Morgunblaðið - 21.02.2003, Síða 36

Morgunblaðið - 21.02.2003, Síða 36
MINNINGAR 36 FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ É g er að hugsa um að tala alvarlega yfir hausamótunum á honum Lilla klif- urmús næst þegar ég næ í skottið á honum. Helst vildi ég boða til hópfundar í Hálsaskógi. Alla vega mun ég taka geisladisk- inn með ævintýrinu um dýrin þar úr umferð á mínu heimili. Boð- skapur Lilla og félaga er nefnilega alls óviðeigandi, og ef marka má umræðu um hollustu undanfarið, jafnvel rangur. Svo ég vitni í Lilla sjálfan sem í áratugi hefur sungið ásamt vinum sínum í Hálsaskógi: „Þeir sem bara borða kjöt og bjúgu alla daga/þeir feitir verða, flón af því og fá svo illt í maga./En gott er að borða gul- rótina, grófa brauðið, steinseljuna,/ krækiber og kartöflur og kálblöð og hrámeti./Þá fá allir mettan maga, menn þá verða alla daga/eins og lömbin út í haga, laus við slen og leti.“ Nei, heyrðu nú litla klifurmúsin þín. Hefur þú ekki heyrt um Atk- ins-kúrinn? Hefur þú ekki heyrt að kolvetni skuli forðast sem heitan eldinn ef koma á línunum í lag, strax í dag? Feitt kjöt er hins vegar bráðhollt og bjúgu gætu því aftur farið að njóta vinsælda, hversu furðulegt sem það kann að hljóma. Atkins-kúrinn byggist nefnilega á því að borða nægju sína af öllu nema kolvetnum. Sleppa verður því brauði, kartöflum, hrísgrjónum, pasta, morgunkorni og flestum mjólkurvörum. Ekki er heldur æskilegt samkvæmt kúrnum að neyta ávaxta og aðeins takmarkaðs magns grænmetis. Torbjörn Egner, höfundur Dýr- anna í Hálsaskógi, er samkvæmt þessu barn síns tíma. Hann hélt í alvörunni að brauð væri barasta hollusta og kjötið skyldi forðast! Hann gerði sér heldur enga grein fyrir því að grænmeti er ekki endi- lega sama og grænmeti, sumu skal sneiða hjá skuli aukakílóin fá að fjúka. En við fyrirgefum nú Tor- birni þessa yfirsjón enda Atkins- kúrinn og aðrir kúrar sem boða kol- vetnissnautt fæði ekki þekktir þeg- ar hann blés fyrst lífi í Lilla, Mikka og félaga. Það er samt sorglegt að sjá nú loks sannleikann: Mikki ref- ur hafði rétt fyrir sér! Hvers kyns kjöt er barasta hið besta mál en burt skal brauðið fara og sömuleið- is aðrar kolvetnabombur. Atkins-kúrinn er ekki nýr af nál- inni. Það hefur tekið hann tíma að festa sig í sessi. Það eru nefnilega ekki allir jafnhrifnir af honum þó að fræga fólkið í Hollywood og nokkr- ir pólitíkusar á Íslandi mæli ein- dregið með honum (auk auðvitað fjölda annarra). Næringarfræð- ingar segja hann ekki henta öllum en sífellt fleiri hafa viðurkennt að hann geti hjálpað ákveðnum hópi fólks til að ná tökum á þyngdinni. Um það skal ekki deilt hér en í fljótu bragði virðist þessi umtalaði kúr hafa kollvarpað fyrri hug- myndum um hvað er hollt og hvað er hreint og beint óhollt og hvernig best sé að komast í flott form. Burt séð frá Atkins-kúrnum virðast næringarfræðingar og aðrir sem að þessum málum koma ekki geta komið sér fyllilega saman um hvað skuli flokkast undir hollustu. Er það sykur sem á að forðast? Eða er það fitan? Eru það þolæf- ingar sem eru bestar eða eru það styrktaræfingar? Er best að æfa eldsnemma á morgnana, um miðj- an daginn eða seint á kvöldin? Eru næringardrykkir óhollir eða allra meina bót? Flestir eru samt sam- mála um að mikil hreyfing, hvenær svo sem hún er stunduð, og hófsemi í mat og drykk skili bestum árangri til langframa þó að ýmsir „kúrar“ séu góðir og gildir í styttri tíma. Dýrin í Hálsaskógi eru því ekki í bráðri hættu fari þau eftir laginu góða. Þetta hefur þó allt saman ruglað mig svolítið í ríminu. Ég hef heyrt því fleygt að við séum komin alltof langt frá frum- eðlinu, mannslíkaminn sé gerður til að erfiða. Öll þessi kyrrseta, hlýju og góðu húsin okkar og ýmislegt fleira, hefur hjálpast að við að gera okkur að nútímamanninum; feitu og vöðvarýru slytti sem kann best við sig fyrir framan sjónvarpið í al- gjörri afslöppun. En þar sem sífellt koma fram nýjar uppgötvanir á heilsusviðinu má velta ýmsu skemmtilegu fyrir sér. Ef það er best að hverfa til for- tíðar, ganga sem mest undir berum himni, hafa ekki ofnana á heimilinu á fullu stími og taka sem mest á því í dagsins önn, er kannski líka mein- hollt að vera svolítið hræddur ann- að slagið? Kannski bara skít- hræddur? Ég get ekki ímyndað mér annað en að frummenn hljóti alltaf að hafa haft varann á sér, á þá var ráðist úr öllum áttum af öðrum mönnum jafnt sem grimmum dýr- um merkurinnar. Er kannski til í dæminu að þessi hræðsla hafi hleypt af stað einhverjum efna- skiptum í líkamanum sem hafi gert okkur feyki gott? Eða er málið kannski það að nútímamaðurinn sefur alltof mikið? Verðum við leti- haugar ef við sofum lengur en þrjá tíma? Ég get satt best að segja ekki ímyndað mér að frummenn hafi sofið frameftir. Kannski er það bara tóm della að við þurfum að ná samfelldum djúpsvefni. Hver veit? Getur svo verið að það sé bissness í því í framtíðinni að hræða fólk, láta því bregða á ótrúlegustu stöðum og tímum? Bregðiþjónustan ehf. myndi auglýsa: „Tryggjum hræðslu í dagsins önn. Höfum ára- langa reynslu af að skjóta fólki skelk í bringu.“ Innbrotsþjófar fengju nýtt hlutverk og tækju laun fyrir. Þetta allt saman myndi herða okkur og gera okkur ögn „frum“- legri. Eða verða til þess að við fáum öll hjartaáfall fyrir aldur fram, því fáir halda því fram að frummað- urinn hafi verið langlífur, bless- aður. Dó hann kannski úr hræðslu? Mun bíða með stofnun Bregðiþjón- ustunnar ehf. um sinn en tel mig hér með hafa einkarétt á hugmynd- inni. Er gott að borða gulrótina? Það er samt sorglegt að sjá nú loks sannleikann: Mikki refur hafði rétt fyrir sér! Hvers kyns kjöt er barasta hið besta mál en burt skal brauðið fara og sömu- leiðis aðrar kolvetnabombur. VIÐHORF Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is ✝ Lárus Jóhanns-son fæddist að Hlíð í Mjóafirði 1. október 1909, Suður- Múlasýslu. Hann lést á sjúkradeild Heil- brigðisstofnunar Austurlands á Egils- stöðum 7. febrúar síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Jóhann Jóhannsson, vélstjóri í Mjóafirði, f. á Krossi í Mjóafirði 28. apríl 1876, d. 1919, og kona hans Róshildur Jónsdóttir, f. í Mosa- koti á Síðu, Vestur-Skaftafellssýslu 2. ágúst 1877, d. 30. september 1968. Föðurforeldrar: Jóhann Jóns- son, bóndi í Mjóafirði, og kona hans Sigríður Magnúsdóttir. Móðurfor- eldrar: Jón Þórarinsson, forsöngv- ari og bóndi í Mosakoti og víðar, og kona hans Sigríður Lárusdóttir frá Mörtungu á Síðu. Lárus var fjórði í aldursröð sjö systkina. Auk hans eru nú látin Matthildur, Sigríður, Vilhjálmur Svan og Sigurlaug en eftir lifa systurnar Guðlaug og Jó- hanna. Kona Lárusar var Margrét Þór- arinsdóttir, f. 6. september 1909, d. 13. október 1983. Þau giftust 17. október 1936. Foreldrar hennar voru Þórarinn Guðmundsson skip- stjóri, f. að Hlíð í Garðahreppi í Gullbringusýslu 29. nóvember 1872, d. 29. ágúst 1951, og kona hans Ragnheiður Jónsdóttir, f. á Arkarlæk í Skilmannahreppi í Borgarfirði 24. júní 1876, d. 6. jan- úar 1923. Þau bjuggu lengst af í Ánanaustum í vesturbæ Reykjavík- ur og voru við þann stað kennd. Varð þeim ellefu barna auðið. Þau eru nú öll látin nema Áslaug Boucher. Börn þeirra Lárusar og Mar- grétar eru fjögur: 1) Þórarinn, ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Austurlands á Egilsstöðum, f. 21, jan. 1940, eiginkona Guðborg Jóns- dóttir, börn þeirra eru: a) Jón Phone, Parisha og Mustafa. Þau búa í Sacramento í Bandaríkjunum. 4) Jó- hanna, húsfreyja á Brekku í Mjóa- firði, f. 16. okt. 1948. Maður hennar er Sigfús Mar Vilhjálmsson, útvegs- bóndi á Brekku og hreppstjóri í Mjóa- firði. Börn þeirra: a) Ingólfur, fisk- eldisfræðingur og verkstjóri hjá Sæsilfri, eiginkona Kristín Kjartans- dóttir, börn þeirra Róshildur og Hjalti Mar. b) Lárus vélvirkjameist- ari, sambýliskona Birgit Þórðardótt- ir. c) Margrét skólastjóri, eiginmaður Sigurður Kári Sigfússon, þau skildu. Dóttir þeirra Ástrún Jóhanna, sam- býlismaður Guðjón Halldórsson starfsmaður Sæsilfurs. d) Anna Guð- rún, sambýlismaður Guðmundur Val- ur Ríkharðsson starfsmaður Sæsilf- urs. Sonur þeirra er Sigfús Valur. Lárus ólst upp hjá foreldrum sín- um í Mjóafirði þar til faðir hans fórst með mótoskipinu Rigmor í ársbyrjun 1919. Fluttist það ár með móður sinni og systkinum norður í land. Hóf sjó- mennsku fyrir alvöru 15 ára gamall. Eftir það lá leiðin með sjómennsk- unni í gegnum Iðnskólann í Reykja- vík, vélvirkjanám í Teknisk Selskabs Skole og sveinspróf hjá Burmester & Vain í Kaupmannahöfn 1933. Hann lauk vélstjóraprófi frá Vélstjóraskól- anum í Reykjavík 1935. Meistararétt- indi fékk hann 1943 eftir að hafa m.a. verið 1. vélstjóri á Kveldúlfstogaran- um bv. Skallagrími og verkstjóri hjá Rafha hf. í Hafnarfirði. Hann hóf síð- an störf sem vélvirki hjá olíufélaginu Skeljungi, þar sem hann starfaði samfleytt 1942–90. Eftir að Margrét kona hans dó var stutt fyrir Lárus í félagsskap og skjól hjá Gunnsteini syni sínum og fjölskyldu, hvort sem var á heimili þeirra, í laxveiðiferðir eða í störfin á Skóstofunni. Atvik höguðu því svo að hann bjó rúmlega fjögur síðustu æviár sín, lengst af við góða heilsu, á Egilsstöðum, nærri heimahögum sínum í Mjóafirði, þar sem hann var ætíð aufúsugestur. Það var Lárusi fagnaðarefni að fá yngsta son sinn, Halldór, í heimsókn frá Bandaríkjunum síðastliðið haust og báðum dýrmætt. Hann naut síðan ná- lægðar og umhyggju fjölskyldna yngsta barnsins, Jóhönnu, og þess elsta, Þórarins, þar til yfir lauk. Útför Lárusar verður gerð frá Bú- staðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Helgi, rithöfundur og yfirhönnuður hjá tölvu- fyrirtækinu Funcom í Ósló. Sambýliskona 1. Birgitta Jónsdóttir listakona, þau slitu samvistum. Dóttir þeirra er Guðborg Gná og sonur Birgittu Nept- únus Egilsson. Sam- býliskona Barbro Lundberg kennari. Sonur þeirra er Bjarki Mar og sonur Barbro Sindre. b) Rúnar Þór, rithöfundur, bók- menntafræðingur og leikjahönnuður hjá Funcom í Ósló, eiginkona María Huld Pétursdóttir, íslensku- og rússneskufræðingur. Sonur þeirra er Ásþór Loki. c) Mar- grét Lára, söngkona og stuðnings- fulltrúi. d) Pétur Örn nemi, unnusta hans er Þóra Guðmannsdóttir söng- kona. Fyrir átti Þórarinn með Guð- rúnu J. Kjerúlf dótturina Kristínu, lektor í hjúkrunarfræði við Háskól- ann á Akureyri, sambýlismaður Ív- ar Aðalsteinsson tónmenntakenn- ari. Börn þeirra eru Andri og Þorbjörg Ída. 2) Gunnsteinn skó- smíðameistari, f. 25. maí 1941, eig- inkona hans er Guðbjörg Ólafsdótt- ir, börn þeirra eru: a) Lárus, meistari í sjúkraskósmíði, kona Dagmar Rósa Guðjónsdóttir, hjúkr- unarfræðingur og kennari, synir þeirra Guðjón Örn, Gunnsteinn og Jóhann Birgir. Fyrir átti Lárus með Dagnýju Þrastardóttur, húsgagna- smiði og glerlistakonu, soninn Ósk- ar Þór skósmið. b) Ólafur Grétar ljóðskáld og heimspekingur. c) Kjartan stoðtækjafræðingur. 3) Halldór skipstjóri, f. 17. jan. 1944. Fyrri kona hans var Ragnhildur Árnadóttir sjúkraliði, þau skildu. Sonur þeirra er Ásgeir matreiðslu- meistari. Fyrir átti Ragnhildur son- inn Árna Eðvaldsson húsasmið, eig- inkona Inger María Erlingsdóttir prentari. Börn þeirra Vilma Ýr og Ísar Mar. Seinni kona Halldórs er Asieh Ása Fadai. Börn hennar eru Í minningargrein um mann á tí- ræðisaldri, sem hefur lifað mesta umbrotaskeið gjörvallrar mann- kynssögunnar á nánast öllum svið- um, verður fátt eitt valið af þeim stóra vettvangi og ekkert krufið til mergjar. Nægir þar að nefna tæknibyltinguna og hin gjör- breyttu viðhorf frá því að bláfátæk sjö barna móðir á örreytiskoti austur á Mjóafirði missir skyndi- lega eiginmann sinn og fyrirvinnu í hafið í lok fyrra stríðs og þar til nú í byrjun nýrrar aldar. Fljótt á litið er siðferði mannsins líklega það eina, sem ekki hefur náð að þroskast á þessu tímabili, þegar litið er til blómaskeiðs stríðsæs- ingamanna um þessar mundir þrátt fyrir reynslu stríðshörmunga síðustu aldar. Lárus, faðir og tengdafaðir okkar, sem festum þessi orð á blað, fylgdist lengst af vel með því sem var að gerast nær og fjær og hafði sínar skoðanir á hlutunum. Honum leist ekki á blik- una og hafði áhyggjur af fólki, sem nú fæðist inn í ofurtæknivæddan og eiturlyfjabrenglaðan heim, sem fátt bendir til að ráðamenn hafi öðlast þroska til að stjórna. Hann sagðist stundum vera hættur að skilja framvinduna, á sama hátt og fólk á miðjum aldri og þaðan af yngra gæti með engu móti skilið aðstæður, sem fólk á hans aldri hefði mátt reyna. Lárus var meðalmaður á hæð, og þótti glæsimenni og hraustur vel, enda af slíku fólki kominn og má geta þess að faðir hans, Jó- hann, var í Mjóafirði nefndur „hinn sterki“. Hann var röskur við vinnu og laghentur svo af bar og lagði allan metnað sinn í að leysa verk sín vel af hendi. Hann var dagfarsprúður og seinþreyttur til vandræða, enda þolinmæði ríkur þáttur í skapgerðinni og þéttur fyrir. Þá sjaldan hann skipti skapi fór það ekki framhjá neinum. Hann hafði hins vegar vel þrosk- aða kímnigáfu, sem létti honum og viðstöddum lífið alveg til hins síð- asta. Lárus var lánsamur í einkalífi sínu. Þau Margrét voru vissulega að mörgu leyti ólík, hún fremur ör- gerð og í eðli sínu mjög hress og glaðsinna og mikill morgunhani, en hann jafnlyndur, og var yfirleitt ekki kominn í essið sitt fyrr en undir miðnætti. Þau virtust hins vegar bæta hvort annað upp og voru samhent í hjónabandinu. Einkennandi var hversu fagn- andi þau hjón bæði tóku á móti fjölskyldu sinni og vinum, þegar þá bar að garði, og verða þess var, hve sá fögnuður var einlægur, fölskvalaus og fullur ástúðar og væntumþykju. Það er ógleyman- legt og auðfundið hve sterklega einmitt þessi eiginleiki dregur fram og viðheldur hinu góða og já- kvæða í samskiptum fólks, ekki síst ef eitthvað hefur bjátað á í þeim efnum. Lárus var ætíð boðinn og búinn ef einhvers þurfti með. Skipti þá ekki máli af hvaða toga sú aðstoð var, huglæg, verkleg eða efnahags- leg. Það var raunar með ólíkindum hvers þessi sívinnandi daglauna- maður var megnugur þótt afl þess, sem með þurfti, fjármagn, vantaði. Í þeim efnum gekk hann örugg- lega oft nærri sjálfum sér, en það sá enginn á honum, en þeir ófáu, sem þeirrar aðstoðar nutu, muna viðkvæði hans eitthvað á þessa leið við slík tækifæri, „það er alltaf nóg til af aurum, það er ekki vanda- málið“. Aldrei var spurt um endur- gjald og helst ekki við því tekið nema í mesta lagi í formi þeirra gæða, sem erfiðast hefur reynst að leggja undir mælistiku, og út- leggst „bara að virða það“. Og það var heldur ekki kallað eftir því, enda örlaði ekki á öðru en að gerð- ur greiði af hans hálfu væri al- gjörlega skilyrðalaus. Lárus hafði góðan listasmekk, einkum á tónlistarsviðinu, og bar söng þar hæst. Sjálfur lék hann á fiðlu og mandólín á sínum yngri árum, auk þess sem hann hafði fal- lega og mikla tenórrödd, og söng m.a. í kvartett þegar hann var til sjós. Því miður flíkaði hann þess- ari náðargáfu sinni allt of lítið eftir að brauðstritið fyrir fjölskylduna hófst og tók allan hans tíma. Það var m.a. í söngnum sem áhugasvið þeirra hjóna komu saman enda hafði Margrét gaman af söng og hafði bjarta rödd. Lárus elskaði sjó, dáði sjó- mennsku og fiskirí. Hann hefur því áreiðanlega þurft að beita öll- um sínum sjálfsaga til að fara í land við upphaf seinni heimsstyrj- aldar, eftir meira og minna óslitna sjómennsku og kynni af henni nán- ast frá blautu barnsbeini. Þannig varð hann við ósk móður sinnar, sem hafði misst mann sinn í lok fyrra stríðs, og konu sinnar, sem bar nú þeirra fyrsta barn undir belti. Sem dæmi um þrá sína eftir hafinu minntist hann oft á það, þegar hann bjó innan við fermingu með móður sinni og systkinum í Mjóadal í Laxárdal, húnvetnskum dal langt inni í landi. Þá gekk hann gjarna á hæsta fjallstindinn upp af bænum, þegar gott var skyggni, í þeirri von að sjá sitt heittelskaða haf. Lárusi líkaði vel að vinna hjá Skeljungi, enda stutt frá heimili hans, Einarsnesi 56 (sem þá hét Þvervegur 16) og eignaðist þar góða vini og starfsfélaga. Ekki var nær því komist að „vera til sjós á þurru landi“ en á aðalvinnustað hans í Shellstöðinni í Skerjafirði. Hagaði þannig til, að vinnuborð hans í smiðjunni var við stóran glugga, sem vissi suður yfir fjörð- inn, og í brælu á flóðinu skullu ránardætur á stöðvarveggnum, LÁRUS JÓHANNSSON

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.