Morgunblaðið - 25.02.2003, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 25.02.2003, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. HUGSANLEGA hefði mátt spá nákvæm- lega um jarðskjálftann sem reið yfir Suður- land 17. júní árið 2000. Ragnar Stefánsson, forstöðumaður jarðeðlissviðs Veðurstofu Ís- lands, segir að gögn sýni merki um breyt- ingar á undan fyrri skjálftanum. „Þetta eru vísbendingar sem gætu dugað til að gefa út viðvörun og okkar verkefni núna mun ekki síst beinast að þessu, ekki bara aðdragandanum síðustu daga og vikur á undan skjálftunum heldur einnig árin á undan,“ segir Ragnar m.a. í viðtali við Morg- unblaðið en hann stýrir alþjóðlegu rann- sóknarverkefni um Suðurlandsskjálftana sem sett er af stað þessa dagana í Reykjavík með ráðstefnu og vinnufundum. Verkefnið nefnist PREPARED og er styrkt af Evrópusambandinu. Alls taka 14 stofnanir þátt í því, þar af fjórar hér á landi. Megintilgangurinn er að hagnýta reynsluna af Suðurlandsskjálftunum 17. og 21. júní árið 2000 þannig að hægt verði að draga úr hættu af völdum jarðskjálfta og þróa aðferðir til að spá betur um slíkar náttúruhamfarir. Ragnar gerir sér vonir um góðan árangur af verkefninu sem er með því stærsta á sviði jarðeðlisvísinda sem Íslendingar hafa stjórn- að. „Við stefnum að því að geta varað við jarð- skjálftum með gagnlegum fyrirvara, til dæmis einum eða tveimur sólarhringum áð- ur. Það nýtist engum að segja fyrir um jarð- skjálfta sem gæti orðið eftir eitt eða tvö ár,“ segir Ragnar. Alþjóðlegt verkefni um Suðurlandsskjálftana Merki um breytingar á undan fyrri skjálftanum  Góðar vonir/28–29 Morgunblaðið/Ásdís Útihús í Skálmholti í Villingaholtshreppi eyðilögðust í Suðurlandsskjálftum. LANDSVIRKJUN mun ekki nota rykbindi- efni til að hefta sand- og leirfok við Hálslón Kárahnjúkavirkjunar. Sá kostur að nota ryk- bindiefni var skoðaður, en Þorsteinn Hilm- arsson, upplýsingastjóri Landsvirkjunar, segir að aldrei hafi verið ákveðið að nota þetta efni. Þetta hafi aðeins verið einn kostur í stöðunni. Í fréttum Ríkissjónvarpsins í fyrradag var viðtal við Svein Runólfsson landgræðslustjóra vegna hugsanlegrar notkunar slíkra efna þar sem hann sagðist telja það óraunhæfa leið til að hefta sandfok úr lónstæðinu þegar vatns- borðið væri í lágmarki. Viðtalið var hins vegar tekið áður en ákvörðun Landsvirkjunar um að nota aðrar aðferðir lá fyrir. „Nú hefur Landsvirkjun fallið frá áformum um þessa rykbindingu en verið er að vinna að tveimur öðrum verkefnum til að reyna að komast fyrir sandfok út úr lóninu,“ sagði Sveinn í samtali við Morgunblaðið í gær. „Þá er fyrst og fremst verið að ræða um sandskrið sem hugsanlega verður úr lónstæðinu á vorin þegar vatnið er þar minnst.“ Lífrænar leiðir urðu fyrir valinu Annað verkefnið lýtur að verkfræðilegum þáttum, að sögn Sveins. „Þá er verið að leita að leiðum, t.d. sand- gildrum til að stöðva sandskriðið sem helst er hætta á að verði í lægðum, en einnig er verið að horfa til fleiri þátta. Hins vegar eru það „lífrænar leiðir“ til að takast á við hugsanlegt áfok með því að styrkja þann gróður sem fyrir er á svæðinu og e.t.v. að sá þar melgresi til að stöðva sand- skriðið út úr lóninu áður en það kaffærir að- liggjandi gróður.“ Sveinn segir hugmyndir ráðgjafa Lands- virkjunar um rykbindiefni aðeins hafa verið eina af nokkrum leiðum til að koma í veg fyrir sandskriðið, en ekki til að koma í veg fyrir að ryk af jökulárframburði og rotnandi jarðvegi fyki úr lónstæðinu þegar minnst væri í lóninu. Rannsóknastofnun landbúnaðarins vinnur að útfærslum á „lífrænu leiðunum“ fyrir Lands- virkjun undir stjórn dr. Ólafs Arnalds og í góðu samstarfi við sérfræðinga Landgræðslu ríkisins. „Þetta er ögrandi verkefni og ég trúi því að Landsvirkjun leysi það með aðstoð og ráðgjöf helstu sérfræðinga landsins á þessum sviðum.“ Rykbindiefni verður ekki notað við Hálslón ÞAÐ ER margt sem gleður augað á göngu um miðbæ Reykjavíkur. Gömul hús og forvitnilegt fólk á hverju götuhorni. En það er jafnframt nauðsynlegt að passa sig á bílunum og virða umferðarreglurnar. Þess vegna er ágætt að vera í fylgd með mömmu þegar fyrstu skrefin eru stigin í umferðinni. Langbest er auðvitað að fá að vera í fangi hennar, þar sem öryggið er hvað mest. Þá er líka óhætt að virða fyrir sér mann- lífið áhyggjulaus og benda mömmu og stóra bróður á það sem fyrir augu og eyru ber og forvitni vekur. Morgunblaðið/RAX Með mömmu í miðbænum LÍFEYRISSJÓÐUR Norður- lands þarf að breyta samþykkt- um sínum þar sem trygginga- fræðilegt uppgjör á sjóðnum sýnir að 12% vantar upp á að sjóðurinn eigi eignir fyrir heild- arskuldbindingum. Samkvæmt lögum ber lífeyr- issjóði að grípa strax til aðgerða sé munur á eignum og heild- arskuldbindingum meiri en 10%. Munurinn má hins vegar vera á bilinu 5–10% í fimm ár samfleytt án þess að gripið sé til aðgerða. Kári Arnór Kárason, fram- kvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Norðurlands, sagði í samtali við Morgunblaðið að það væri ljóst að sjóðurinn þyrfti að grípa til aðgerða vegna þessa halla á eignum og heildarskuldbinding- um. Engar ákvarðanir hefðu hins vegar verið teknar í þeim efnum en ýmsar leiðir væru til athugunar og hann byggist við að niðurstaða lægi fyrir á næstu vikum. Aðalfundur Lífeyrissjóðs Norðurlands verður haldinn 21. mars næstkomandi. Raunávöxt- un sjóðsins var neikvæð um 1,91% á árinu 2002 og hún var neikvæð um 2,05% árið á undan. Þá vantaði 5% upp á að sjóð- urinn ætti fyrir heildarskuld- bindingum. Tryggingafræðilegt mat sýnir að einnig er halli á eignum sjóðsins og áföllnum skuldbind- ingum sem nemur 5% um síð- ustu áramót. Sjóðurinn átti hins vegar 5% umfram áfallnar skuldbindingar í árslok 2001. Fram kemur að neikvæða ávöxtun síðasta árs megi fyrst og fremst rekja til mikillar lækkunar á erlendum hluta- bréfamörkuðum og styrkingar íslensku krónunnar, en innlendir eignaflokkar, bæði hlutabréf og skuldabréf, hafi almennt gefið góða ávöxtun. Samkvæmt upplýsingum Kára Arnórs, jók Lífeyrissjóður Norðurlands réttindi sjóðfélaga á árunum 1999 og 2000 um sam- tals 21,6%. Lífeyrissjóður Norðurlands breytir samþykktum sínum Heildarskuldbinding- ar 12% umfram eignir SÍFELLT meira er um það hér á landi, sem og annars staðar í heiminum, að fólk hlaði niður kvikmyndum af Netinu, dreifi þeim og selji, að sögn Hallgríms Kristinssonar, framkvæmdastjóra Samtaka myndefna- útgefenda – SMÁÍS. „Þetta er vaxandi vandamál hér á landi,“ segir hann og bætir við að ólöglegt sé að dreifa og selja myndir sem fengnar eru með þessum hætti á Net- inu. Hallgrímur segir að samtökin fái af og til vitneskju um myndir sem verið sé að dreifa og selja hér á landi á DVD-diskum áður en þær koma í íslensk kvikmyndahús. „Ég er þeirrar skoðunar að þetta muni ekki gera út af við kvikmyndahúsin en ég hef mun meiri áhyggjur af myndbandamarkaðnum og DVD-markaðnum.“ Hallgrímur segir að SMÁÍS hafi fullan hug á því að reyna að sporna við þessari þróun. Af þeim sökum m.a. hafi samtökin fengið hingað til lands Nicolas Znam- emsky, yfirmann hjá bandarísku kvik- myndasamtökunum. „Við munum m.a. ráð- færa okkur við hann um það hvernig hægt sé að koma í veg fyrir þessa starfsemi.“ Ólögleg dreifing kvikmynda vax- andi vandamál SAMKVÆMT könnun Neyt- endasamtakanna er mjög lítill munur á kjörum lánastofnana í bílalánum og segja samtökin að lítið virðist fara fyrir sam- keppni á þessu sviði. Í könuninni var gengið út frá því að keypt væri bifreið fyrir 1,5 milljónir og að 70% kaup- verðs væru fengin að láni. Mið- að við að fjöldi afborgana sé 48 og lánið óverðtryggt er heild- arkostnaður vegna lántöku lægstur hjá Frjálsa fjárfesting- arbankanum, 312.877 krónur. Önnur fyrirtæki sem lána til bílakaupa fylgja fast á eftir. Hæstur er kostnaðurinn hjá fyrirtækinu SP fjármögnun, 349.429 kr. Oft er hægt að fá hagstæðari lán ef lántaki tryggir hjá sama fyrirtæki. Svipuð kjör á bílalánum  Segja litla/12 ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.