Morgunblaðið - 21.02.2003, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 21.02.2003, Qupperneq 24
SUÐURNES 24 FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ HVERNIG búa má til tónlist með tunnum, felgum, rörum og spýtum er eitt af því sem nemendur Tón- listarskóla Reykjanesbæjar hafa getað kynnt sér í vikunni. Í tilefni af degi tónlistarskólanna, sem hald- inn verður á morgun, laugardag, bauð Tónlistarskóli Reykjanes- bæjar upp á mjög óvenjulega kennsluviku dagana 17. til 21. febr- úar. Hefðbundið skólastarf er lagt niður en í staðinn gefst nemendum kostur á annars konar tónlistar- upplifun. Auk þess að sækja skyldu- kúrsa sem tengist tónlistarnámi hvers og eins gátu allir nemendur valið sér námskeið eftir áhugasviði. Háu tónarnir frá Reykjaneshöll- inni undanfarna daga hafa vakið at- hygli margra bæjarbúa en þar eru á ferðinni áhugasamir nemendur um Stomp. Námskeiðið gengur út á að búa til tónlist úr óvenjulegum hlutum og þegar blaðamaður Morg- unblaðsins leit við hjá einum hópn- um voru tunnur barðar af miklum móð. Ekki síður framandi eru tón- arnir úr ástralska frumbyggja- hljóðfærinu didgeridoo, sem nem- endum hefur einnig gefist kostur á að kynnast ásamt fjölmörgu öðru, svo sem bjöllukór, afró- og free- style dansi og ryþma. Meðal fyr- irlesara voru Jónas Ingimundarson, Garðar Cortes, Jóhann Ingimund- arson, Tatu Kantomaa og Pétur Grétarsson. Afrakstur opnu vikunnar verður svo opinberaður í Kirkjulundi á morgun í sérstakri dagskrá sem boðið er til á degi tónlistarskól- anna. Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Gleðin leynir sér ekki hjá nemendum Tónlistarskóla Reykjanesbæjar sem ákváðu að kynna sér Stomp í vikunni. Tónlist með tunnum og spýtum Reykjanesbær STOFNAÐUR hefur verið vinnuhópur til að marka for- varnarstefnu fyrir Reykja- nesbæ. Íbúarnir eiga kost á að taka þátt í mótun stefnunnar. Yfirmarkmið forvarnar- stefnunnar er fyrirbyggjandi starf sem stuðlar að aukinni velferð og velgengni allra íbúa með áherslu á börn til átján ára aldurs. Að því er fram kemur á heimasíðu Reykjanes- bæjar felur verkefnið í sér öfl- un gagna, þ.á m. forvarnar- stefnu annarra sveitarfélaga og framhaldsskóla. Einnig að kalla til fundar þá aðila í bæj- arfélaginu sem vinna að for- vörnum. Vinnuhópinn skipa þau Ragnar Örn Pétursson for- varnar- og æskulýðsfulltrúi, Rannveig Einarsdóttir yfir- félagsráðgjafi og Gylfi Jón Gylfason yfirsálfræðingur. Íbúum gefst kostur á að taka þátt í mótun stefnunnar með því að senda inn ábend- ingar á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is. Frest- ur til þess að skila inn tillögum er til 1. mars 2003. Stefnt er að því að drög að forvarnarstefnu Reykjanesbæjar verði lögð fyrir bæjarstjórn til samþykkt- ar 16. apríl næstkomandi. Íbúar geta mótað for- varnar- stefnu Reykjanesbær BÆJARSTJÓRN Reykjanesbæjar hefur samþykkt áskorun um að Suð- urnesin verði ekki afskipt við úthlut- un þess fjár sem ríkisstjórnin hyggst veita til Byggðastofnunar til at- vinnuuppbyggingar. Allir bæjar- fulltrúar stóðu að ályktun þessa efn- is sem Jóhann Geirdal talaði fyrir. Í ályktuninni er því fagnað að rík- isstjórnin hafi ákveðið að leggja fram aukið fé til vegaframkvæmda á næstu átján mánuðum en um leið vakin athygli á því að við það skapist einkum hefðbundin karlastörf. Þá kemur fram sú skoðun að mikilvægt sé að þær 700 milljónir sem ákveðið hefur verið að veita til Byggðastofn- unar vegna atvinnuuppbyggingar nýtist vel þar sem atvinnuleysi er mest. „Bæjarstjórn Reykjanes[bæj- ar] hvetur því stjórn SSS [Samtök sveitarfélaga á Suðurnesjum], at- vinnu- og hafnaráð og aðra þá sem að atvinnuuppbyggingu koma til að stuðla að því að Suðurnesin verði ekki afskipt við úthlutun þessa fjár.“ Í greinargerð vekja bæjarfull- trúarnir athygli á að 21% þeirra sem skráðir voru atvinnulausir á lands- byggðinni um miðjan þennan mánuð séu búsettir á Suðurnesjum. „Það er því mikilvægt að þeir aðilar sem að atvinnuuppbyggingu geta komið á þessu svæði leggi sig eftir því að tryggja Suðurnesjunum a.m.k. sinn hlut af þessari fjárveitingu sérstak- lega með kvennastörf í huga því hlut- fallslega er atvinnuleysi kvenna mest hér á Suðurnesjum,“ segir í greinargerðinni. Suðurnesin verði ekki afskipt Reykjanesbær LIONSKLÚBBARNIR á Suður- nesjum afhentu með formlegum hætti í gær Þroskahjálp á Suður- nesjum lyftu fyrir fatlaða einstak- linga. Lions- og Lionessuklúbbarnir á Suðurnesjum héldu þing Lions- hreyfingarinnar á Íslandi á síðasta ári. Þá var gefið út kynningarblað sem dreift var í öll hús á Reykja- nesi, til að kynna klúbbana. Seldar voru auglýsingar til að standa und- ir útgáfunni. Pálmi Hannesson, fjölumdæmisstjóri, segir að auglýs- ingasöfnun hafi gengið svo vel að afgangur hafi orðið og hafi þing- nefndin ákveðið að nota hagnaðinn í sameiginleg verkefni. Einstaklingi í Reykjanesbæ var veittur fjárstyrkur vegna læknis- meðferðar erlendis. Gerðaskóla gefið tjáningarforrit til að nota við sérkennslu. Fram kom í gær að það nýttist vel fyrir fatlaðan ein- stakling sem er við nám í skól- anum. Þá var ákveðið að færa Þroska- hjálp lyftubúnað í Ragnarssel, dag- vistina í Keflavík. Hann er notaður til að lyfta einstaklingum sem þangað koma en geta ekki bjargað sér sjálfir, að því er Pálmi segir. Sagði Pálmi að hann myndi létta starfsfólkinu í Ragnarsseli störfin. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Friðrik Guðmundsson fékk fyrstur að njóta lyftunnar í Ragnarsseli eftir athöfnina í gær. Honum var lyft úr hjólastólnum í hægindastól. Gefa lyftubúnað í Ragnarssel Suðurnes GALSINN fór fljótt af nemendum elstu bekkja Njarðvíkurskóla eftir að leikarar Stoppleikhópsins hófu að sýna forvarnarleikritið „Í gegn- um eldinn“ í Frumleikhúsinu í gær. Í verkinu virtist vera tekið á málum sem þau þekktu. Stoppleikhópurinn er atvinnu- mannaleikhús sem starfað hefur frá árinu 1995. Markmið hans er meðal annars að færa á svið ný ís- lensk leikrit fyrir unglinga, þar sem fræðsla og forvarnir eru í fyr- irrúmi. Leikhópurinn frumsýndi ung- lingaleikritið „Skiptistöðina“ eftir Valgeir Skagfjörð á árinu 1996 og sýndi það í flestum grunnskólum landsins. Nú er hópurinn að sýna „Í gegnum eldinn“ eftir sama höfund en það er byggt á samnefndri bók eftir Thollý Rósmundsdóttur og Ísak Harðarson. Markmiðið er það sama og áður, að fræða og hjálpa íslenskum ungmennum á viðkvæmu þroskaskeiði til að sjá firringu og angist áfengis- og fíkniefnaneyslu í réttu ljósi, eins og fram kemur í kynningu hópsins á verkinu. Þessa vikuna hefur hópurinn verið á ferð- inni á Suðurnesjum. Í gær lauk sýn- ingum fyrir 7. til 10. bekk grunn- skólanna í Reykjanesbæ, en ein sýning er fyrir hvern skóla. Grunn- skólarnir og forvarnarverkefnið Reykjanesbær á réttu róli standa fyrir sýningunum. Fyrr í vikunni var leikritið sýnt í Gerðaskóla í Garði og í dag verður það sýnt í Grunnskóla Grindavíkur. Samkvæmt upplýsingum að- standenda sýningarinnar hefur einnig komið fram ósk um að sýna verkið fyrir yngstu bekki Fjöl- brautaskóla Suðurnesja. Leikarar eru tveir, Brynja Valdís Gísladóttir sem leikur Sollu, stelpu 11–30 ára, og Eggert Kaaber sem leikur Gunna, strák 11–30 ára. Þau leika að auki fjölda annarra hlut- verka. Valgeir Skagfjörð leikstýrir sýningunni. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Piltarnir úr efstu bekkjum Njarðvíkurskóla, sem tóku sér sæti á fremsta bekk, voru glaðbeittir í upphafi sýningar. Horfa stjörf á forvarnar- leikritið Í gegnum eldinn Reykjanesbær
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.