Morgunblaðið - 21.02.2003, Side 64
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Anna Lindh, utanríkisráðherra Svía, og Halldór Ásgrímsson.
HALLDÓR Ásgrímsson og Anna
Lindh, utanríkisráðherra Svía,
ræddu m.a. um stækkun Evrópu-
sambandsins og greiðslur Íslend-
inga til sambandsins á fundi sínum
í gær. Lindh telur að Íslendingar
fái sennilega aðild að ESB á til-
tölulega skömmum tíma ákveði
þeir að sækja um. Hún segir Svía
aftur á móti ekki eiga að segja Ís-
lendingum hvað þeim sé fyrir
bestu, slíkar yfirlýsingar veki yf-
irleitt gagnstæð viðbrögð. Hún
myndi hins vegar vitaskuld fagna
aðild bæði Íslendinga og Norð-
manna að ESB.
Lindh telur ekki að Norð-
urlandasamstarfið hafi veikst
vegna inngöngu Svía og Finna í
ESB. Þvert á móti hafi aðild
Eystrasaltsríkjanna hleypt í það
nýju lífi og auk þess eigi flest ríki
Evrópusambandsins í einhverju
svæðisbundnu samstarfi.
Svíar eiga ekki að hafa
áhrif á afstöðu Íslands
Það verður/32–33
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
LESBLINDA og skyldir námsörð-
ugleikar stafa af því að lesblindir
hugsa í myndum en ekki orðum. Á
þessum kenningum er svokallað
Davis-kerfi byggt, en upphafsmaður
þess, Ron Davis, var einhverfur sem
barn og lærði ekki fyllilega að tala
fyrr en tólf ára. Hann var með les-
blindu á háu stigi þar til honum, tæp-
lega fertugum, tókst að finna lausn á
vandamálinu með ákveðnu kerfi sem
hann síðan þróaði.
Vandamálið lagað
á sex dögum
Axel Guðmundsson, búsettur í
London, er með starfsréttindi frá Al-
þjóðlegu Davis-lesblindu-samtökun-
um. Hann er nú staddur hér til að
kynna aðferðir og hugmyndafræði
kerfisins. „Einstaklingur sem kemur
til mín og gengur í gegnum Davis-
kerfið eyðir einungis sex dögum hjá
mér. Þessi tími er nægur til að kippa
vandamálinu í liðinn, ásamt um það
bil 80 klukkustunda heimavinnu,
sem oft er dreift yfir ár eða meira,“
segir Axel.
Guðmundur Örn Kjærnested, les-
blindur nemandi í Fjölbrautaskólan-
um í Breiðholti, hóf meðferð sam-
kvæmt Davis-kerfinu fyrir sex
mánuðum undir leiðsögn Axels.
Hann segir árangurinn hafa strax
komið í ljós. „Ég náði 8,5 í meðalein-
kunn . . . en áður var ég rétt að skríða
yfir 5,0 á öllum prófum,“ segir hann.
Lesblindu-
gátan leyst?
Myndræn hugsun í þrívídd/B6
ÞESSI glaðbeitti strákur var
einn af 160 ungum skák-
áhugamönnum sem flykktust
á Kjarvalsstaði síðdegis í
gær þegar Skákskóli Hróks-
ins og Eddu fór af stað.
Þungur svipur andstæðings-
ins verður skiljanlegri þegar
rýnt er í taflborðið en þar má
sjá að hvíti kóngurinn er orð-
inn mjög aðþrengdur og
væntanlega stutt í endalokin.
Að lokinni skákæfingunni
var efnt til fjölteflis. Upp-
haflega hafði verið gert ráð
fyrir að Margeir Pétursson
tefldi við 30 krakka en þegar
rúmlega 80 börn höfðu lýst
yfir eindregnum vilja til að
taka þátt í fjölteflinu komu
þeir Róbert Harðarson skák-
meistari og Hrafn Jökulsson,
forseti Hróksins, og björg-
uðu Margeiri frá margnum.
Björn Orri Sæmundsson náði
þeim glæsilega árangri að
vinna sína skák og þá vakti
ung stúlka, Elsa María Þor-
finnsdóttir, mikla athygli en
hún hafnaði í tvígang jafn-
teflisboði Margeirs og tefldi
af feikilegum þrótti og
innsæi.
Hannes Hlífar Stefánsson
og Macieja gerðu jafntefli í 3.
umferð Stórmóts Hróksins í
gærkvöld. Þá gerðu Kristján
Stefánsson og Kortsnoj einn-
ig jafntefli og eins McShane
og Shirov. Sokolov vann
Bacrot og Adams vann Helga
Ás Grétarsson.
Að loknum fyrstu þremur
umferðunum eru Kortsnoj,
Adams, Sokolov, Shirov og
Macieja efstir og jafnir með
tvo vinninga en Hannes
fylgir fast á hæla þeim með
1,5 vinninga.
Morgunblaðið/Ómar
Í heimi skákarinnar
Fimm erlendir skákmeistarar efstir og jafnir
að lokinni þriðju umferð stórmóts Hróksins
Kortsnoj/10
GISTINÁTTAGJALD til uppbyggingar og efling-
ar fjölsóttra ferðamannastaða verður hugsanlega
tekið upp á Íslandi sumarið 2004. Nefnd á vegum
umhverfisráðuneytisins hefur lagt til að gjaldið
verði innheimt af þeim sem selja gistingu um land
allt. Miðað við fjölda gistinátta undanfarin ár gæti
gjaldið orðið um 175 milljónir á ári, en lagt er til að
það verði 100 krónur fyrir hverja gistinótt.
Umhverfisráðuneytið hefur skoðað hugmynd-
irnar í samvinnu við fjármála- og samgönguráðu-
neytið. Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra seg-
ir gistináttagjaldið í anda auðlindagjalds í
sjávarútvegi þar sem þeir sem vilji nýta náttúruna
greiði fyrir það. Hún segir að á undanförum árum
hafi framlag til uppbyggingar og rekstrar á þjóð-
görðum, friðlýstum svæðum og öðrum fjölsóttum
ferðamannastöðum verið stóraukið en það nægi þó
ekki til. Hún segir því brýnt að útvega meira fé til
uppbyggingarinnar, mörg svæði séu farin að láta
verulega á sjá, á sama tíma og sífellt fleiri ferða-
menn heimsæki þau. Segir Siv gistináttagjald
hugsanlega leið til að afla fjár en aðilar í ferða-
þjónustu hafi hingað til ekki verið á eitt sáttir um
ágæti þess. „Annar kostur er að auka ríkisfram-
lagið,“ segir Siv. „Ég er sannfærð um að þetta
[gistináttagjald] muni koma í framtíðinni, það er
bara spurning hvenær.“
Árlega eru samkvæmt fimm ára áætlun lagðar
100 milljónir af fjárlögum í uppbyggingu þjóð-
garða og friðlýstra svæða að sögn Sivjar. Þá hafi
fjármagn til rekstrar einnig verið aukið. Á sama
tíma var opnaður nýr þjóðgarður.
Gistináttagjöld þekkjast í nágrannalöndunum,
m.a. í Danmörku þar sem gjaldið er 350 krónur.
Nefnd umhverfisráðuneytisins um uppbyggingu fjölsóttra ferðamannastaða
Gistináttagjald gæti gefið
milljarð á næstu sex árum
Gistináttagjald/4
Bankarnir
högnuðust um
tæpa 11 millj-
arða í fyrra
2
7
)
8)
9
9 #/
*/
#
>0 /
#
4L/
!?8!*
' MK 1 0 MK 1 ' KN 1 ' KO 1 ' OK 1
>
:
8 )
)+
)+
) *"
!
OM
100. 1001
M
N
.02345
2
;
Besta afkoman/14
SAMANLAGÐUR hagnaður Íslandsbanka, Lands-
banka, Búnaðarbanka og Kaupþings banka nam
10.798 milljónum króna eftir skatta á árinu 2002. Það
er tæplega 59% hækkun frá árinu áður, en þá var
hagnaðurinn alls 6.804 milljónir króna. Kaupþing
banki birti ársuppgjör sitt síðastur viðskiptabankanna
í gær, en þar kom fram að hagnaður bankans var
3.075 milljónir króna eftir skatta á síðasta ári.
Þóknunar- og þjónustutekjur viðskiptabankanna
námu samtals 16,1 milljarði króna á árinu, sem er
2,5% aukning frá árinu áður. Þjónustutekjur Kaup-
þings drógust saman frá fyrra ári; úr tæpum 4,3 millj-
örðum króna í tæplega 3,6 milljarða króna. Hreinar
þóknunartekjur bankans, þ.e. þóknunartekjur að frá-
dregnum þóknunargjöldum, lækkuðu úr 3.952 millj-
ónum króna 2001 í 3.113 milljónir á síðasta ári.
Í ársskýrslu bankans, sem birt var í gær, segir að
hreinar þóknunartekjur hafi lækkað vegna samdrátt-
ar í tekjum eignastýringar og miðlunar. „Tekjur af
fyrirtækjaþjónustu eru auk þess jafnan sveiflukennd-
ar og geta tekjufærslur vegna verkefna sem færast
milli ársfjórðunga haft mikil áhrif.“ Ef Kaupþing er
ekki tekið með í samanburðinum, eins og fram hefur
komið í Morgunblaðinu, hækka þjónustutekjur bank-
anna um 10% milli ára og nema 12,5 milljörðum
króna.
Nýr sýn-
ingarsalur
Morgunblaðið/Árni Sæberg
EINU af sjö jarðhúsum í Ártúns-
brekku, sem áður voru í Hvalfirði
og hýstu sprengjur bandaríska flot-
ans og síðar kartöflur höfuðborg-
arbúa þegar þau voru flutt til
Reykjavíkur, hefur verið breytt í
sýningarsal og vinnustofu. Kristinn
Brynjólfsson, innanhússarkitekt og
húsgagnahönnuður, keypti jarð-
húsin árið 1996 ásamt félögum sín-
um í fyrirtækinu Desform og hófst
strax handa við endurbætur.
Alls eru jarðhúsin 1.400 fermetr-
ar og sýningarsalurinn, sem nú er
tilbúinn, 200 fermetrar. Markmið
Desform er að gera jarðhúsin upp
koll af kolli og leigja undir starf-
semi tengda hönnun og listum, t.d.
gallerí, kaffihús, veitingastað eða
vinnustofur. Samhliða er fyr-
irhugað að breyta framhlið jarð-
húsanna í samræmi við það sem
þegar hefur verið breytt. Í stað
brúnna tréhurða og grás járns yrði
hvít steypa og stærðarinnar gler-
hurð, sem hleypir birtunni inn.
Kristinn hannaði útlitið á salnum
en naut aðstoðar Pálmars Krist-
mundssonar arkitekts við útfærslu
utanhúss. Enn eru sex jarðhúsanna
leigð út sem geymslur, þar af eitt
fyrir kartöflur, en Kristinn segist
vilja halda því þannig til minja um
þetta mikilvæga hlutverk jarðhús-
anna.
Úr myrkrinu í birtuna/B2
♦ ♦ ♦