Morgunblaðið - 25.02.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.02.2003, Blaðsíða 20
SUÐURNES 20 ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ MEÐ BLAÐINU Í DAG 16 síðna blað um menningu og mat í tilefni Vetrarhátíðar og „Food & Fun“. Geymið blaðið! VEFUR Reykjanesbæjar fær bestu heildarútkomu í úttekt á þjónustu- hlutverki vefja tuttugu stærstu sveitarfélaga landsins. Vefurinn slær sér upp á því að vera góður vett- vangur umræðu og skoðanaskipta en er talinn lakari við frétta- og upplýs- ingamiðlun. Úttekin var gerð í lok síðasta árs og byrjun þessa af Jóni Heiðari Þor- steinssyni og eru niðurstöðurnar bornar saman við könnun sem gerð var 2001. Lagt er mat á þrjá þætti þjónustu, í fyrsta lagi frétta- og upp- lýsingamiðlun, í öðru lagi þjónustu og í þriðja lagi umræður og skoð- anaskipti. Vefur Reykjanesbæjar hefur bætt sig umtalsvert frá fyrri könnun og inniheldur mest af því efni og þjón- ustu sem verið var að skoða í úttekt- inni. Vefur bæjarins fær 75% ein- kunn fyrir þjónustuver, 50% fyrir fréttir og upplýsingamiðlun og 100% fyrir umræður og skoðanaskipti. Heildareinkunn er 77% sem er það hæsta sem sveitarfélag fær. Næstur í röðinni er vefur Reykjavíkurborg- ar, með 69%, og Akranesbæjar, með 68%. Meðaltal þjónustu fimm fjöl- mennustu sveitarfélaga landsins reyndist 56%. Eins og sést á þessum tölum fékk vefur Reykjanesbæjar hámarksein- kunn fyrir umræður og skoðana- skipti en 50% einkunn fyrir fréttir og upplýsingamiðlun dregur heildar- einkunnina niður. Reykjanesbær hefur lengi verið í forystu sveitarfélaga á þessu sviði. Var fyrstur til að veita þessa þjón- ustu á Netinu. Upplýsingavefurinn er í stöðugri þróun og mun úttektin nýtast við að auka enn frekar þjón- ustuþætti, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Reykjanesbæ. Vefur bæjarins með bestu þjónustuna Reykjanesbær KONRNAR í slysavarnadeildinni Þórkötlu voru í óða önn að gera blómvendina klára þegar fréttaritari leit við í húsi björgunarsveitarinnar í Grindavík. Þorgerður Guðmundsdóttir, formaður deild- arinnar, er ánægð með starfsemina hjá kon- unum og sagði: „Við erum um 150 í deildinni og starfið mjög blómlegt og skemmtilegt. Þetta er mesta fjáröflunin hjá okkur og árviss við- burður. Við keyrum út blómvendi til þeirra sem eru búnir að panta en við erum búnar að senda skeyti á bátana í Grindavík og á fleiri staði áður.“ Þorgerður segir að ágóðinn af blómasölunni renni til kaupa á tækjum og búnaði til björg- unarstarfa. Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson Björgunartæki fjármögnuð með blómum Grindavík „ÞESSI félagsskapur hófst árið 1971 og Baðstofan hefur verið starfrækt allar götur síðan, nánast með sama sniði,“ sagði Guðrún Karlsdóttur forsvarsmaður í sam- tali við blaðamann Morgunblaðsins sem leit inn á námskeið hjá félag- inu í Svarta pakkhúsinu í Keflavík. Í Baðstofunni kemur saman hópur fólks sem vinnur að mynd- list. Að sögn Guðrúnar eru fé- lagsmenn mislangt komnir, flestir séu búnir að vera nokkuð lengi en alltaf bætist nýir við og séu boðnir velkomnir. „Við erum alltaf með kennara eða leiðbeinanda hjá okk- ur til þess að kenna aðferðir og gagnrýna. Kennari hjá okkur núna er Ingunn Eydal, grafík- og gler- listamaður, og við hittumst í Svarta pakkhúsinu á þriðjudags- kvöldum.“ Upphaf Baðstofunnar má rekja til þess að þrír áhugamenn, þau Runólfur Elentínusson og systurn- ar Guðrún og Erla Sigurbergs- dætur, auglýstu í Suðurnesjatíð- indum og voru Suðurnesjamenn fljótir að taka við sér. Erlingur Jónsson var fyrsti kennari hópsins en síðan hafa kennarar og leið- beinendur verið allmargir, m.a. Ei- ríkur Smith í mörg ár. Á þeim rúmu 30 árum sem Baðstofan hef- ur verið starfrækt hafa margir listamenn stigið fram en nýir bæt- ast líka í hópinn. Joel E. Balana er einn af þeim, en hann hefur búið í Reykjanesbæ í tvö ár. Gaman að teikna Joel, sem er 15 ára, stundar nám í Myllubakkaskóla í Keflavík og fékk hvatningu frá kennara sín- um að fara í þennan félagsskap. „Einn af kennurum mínum, hún Alma Vestmann, talaði við mig, því hún hafði tekið eftir því að ég var alltaf að teikna. Hún benti mér á myndmenntina í skólanum, en þar sem ég var of seinn í áfangann, hafði hún samband við Guðrúnu til að athuga hvort ég kæmist í þenn- an félagsskap,“ sagði Joel í samtali við blaðamann. Aðspurður sagði Joel að þetta væri mjög skemmtilegt, en hann væri hins vegar ekkert ákveðinn í hvað hann gerði meira með þetta. „Mér finnst mjög gaman að teikna, en hvort ég ætli að verða listamað- ur er ég ekki ákveðinn í.“ Ungur, upprennandi myndlistarmaður á listnámskeiði hjá Baðstofunni í Keflavík „Mér finnst gam- an að teikna“ Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Joel E. Balana er ekki viss um að hann langi að verða listamaður en hefur engu að síður gaman af því að koma í Baðstofuna einu sinni í viku. Keflavík LÖGREGLAN í Hafnarfirði hand- tók tvo menn á Reykjanesbrautinni um miðjan dag á föstudag en þeir voru á leiðinni úr Keflavík þar sem þeir höfðu stolið úr verslunum. Klukkan 15.27 var tilkynnt um grunsamlegar ferðir tveggja manna í Keflavík. Höfðu þeir farið í tvær verslanir og vitni sagðist hafa séð þá stinga munum inn á sig. Lögreglan í Hafnarfirði stöðvaði þá á Reykjanes- brautinni. Í bifreiðinni fundust hinir ýmsu munir sem mennirnir viður- kenndu að hafa tekið ófrjálsri hendi. Þjófarnir náðust í Hafnarfirði Keflavík LÖGREGLAN í Keflavík fór um helgina á tvo tölvuspilasali vegna ábendinga sem borist höfðu um starfsemina og um að þar væru börn og unglingar langt fram eftir kvöld- um. Stöðvaði lögreglan starfsemi staðanna þar sem tilskilin leyfi lágu ekki fyrir. Á föstudagskvöldið voru tveir 13 ára piltar á öðrum staðnum þegar lögreglan kom þar að klukkan 23. Stöðva starf- semi í tölvu- spilasölum Reykjanesbær ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.