rúm 1.000 tonn og var 4.176 tonn nú en 3.149 tonn í jan- úar 2002. Flatfiskafli nam 1.059 tonnum en var 1.240 tonn í janúar í fyrra. Af afla einstakra flatfisk- tegunda má nefna að 288 tonn veiddust af skarkola, 226 tonn af grálúðu og 104 tonn af langlúru. Mesti fiskafli í jan- úar frá upphafi FULLTRÚAR ítalska verktaka- fyrirtækisins Impregilo hafa leit- að til íslenskra vinnuvéla- og tækjaumboða með fyrirspurnir um vöruverð og ýmsar aðrar upplýsingar. Einnig hefur verið spurst fyrir um notaðar vélar í eigu íslenskra verktakafyrir- tækja. Impregilo er sem kunnugt er komið með heimild frá Lands- virkjun um að hefja framkvæmd- ir við Kárahnjúkastíflu og að- rennslisgöng, en endanlegir samningar verða undirritaðir í mars. vinnuvélar í sölu frá Komatsu og Toyota, ásamt meiri búnaði. Tals- menn umboðanna hafa ekki viljað tjá sig undir nafni í samtölum við Morgunblaðið, hafa þeir sagt málið á viðkvæmu stigi. Undirbúningsframkvæmdir við Kárahnjúka ganga samkvæmt áætlun en þar eru starfsmenn Ís- lenskra aðalverktaka við gerð að- komuganga. Búið er að grafa 275 metra löng göng, ásamt tveimur útskotum. Lokið var við að sprengja annað útskotið í gær þegar gat myndaðist á hamra- vegg Hafrahvammagljúfurs. Umboðin sem Impregilo hefur haft samband við eru Hekla, Brimborg, Kraftvélar og Kraftur. Hekla er m.a. með umboð fyrir Caterpillar-vinnuvélar og Scania- vörubíla, Brimborg selur m.a. Volvo-vinnuvélar og vörubíla, Kraftur hefur m.a. umboð fyrir Man-vörubíla og Fiat-Hitachi- vinnuvélar og Kraftvélar eru með Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Einn starfsmanna Íslenskra aðalverktaka sprautar múr upp í hvelfinguna við gangaopið út í Hafra- hvammagljúfrið. Þetta útskot frá aðkomugöngunum verður notað til að losa efni niður í gljúfrið. Impregilo leitar til ís- lenskra vélaumboða Framkvæmdir við Kárahnjúka á áætlun ÁRIN 1990 til 2002 fluttu 36 þúsund íslenskir ríkisborgarar af landi brott en á sama tíma fluttu 30 þúsund Ís- lendingar til landsins. Mismunurinn er því um 6 þúsund manns, um 470 manns á ári að meðaltali. Vakin er athygli á þessu í vefriti fjármála- ráðuneytisins og byggt þar á tölum frá Hagstofunni um búferlaflutn- inga. Á þessu tímabili hafa nærri 20 þúsund erlendir ríkisborgarar flutt til landsins en tæplega 12 þúsund burt héðan. Fjölgun erlendra ríkis- borgara vegna flutninganna er því tæplega 8 þúsund, eða umtalsvert hærri tala en sem nemur fækkun ís- lenskra ríkisborgara. Í vefritinu segir að búferlaflutn- ingar séu næmir fyrir efnahags- ástandinu. Á síðustu árum hafi margir flutt til landsins til að mæta mikilli eftirspurn eftir vinnuafli. Flestir hafa verið frá A-Evrópu og Austurlöndum fjær. Fjármálaráðu- neytið segir að þegar samdráttar fari að gæta dragi úr aðflutningi út- lendinga en brottfluttum fjölgi ekki svo neinu nemi. Á sama hátt sé til- hneiging hjá Íslendingum að flytja burt er byrjar að halla undan fæti. 36 þúsund Íslendingar fluttu af landi brott REYKINGAR grunnskólanema hafa dregist saman um þriðjung á fjórum ár- um. Könnun héraðslækna frá síðasta vori í samvinnu við Krabbameinsfélagið og Tób- aksvarnanefnd sýnir að reykingar pilta og stúlkna eru nú svipaðar en áður reyktu stúlkur meira. Um 17% sextán ára grunn- skólanema reykja en innan við 1% tólf ára nema. Ef litið er til einstakra landshluta kem- ur í ljós að minnst er reykt á Vestfjörðum þar sem 3,6% 12–16 ára nema reykja, þá á Vesturlandi þar sem um 4,5% reykja. Á Norðurlandi eystra reykja 4,9% nemend- anna, á Suðurlandi 5,9%, á Norðurlandi vestra 6,6% og á Reykjanesi og Austur- landi 7,3%. Mest er um reykingar í Reykjavík þar sem 7,7% nema á aldrinum 12–16 ára reykja. Sambærileg könnun var gerð fyrir fjór- um árum og hafa reykingar minnkað á öll- um landsvæðum nema á Austurlandi síð- an. Af einstökum stöðum koma Sel- tjarnarnes, Ísafjörður og Vestmannaeyjar best út, þar reykja innan við 2% 12–16 ára nema. Mest reykt í borginni en minnst á Vestfjörðum  Innan við 7%/6 ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.