Morgunblaðið - 21.02.2003, Page 22
AKUREYRI
22 FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
TVÆR sýningar verða á Gestinum
eftir Eric-Emmanuel Schmitt í Sam-
komuhúsinu á Akureyri um kom-
andi helgi, 22. og 23. febrúar, í upp-
setningu Þíbilju og Leikfélags
Reykjavíkur.
Gesturinn er franskt verðlauna-
leikrit og fjallar um dularfulla nótt á
skrifstou Sigmund Fraud í Vín-
arborg árið 1938. Hann er ofsóttur
af nasistum og þegar angist hans
nær hámarki birtist skyndilega
ókunnur gestur sem segist vera Guð.
Gesturinn hefur verið sýndur frá
því í byrjun febrúar 2002 til ársloka
við góða aðsókn.
Gunnar Eyjólfsson leikur Fraud,
Ingvar Sigurðsson gestinn, Kristján
Franklín Magnús er nasistinn og
Jóna Guðrún Jónsdóttir fer með
hlutverk Önnu Fraud, dótturinnar
sem tekin er til yfirheyrslu hjá Gest-
apó. Leikstjóri er Þór Tulinius. Leik-
mynd og búninga gerði Stígur Stein-
þórsson.
Fyrri sýningin verður á laug-
ardag og hefst kl. 19 en sú síðari á
sunnudagskvöld kl. 20.
Gunnar Eyjólfsson og Ingvar E. Sigurðsson í hlutverkum sínum.
Gesturinn í
Samkomuhúsinu
STEFNT er að því að auglýsa um
helgina nýtt útboð í byggingu rann-
sókna- og nýsköpunarhúss við Há-
skólann á Akureyri. Um er að ræða
opið útboð en hér er um svonefnda
einkaframkvæmd að ræða. Eins og
fram hefur komið hafnaði Tómas
Ingi Olrich menntamálaráðherra ný-
lega báðum tilboðunum sem bárust í
framkvæmdina á síðasta ári. Gert er
ráð fyrir að skuldbindingar þeirra
ráðuneyta og stofnana sem komu að
verkinu verði með sama hætti og í
fyrra útboði.
Tvö tilboð bárust í byggingu húss-
ins að undangengnu lokuðu forvali,
annars vegar frá Íslenskum aðal-
verktökum, ISS á Íslandi og Lands-
afli og hins vegar frá Ístaki og Nýsi.
Tilboð beggja fóru fyrir kærunefnd
útboðsmála, sem úrskurðaði tilboð
ÍAV og samstarfsaðila ógilt en tilboð
Ístaks og Nýsi gilt en allt tók þetta
ferli marga mánuði. Menntamála-
ráðherra hafnaði báðum tilboðunum
sem fyrr sagði. Hann boðaði að þótt
verkið yrði í meginatriðum boðið út
óbreytt, yrðu gerðar breytingar á út-
boðsskilmálum.
Þeir aðilar sem buðu í verkið síð-
ast hyggjast bjóða í það aftur. Gunn-
laugur Kristjánsson framkvæmda-
stjóri þróunarsviðs ÍAV sagði í
samtali við Morgunblaðið fyrr í þess-
um mánuði: „Við tökum þátt í öllum
útboðum sem okkur er boðið að vera
með í og við eigum mjög gott hús
sem við getum boðið.“
Sigfús Jónsson framvæmdastjóri
Nýsis sagði að Ístak og Nýsir myndu
taka þátt að nýju. „Þetta er orðið
langdregið og mjög sérstakt mál. En
það er enginn bilbugur á okkur og
við ætlum að ná þessu verkefni.“
Páll Grétarsson hjá Ríkiskaupum
sagði að þótt útboðið hefði verði lok-
að síðast, hafi farið fram opið forval
og að þá hefðu þessir tveir aðilar lýst
yfir áhuga á verkinu en aðrir ekki.
„Það er hins vegar ekki verra fyrir
verkefnið ef fleiri bætast við.“
Bygging rannsókna- og nýsköpunarhúss við HA
Nýtt útboð verður
auglýst um helgina
TÖLUVERT snjóaði á Akureyri í fyrrinótt og í gærmorgun var víða
þungfært fyrir minni bíla á götum bæjarins, enda snjórinn mjög blautur.
Þótt einhverjir ökumenn hafi bölvað í hljóði og jafnvel upphátt yfir
færðinni, var yngsta fólkið nokkuð ánægt með aðstæður, ekki síst þar
sem blautur snjór er sérlega góður til að búa til snjókarla og -kerlingar.
Það var mikið líf á lóð leikskólans Flúða upp úr hádeginu í gær. Börnin
léku sér í snjónum og þessar ungu stúlkur voru að leggja lokahönd á
myndarlega snjókerlingu, sem einhverjir aðrir höfðu byrjað á fyrr um
daginn.
Morgunblaðið/Kristján
Lokahönd lögð á
snjókerlinguna Evrópusambandið og íslenskursjávarútvegur er yfirskrift fund-
ar sem Samfylkingin gengst fyrir
á Akureyri á morgun, laugardag-
inn 22. febrúar, kl. 12.15 á Hótel
KEA.
Á fundinum verður fjallað um
hvaða ógnanir og/eða ávinningur
geti falist fyrir íslenskan sjávar-
útveg í því að eiga nánari sam-
skipti við eða aðild að Evrópusam-
bandinu. Frummælendur eru
Þorsteinn Már Baldvinsson for-
stjóri Samherja, Pétur Bjarnason
sjávarútvegsfræðingur og Úlfar
Hauksson stjórnmálafræðingur og
munu þeir fjalla um ýmsar hliðar
Evrópusamvinnunnar og sjáv-
arútvegsins.
Samfylkingin í Norðaust-
urkjördæmi efnir til spjallfundar
fyrir konur á Akureyri og ná-
grenni á morgun, laugardag kl.
10.30 á kosningaskrifstofunni,
Brekkugötu 1.
Sérstakir gestir fundarins verða
Rannveig Guðmundsdóttir alþing-
ismaður og Lára Stefánsdóttir
sem skipar þriðja sætið á fram-
boðslista Samfylkingar í kjördæm-
inu.
Á MORGUN
Handverk í
Ketilhúsinu
SÝNINGIN Handverk og hönnun
verður opnuð í Ketilhúsinu á morgun,
laugardaginn 22. febrúar, kl. 15.
Sýningin hefur áður verið í Reykja-
vík, á Ísafirði, Ólafsvík, í Reykja-
nesbæ, á Skriðuklaustri og í Skaga-
firði og að lokinni sýningu á Akureyri,
9. mars, verður hún sett upp á Höfn í
Hornafirði. Á sýningunni er fjöl-
breytt handverk og listiðnaður eftir
25 listamenn. Sýningin er opin alla
daga nema mánudaga frá kl. 13 til 17.