Morgunblaðið - 25.02.2003, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 25.02.2003, Blaðsíða 46
ÍÞRÓTTIR 46 ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild kvenna ÍS - Grindavík........................................65:62 Gangur leiksins: 21:15, 29:27, 54:41, 65:62. Stig ÍS: Meadow Overstreet 32, Cecilia Larsson 16, Alda Leif Jónsdóttir 12, Stella Kristjánsdóttir 3, Svandís Sigurðardóttir 2. Fráköst: 25 í vörn - 17 í sókn. Stig Grindavíkur: Denise Shelton 20, Stef- anía Ásmundsdóttir 15, Sólveig Gunnlaugs- dóttir 11, Sigríður Ólafsdóttir 5, María Guðmundsdóttir 5, Erna Magnúsdóttir 3, Petrúnella Skúladóttir 3. Fráköst: 27 í vörn - 9 í sókn. Dómarar: Rögnvaldur Hreiðarsson og Jón Otti Ólafsson. Staðan: Keflavík 18 16 2 1427:958 32 KR 18 11 7 1133:1128 22 Grindavík 18 8 10 1245:1306 16 Njarðvík 18 8 10 1205:1268 16 ÍS 18 6 12 1052:1217 12 Haukar 18 5 13 1037:1222 10 NBA-deildin Washington - Dallas..........................101:106 New Jersey - Orlando .......................105:113 Minnesota - Phoenix .............................99:97 Philadelphia - Cleveland...................116:103 Golden State - Atlanta ........................115:93 Sacramento - New York .......................99:92 LA Lakers - Seattle ..........................106:101 HANDKNATTLEIKUR Þýskaland Kiel - Flensburg ....................................32:33 Staða efstu liða: Lemgo 22 21 0 1 754:599 42 Flensburg 21 18 0 3 659:533 36 Magdeburg 21 16 1 4 648:548 33 Essen 21 13 2 6 596:572 28 Nordhorn 22 13 1 8 647:615 27 Kiel 22 11 3 8 627:595 25 KNATTSPYRNA England Úrvalsdeild: Tottenham - Fulham ............................... 1:1 Teddy Sheringham 40. (víti) - Luis Boa Morte 15. Rautt spjald: Maik Taylor (Ful- ham) 39., Darren Anderton (Tottenham) 43. - 34.704. Staða efstu liða: Arsenal 28 18 6 4 62:30 60 Man. Utd 28 16 7 5 45:26 55 Newcastle 27 16 4 7 45:32 52 Chelsea 28 13 9 6 49:29 48 Everton 28 14 6 8 37:33 48 Charlton 28 13 6 9 39:34 45 Liverpool 28 11 10 7 39:28 43 Tottenham 28 12 7 9 41:38 43 HANDKNATTLEIKUR 1. deild karla, Essodeild: Framhús: Fram - ÍR ..................................20 Varmá: Afturelding - Selfoss ....................20 1. deild kvenna, Essodeild: KA-heimili: KA/Þór - FH ..........................20 Seltjarnarnes: Grótta/KR - Haukar .........20 Vestmannaeyjar: ÍBV - Fram...................20 Víkin: Víkingur - Valur ..............................20 Í KVÖLD Arnar kennir í Sporthúsinu ARNAR Már Ólafsson, golfkennari í Þýskalandi, er á leið til landsins og verður hann við golfkennslu í Sporthúsinu frá 28. febrúar til 9. mars. Þegar Arnar Már kom til landsins í fyrra til að kenna í vikutíma var mikil aðsókn og því ákvað hann að end- urtaka leikinn þannig að áhugasamir geta pantað tíma hjá honum í Sporthúsinu. GOLF ÞÝSKA handknattleiksfélagið Grosswallstadt hefur sýnt áhuga á að fá Aleksandrs Petersons, leik- mann Gróttu/KR, til liðs við sig. Að sögn Kristján Guðlaugssonar, for- manns Gróttu/KR, er það þó enn á byrjunarstigi. „Við höfum heyrt einu sinni frá umboðsmanni og vitum að áhuginn er fyrir hendi, en lengra er það ekki komið að svo stöddu,“ sagði Kristján við Morgunblaðið í gær. Danska félagið Tvis/Holstebro gerði Petersons tilboð fyrir skömmu en hann hafnaði því í síðustu viku. Kristján sagði að von væri á hærra tilboði frá danska félaginu. „Ég tel að það sé 99 prósent öruggt að hann sé á förum frá okk- ur, enda er það eðlileg þróun á hans ferli sem handknattleiksmaður. Hvort það verður til Danmerkur eða Þýskalands er erfitt að segja til um að svo stöddu en ég vona að honum farnist vel og að hann eigi eftir að nýtast íslenska landsliðinu í framtíð- inni,“ sagði Kristján. Petersons er 22 ára, örvhent skytta, og hefur leikið með Gróttu/ KR frá 18 ára aldri en þá kom hann til félagsins frá Lettlandi. Hann fékk íslenskan ríkisborgararétt í desem- ber en þar sem hann lék fyrir hönd Lettlands seint á síðasta ári þarf hann að bíða í þrjú ár þar til hann verður gjaldgengur með íslenska landsliðinu. Grosswallstadt sýn- ir Petersons áhuga Morgunblaðið/Sverrir Alekandrs Petersons THEODÓR Elmar Bjarnason, tæp- lega 16 ára gamall knattspyrnu- maður hjá Start í Noregi, hefur verið valinn í 30 manna úrtakshóp fyrir norska drengjalandsliðið í knattspyrnu. Theodór, sem lengi vel lék með yngri flokkum KR, er einnig í 25 manna hópi sem Lúkas Kostic hefur valið fyrir íslenska drengjalandsliðið í ár og sam- kvæmt heimasíðu KR hefur Theo- dór ákveðið að taka Ísland framyfir Noreg. Valinn af Noregi og Íslandi VÍKINGUR varð Íslandsmeistari í 1. deild kvenna í borðtennis 14. árið í röð. Þær Halldóra Ólafs og Lilja Rós Jóhannesdóttir, sem skipuðu lið Vík- ings, höfðu betur á móti KR í úrslitaleik, 3:2. Meistarar 14. árið í röð FYRRVERANDI landsliðsmaður Englands, Paul Ince, sem nú leikur með 1. deildar liði Wolves, segir við enska fjölmiðla að Alex Ferguson hafi oftar en ekki lagt hart að leik- mönnum Manchester United þess efnis að þeir gæfu ekki kost á sér í enska landsliðið. Ince lék undir stjórn Ferguson hjá Man. Utd. í mörg ár og minnist hann margra til- vika þar sem Ferguson bað enska landsliðsmenn að fara sér „hægt“ eða fara alls ekki í landsleiki sem voru í miðri viku – þar sem Man. Utd. ætti erfiðan leik fyrir höndum þremur dögum síðar. „Ég lét þetta sem vind um eyru þjóta enda vildi ég leika sem flesta landsleiki og það hefur alltaf verið draumur minn frá því ég var barn að leika fyrir hönd Englands,“ segir Ince og telur að Ferguson haldi að Man. Utd. sé stærra og meira en enska landsliðið. „Stundum er það reyndar rétt.“ Þess ber að geta að Ferguson er skoskur og gæti það haft áhrif á við- horf hans til enska landsliðsins. Sömu sögu segir Lee Sharpe sem orðaður er við íslenska liðið Grinda- vík en hann var samherji Ince hjá Man. Utd. „Það komu upp nokkur tilvik þar sem ég lék ekki með tutt- ugu og eins árs liði Englands þar sem Ferguson gaf út þá yfirlýsingu að ég væri meiddur á ökkla, lær- vöðva eða eitthvað álíka. Þá voru löng ferðalög fyrir stafni eða vináttu- landsleikir og Ferguson vildi ekki að ég færi í þessa leiki. Ég varð ávallt við ósk hans enda var betra að hafa hann með sér frekar en á móti,“ seg- ir Sharpe. Reuters Sir Alex Ferguson ræðir hér við einn sinna manna, Ryan Giggs, sem hefur verið orðaður við ítölsk lið að undanförnu. Bað leikmenn að fara sér hægt Jafntefli í spjaldaleik LUNDÚNALIÐIN Totten- ham og Fulham skildu jöfn, 1:1, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á White Hart Lane í gærkvöld, í leik sem bauð upp á mörg opin mark- tækifæri og tvö rauð spjöld. Luis Boa Morte kom Ful- ham yfir með skoti í varn- armann og í markið en rétt fyrir leikhlé var Maik Tayl- or, markvörður Fulham, rekinn af velli fyrir brot og dæmd var vítaspyrna sem Teddy Sheringham jafnaði úr. Ekkert var skorað í síðari hálfleik þrátt fyrir góð færi á báða bóga og þá leit ann- að rautt spjald dagsins ljós. Darren Anderton hjá Tott- enham var rekinn af velli þegar hann fékk sitt annað gula spjald. Jóhann Guðjónsson, formaðurhandknattleiksdeildar Aftur- eldingar, sagði við Morgunblaðið eftir fundinn að ekki yrði opinberað hvernig félagið hygðist bregðast við. „Við munum taka á þessu innan félagsins, gagnvart þeim aðilum sem hlut eiga að máli, og gera allt sem í okkar valdi stendur til að svona lagað gerist ekki aftur. Framkomu sem þessa viljum við ekki sjá í tengslum við íþróttir og þá gildir einu hvort Afturelding, HK eða önnur félög eiga í hlut. Íþróttir eiga að vera skemmtun þar sem tekist er á með eðlilegum hætti innan vallar,“ sagði Jóhann. Þorsteinn Einarsson, formaður HK, sagði að í röðum Kópavogs- félagsins væri málið litið mjög al- varlegum augum. „Við pöntuðum strax upptökur af atvikinu frá báð- um sjónvarpsstöðvunum og munum skoða þær mjög vel. Ef það leiðir í ljós að HK-ingar, sem við berum kennsl á, hafi átt í slagsmálum mun verða tekið á því á viðeigandi hátt og brugðist við í samræmi við eðli brotsins. Stjórnarmenn félagsins hafa rætt þetta mikið sín á milli í gær og dag og málið verður tekið fyrir á fundi aðalstjórnar á morgun (í dag),“ sagði Þorsteinn við Morg- unblaðið. Tekið á mál- um af festu STJÓRN handknattleiksdeildar Aftureldingar ákvað á fundi sínum í gærkvöld að taka af festu á þeim atvikum sem áttu sér stað á bik- arúrslitaleik félagsins gegn HK í Laugardalshöll á laugardaginn. Þar brutust út átök á meðal nokkurra áhorfenda um það bil sem leiknum var að ljúka en þeir sem helstan hlut áttu að máli voru áberandi ölvaðir. Átökin í Laugardalshöll ÍS á alla möguleika á að halda sæti sínu í 1. deild kvenna í körfuknatt- leik eftir sigur á Grindavík í gær- kvöld, 65:62. Þegar tveimur um- ferðum er ólokið er ÍS tveimur stigum á undan Haukum og er að auki með betri útkomu úr innbyrðis viðureignum félaganna. Hauka- stúlkur þurfa því að sigra bæði Keflavík og Grindavík til að eiga möguleika á að forðast fall í 2. deild. ÍS á með sigrinum enn veika von um að komast í fjögurra liða úrslit- in um Íslandsmeistaratitilinn. Hún er fólgin í því að ÍS vinni KR og Njarðvík tapi fyrir Grindavík, og ÍS takist síðan að vinna Njarðvík með 12 stiga mun í síðustu umferðinni. Erlendu leikmennirnir voru at- kvæðamestir í leiknum í gærkvöld því Meadow Overstreet skoraði 32 stig fyrir ÍS og Denise Shelton gerði 20 stig fyrir Grindavík. ÍS styrkti stöðuna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.