Morgunblaðið - 21.02.2003, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 21.02.2003, Qupperneq 50
DAGBÓK 50 FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Richmond Park og Mánafoss fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Florinda og Anja Funk komu í gær. Napoleon og Arrow fóru í gær. Mannamót Aflagrandi 40. Bingó í dag kl. 14. Árskógar 4. Kl. 13– 16.30 opin smíða- og handavinnustofan. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8– 16 hárgreiðsla, kl. 8.30– 12.30 bað, kl. 9–16 handavinna, kl. 9–17 fótaaðgerð, kl. 13–16 spilað í sal. Félagsstarfið, Dal- braut 18–20. Kl. 9 hár- greiðsla, bað, og opin handavinnustofa. Félagsstarfið, Dal- braut 27. Kl. 8–16 opin handavinnustofan, kl. 9–12 applikering, kl. 10–13 opin verslunin. Félagsstarfið, Furu- gerði 1. Messa í dag kl. 14. prestur sr. Ólafur Jóhannsson. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–12 bað, kl. 9–16.30 opin vinnustofa, myndlist, gifs o.fl., kl. 9.30 göngu- hópurinn Gönuhlaup leggur af stað, kaffi á eftir göngunni, kl. 14 brids og spilað. Korpúlfar, Grafarvogi samtök eldri borgara. Vatnsleikfimi er í Graf- arvogslaug á föstudög- um kl. 14. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8. bað, kl. 10 hárgreiðsla, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 11 leikfimi, kl. 13 „opið hús“, spilað á spil. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist spiluð í Fannborg 8 (Gjábakka) kl. 20.30. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Pútt og brids kl. 13.30 Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Leikfélagið Snúður og Snælda sýn- ir leikritið „Forsetinn kemur í heimsókn“í Ás- garði Glæsibæ. Frum- sýning í dagkl. 17, upp- selt. Næstu sýningar laugard. 22. febr. kl. 15 og miðvikud. 26. febr. kl. 14. Uppl. á skrifstofu FEB, s.588 2111, kl. 10–16. Aðalfundur FEB verður haldinn í Ásgarði, sunnud. 23. feb. kl. 13:30. Ath., að- eins þeir sem framvísa félagsskírteinum hafa atkvæðisrétt. Gerðuberg, félagsstarf, kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, frá hádegi spila- salur opinn, kl. 14.30 kóræfing. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.30 málm- og silf- ursmíði, kl. 9. 15 vefn- aður, kl. 13 bókband. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9 glerlistahópur, kl. 10 ganga. Kl. 14–15 söngur. Konudagskaffi, kaffihlaðborð kl. 14. Gleðigjafarnir syngja, upplestur og ferða- kynning. Hraunbær 105. Kl. 9 bað, handavinna, út- skurður, fótaaðgerð og hárgreiðsla, kl. 11 spurt og spjallað. Kl. 14 bingó. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 og kl. 12.30 postulín. Fótaaðgerð, hár- greiðsla. Norðurbrún 1. Kl. 9–13 tréskurður, kl. 9–17 hárgreiðsla, kl. 10–11 boccia. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 9.15–14.30 handavinna, kl. 10–11 kántrýdans, kl. 11–12 stepp, kl. 13.30–14.30 sungið við flygilinn, kl. 14.30–16 dansað í kaffi- tímanum, kl. 15 sýna nemendur Sigvalda samkvæmisdansa og línudans. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9 hárgreiðsla og myndlist, kl. 9.30 bók- band og morgunstund, kl. 10 leikfimi og fót- aðgerð, kl. 12. 30 leir- mótun, kl. 13.30 bingó. Bridsdeild FEBK Gjá- bakka. Brids kl. 13.15. Hana-nú, Kópavogi. Laugardagsgangan á morgun. Lagt af stað frá Gjábakka kl. 10. Leikhúsferð verður sunnud. 2. mars á leik- ritið „Með fullri reisn“. Upplýsingar og pant- anir í Gjábakka 554 3400 og Gullsmára 564 5261, í síðasta lagi mánud. 24. feb. Gott fólk, gott rölt. Gengið frá Gullsmára 13 kl. 10 á laug- ardögum. Félag einhleypra. Fundur á morgun kl. 21 í Konnakoti Hverf- isgötu 105. Munið göng- una mánu- og fimmtud. Ungt fólk með ungana sína. Hitt húsið býður ungum foreldrum með börnin sín á fimmtud. kl. 13–15 á Loftinu í Hinu húsinu, Póst- hússtræti 3–5. Borgfirðingafélagið í Reykjavík. Félagsvist spiluð á morgun kl. 14 á Suðurlandsbraut 30. Aðalfundur eftir spil. Í dag er föstudagur 21. febrúar, 52. dagur ársins 2003. Orð dagsins: En vér höfum ekki hlotið anda heimsins, heldur and- ann, sem er frá Guði, til þess að vér skulum vita, hvað oss er af Guði gefið. (I.Kor. 2, 12.) Efri deild rússneskaþingsins hafnaði ný- verið lagafrumvarpi, sem gerði m.a. ráð fyrir því að bannað væri að nota blótsyrði og slettur við opinber tækifæri. Því var vísað aftur til þingnefndar en ekki er ólíklegt að það dúkki upp aftur. Frumvarp af þessum toga er ekki til með- ferðar á íslenska þinginu. En það getur verið áhugavert að skoða hversu gífuryrtir þingmenn eru. Þannig kemur orðið „andskot- ans“ tuttugu sinnum fyr- ir í þingræðum frá 1989. Í síðustu þrjú skiptin eða frá árinu 2000 hefur það verið Sverrir Her- mannsson sem hefur tekið svo til máls. Í öll skiptin sagði hann að til væru „nógir andskotans peningar“ í þessu þjóð- félagi. Einnig er athygl- isvert að orðið „andskot- ans“ kemur tvisvar sinnum fyrir þegar Guðni Ágústsson vitnar í orð Sverris frá níunda áratugnum, um að sjáv- arútvegurinn stefndi lóðbeint til andskotans.     Steingrímur J. Sigfús-son, sem er ansi gíf- uryrtur ef marka má blótsyrðin, notar tvisvar sinnum „dauði og djöf- ull“ og prúðmennið Jón Kristjánsson gerir það einu sinni. Orðið „helvít- is“ kemur tólf sinnum fyrir. En „fjandans“ oft- ast eða 27 sinnum. Og í langflestum tilvikum brúka þingmenn þjóð- arinnar orðið í því sam- hengi að allt sé að fara til fjandans. Á þessu kjörtímabili hefur þjóð- félagið sex sinnum verið að fara fjandans til.     Ólafur Þ. Þórðarsonvar atkvæðamikill í umræðum þingsins og kvað fastar að orði en flestir. Þegar viðurkenn- ing Íslands á fullveldi Litháa var rædd var hann gagnrýninn: „Hins vegar er sú saga fræg af músinni og kettinum, þegar músin komst í bjórinn og klifraði svo upp á tunnubarminn og sagði: Komið þið nú með helvítis köttinn. Hvar var þessi frels- ishugsjón Íslendinga þegar Stalín sat við völd? Hvar var þá kraft- urinn í Íslendingum til þess að heimta rétt handa þessum þjóðum? Hvar var hann þegar Brésnév sat við völd eða Krústjoff? Nei. Þegar loksins þeir hlutir ger- ast að fulltrúi Sovétríkj- anna, forustumaður þeirra, hefur verið sæmdur friðarverðlaun- um Nóbels, þá rísa Ís- lendingar upp á aft- urlappirnar og segja: Komið þið nú með hel- vítis köttinn. Þá er kjarkurinn til staðar.“     Vonandi fara hvorkiÍslendingar né Rúss- ar þá leið að gerilsneyða þjóðmálaumræðuna. Kjósendum er alveg treystandi fyrir því að meta hvað er við hæfi og hvað ekki. STAKSTEINAR Allt fjandans til sex sinnum á kjörtímabilinu Víkverji skrifar... ÞÓTT Reykjavík sé ekki fjölmennborg, og þótt hún sé alltof dreifð miðað við íbúafjölda, er umferðin í borginni víða orðin vandamál, a.m.k. á álagstímum á morgnana og síðdeg- is. Fólk kemst ekki leiðar sinnar og á logndögum liggur mengunarskýið yfir borginni. Þetta vita allir, sem fara á bíl í og úr vinnu. x x x VANDANN hafa menn ýmist vilj-að leysa með því að byggja meira af forljótum umferðarmannvirkjum eða þá með því að reyna að fá fólk til að hætta að keyra bíl og vera á hjóli eða taka strætó. Hvorugt er góð lausn að viti Víkverja. Hjól eru ekki praktískur ferðamáti í íslenzkri veðráttu og strætó er bara fastur í umferðinni eins og allir hinir bílarn- ir, alltaf of seinn og mengar þar að auki loftið rétt eins og einkabílar. x x x VÍKVERJI veltir því fyrir sérhvort sporvagnakerfi gæti ekki verið lausnin á umferðarteppunum í Reykjavík. Það útheimtir vissulega mikla fjárfestingu, en er líklegt til að verða mun vinsælla en núverandi strætisvagnakerfi af því að vagn- arnir hefðu forgang á aðra umferð, þeir myndu nota hreina og endurnýj- anlega orku og verða þægilegur ferðamáti. Mörgum finnst þetta ef- laust bjánaleg hugmynd hjá Vík- verja, en þá ber á það að líta að spor- vagninn hefur undanfarin ár gengið í endurnýjun lífdaga víða á meg- inlandi Evrópu og fjölmargar evr- ópskar borgir hafa fjárfest í nýju sporvagnakerfi. x x x Í GENF er t.d. verið að byggja uppsporvagnakerfi með miklum hraða til að reyna að vinna bug á miklum umferðarvandamálum. Þar er veitingaþjónusta í vögnunum og menn geta fengið sér kaffi og croiss- ant á leið í vinnuna á morgnana. Í Þýzkalandi hafa verið lagðir 3.000 kílómetrar af nýjum brautum fyrir sporvagna sl. fimm ár og með- alstórar borgir á borð við Saar- brücken og Oberhausen hafa byggt upp sporvagnakerfi frá grunni. x x x Í PARÍS hættu sporvagnar aðganga 1937 en eru nú aftur komn- ir til sögu í sumum úthverfunum og væntanlegir í Parísarborg sjálfri. Bæði í Nantes og Grenoble eru spor- vagnar flutningsmátinn, sem borg- aryfirvöld veðja á og í Strassborg var hætt við dýrt neðanjarð- arlestakerfi og ákveðið að leggja peningana frekar í sporvagna. Í Ósló hefur fjárfesting í „Trikken“ numið um milljarði norskra króna und- anfarin sex ár. Og í Stokkhólmi, þar sem sporvagnarnir hurfu af göt- unum 1967 um leið og skipt var yfir í hægriumferð, er nú meirihluti í borgarstjórninni fyrir endurreisn sporvagnakerfisins. Nú spyr Víkverji: Af hverju ekki í Reykjavík? Morgunblaðið/Ómar Eru sporvagnar lausnin? LÁRÉTT 1 gramur, 8 vísan, 9 mannsbragð, 10 sjáv- ardýr, 11 hreinan, 13 rugga, 15 skæld, 18 jurt, 21 kraftur, 22 ekki djúp, 23 stétt, 24 órökstutt. LÓÐRÉTT 2 huglaus, 3 út, 4 lýkur, 5 ótti, 6 viðauki, 7 vaxa, 12 umfram, 14 snák, 15 dúk- ur, 16 skakka, 17 rann- saka, 18 skjögra, 19 púk- ans, 20 slæmt. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 kímni, 4 þófta, 7 kíkja, 8 ólíft, 9 nár, 11 ræða, 13 gata, 14 skóli, 15 brek, 17 Lofn, 20 kal, 22 tukta, 23 ætlar, 24 rýran, 25 aðför. Lóðrétt: 1 kíkir, 2 mokað, 3 iðan, 4 þjór, 5 flíka, 6 aftra, 10 ámóta, 12 ask, 13 gil, 15 bútur, 16 eykur, 18 orlof, 19 nárar, 20 kaun, 21 læða. Krossgáta Hugmynd um að bjarga landsbyggð TIL ERU digrir þróunar- sjóðir sem er gott að nota til að byggja upp landsbyggð- ina, t.d. með fjórum vatns- verksmiðjum á Norður-, Austur- og Suðvesturlandi. Einnig með gróðurhúsum af stærstu gerð á hverju landshorni og tilraunastof- um til að þróa allar þessar vörur til manneldis. Jafn- framt verksmiðjur til að þróa umbúðir um þessar vörur fyrir allan heiminn, hvern markað fyrir sig. Þetta myndi svo tengjast þróunarhjálp af öllum samningum þjóða á milli til að útrýma fátækt og hver þjóð byggði hverfi þannig að húsnæðisvandamál yrðu úr sögunni. Yrðu þetta fjöl- skiptasamningar en ein- faldir í framkvæmd. Þetta yrðu þá þróunar- og rann- sóknarstyrkir, vörur, þjón- usta og fleiri styrkir til að bæta samgöngur í hverju landi fyrir sig. Dæmi hér á landi: Áttfalda hringveginn eða sexfalda með viðgerð- arrampi og bora öll göng sem flýta fyrir samgöngum og að vara komist fljótt og örugglega á áfangastað. Þetta er hugmynd sem þarf að liggja yfir með við- skiptaáætlanir, hagkvæmn- isathuganir og jafnvel frumgerðarsmíðar, ný- næmisathuganir og þróun. Þróun sem sýnir manngild- ið ofar efnishyggju, náungakærleik. Fólk þarf aö sýna sam- hug í verki til uppbygging- ar, uppgræðslu og góðrar fræðslu í hverju landi um manngildi, virðingu fyrir lífi hvers og eins á hnett- inum. Jón Trausti Halldórsson, Bústaðabletti 10. Gasgrímur NÚ þegar stríð virðist vera að bresta á í heiminum er þá einhvers staðar hægt að fá gasgrímur ef þyrfti á að halda? Borgari. Tapað/fundið Gullhálsmen týndist TAPAST hefur gullháls- men með hvítum ópalsteini á Reykjavíkursvæðinu. Finnandi vinsamlega hringi í síma 897 7465. Íþróttataska týndist BLÁ íþróttataska, merkt Manchester United, með íþróttaskóm og enska bún- ingnum og handklæði, týndist líklega í strætó á leiðinni úr FG í Garðabæ í Hafnarfjörð 12. febrúar, miðvikudag. Taskan er merkt Jón Alexander Guð- mundsson og búningur merktur 82. Skilvís finn- andi hafi samband við Kristrúnu í síma 897 3086. Pels tekinn í misgripum PELSINN minn, sem er stuttur, dökkbrúnn, var tekinn í misgripum á þorra- blóti fyrir eldri borgara í Hlégarði sunnudaginn 9. febrúar. Vinsamlegast haf- ið samband við Svövu í síma 566 6177. Dýrahald Pjakkur er týndur PJAKKUR er eins og hálfs árs geltur fress. Hann var nýfluttur úr Garðabænum í Kópavoginn, við Fossvogs- dalinn. Eftir viku á nýja staðnum týndist hann. Hann var ólarlaus þegar hann týndist en eyrna- merktur 01G231. Pjakkur er hvítur að neðan, hvítur, appelsínugulur/rauðbrúnn að ofan með áberandi blett á nefinu. Þeir sem hafa orð- ið varir við Pjakk eru beðn- ir að láta vita í síma 695 5445. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is ÞAÐ nýjasta nú þegar svo margir eru orðnir atvinnu- lausir er að þá þurfi að hækka atvinnuleysisbæt- urnar. Ég hef einhverra hluta vegna ekki fengið vinnu svo lengi að á end- anum datt ég útaf skrá sem atvinnulaus og þarf í stað þess að fá bætur frá félagsþjónustunni og þar eru bæturnar bara 67 þús- und krónur en ég veit að atvinnuleysisbæturnar eru 77 þúsund krónur. Hvern- ig væri að hækka fé- lagsbæturnar líka? Ekki lifir fólk á því og maður er sífellt að lenda í skulda- súpu aftur og aftur vegna þess að það er ekki lifandi á svo lágum tekjum. Hvort tapar eða græðir ríkið á því að fólk lendi sí- fellt í baráttu við að ná endum saman? Ég mundi halda að ríkið tapi á því. En þið, ráðherrar góðir, hljótið að geta svarað mér því! Virðingarfyllst, Svava Kristinsdóttir. Að hækka bætur 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.