Morgunblaðið - 21.02.2003, Side 59

Morgunblaðið - 21.02.2003, Side 59
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2003 59 Hafið Með Hafinu er komið fram verk sem ber því vitni að íslenskt listafólk hafi náð fullkomnum tökum á hinu alþjóðlega tungumáli kvik- myndalistarinnar. (H.J.) Háskólabíó. Hringadróttinssaga: Tveggja turna tal (Lord of the Rings: The Two Towers) Millikafli stórvirkis Tolkiens og Jacksons gnæf- ir yfir aðrar myndir ársins. (S.V.) Smárabíó. Varðandi Schmidt (About Schmidt) Harla óvenjuleg og athyglisverð umfjöllun um lífsviðhorf manns sem er að hefja eftirlauna- árin og verður að horfast í augu við erfið vandamál tengd þeim aldri. (S.V.) Laugarásbíó, Regnboginn, Borgarbíó, Ak- ureyri. Chicago Kynngimögnuð og kynþokkafull söng- og dansamynd þar sem Zellweger, Zeta-Jones og síðast en ekki síst Richard Gere fara hamför- um í hrífandi kvikmyndagerð leikhússverksins. (S.V.) Laugarásbíó, Regnboginn, Smárabíó. Óafturkallanlegt (Irréversible) Mjög óhugguleg en áhrifarík frönsk kvikmynd um nauðgun og hefnd. Merkileg kvikmynd sem vart er hægt að mæla með. (H.L.) Háskólabíó. Tveggja vikna uppsagnar- frestur (Two Weeks Notice) Samleikur þeirra Hugh Grants og Söndru Bullock er frábær í þessari velheppnuðu róm- antísku gamanmynd. (H.J.)  Sambíóin, Háskólabíó. Gríptu mig ef þú getur (Catch Me If You Can) Þeir eru allir í toppformi; DiCaprio sem barn- ungur svikahrappur; Hanks sem FBI-maður- inn á hælum hans og Walken sem lánleysing- inn faðir pilts. (S.V.)  Sambíóin, Háskólabíó. 8 mílur (8 Mile) Þegar á heildina er litið er það, hversu einföld meginfléttan er, en hún snýst í raun um þátt- töku rapparans í einni keppni, bæði helsti kostur og galli myndarinnar. (H.J.)  Laugarásbíó. Gullplánetan (Treasure Planet) Skemmtilegar og frumlegar persónur í geggj- uðu umhverfi þeysast um himingeiminn í spennandi og dramtískri leit að gulli. (H.L.)  Sambíóin. Grúppíurnar (The Banger Sisters) Tvær frábærar leikkonur halda lífinu í gam- anmynd um miðaldra kvinnur sem eyddu bestu árunum sem hjásvæfur poppara.(S.V.)  Regnboginn. Didda og dauði kötturinn Didda er níu ára gömul Keflavíkurmær sem gengur á milli bols og höfuðs á glæpalýð í Bítlabænum. Góður leikur, hollt, gott og gam- aldags barnagaman. (S.V.)  Háskólabíó, Sambíóin, Keflavík og Akureyri. Deyðu annan dag (Die Another Day) Fulllöng Bond-mynd þar sem hasarinn ræður ríkjum og húmorinn er kominn í hring.(H.L.)  Smárabíó. Frida Á heildina litið krafmikil og litrík kvikmynd sem veitir ævintýrakennt yfirlit yfir ævi Fridu Kahlo.(H.J.)  Regnboginn. Á gægjum (I Spy) Wilson og Murphy leika skemmtilegar and- hetjur í þessari grín-njósnamynd. (H.L.) Smárabíó, Borgarbíó, Akureyri. Kalli á þakinu Ágætis smábarnamynd gerð eftir sögu Astrid Lindgren. H.L.) Laugarásbíó, Smárabíó, Borgarbíó, Akur- eyri. Njósnakrakkarnir 2 (Spy Kids 2) Njósnakrakkarnir, foreldrar þeirra, afar og ömmur í miklum Bond-hasar. (S.V.)  Laugarásbíó, Smárabíó, Borgarbíó, Akur- eyri. Aftur í meðferð (Analyze That) Framhaldsmyndin á sína spretti, og er það iðulega vegna þess hversu vel aðalleikurun- um tekst að fylla upp í tómlegt handritið. (H.L.) Sambíóin. Kjánaprik: Kvikmyndin (Jackass: The Movie) Botnlaus kjánaskapur og fífldirfska eru drif- krafturinn á bak við þessa kvikmynd. (H.J.) Sambíóin. Ingiríður Eygló (Juwanna Mann) Körfuboltakappi klæðist kvenfötum og heldur áfram í kvennaliði þegar hann er rekinn úr NBA. (S.V.) Sambíóin. Einu sinni var í Miðlöndum (Once Upon a Time in the Midlands) Úrvali breskra leikara tekst ekki að gera fyndna mynd, þar sem stefnuleysi og vanvirð- ing fyrir persónunum ráða ríkjum. (H.L.) Háskólabíó. Geimstöðin: Makleg mála- gjöld (Star Trek: Nemesis) Geimhasar af lélegri sortinni. (H.L.) Sambíóin. Stella í framboði Helst er hægt að hafa gaman af Stellu í fram- boði með því að nálgast hana eins og ára- mótaskaup með mjög afmörkuðu sögusviði. (H.J.) Með offorsi (Ballistic: Ecks VS. Sever) Ef menn leggja í það verkefni að búa til kvik- mynd, með það eitt fyrir augum að framkalla þar nóg af sprengingum, getur niðurstaðan orðið eitthvað í ætt við Ballistic. (H.J.) Smárabíó. BÍÓIN Í BORGINNI Sæbjörn Valdimarsson/Hildur Loftsdóttir/Heiða Jóhannsdóttir  Meistaraverk  Ómissandi  Miðjumoð  Tímasóun 0 Botninn AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 Nýr og betriHverfisgötu  551 9000  kvikmyndir.com Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 b.i. 12. Síðustu sýningar 400 kr. SV. MBL HK DV ÓHT Rás 2 Kvikmyndir.com Tilnefningar til Óskars- verðlauna þ. á. m. besta mynd 13 Frábær svört kómedía með stór leikurunum Jack Nicholson og Kathy Bates sem bæði fengu tilnefn- ingar til Óskar- sverðlauanna í ár fyrir leik sinn í myndinni. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.30. B.i. 12. 6 Tilnefningar til Óskarsverðlauna þ. á. m.Salma Hyaek sem besta leikona í aðalhlutverki Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i 12. Tilnefningar til Óskarsverðlauna: Aðalhlutverk karla: Jack Nicholson. Aukahlutverk kvenna: Kathy Bates.2 RADIO X SV MBL  Kvikmyndir.com  SG DV Búðu þig undir D-daginn 28. febrúar Búðu þig undir D-daginn 28. febrúar Sýnd kl. 4, 7 og 10. B.i. 16 ára. Frábær mynd frá leikstjóranum Martin Scorsese með stórleikurunum Leonardo DiCaprio, Daniel Day-Lewis og Cameron Diaz. Tilnefningar til Óskarsverðlauna, þ.á.m.besta mynd og besti leikstjóri 10 Kvikmyndir.com SV. MBLHK DV Sýnd kl. 4. ísl. tal. Miðaverð 400 kr. Sýnd kl. 6.  RADIO X SV MBL  KVIKMYNDIR.COM  SG DV Frábær svört kómedía með stór leikurunum Jack Nicholson og Kathy Bates sem bæði fengu tilnefn- ingar til Óskar- sverðlauanna í ár fyrir leik sinn í myndinni. Sýnd kl. 4. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Sýnd kl. 8 og 10.15 Munið þorradansleikinn á morgun, laugardag, í Glæsibæ kl. 22.00 Hljómsveitir félagsins leika fyrir dansi. Mætum öll — tökum með okkur gesti. F.H.U.R. Félag harmonikuunnenda í Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.