Morgunblaðið - 25.02.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 25.02.2003, Blaðsíða 34
MINNINGAR 34 ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ BorghildurHjartardóttir fæddist á Kjarlaks- völlum í Saurbæjar- hreppi í Dalasýslu 22. ágúst 1915. Hún lést á Landspítalan- um Fossvogi laugar- daginn 15. febrúar síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Hjörtur Jensson bóndi, f. 13. sept. 1873, d. 23. júlí 1938, og Sigurlín Bene- diktsdóttir húsmóð- ir, f. 13. mars 1880, d. 30. júlí 1967. Borghildur var 6. í hópi 9 systkina. Hin eru: Kristín Stefanía, f. 1906, d. 1988, Benedikt Ingólfur, f. 1908, d. 1981, Stefán Agnar, f. 1909, d. 1953, Jens Kar- vel, f. 1910, Eggert Emil, f. 1912, d. 1988, Olga Marta, f. 1916, Ólafur, f. 1920, d. 1988, og Magnús Dal- mann, f. 1923, d. 1990. Borghildur giftist 31. júlí 1937 Ásgeiri Helga Guðmundssyni, f. 27. desember 1907, d. 23. apríl 1989. Foreldrar hans voru Guð- mundur Sæmundsson, f. 6. janúar Árni Sæberg, f. 22. júlí 1997. 4) Huldís, matráður í Kópavogi, f. 16. ágúst 1954. Maki hennar er Geir Þórðarson sparisjóðsstjóri, f. 31. maí 1953. Dóttir Huldísar með Reyni Sigurðssyni er Berglind, f. 21. maí 1981, er í sambúð með Elv- ari Halldórssyni, f. 16. júlí 1981 og eiga þau eina dóttur, Aþenu Mjöll, f. 8. nóv. 2002. Dætur Huldísar og Geirs eru Bergdís, f. 10. nóv. 1985, Ásdís, f. 3. maí 1988 og Heiðdís, f. 22. maí 1994. Borghildur ólst upp á Bjarna- stöðum þar til að hún flutti að Hjarðarholti í Dölum. Árið 1937 giftist hún Ásgeiri Helga Guð- mundssyni. Ásgeir og Borghildur bjuggu að Skerðingsstöðum í Hvammssveit 1937-1939 þar til þau fluttu í Búðardal 1940. Ásgeir vann verkamannavinnu. Um 1950 hófu þau að selja veitingar fyrir ferðamenn og ráku síðan gistiað- stöðu að Hótel Bjargi í Búðardal af miklum myndarskap. Árið 1982 hættu þau rekstri Hótels Bjargs og fluttu frá Búðardal til Reykjavíkur 1982 ásamt Huldísi dóttur sinni og Berglindi dóttur Huldísar. Frá 1983 áttu þau heima í Kópavogi. Eftir að Ásgeir lést bjó Borghildur ein, síðustu árin að Kópavogsbraut 1a. Útför Borghildar fer fram frá Áskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. 1876, d. 10. apríl 1918, og Steinunn Vilhelm- ína Sigurðardóttir, f. 11. maí 1884, d. 21. sept. 1973. Börn þeirra Borghildar og Ásgeirs eru: 1) Hilmar Sæberg, f. 16. des. 1943, d. 24. maí 1946, 2) Elísabet Ásdís, bú- sett í Reykjavík, f. 14. maí 1947. Dóttir henn- ar og Gunnars Þórð- arsonar er Borghildur Gunnarsdóttir, f. 26. ágúst 1967. Sonur El- ísabetar og Richards Jósep O’Brien er Arthur Daníel O’Brien, f. 27. nóv. 1971. Börn Borghildar eru Unnar Helgi Dan- íelsson, f. 7. jan. 1990, Thelma Björk Hlynsdóttir, f. 19. júlí 1993 og Andri Freyr Hlynsson, f. 25. janúar 1996. 3) Hilmar Sæberg, bifvélavirki í Reykjavík, f. 25. ágúst 1953. Börn hans og Hugrún- ar Lilju Hilmarsdóttur eru Bryn- hildur, f. 5. janúar 1975, Ásgeir Helgi, f. 3. maí 1981. Börn Hilmars og Rannveigar Rafnsdóttur eru Guðbjörg Lilja, f. 27. nóv. 1990 og Elskulega móðir mín er látin. Það er sárt til þess að hugsa að þú sért farin frá okkur, þú sem varst svo stór þáttur lífi okkar. Það eru svo margar minningar sem koma upp í hugann þegar ég hugsa um þig. Þú sem varst orðin svo las- in fyrir jólin að þú komst ekki til okkar, hvorki á aðfangadag né á gamlársdag eins og þú varst vön að gera síðastliðin 14 ár. En skötunni á Þorláksmessu vildir þú alls ekki sleppa og komum við til þín eins og venjulega. En þú sagðir að þér myndi batna bráðum og þá gætir þú komið í heimsókn. Ég lofaði föður mínum að gæta þín uns þið hittust á ný. Ég þakka þér fyrir öll árin sem við áttum saman, þakka stundirnar sem við áttum saman í eldhúsinu í Búðar- dal, við báðar með handavinnu að hlusta á útvarpið. Þakka þér fyrir allt sem þú kenndir mér. Þakka fyrir hvað þú varst góð amma. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð hjartans þakkir fyrir liðna tíð lifðu sæl á ljóssins friðarströnd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Huldís Ásgeirsdóttir. Jæja, þá er elsku amma mín far- in, ég trúi því vart að hún skuli vera farin frá mér, en núna líður henni eflaust miklu betur, að vera komin til hans afa aftur og ég veit að hann er mjög glaður að sjá hana. Aðfaranótt laugardags hringdi mamma í mig og sagði mér að amma mín væri dáin… ég var lengi að átta mig á því og spurði mig aft- ur og aftur hvernig getur amma mín dáið? En hún amma var búin að vera svo veik síðustu mánuði. Mér finnst skrítið að tala við mömmu núna og spyrja hana ekki „Ætlarðu til ömmu í kvöld?“ eða „Hefurðu heyrt eitthvað í ömmu?“. En ég man þegar ég kom oft, ef ekki alltaf, með mömmu upp á Kópavogsbraut í heimsókn til hennar, henni fannst það alltaf svo gaman, sérstaklega ef ég var með litlu Aþenu Mjöll með, þá varð hún alltaf að fá að halda á henni og hún ljómaði öll þegar hún kom í fangið á henni. En núna verð ég bara að varðveita þær minningar sem ég hef um hana ömmu. En það er eitt sem verður mér alltaf minnisstætt, það er að þegar ég var búin að eiga og ég hringi í ömmu þá spurði hún alltaf hvernig litla hefði það og svo þegar ég var að kveðja hana þá sagði hún alltaf „kysstu kollinn“ og ég gerði það hvort sem hún var sof- andi eða ekki. Ég gæti talið endalaust upp hvað hún amma hefur gert fyrir mig í gegnum árin… en það eru bara minningar sem mig langar til að eiga sjálf. En það er eitt sem mér finnst gott er það að Aþena Mjöll litla á myndir af sér með henni… sem eru náttulega alveg perluminn- ingar fyrir hana þegar hún er orðin eldri. Takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig, elsku amma. Guð veri með þér. Berglind Reynisdóttir. Þegar manneskja deyr er eins og heimurinn sé að farast. Hann er að farast. Við látum duna yfir okkur sorg sem er ólæknandi. En svo kemur að því tímabili í sorginni að fyr- irgefa þeim sem fór, fór frá okkur þegar við viljum helst hafa þessa manneskju hjá okkur. En þrátt fyr- ir að fyrirgefa getum við ekki skilið afhverju þessi manneskja var tekin frá okkur, en í huga okkar vitum við það. Við verðum bara að hugsa um allt það góða og muna ávallt eftir þeim sem fara og reyna að muna hvað þeir mundu vilja að við gerð- um. Halda áfram að lifa, því líf allra mun enda og þá getum við öll verið saman sem eitt á stað sem ég mun fá að hitta þig, amma mín. Ég mun alltaf hugsa til þín og ég veit að þú munt hugsa til mín. Ég sakna þín, amma, og nú segi ég við þig eins og þú sagðir alltaf við mig: Guð geymi þig, elsku amma. Þitt barnabarn, Bergdís Geirsdóttir. Elsku amma mín. Af hverju getur lífið ekki verið endalaust? Þá hefðir þú getað verið lengur hjá okkur. Eftir að þú veikt- ist bað ég bænirnar mínar á hverju kvöldi og bað Guð um að lækna þig og láta þér líða vel. En Guð valdi þig til að koma til sín og hvílast. Honum þykir svo vænt um þig. Litlu englarnir hans komu og náðu í þig hingað á jörðina. Núna líður þér vel og þjáist ekki eða ert veik. Að vera hjá Guði er gott. En allar stundirnar sem við áttum saman voru alveg yndislegar, og þeim mun ég aldrei gleyma. Alltaf þegar ég hugsa um þig eða sé mynd af þér minnist ég þín. En þú munt alltaf vera hjá mér og fylgjast með mér. Ég mun aldrei gleyma þér amma mín og ég vona að þú gleymir mér ekki, guð geymi þig. Lífið er ei endalaust, en minn- ingin deyr aldrei. Minningu um þig mun ég geyma í hjarta mínu, að eilífu. Ásdís Geirsdóttir. Elsku amma mín. Á daginn horfi ég upp í skýin og mér finnst ég sjá þig horfa niður til mín. Þegar ég ligg niðri og stend síðan upp finnst mér eins og þú togir í mig og hjálpir mér. Ég sakna þín. Blómið blíða, blikar blítt, bláa krónu opnar. Heiðdís Geirsdóttir. Nú er hún Borghildur komin til guðs… og líður ábyggilega rosa- lega vel, sem er fyrir öllu. Ég hef nú bara þekkt hana í 4 ár en mér fannst hún alveg gæða kona, mér fannst hún alltaf rosalega spes, en hún var alltaf rosalega góð við mig, og litlu Aþenu Mjöll, litlu prinsess- una okkar Berglindar, eftir að hún fæddist. En Berglind hafði miklar áhyggjur yfir því hvort að hún myndi ná því að eignast litla prins- essu eða lítinn prins til þess að barnið gæti átt mynd af henni með sér, áður en Borghildur færi, og það náðist. Ég vona að Borghildur hafi það gott núna hjá honum Ásgeiri sínum og vonandi er allt horfið á braut, allur sársauki og öll depurð. Ég veit að Berglind þótti óskap- lega vænt um þig og það er mér mikill heiður að hafa fengið að kynnast þér. Ég reyni eins og ég get að styðja Berglindi í þessari miklu sorg. Guð veri með þér, kæra Borghildur. Elvar Halldórsson. Elsku Bogga mín, þá hefur þú fengið hvíldina, þú varst orðin svo veik, meira en nokkurn grunaði. Þjáningar eru að baki og þú gengur inn í ljósið til föðurins. Ásgeir, Hilmar og systkini munu taka á móti þér. Ég á svo margar minn- ingar frá þeim árum sem ég var hjá þér á sumrin, og beið hvert vor með óþreyju eftir að komast vestur til ykkar. Ekkert gat komið í veg fyrir að ég færi. Svo voru það börnin þín sem ég beið eftir að fá að passa, enda var tekið vel á móti mér þegar ég kom, litlar hendur vöfðu mig örmum. Þegar ég fór að eldast var ég með þér í eldhúsinu og í salnum. Þú hafðir alla tíð yndi af að taka á móti fólki og hlúðir vel að öllum sem komu til þín hvort sem það var um nótt eða dag, gekkst ekki svo sjald- an úr rúmi fyrir ferðalanga sem komu óvænt. Það var margt um manninn á þessum árum. mikið að gera, ég man vel eftir þegar von var á skyldfólki. þá var allt pússað og þrifið og vorum við oft fram á nótt að útbúa rúmin sem best fyrir fólkið, ekki voru heldur veitingar af verri endanum. Við áttum svo margar góðar stundir saman. Þú varst svo kát og smitaðir mig með kæti þinni, þá var hlegið mikið. Stundirnar þegar við vorum tvær vakandi eftir erfiðan dag, nutum við báðar þess að setjast inn í sal og tala saman yfir kaffibolla langt fram eftir nóttu. Eitt sumar var erfitt um vatn, þá var ég 13 ára og þá þurftum við að fara út að á með allan þvott, til að skola, glatt var á hjalla, þó þetta sumar væri erfitt þá gastu hlegið að öllu saman. Elsku Bogga mín, ég veit að ljós Drottins mun lýsa þér og ég er viss um að mamma mín hlúir að þér, löngu búin að búa sig undir komu þína, en ykkur þótti svo vænt hvorri um aðra. Ég kveð þig elsku Bogga mín, megi Guð veita þér hvíld. Elsku Huldís og Geir, Berglind, Bergdís, Ásdís og Heiðdís, megi góður Guð fylgja ykkur í framtíð- inni, hann einn læknar sárin. Elsku Elsa mín og Hilmar og fjölskyldur, megi Guð vaka yfir ykkur. Kom, huggari, mig hugga þú, kom, hönd, og bind um sárin, kom, dögg, og svala sálu nú, kom, sól, og þerra tárin, kom, hjartans heilsulind, kom, heilög fyrirmynd, kom, ljós, og lýstu mér, kom, líf, er ævin þver, kom, eilífð, bak við árin. (Vald. Briem.) Ellý. BORGHILDUR HJARTARDÓTTIR Faðir okkar og tengdafaðir, GUÐMUNDUR STEINÞÓR MAGNÚSSON, Langholtsvegi 60, Reykjavík, sem lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli laugar- daginn 15. febrúar, verður jarðsunginn frá Áskirkju miðvikudaginn 26. febrúar kl. 13.30. Eygló Fjóla Guðmundsdóttir, Eggert Guðjónsson, Erla Sæunn Guðmundsdóttir, Guðmundur Þorkelsson, Gestur Óli Guðmundsson, Lea Þórarinsdóttir, Anna Maggý Guðmundsdóttir, Kristján Guðleifsson, Áslaug Gyða Guðmundsdóttir, Gunnlaugur B. Óskarsson, Guðmundur Heiðar Guðmundsson, Kristín L. Magnúsdóttir, Magnús Guðmundsson, Guðný Kristmundsdóttir, Hrönn Guðmundsdóttir, Uni Guðjón Björnsson, Sigurður Guðmundsson, Sigurlín Alda Jóhannsdóttir. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, dóttir og systir, EYGLÓ ÁSTVALDSDÓTTIR, Laugavegi 41A, Reykjavík, lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi að kvöldi laugardagsins 15. febrúar. Útför hennar fer fram frá Hallgrímskirkju mið- vikudaginn 26. febrúar kl. 13.30. Jóhann Vilbergsson, Halldór Davíð Jóhannsson, Ásthildur María Jóhannsdóttir, Jóhann Eyþór Jóhannsson, Vilberg Sævar Jóhannsson, Ástvaldur Eiríksson, Ragna, Kolbrún, Guðríður, Ásdís, Magnús og Svanhvít. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, MARGRÉT B. ÞORSTEINSDÓTTIR, Laugaskarði, Hveragerði, lést á Landspítalunum við Hringbraut sunnu- daginn 23. febrúar. Útförin fer fram frá Hveragerðiskirkju laugar- daginn 1. mars kl. 14:00. Ester Hjartardóttir, Halldór Sigurðsson, Þorsteinn Hjartarson, Erna Ingvarsdóttir, Jóhanna M. Hjartardóttir, Ragnar M. Sigurðsson og barnabörn. Elskuleg móðir mín, dóttir okkar og systir, SVAVA KRISTINSDÓTTIR, lést á heimili sínu sunnudaginn 23. febrúar. Jarðarförin auglýst síðar. Kristín Líf Abigail Chipa, Kristín Jóhannesdóttir, Guðmundur I. Björnsson, Kristinn J. Sölvason, Somkhan Jípthongchai, Björg Kristinsdóttir, Baldur Guðgeirsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.