Morgunblaðið - 21.02.2003, Page 53

Morgunblaðið - 21.02.2003, Page 53
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2003 53  VIKTOR B. Arnarsson lék sinn fyrsta heila leik í hollensku deilda- keppninni í knattspyrnu á þriðju- dagskvöldið. Viktor, sem er í láni hjá 1. deildarliði TOP Oss frá Utrecht út tímabilið, spilaði allan tímann þegar liðið gerði jafntefli, 2:2, við Go Ahead á útivelli og fékk góða dóma fyrir frammistöðu sína.  JÓHANNES Harðarson lék allan leikinn með Veendam sem tapaði heima fyrir Cambuur, 1:4, í hollensku 1. deildinni. Veendam er í 11. sæti en TOP Oss í 9. sæti af 18 liðum í deild- inni.  HAFSTEINN Ægir Geirsson úr Þyt í Hafnarfirði er í 63. sæti af 78 keppendum eftir fimm umferðir á siglingamóti í Grikklandi. Hann var í 28. sæti í fyrstu umferð, síðan í 66., 57., 57. og 68. sæti, og er með 210 stig. Lakasta umferðin er ekki talin með. Hafsteinn Ægir keppir á eins manns Laser-seglskútu.  KAISERSLAUTERN, þýska 1. deildarfélagið í knattspyrnu, hefur verið úrskurðað til að greiða fyrrum þjálfara sínum, Andreas Brehme, rúmlega 100 millj. ísl. kr. í bætur þar sem ólöglega var staðið að uppsögn Brehme þegar honum var sagt upp störfum í ágúst á sl. ári. Brehme hafði samið við Kaiserslautern fram til ársins 2004 og sótti rétt sinn í gegnum dómskerfið og vann málið. Kaiserslautern riðar á barmi gjald- þrots en skuldir félagsins eru rétt rúmlega 2,5 milljarðar ísl. kr.  JOE Royle, knattspyrnustjóri Ips- wich, kveðst ekki með nokkru móti skilja hvernig lið sitt hafi getað tapað 2:4 fyrir Wolves í ensku 1. deildinni í knattspyrnu í fyrrakvöld. Vörn Ips- wich, án Hermanns Hreiðarssonar, var sem gatasigti í leiknum. „Mark- vörðurinn okkar hafði ekkert að gera, nema hvað hann sótti boltann fjórum sinnum í netið. Það var eins og það hefði slokknað á perunni hjá flestum varnarmönnum okkar,“ sagði Royle.  SÆNSKI landsliðsmaðurinn hjá Arsenal, Fredrik Ljungberg, óttast að hann muni ekki leika meira með Arsenal á keppnistímabilinu vegna meiðsla. Hann vonaði að hann myndi geta leikið með liðinu á ný þegar það mætti Ajax, en á mánudaginn var ljóst að hann ætti þó nokkuð í land til að verða góður. Ljungberg, sem átti stóran þátt í að Arsenal vann tvöfalt sl. keppnistímabil – bæði deild og bik- ar, hefur tvisvar á síðustu dögum leikið með varaliði Arsenal, en í bæði skiptin farið af leikvelli, þar sem hann fann til. „Útlitið er ekki bjart,“ sagði Ljungberg í viðtali við enska fjöl- miðla í gær. FÓLK ÁTJÁN íslenskir júdómenn taka þátt í alþjóðlegu móti í Dan- mörku um helgina og etja þar kappi við evrópska og japanska júdómenn. Sævar Sigursteinsson, lands- liðsþjálfari karla, og Bjarni Ágúst Friðriksson, landsliðsþjálf- ari kvenna, hafa valið þrettán keppendur til fararinnar en auk þess fara fimm júdómenn á eigin vegum á mótið. Þeir sem halda til Danmerkur eru; Höskuldur Einarsson -60 kg flokki, Ólafur Baldursson -66 kg flokki, Snævar Jónsson -73 kg flokki, Axel Jónsson -81 kg flokki, Baldur Pálsson, -81 kg flokki Bjarni Skúlason, -90 kg flokki, Vernharð Þorleifsson -100 kg flokki, Heimir Haraldsson +100 kg flokki, Hjördís Ólafs- dóttir -57 kg flokki, Margrét Bjarnadóttir - 63 kg flokki, Gígja Guðbrandsdóttir -70 kg flokki, Anna Soffía Víkingsdóttir -70 kg flokki. Auk þessara keppenda fara Örn Arnarson -73 kg, Máni And- ersen -90 kg, Guðmundur Sæv- arsson -100 kg, Gísli Jón Magn- ússon +100 kg, Gunnar B. Sigurðsson -100 kg á eigin veg- um. Eftir mótið verður hópurinn við æfingar í Danmörku í nokkra daga. Júdómenn keppa í Danmörku Morgunblaðið/Kristinn Damon Johnson hefur leikið ákaflega vel með Keflvíkingum þau ár sem hann hefur verið í þeirra herbúðum. Nú gæti hann verið á förum frá Suðurnesjaliðinu. Damon Johnson til Grikk- lands? SVO kann að fara að úrvalsdeildarlið Keflvíkinga í körfuknattleik missi sinn besta leikmann innan tíðar. Gríska liðið Panionios hefur ítrekað borið víurnar í Damon Johnson og nú er svo komið að Keflvíkingar eru komnir með í hendurnar tilboð frá Grikkjunum sem þeir eru að skoða. HEIÐAR Helguson, landsliðsmaður í knatt- spyrnu, skrifaði í gær undir nýjan samning við enska 1. deildarliðið Watford en Heiðar var í hópi 14 leikmanna liðsins sem var með lausan samninga í vor. „Ég er geysilega ánægður með þessa nið- urstöðu. Heiðar hefur leikið sérlega vel fyr- ir okkur á leiktíðinni og af miklum eldmóð. Heiðar er hughrakkur, ákaflega sterkur skallamaður og er góður félagi í alla staði. Það er því gott til þess að vita að hann verð- ur áfram hjá okkur,“ sagði Ray Lewington, knattspyrnustjóri Watford, eftir að Heiðar hafði skrifað undir samninginn. Heiðar gekk í raðir Watford frá norska liðinu Lilleström fyrir þremur árum. Hann hefur á þessum árum leikið 119 leiki fyrir félagið og er markahæsti leikmaður liðsins á tímabilinu með10 mörk. Heiðar verður í eldlínunni með Watford á morgun þegar liðið sækir Walsall heim en stuðningsmenn Watford bíða spenntir eftir bikarkeppninni þar sem Watford er komið í átta liða úrslitin og fær þar heimaleik gegn Burnley eða Fulham. Heiðar samdi við Watford Við erum að fara yfirþessi mál og ég útiloka ekkert að Damon fari frá okkur. Grikkirnir eru búnir að eltast við hann nokkuð lengi en hingað til höfum við vísað áhuga þeirra frá okkur. Þeir hafa hins vegar ekki gefist upp og nú hafa þeir sent okkur drög af til- boði sem við erum að fara yfir. Þeir segjast tilbúnir að greiða fyrir það ef við losum hann undan samn- ingi,“ sagði Hrannar Hólm, formaður körfuknattleiks- deildar Keflavíkur, við Morgunblaðið í gær. Hrannar segir að Damon Johnson sé samningsbund- inn Keflavík út þetta tíma- bil og hann geti því farið frjáls ferða sinna frá félag- inu eftir 6–8 vikur. „Auðvitað viljum við ekki missa okkar besta leik- mann en þetta er snúið mál. Það eru hagsmunir í húfi og við vitum að við þurfum peninga til að reka deild- ina, ekki bara núna heldur á næstu árum og í því um- hverfi sem er í dag þá er reksturinn langt frá því að vera auðveldur. Tekjuöflun er erfið og því er eðlilegt að við skoðum þetta tilboð frá Grikkjunum. Þegar við er- um farnir að tala um ein- hverjar upphæðir sem okk- ur líkar þá erum við farnir að velta þessu alvarlega fyrir okkur. Góðir evrópsk- ir leikmenn eru takmörkuð auðlind í körfuboltaheimin- um í dag og af því Damon er íslenskur ríkisborgari er hann kominn í þennan hóp. Eins og með alla góða íþróttamenn þá vill hann auðvitað spreyta sig meðal þeirra bestu og þegar til- boð kemur upp á borðið er eðlilegt að hann skoði það. Hann hefur hins vegar ver- ið afar rólegur yfir þessu öllu saman,“ sagði Hrann- ar. Rasmussen leikur nú með Ajax/Farum sama liði og Elvar Guð- mundsson, fyrrverandi markvörður FH og Breiðabliks. Hann er marka- hæstur leikmaður dönsku úrvals- deildarinnar og þykir afar öflugur hornamaður þótt hann hafi ekki kom- ist í danska landsliðið sem keppti á HM í Portúgal á dögunum. Því sóttist FC Kaupmannahöfn eftir honum í sínar raðir fyrir næstu leiktíð, enda rennur samningur hans við Ajax út í vor. Rasmussen undirritaði samning- inn en síðan leið og beið og frammi- staða hans vakti athygli Minden í Þýskalandi sem leitaði að arftaka Gústafs. Einhverra hluta vegna gerði Rasmussen samning við Minden þótt hann hefði áður samþykkt áður að ganga til liðs við FC Köbenhavn. Þegar hann vildi losna undan samn- ingi við danska liðið sagði það þvert nei, en samninginn telja Rasmussen og lögfræðingur hans ekki vera í gildi þar sem danska handknattleikssam- bandið hafi ekki verið búið að stað- festa hann þegar samningurinn við þýska liðið kom upp á borðið. Rasmussen er þar með á milli steins og sleggju og ekkert bendir til þess að forráðamenn FC Köbenhavn ætli að gefa eftir. Hafa þeir nú vísað málinu til Evrópska handknattleiks- sambandsins (EHF) og beðið það að hlutast til um málið og sjá til þess að Rasmussen standi við sinn samning og að samningur hans við Minden verði ógiltur. Hunsi EHF beiðni FC Köbenhavn segist félagið ætla að fara með málið fyrir danska dómstóla. Rasmussen er með böggum hildar um þessar mundir og segist sjá eftir að hafa gert samning við FC Köben- havn og vill fara til Þýskalands. „Samningurinn við Minden skiptir mig öllu máli. Með honum treysti ég framtíð mína bæði í handknattleikn- um og fjárhagslega. Því vil ég fara til Þýskalands hvað sem tautar og raul- ar,“ segir Rasmussen. Eftirmaður Gúst- afs hjá Minden í slæmum málum DANSKI handknattleiksmaðurinn Lars Rasmussen á ekki sjö dag- ana sæla um þessar mundir og í viðtali við Ekstra Bladet segir hann að sér hafi vart komið dúr á auga dögunum saman. Ástæðan er sú að hann hefur skrifað undir samninga við tvö félög um að leika með þeim á næsta vetri, annarsvegar er um að ræða FC Köbenhavn og hins vegar GWD Minden og taka við stöðu Gústafs Bjarnasonar í vinstra horninu. Þulur Arsenal fór yfir strikið VALLARÞULURINN hjá Arsenal, Paul Burrell, er í slæmum mál- um eftir leik liðsins gegn Ajax í meistaradeild Evrópu á þriðjudag- inn. Fyrir leik gat hann ekki fengið Arsene Wenger, knatt- spyrnustjóra, í viðtal eins og oftast áður. „Arsene Wenger missti röddina en það var hinsvegar Alex Ferguson sem missti stjórn á sér,“ sagði Burrell þá í hátalarakerfið. Stuðningsmönnum Arsenal var skemmt, en ekki stjórnarmönnum félagsins. Þeir telja að Burr- ell hafi farið yfir strikið, hyggjast taka hann á teppið og íhuga að biðja Manchester United afsökunar á þessum ummælum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.