Morgunblaðið - 25.02.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.02.2003, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ TÓMAS Ingi Olrich mennta- málaráðherra lýsti því yfir í gær í tilefni af 140 ára afmæli Þjóð- minjasafnsins, að safnið yrði opn- að á nýjan leik við Suðurgötu eftir gagngerar breytingar sumardag- inn fyrsta 2004. Endurbætur hóf- ust árið 1998 en á næsta ári verða liðin 60 ár frá því að safnið fékk eigið hús. Ný sýning, sem ber yf- irskriftina „Hvernig verður þjóð til – hver erum við og hver er bak- grunnur okkar?“ mun líta dagsins ljós. Sýningin segir sögu Íslendina frá landnámi til vorra daga. „Það var orðið fullkomnlega tímabært að setja fram nýja sýn- ingu en hún hefur verið nánast óbreytt í hálfa öld,“ sagði Tómas Ingi við Morgunblaðið í gær. „Það var líka kominn tími til að endurnýja húsakynnin. Nú fer saman opnun nýrrar sýningar og ný húsakynni. Það er ekki síst mikilvægt í ljósi þess að ferðaþjón- ustan er að þróast með þeim hætti að kynning á íslenskri menningu verður æ mikilvægari. Samgöngu- ráðherra, sem fer með ferðamálin, hefur ákveðið að byggja kynningu Íslands erlendis á tveimur megin- stoðum, annars vegar náttúru landsins og hins vegar menningu þjóðarinnar. Þá kemur hlutverk safnsins sem höfuðsafns alveg sér- staklega inn í það kynningarstarf þannig að þetta helst allt í hendur. Nú þurfum við að standa öðruvísi og betur að kynningu á menningu þjóðarinnar. Þessi nýja sýning gerir okkur kleift að rísa undir þessari ákvörðun,“ sagði Tómas Ingi. Betri aðstaða til varðveislu þjóðminja Margrét Hallgrímsdóttir þjóð- minjavörður hlakkar mikið til end- uropnunarinnar. „Þetta nýja hús- næði hefur grundvallarþýðingu fyrir okkur. Þarna munum við uppskera árangur allrar þeirrar uppbyggingar sem staðið hefur síðustu ár,“ sagði Margrét. Hún sagði jafnframt að búið væri að stórbæta aðstöðu til varðveislu þjóðminjanna og endurskoða alla starfsemi. „Það er verið að móta nýjar og mjög glæsilegar sýningar á sögu þjóðarinnar frá upphafi til dagsins í dag, þá stærstu og viðamestu sem sett hefur verið upp hér á landi. Þetta mun skapa okkur nýja og óþrjótandi möguleika til hvers kyns fræðslu, menningarstarfs og skemmtunar. Við hlökkum mjög til að opna, en við þurfum þann tíma sem er fram að opnun til að gera veglegar og vandaðar sýningar sem munu vekja áhuga á sögu okkar og þjóðminjum.“ Margrét sagði safnið leggja mikla áherslu á að ná til almenn- ings í landinu. „Börn og fjöl- skyldur eru mikilvægur markhóp- ur hjá okkur og einnig nemendur á öllum aldri. Eins auðvitað ferða- menn. Við erum líka að hugsa sér- staklega um nýbúa hér á landi og svo höfum við lagt mikinn metnað í að hafa aðgengi fyrir alla,“ sagði Margrét. Þjóðminjasafnið var stofnað 24. febrúar 1863. Það hafði húsakynni á mörgum stöðum þar til við stofn- un lýðveldisins 1944 að Alþingi ákvað að reisa safninu hús sem morgungjöf til þjóðarinnar. Það er við Suðurgötu og flutt var í það árið 1950. Undanfarin ár hefur verið unnið að endurfæðingu safnsins á öllum sviðum. Þjóðminjasafnið opnað aftur sumardaginn fyrsta árið 2004 „Mun kynna betur menningu þjóðarinnar“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra (l.t.h.) og Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður (l.t.v.) kynntu í gær áætlun um uppbyggingu Þjóðminjasafnsins. Stefnt er að því að opna safnið á sumardaginn fyrsta árið 2004. TÓMAS Ingi Olrich mennta- málaráðherra sagði fyrirhug- aðan menningarsal Suðurlands á Selfossi ekki falla undir sama hatt og menningarhúsin sem ákveðið hefur verið að efla. „Þessu hefur verið blandað saman við yfirlýsingar um menningarhúsin og það er annað mál. Selfyssingar munu ræða við mig um þetta verk- efni þeirra sem sjálfstætt verkefni. Þetta er áhugavert verkefni og ég mun taka á því sem slíku,“ sagði Tómas Ingi. Húsnæðið sem menningar- salurinn kemur til með að vera í var byggður fyrir 25 árum. Salurinn stendur nú fokheldur og eru allar áætlanir um inn- réttingar og rekstur tilbúnar. Kostar 200 milljónir Sigurður Jónsson, formaður undirbúningshóps um menn- ingarsal Suðurlands, telur verkefnið tilbúið til fram- kvæmda. Hann segir það einn- ig ólíkt öðrum verkefnum. Húsið sé tilbúið og nú sé að- eins verið að bíða eftir ríkis- framlagi. Sigurður segir því að það sé í raun hægt að bjóða út framkvæmdirnar með mjög stuttum fyrirvara ef ríkisfram- lag lægi fyrir. Áætlað er að fullgerður kosti salurinn tæpar 200 millj- ónir og því þarf um 120 millj- óna framlag frá ríkissjóði. Sig- urður segir menningarsal á Suðurlandi hafa gífurlega þýð- ingu fyrir þá sem á svæðinu búa. „Hér væri hægt að setja upp metnaðafullar sýningar og tónleika og halda hér stórar ráðstefnur og gera þetta stóra hús þannig að meira atvinnu- tæki en það er í dag. Þetta svæði verður eftirsóknaverð- ara til búsetu þegar svona lag- að er í samfélaginu. Það er því mikið kappsmál að fá þetta í gagnið. Næsta skref er að fá svar frá ríkinu um það hvort þeir séu tilbúnir að koma inn í þetta,“ sagði Sigurður. Menningarsalur á Selfossi hefur staðið fokheldur í 25 ár Verður skoðað sérstak- lega NEYTENDASAMTÖKIN segja mjög lítinn mun á kjörum lánastofn- ana í bílalánum og að svo virðist sem lítið fari fyrir samkeppni á þessu sviði. „Lánveitendur tala gjarnan um „hagstæð bílalán“. Miðað við niður- stöður úr þessari könnun má telja varasamt að nota þessi tvö orð í sömu setningu,“ segir í fréttatilkynningu frá Neytendasamtökunum. Gengið er út frá því að keypt sé bif- reið fyrir 1,5 milljónir og að 70% kaupverðs séu fengin að láni. „Lántakandi þarf því að fá 1.050.000 króna að láni. Lántöku- kostnaður leggst ofan á þessa upp- hæð. Fjöldi afborgana er 48 mánuðir og lánið er óverðtryggt. Ekki er gert ráð fyrir að lán sé innheimt með bein- greiðslum, sem lækkar lántökukostn- aðinn,“ segja Neytendasamtökin. Samanburður milli lánastofnana fylgir í töflu. Annars vegar er talað um lántökukostnað, en þar er átt við allan kostnað samfara láni; lántöku- gjald, stimpilgjald, þinglýsingar- gjald, vexti á lánstíma, innheimtu- gjöld og önnur gjöld sem til falla. Hins vegar er allur kostnaður við lántöku umreiknaður í ársvexti. Segja Neytendasamtökin lánveitend- um skylt að gefa slíkar upplýsingar samkvæmt lögum um neytendalán. Nánari upplýsingar um neytenda- lán og árlega hlutfallstölu kostnaðar er að finna á heimasíðu Alþingis. Sjá: www.althingi.is/lagas/127b/ 1994121.html. Fram kemur í könnun samtakanna að oft sé hægt að fá betri kjör en dæmi í töflunni sýna ef viðskiptavin- ur er til að mynda með allar trygg- ingar hjá sama tryggingafélagi. Gert er ráð fyrir að lántaki njóti engra sér- kjara. Misbrestur á upplýsingum „Þegar kannað var hvernig kostn- aður á verðtryggðum lánum kæmi út, en þá þarf það að vera til fimm ára eða lengri tíma, kom í ljós að mikill misbrestur er á upplýsingum frá lán- veitendum. Á meðan sumir gerðu ráð fyrir 4% verðbólgu, gerðu aðrir ekki ráð fyrir neinni. Verðbólguspá skiptir mjög miklu máli þegar lántökukostn- aður er reiknaður af verðtryggðu láni og getur þar munað tugum þúsunda.“ Loks benda Neytendasamtökin á mikilvægi þess að upplýsingar um verð og skilmála séu skýrar og að- gengilegar neytendum. „Það er eitt af frumskilyrðum frjálsrar sam- keppni að neytendur eigi auðvelt með að bera saman kjör sem bjóðast á markaðinum og geti treyst þeim upp- lýsingum sem veittar eru.“ Greint er frá niðurstöðum könnun- arinnar á heimasíðu samtakanna, www.ns.is.                       !"#$ %$  &' (  )  * #%+          ,-./011 ,-1/002 ,-0/343 ,.0/121 ,,2/,-5 ,45/516 ,46/4.6     !         / / / / / / /  " " " "   788 )  9# :$+ +#; $ '  # $$%& '(!)! ! #  '*+   Segja litla keppni um bílalán Neytendasam- tökin skoða lántökukostnað vegna bílakaupa UPPSAFNAÐUR umframkostnað- ur vegna tafa við byggingu Náttúru- fræðihúss Háskóla Íslands (HÍ) í Vatnsmýrinni nemur um 280 millj- ónum króna á verðlagi þessa árs. Þetta er niðurstaða í grein Ragnars Árnasonar, prófessors við hagfræði- deild Háskóla Íslands, sem birt hef- ur verið í Rannsóknum í félagsvís- indum. Framkvæmdir við húsið hófust 1995 en Ragnar bendir á að átta ár- um síðar eða í árslok 2002 var bygg- ingunni enn ólokið og búið að verja til hennar 1,2 milljörðum. Stefnt sé að því að ljúka byggingu á síðari hluta þessa árs og áætlað sé að húsið kosti fullbúið 2,2 milljarða. Ragnar bendir á að gangi þetta eftir verði byggingartími hússins tæplega níu ár en með hliðsjón af sambærilegum framkvæmdum hefði mátt ljúka verkinu á tveimur árum. Því hefði verið nægjanlegt að hefja fram- kvæmdir í upphafi árs 2002; hefði HÍ lagt féð, sem varið var til og síðan bundið í ótímabærum fjárfestingum við húsið á árunum 1995-2001, til hliðar og ávaxtað það með alveg öruggum hætti (12 mánaða ríkis- skuldabréf, vextir á hverjum tíma) reiknist óþarfakostnaður, eða m.ö.o. sóun vegna ótímabærra fjárfestinga við húsið, vera liðlega 280 milljónir. „Ljóst er að dýrkeypt mistök hafa verið gerð við byggingu Náttúru- fræðihúss. Jafnframt liggur fyrir, að í höfuðatriðum hafa hinar röngu ákvarðanir verið teknar af hálfu Há- skóla Íslands. Því er ljóst að innri hagstjórn Háskóla Íslands hefur brugðist í þessu máli,“ segir Ragnar. Ragnar Árnason gagnrýnir kostnað við Náttúrufræðihús HÍ Segir um- framkostn- að yfir 280 milljónir ÍSLENSKA álfyrirtækið ALTECH sendir í næstu viku tækjabúnað til Indlands sem fyrirtækið hefur selt indverska álverinu NALCO í Orissa að verðmæti 30 milljónir króna. Tækjabúnaður þessi er nefndur deiglufleytir og er til að fleyta á sjálf- virkan hátt sora af yfirborði deiglna sem notaðar eru til að flytja ál frá ker- skálum til steypuskála. Þetta er gert til að gera málminn hreinni áður en steyptar er úr honum hinar ýmsu vörur. Líkja má hreinsuninni við það þeg- ar fita er tekin ofan af sósu með fiski- spaða. Hingað til hafa starfsmenn gert þetta, en það er bæði erfitt starf og hættulegt. ALTECH þróaði fyrstu deiglu- fleytana fyrir ÍSAL að beiðni og for- skrift tæknimanna fyrirtækisins og voru fjórir slíkir settir upp hjá ÍSAL árið 1997. ALTECH á nú í viðræðum við tutt- ugu álver um sölu á þessari vélasam- stæðu til að létta störf í álverum og auka afköst þeirra. Þráinn Valur Hreggviðsson, fram- væmdastjóri ALTECH, segir deiglu- fleyta spara vinnuafl og auka öryggi í álverum. Hann segir að tæki sem þessi borgi sig upp á tveimur árum. Þráinn Valur segir um 140 álver í hinum vestræna heimi og telur því ágætismöguleika á útflutningi á tækj- um sem þessu. Hann segir fyrirtækið hafa fengið fjölda fyrirspurna um tækjabúnaðinn eftir kynningu fyrir- tækisins í fréttabréfi sínu. Þetta er önnur vélin sem NALCO kaupir af ALTECH en í fyrra settu þeir upp svokallaða tindaréttivél frá fyrirtækinu en ALTECH hefur nú þegar selt níu slíkar vélar til álvera um allan heim. ALTECH sel- ur tækjabún- að til Indlands ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.