Morgunblaðið - 21.02.2003, Síða 40

Morgunblaðið - 21.02.2003, Síða 40
MINNINGAR 40 FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Gunnar Þor-steinsson fæddist í Hafnarfirði 16. mars 1946. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut föstudaginn 14. febr- úar síðastliðinn. Móðir hans var Ragnheiður Bjarna- dóttir, f. 20.9. 1923, d. 29.11. 2000. Faðir hans er Þorsteinn Þorgeirsson, f. 10.6. 1914. Systkini Gunn- ars eru Jón Helgi, f. 12.3. 1945; Katrín, f. 14.10. 1948, maki Eyjólfur Vil- bergsson, f. 4.11. 1948; Elísabet Jasína, f. 3.9. 1953, maki Jóhann- es Ágústsson, f. 24.9. 1955. Hinn 26. október 1968 kvæntist Gunnar Arndísi Evu Bjarnadótt- ur, f. 2.11. 1946. Synir þeirra eru Bjarni, f. 14.1. 1969, sambýlis- kona Rósa Maggý Grétarsdóttir, f. 26.4. 1964; Þórir, f. 14.8. 1972, eigin- kona Svandís B. Björgvinsdóttir, f. 5.1. 1971, synir þeirra eru Aron Ingi, f. 10.5. 1998 og Sindri Steinn, f. 28.10. 2001; og Gunnar, f. 18.8. 1977, eiginkona Sól- veig Kristín Sigurð- ardóttir, f. 21.5. 1977. Gunnar hóf störf hjá Ölgerð Egils Skallagrímsson- ar árið 1964 og vann þar nánast óslitið til dauðadags, lengst af í útkeyrslu en síðar í þjónustu- deild. Útför Gunnars verður gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Pabbi minn var góður maður. Hann var ekki langskólagenginn en þrátt fyrir það lærði ég allar mínar mikilvægustu lexíur af hon- um. Af honum lærði ég að vera heiðarlegur, skulda aldrei neinum neitt, standa við orð mín, hjálpa vinum mínum hvernig sem ég get og að vera traustsins verður þegar einhver treystir á mig. Alltaf þegar mig vantaði aðstoð var hann tilbúinn og bauðst til að hjálpa. Ég veit líka að ég var ekki sá eini sem fann fyrir þessu því þann- ig kom hann fram við alla. Einnig sýndi dugnaður hans mér að allt er hægt ef maður leggur nógu hart að sér. Hann og mamma voru mér alltaf góð og miklu skipti að þau studdu ótakmarkað og skilyrðislaust við bakið á mér í öllu mínu námi. Ég er glaður að hafa kynnst honum og sérstaklega að hafa eytt töluverðum tíma með honum síð- ustu árin. Erfiðast þykir mér að börnin mín fá ekki að kynnast hon- um en þeim verður að nægja að heyra sögur og lýsingar af góð- mennsku hans. Ég vona bara að ég komist ein- hvern tímann nálægt því að verða jafngóður maður og pabbi minn. Þrátt fyrir allt þetta þá hefur móðir mín misst mest og við bræð- urnir munum gera allt sem við get- um til að styðja við bakið á henni. Gunnar Gunnarsson. Tengdafaðir okkar, Gunnar Þorsteinsson, er látinn langt fyrir aldur fram. Okkur langar að minn- ast hans með nokkrum fátækleg- um orðum. Frá fyrsta degi sem við komum inn í fjölskylduna var einstaklega vel tekið á móti okkur. Alltaf var maður meira en velkominn í Más- hólana, alveg sama hvernig á stóð. Gunnar var ætíð tilbúinn til að að- stoða ef eitthvað þurfti að gera, enda afskaplega handlaginn mað- ur og röggsamur. Það var sama hvað það var, flísalagnir, flutning- ar eða barnapössun, ávallt var hann boðinn og búinn. Alltaf var stutt í húmorinn og átti hann mjög auðvelt með að gera grín að sjálfum sér og sínum dyntum. Ekki þótti honum síður gaman að stríða öðrum en það var auðvitað alltaf í góðu og stutt í hláturinn. Barnabörnin voru hans líf og yndi og þau dáðu afa sinn skilyrð- islaust. Mikill missir er fyrir þau tvö sem nú eru á leiðinni að fá ekki að kynnast afa sínum í Máshólum. Þó munu þau eflast heyra margar sögur um „súkkl-afa“. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku Gunni, hafðu þökk fyrir þennan stutta tíma sem við áttum með þér. Blessuð sé minning þín. Svandís, Sólveig og Rósa Maggý. Hann elsku afi er dáinn. Hann afi sem var svo góður við okkur og vildi allt fyrir okkur gera. Okkur finnst voða erfitt að skilja það að hann sé farinn og komi ekki aftur. Mamma og pabbi segja að hann sé engill núna og eigi heima hjá Guði. Afi var alltaf til í að prakkarast með okkur bræðrunum. Honum fannst mjög gaman að laumast með okkur strákana inn í búr og gefa okkur suðusúkkulaði eða afa- súkkulaði eins og það var kallað. Iðulega hurfum við í smá tíma og birtumst aftur með súkku- laðitaumana lekandi niður munn- vikin. Enda kallaði Aron Ingi afa sinn lengi framanaf „súkkl-afa“. Það var líka rosalega gaman að fara með afa og ömmu í Húsdýra- garðinn, leika í sandkassanum úti í garði eða bara fá að kúra í afar- úmi. Og alltaf þegar við vorum að fara heim úr Máshólunum var kall- að: „Afi, láttu mig hoppa niður stigann!“ Þá hélt afi í hendurnar á Aroni Inga og lét hann hoppa risa- stökk niður stigann fram í forstofu og nýlega var Sindri Steinn farinn að fá að fylgja í kjölfarið. Afi hafði ótrúlegt lag á Sindra Steini og gat oft látið hann sitja grafkyrran hjá sér í afastól í lang- an tíma, alveg frá því að hann var pínulítill, en ef einhver annar ætl- aði að láta hann sitja hjá sér rauk hann strax af stað. Honum þótti líka alveg ofsalega gaman þegar afi leyfði honum að hanga í slánni inni í herbergi. Þá var nú aldeilis hlegið og skríkt. Elsku afi, þakka þér fyrir allt sem þú gafst okkur bræðrunum. Við gleymum þér aldrei. Líði þér vel hjá Guði. Aron Ingi og Sindri Steinn. Gunnar dáinn. Það gat ekki ver- ið. Hann sem hafði verið hress og kátur í vinnunni daginn áður. Þetta var reiðarslag og við félagar hans hjá Ölgerðinni áttum bágt með að trúa því að við ættum ekki eftir að sjá hann framar. Kynni okkar hófust fyrir 50 ár- um þegar við vorum sjö ára og hóf- um skólagöngu í Miðbæjarskólan- um. Þar vorum við saman til fjórtán ára aldurs. Strax þá komu helstu persónueinkenni Gunnars í ljós, sjálfstæði og ákveðni. Hann lét ekki aðra ráðskast með sig, hvort sem það vorum við strák- arnir eða kennarar. Þetta ein- kenndi Gunnar alltaf. Síðar lágu leiðir okkar aftur saman hjá Öl- gerðinni þar sem við Gunnar störf- uðum saman í yfir þrjá áratugi. Hann var traustur vinur vina sinna og ég er stoltur af því að hafa fengið að vera í þeim hópi. Um leið og ég bið Guð að geyma góðan dreng þá votta ég fjölskyldu hans mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Vilhjálmur Kvaran. Mig langar í fáum orðum að kveðja félaga minn hann Gunna Þorsteins eins og hann var alltaf kallaður. Þegar ég frétti að Gunni hefði orðið bráðkvaddur, þá þyrmdi yfir mig og hugsanir streymdu fram. Af hverju hann, maður í blóma lífsins, alltaf svo hress og kátur? Af hverju er til- veran svona ósanngjörn? En það var fátt um svör. Ég kynntist Gunna fyrst þegar ég hóf störf sem sumarstarfsmað- ur í dreifingu hjá Ölgerðinni Egill Skallagrímsson þá 15 ára gamall. Ég var aðallega á höfuðborgar- svæðinu en Gunni var bílstjóri á utanbæjarbíl og var í hópi svokall- aðra utanbæjarmanna. Það var mikill dýrðarljómi yfir því að fá að fara á utanbæjarbíl svona líkt og að fá stöðuhækkun. Að fara með Gunna út á land var skemmtilegt. Leiðir okkar hafa meira og minna legið saman síðastliðin 18 ár í gegnum Ölgerðina og störfuðum við saman um tíma í þjónustudeild fyrirtækisins en Gunni hafði flutt sig þangað í seinni tíð. Það var alltaf jafn gaman að umgangast hann og alltaf var Gunni boðinn og búinn að bjóða fram aðstoð sína hvort sem það tengdist leik eða starfi. Hann gat verið þrjóskur, dálítið sérvitur en hafði mikla kímnigáfu bæði fyrir sér og öðr- um. Og allan þann tíma sem ég hef þekkt Gunna fann ég aldrei fyrir því að ég væri 24 árum yngri, hann tók mér alltaf sem jafningja. Ég kveð þig kæri vinur með söknuði í hjarta en þakka allar þær stundir sem við áttum saman og góðu minningarnar sem ég geymi um þig. Þorsteinn Lárusson. Mönnum var brugðið er þeir mættu í vinnu föstudaginn 14. febrúar. Fyrsta símhringing var sú að Gunnar Þorsteinsson, vinnu- félagi okkar til langs tíma, hefði orðið bráðkvaddur þá um nóttina. Menn setti hljóða og lítið varð úr verki þann daginn. Gunnar hefur starfað hjá Ölgerðinni áratugum saman, lengst af sem bílstjóri ut- anbæjar en hin síðari ár í þjón- ustudeild Ölgerðarinnar. Gunnar var mikill fengur fyrir þjónustudeildina, þar sem allt virtist leika í höndunum á honum og verkmaður var hann góður. Hann gat verið ákveðinn á sínu, en mikill félagi þegar á reyndi og skemmtilegur á góðum stundum. Undanfarið hafði golfið verið snar þáttur í frístundum hans og hafði hann talað um að gera stærri hluti á þeim vettvangi í framtíð- inni. En svona er lífið. Enginn veit sinn tíma, og við sem eftir erum verðum að sætta okkur við orðinn hlut. Það er með miklum söknuði sem við vinnufélagarnir skrifum þessi kveðjuorð, og viljum við votta fjöl- skyldu Gunnars okkar dýpstu samúð. Þórir Guðmundsson, Eyjólfur Lárusson. Mig langar með nokkrum fátæk- legum orðum að kveðja góðan fé- laga. Þegar ég hóf störf hjá Öl- gerðinni fyrir sex árum stóð ég með matardiskinn í mötuneytinu í fyrsta hádeginu og skimaði eftir lausu sæti. Ég sá laust sæti við borð og settist þar niður. Þar voru fyrir nokkrir menn sem ég átti eft- ir að kynnast miklu betur, Gunnar var þeirra á meðal. Það voru aldrei læti í kringum Gunna þó hádeg- isumræður gætu oft orðið fjörug- ar, hann var alltaf rólegur og kím- inn. Þó var það nú þannig að ef hann lagði orð í belg þá var hlust- að á það sem hann hafði til mál- anna að leggja og það þó honum lægi ekki hátt rómur. Við Gunnar byrjuðum að spila golf á svipuðum tíma og átti ég margar ánægju- stundir með honum síðastliðin tvö sumur. Nú er skarð fyrir skildi. Við félagar Gunnars söknum greinds og góðs vinar sem fallinn er frá alltof fljótt. Ég votta aðstandendum Gunn- ars mína dýpstu samúð. Guðmundur Guðmundsson. Með nokkrum fátæklegum orð- um langar okkur að minnast þín Gunnar, en orð hafa lítið að segja þegar fólk er sótt skyndilega af æðri máttarvöldum. Alltaf þegar þú komst á skyndibitastaðinn Kentucky Fried Chicken geislaði af þér og komst öllum í gott skap. Öll þín ár sem starfsmaður þjón- ustudeildar Ölgerðarinnar kennd- ir þú okkur hversu mikilvægt er að vera hlýr og brosa. Starfsmanns eins og Gunna verður sárt saknað á KFC. Við vottum aðstandendum dýpstu samúð og megir þú hvíla í friði. Starfsmenn Kentucky Fried Chicken. Morguninn 14. febrúar barst okkur sú harmafregn að vinur okkar og félagi til margra ára, Gunnar Þorsteinsson, væri látinn langt um aldur fram. Okkur setti hljóða því daginn áður var hann hinn hressasti eins og venjulega. Hann var frábær fé- lagi og starfskraftur, hnellinn og ákveðinn og óhræddur að takast á við hin ólíkustu verkefni.Við kveðjum þig með söknuði og vott- um fjölskyldu Gunnars okkar inni- legustu samúð. Kveðja Vinnufélagar þjónustudeild ÖES. GUNNAR ÞORSTEINSSON Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, ELÍN ÞÓRA SIGURBJÖRNSDÓTTIR frá Sveinsstöðum í Grímsey, verður jarðsungin frá Miðgarðakirkju í Grímsey laugardaginn 22. febrúar kl. 14.00. Börn, tengdabörn og þeirra fjölskyldur. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, SIGURLAUG ANNA HALLMANNSDÓTTIR, Suðurgötu 15-17, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, Keflavík, fimmtudaginn 20. febrúar. Sigurður Gíslason, Hallmann Sigurður Sigurðarson, Aðalheiður Helga Júlíusdóttir, Margrét Ragnheiður Sigurðardóttir, Þorsteinn Valgeir Konráðsson, Ráðhildur Ágústa Sigurðardóttir, Einar Magnús Sigurbjörnsson, Gísli Sigurðsson, Árný Dalrós Njálsdóttir, Sigurlaug Sigurðardóttir, Snæbjörn Kristjánsson, Sigurður Sigurðarson, Halldóra Kristín Guðjónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, SIGURÐUR RÓSANT INDRIÐASON, Búðum, Grindavík, sem lést á Sjúkrahúsi Suðurnesja laugardaginn 15. febrúar sl., verður jarðsunginn frá Grinda- víkurkirkju laugardaginn 22. febrúar kl. 14.00. Ásdís Klara Enoksdóttir, Enok Kristinn Sigurðarson, Skul Iodsong Tragul, Indriði Sigurðarson, Nanna Hjaltadóttir, Elísabet Anna Sigurðardóttir, Eyjólfur Valsson, Birna Kristín Sigurðardóttir, Georg Alexander, Hjálmar Sigurðarson, Ásdís Jóhannesdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, HJÖRTUR ELÍASSON fyrrv. lögreglumaður, Laxakvísl 8, andaðist á Landspítalanum í Fossvogi þriðju- daginn 18. febrúar. Jarðarförin fer fram frá Árbæjarkirkju þriðju- daginn 25. febrúar kl. 13.30. Jóna Þorsteinsdóttir, Þorsteinn Grétar Hjartarson, Sigríður Hjartardóttir, Viðar Helgason og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.