Morgunblaðið - 21.02.2003, Síða 18

Morgunblaðið - 21.02.2003, Síða 18
ERLENT 18 FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ TVEIR verkamenn veiða rusl úr Austurvatni í borginni Wuhan, höfuðstað héraðsins Hubei í Kína. Mengun í ám, vötnum og lofti og önnur umhverf- isspjöll hafa orðið vaxandi vandamál í Kína síðustu áratugina vegna iðn- væðingar og aukinnar framleiðslu í landinu. Reuters Hreinsað til í menguðu Austurvatni NORÐUR-kóreskri orrustu- þotu var í gær flogið inn í s-kór- eska lofthelgi en það hefur ekki gerst síðan árið 1983. Brugðust S-Kóreumenn mjög hart við, sendu á loft sex orrustuþotur og juku viðbúnað flugskeytastöðva á landi, en n-kóresku þotunni var fljótlega snúið við. Átti at- burðurinn sér stað yfir Gulahafi en þar skarst í odda með norð- ur- og suður-kóreskum fall- byssubátum á síðasta ári. Gerist þetta á sama tíma og N-Kóreu- stjórn lýsir því yfir, að hún vilji frið á Kóreuskaga. Friðurinn úti í Venesúela? LÖGREGLAN í Venesúela handtók í fyrradag kaupsýslu- manninn Carlos Fernandez en hann var helsti skipuleggjandi 63 daga verkfalls í því skyni að neyða Hugo Chavez forseta til afsagnar. Kom handtakan á óvart því að Chavez og stjórn- arandstaðan í landinu undirrit- uðu á þriðjudag samning um, að hvorirtveggju skyldu forðast of- beldi og vinna að friði. Carlos Ortega, leiðtogi stórs sambands verkalýðsfélaga og andstæðing- ur Chavezar, sagði í gær, að handtakan hefði verið liður í „ofsóknum“ forsetans gegn stjórnarandstöðunni og spáði því, að brátt yrði friðurinn úti á ný. 124 ára fangelsi ANDREW Luster, erfinginn að Max Factor-snyrtivörufyrir- tækinu, var í gær dæmdur fjar- verandi í 124 ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað þremur kon- um eftir að hafa byrlað þeim ólyfjan. Dómari í Ventura- sýslu, sem er norður af Los Angeles, dæmdi hann einnig til að greiða konunum 80 millj. kr. í skaðabætur. Luster var handtekinn en látinn laus 3. janúar sl. gegn 80 millj. kr. tryggingu. Nokkru síðar lét hann sig hverfa og er nú leitað. Prófessor handtekinn PALESTÍNSKUR prófessor við Tampa-háskóla í Flórída, Sami Al-Arian, var í gær ákærður í Bandaríkjunum ásamt sjö öðrum mönnum fyrir að styðja palestínsk hryðju- verkasamtök. Fjórir hinna ákærðu eru nú búsettir utan Bandaríkjanna og gegna for- ystustörfum fyrir samtökin, Ísl- amska Jihad, að sögn alríkislög- reglunnar, FBI. John Ashcroft dómsmálaráðherra segir menn- ina sakaða um að styðja Ísl- amska Jihad með fé og æsa til hryðjuverka. Sagði Ashcroft að Arian væri leiðtogi Norður-Am- eríkudeildar samtakanna sem eru á skrá Bandaríkjastjórnar yfir alþjóðleg hryðjuverkasam- tök. STUTT Brutu lofthelgi Suður- Kóreu Andrew Luster ÝMIS mannréttindasamtök og stjórnarandstaðan í Zimbabwe gagnrýndu frönsku stjórnina harðlega í gær fyrir að hafa boðið til sín Robert Mugabe, for- seta Zimbabwe og næstum ein- valdsherra í landinu. Voru Frakkar sakaðir um að hafa með því kastað fyrir róða bar- áttu sinni fyrir mannréttindum. Mugabe situr nú ráðstefnu Frakka í Paris með leiðtogum margra Afríkuríkja. Við kom- una heilsaði Jacques Chirac Frakklandsforseti honum með handabandi en lét vera að kyssa hann á kinnina eins og hina leið- togana. Hér snúa þeir baki hvor í annan og engu líkara er en Chirac sé að kanna hvort Mug- abe standi nokkuð of nærri. Reuters Chirac og Mugabe EFNA þarf til annarrar umferðar í forsetakosningunum í Armeníu en núverandi forseti, Robert Kochar- ian, fékk 49,8% atkvæða í kosning- unum í fyrradag. Hann vantaði því aðeins 0,2% upp á að ná kjöri. Forseta verður að kjósa með að minnsta kosti 50% atkvæða og því mun Kocharian takast á við Stepan Demirchian, helsta keppinaut sinn, í annarri umferð. Ljóst er, að aðrir andstæðingar Kocharians munu sameinast um Demirchian og því gæti seinni umferðin orðið mjög spennandi. Því er þó almennt spáð, að Kocharian muni að lokum hafa vinninginn. Við margan vanda er að glíma í Armeníu en einna brýnast þykir að finna lausn á deilu Armena og Azerbaídjana um héraðið Nagorno- Karabakh. Önnur umferð í Armeníu Jerevan. AFP. RÉTTARHÖLDIN yfir Marokkó- manninum Mounir El Motassadeq, sem þýskur dómstóll dæmdi á mið- vikudag í 15 ára fangelsi fyrir aðild að hryðjuverkunum í Bandaríkj- unum, þykja sýna mjög vel hvernig hryðjuverkasamtökin al-Qaeda starfa og hvernig þau eru skipu- lögð. Motassadeq var fundinn sekur um að hafa verið einn af átta mönn- um í al-Qaeda-sellu í Hamborg en talið er, að hún hafi lagt á ráðin um að ræna flugvélum og fljúga þeim á World Trade Center og Pentagon. Lýstu saksóknarar honum sem „mikilvægum hlekk“ í aðgerðinni og sögðu, að hann hefði verið eftir í Hamborg til að annast skipulagn- ingu og annan undirbúning. „Skipulagningin og það, sem að henni lýtur, er mikilvægur hluti af starfsemi al-Qaeda. Samtökin eru þannig byggð upp, að þau líkjast fremur neti nokkuð sjálfstæðra ein- inga en boðvaldsstofnun,“ sagði Humphry Crum Ewing í viðtali við BBC, breska ríkisútvarpið, en hann starfar hjá rannsóknarstofnun í varnar- og öryggismálum við Lan- caster-háskóla. Motassadeq bjó í íbúð með Moh- amed Atta, auð- ugum Egypta, en talið er, að hann hafi verið leiðtogi sellunnar í Ham- borg og foringi hryðjuverkahóps- ins. Hafði Mo- tassadeq umboð til að annast bankareikning eins flugræningj- anna, Marwans El-Shehhi, og færði af honum fé, sem notað var til að greiða fyrir flugnám flugræningj- anna í Bandaríkjunum. Fé fært milli reikninga Motassadeq færði féð fyrst inn á reikning Ramzis Binalshibhs, Jem- ena, sem hefur verið ákærður fyrir að vera einn helsti skipuleggjandi hryðjuverkanna og helsti tengiliður Hamborgarsellunnar við yfirstjórn al-Qaeda. Var Binalshibh handtek- inn í Pakistan í september síðast- liðnum. Á banka- færslum má sjá, að það var síðan Binalshibh, sem sá um að yfirfæra peningana til flug- skóla í Flórída og inn á annan bankareikning, sem Shehhi átti í Bandaríkjunum. Voru þessar greiðslur í samræmi við úttekt á reikningi Shehhis í Hamborg. Við réttarhöldin var einnig upplýst, að Motassadeq hefði undirritað erfðaskrá Atta og hefði verið í þjálfunarbúðum al-Qaeda í Afganistan. Þrætti Motassadeq raunar lengi fyrir að hafa verið þar en viðurkenndi það um síðir. Hamborg heppileg Crum Ewing sagði í viðtalinu við BBC, að valið á Hamborg sem að- setri sellunnar hefði skipt miklu máli. Þar byggju margir arabar auk þess sem andrúmsloftið væri frjáls- legt og réttarkerfið vingjarnlegt. Þar fyrir utan væri borgin mjög miðja vegu og auðvelt að forða sér yfir næstu landamæri. Félagarnir í al-Qaeda-sellunni gerðu allt til að vekja ekki athygli á sér og blönduðu því mikið geði við aðra araba og arabíska námsmenn í háskólanum. Þýsku leyniþjónustunni hrósað „Þeir voru óhultir svo lengi sem þeir brutu ekkert af sér. Jafnvel þótt lögregluna hafi grunað eitt- hvað, gat hún ekki gert neitt fyrr en hún fékk tilefni til þess,“ sagði Crum Ewing. Fór hann mjög lof- samlegum orðum um þýsku leyni- þjónustuna, sem hann sagði mjög virka og skipulagða. „Ég tel, að dómurinn yfir Mot- assadeq og allt það, sem grafið var upp um hann, sýni hve vel var að verki staðið,“ sagði Crum Ewing og nefnir til samanburðar, að yfirvöld í Bretlandi hafi enn engan ákært fyr- ir hryðjuverk vegna skorts á sönn- unum. El Motassa sá um skipulagn- inguna og peningamálin Réttarhöld í Þýskalandi þykja sýna vel hvernig al-Qaeda-sellur starfi Motassadeq Mohamed Atta

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.