Morgunblaðið - 21.02.2003, Page 16

Morgunblaðið - 21.02.2003, Page 16
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 16 FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ KATRÍN Ólafsdóttir hagfræðingur greiningardeildar Landsbankans sagði á morgunverðarfundi Lands- bankans í gærmorgun að vegna stór- iðjuframkvæmda sem framundan eru væri hagkerfið á leið úr jafnvægis- ástandi í nýtt þensluskeið. Við þær aðstæður ylti mikið á hagstjórn; bæði í peningamálum og fjármálum hins opinbera. Nauðsynlegt væri að stjórnvöld mættu fyrirhuguðum stór- iðjuframkvædum af festu. Jafnframt sagði Katrín að horfur væru á enn vaxandi atvinnuleysi á þessu ári. Ennfremur sagði hún að nýlegar að- gerðir ríkisstjórnarinnar varðandi framkvæmdir á vegum hins opinbera þýddu 0,3–0,4% hagvöxt. Þjóðarbúið í ágætu jafnvægi Arnar Jónsson, sérfræðingur í gjaldeyrisviðskiptum, sagði að þótt raungengi krónunnar hefði hækkað umtalsvert síðan í nóvember 2001 væri það ekki hátt í sögulegu sam- hengi heldur nálægt meðaltali síðustu 10 ára. Þjóðarbúið og gengi krónunn- ar sagði hann í ágætu jafnvægi. Hug- myndir um að hafa áhrif á nafngengi krónunnar með beinni íhlutun væru óraunhæfar. Hins vegar virtist nauð- syn á frekari gengisaðlögun (styrk- ingu) vegna álvers- og virkjanafram- kvæmda. Arnar sagði að hagkerfið ætti að þola hærra raungengi krónunnar en það mundi þrýsta á aukna hagræð- ingu í samkeppnisgeiranum, sérstak- lega í sjávarútvegnum. Hann telur að raungengi krónunn- ar muni haldast hátt áfram á þessu ári og næsta en gengisflökt gæti auk- ist vegna ókyrrðar í samkeppnisgeir- anum og hagnaðartöku fjárfesta. Jafnframt sagði hann að álvers- og virkjunarframkvæmdir mundu valda verðbólgu og viðskiptahalla kæmi ekki til mótvægisaðgerða. Arnar sagði að gengi krónunnar mundi hækka mikið á árunum 2004–5 en svo gæti verið að hluti af þeirri gengishækkun væri þegar kominn fram. „Markaðurinn verðleggur alltaf gengi krónunnar rétt miðað við þær forsendur sem hann hefur,“ sagði Arnar. Hann sagði ennfremur að þessi styrking krónunnar væri tækifæri fyrir Seðlabankann til að bæta við varaforða sinn. „Ekki er víst að sam- bærileg tækifæri skapist á næstu ár- um,“ sagði Arnar að lokum. 4,5%–5,5% hagnaðaraukning Ársæll Valfells deildarstjóri Grein- ingardeildar sagði að íslensk hluta- bréf væru með eina hæstu nafnávöxt- un á ári sl. 10 ár, eða 14% ávöxtun en til samanburðar er ávöxtun S&P 500 11%, DAX 7% og bresku FTSE vísi- tölunnar 6% fyrir sama tímabil. Hann sagði að til lengri tíma gæti hagnaður fyrirtækja ekki vaxið hrað- ar en efnahagslífið í heild. Miðað við spár um 2–3% hagvöxt að meðaltali til ársins 2008 og 2,5% verðbólgu mætti búast við 4,5–5,5% aukningu hagnað- ar á næstu árum. Verðlagning ICEX 15 vísitölunnar væri í takt við þær for- sendur að viðbættu 5% áhættuálagi. Ársæll spáði því að næstu misseri yrði vöxturinn örastur hjá fyrirtækjum í fjármálastarfsemi og tryggingum annars vegar og verslun og þjónustu hins vegar. Jafnframt sagði hann að fyrirtæki í upplýsingatækniðnaði hefðu gengið í gegnum mikla endurskipulagningu og horfurnar væru nú betri í þeim iðnaði. Óvissa vegna aðgerða ríkis Jónas G. Friðþjófsson, sérfræðing- ur greiningardeildar, fjallaði um væntingar um þróun skuldabréfa. Hann sagði að ákvarðanir opinberra aðila um að flýta framkvæmdum fyrir átta milljarða króna, hugmyndir um umfangsmiklar skattalækkanir og uppgreiðslu erlendra lána með lán- töku innanlands hefðu leitt til óvissu. Spurt væri hvort þær forsendur Seðlabankans að miða við verðbólgu undir verðbólgumarkmiði næstu tvö ár og hlutlausa stöðu gagnvart breyt- ingum á stýrivöxtum fengi staðist. Við þessar aðstæður væru álitlegir fjárfestingarkostir til langs tíma í verðtryggðum skuldabréfum en til skemmri tíma í húsbréfum og spari- skírteinum með skamman lánstíma. Hagfræðingur Landsbankans á morgunverðarfundi Hagkerfið á leið úr jafnvægi í þenslu HAGNAÐUR Skeljungs hf. og dótt- urfélaga fyrir árið 2002 nam 1.306 milljónum króna. Árið áður var hagnaður félagsins 519 milljónir. Veltufé samstæðunnar frá rekstri var 1.236 milljónir en 1.072 milljónir árið 2001. Eigið fé var 5.535 milljónir og eiginfjárhlutfall 42,9% í lok árs 2002. Árið áður var eigið fé 4.234 milljónir og eiginfjárhlutfall 41,1%. Fram kemur í tilkynningu frá Skeljungi að eldsneytissala félagsins á liðnu ári hafi verið tæplega 341 milljón lítra og sé áætluð hlutdeild félagsins á íslenska eldsneytismark- aðinum 38,3%. Kristinn Björnsson, forstjóri Skeljungs, segist sæmilega sáttur við afkomu félagsins á árinu 2002. Mikill hluti af hagnaðinum sé vegna gengissveiflna en hins vegar sé ánægjulegt að tekist hafi að halda kostnaði niðri. Eigið fé sé orðið nokkuð öflugt þrátt fyrir umtals- verðar fjárfestingar, sérstaklega í hlutabréfum. Ánægjulegt sé að Skeljungur sé þriðja árið í röð að selja flesta lítra af eldsneyti hér á landi. Þá segir hann að ef efnahags- umhverfið verður áfram stöðugt, og stjórnun þeirra mála áfram öflug, hafi hann ekki miklar áhyggjur af framhaldinu. Umskipti í fjármagnsliðum Heildartekjur Skeljungs og dótt- urfélaga á árinu 2002 námu 15.102 milljónum króna, sem skilaði sam- stæðunni 3.888 milljónum í hreinar rekstrartekjur. Árið 2001 námu heildartekjur samstæðunnar 16.514 milljónum og hreinar rekstrartekjur voru þá 4.160 milljónir. Segir í til- kynningu Skeljungs að minnkandi heildartekjur skýrist af lægra elds- neytisverði á Íslandi árið 2002 en ár- ið áður, sem skýrist m.a. af lækkun dollars. Rekstrargjöld Skeljungs og dótt- urfélaga án afskrifta námu 2.685 milljónum á síðasta ári og hækkuðu rekstrargjöld samstæðunnar um 5,25% frá árinu 2001. Umsnúningur var í fjármagnslið- um samstæðunnar miðað við árið áð- ur en þeir voru jákvæðir um 791 milljón árið 2002 en neikvæðir árið áður um 631 milljón. Bókfært verð heildareigna í árslok var 12.901 milljón krónur. Þar af nam bókfært verð hlutabréfa, sem skráð eru á hlutabréfamarkaði, 3.943 milljónum í árslok en markaðsvirði þeirra var á sama tíma talið 4.443 milljónir, eða 500 milljónir umfram bókfært verð. Heildarskuldir sam- stæðunnar námu samtals 7.366 millj- ónum í lok ársins 2002. Gengi sjávarútvegsins ræður miklu Í tilkynningu Skeljungs segir að afkoma félagsins á árinu 2002 hafi batnað mikið miðað við árið áður og skipti þar mestu styrking íslensku krónunnar sem sneri gengistapi á árinu 2001 í gengishagnað á árinu 2002. Þá segir að ytri skilyrði og þá einkum gengi sjávarútvegsins muni sem fyrr ráða miklu um afkomu fé- lagsins á árinu 2003. Ljóst sé að skattalækkanir ríkisvaldsins hafi bætt rekstrarskilyrði íslenskra fyr- irtækja og útlit sé fyrir að verðbólga verði áfram lítil og að friður haldist á vinnumarkaði. „Þrátt fyrir þetta eru blikur á lofti,“ segir í tilkynningunni. „Sterk króna dregur úr tekjum í sjávarút- vegi og veikir stöðu íslensks iðnaðar og ferðaþjónustu. Gera verður ráð fyrir hækkandi vöxtum vegna fyrir- hugaðra framkvæmda hins opinbera og olíuverð mun að líkindum verða áfram hátt. Ekki er gert ráð fyrir að hagnaður af starfsemi félagsins á yf- irstandandi ári verði jafnmikill og á síðasta ári, enda þess ekki að vænta að gengishagnaður skili félaginu jafnmiklu og árið 2002.“ Hagnaður Skelj- ungs hf. eykst um tæpar 800 milljónir   '            *     , 3 3 '#           "  # #   ## 4  5#336 %  7(#6 8( %          )) " ))")+ !!! "*!   8! ) !  8"!      # $##%      **   )*)+ )"+ +)* ")  8+ 8*) 8" 8)  8+)    * + +"+  ' 9% $##  (  ###   )" ) +"12 )1"2  +)1)2 )+1+2 ,-(./,  ! -01213/, ! ))"     + +   !

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.