Morgunblaðið - 25.02.2003, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 25.02.2003, Blaðsíða 52
52 ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 8. Sýnd kl. 10. Enskur texti Stranglega b.i. 16 ára. Magnaðasti spennuhrollur ársins sem hefur allstaðar slegið í gegn. Hefur verið líkt við “The Sixth Sense” Áður en þú deyrð, færðu að sjá Hann hafði drauma- stúlkuna við hlið sér... ...en áttaði sig á því þegar hún var farin Frumsýnd 28. febrúar Sýnd kl. 6. ísl tal. Sýnd kl. 6. Sýnd kl. 8 og 10.10. Sýnd kl. 6, 8 og 10. Radíó X HK DV ÓHT Rás 2 í mynd eftir Steven Spielberg. Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i. 16. Sýnd kl. 6. Sýnd kl. 10.40. 2 Tilnefningar til Óskarsverðlauna Aukahlutverk karla: Christopher Walken Besta tónlistin: John Williams. BAFTA verðalaunin fyrir Christopher Walken sem besti aukaleikari Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. / Sýnd kl. 8 og 10. EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 5.40, 8, OG 10.20. B. I. 16. Magnaðasti spennuhrollur ársins sem hefur allstaðar slegið í gegn. Hefur verið líkt við “The Sixth Sense” Áður en þú deyrð, færðu að sjá ÁLFABAKKI AKUREYRI HIN 23 ára gamla Norah Jones sópaði að sér Grammy-verðlaunum síðastliðið sunnudagskvöld, alls átta. Þá hlaut Íslendingurinn Steinar Höskuldsson, eða Husky Höskulds eins og hann kallar sig, tvenn verðlaun fyrir vinnu sína sem hljóðupptökustjóri plötu Jones, Come Away With Me (sjá nánar í sunnu- dagsútgáfu Morgunblaðsins, 23. febrúar). Jones þakkaði Husky sérstaklega þegar hún tók við verð- launum fyrir plötuna. Þá ber að geta þess að besta samtíma blúsplatan var valin Don’t Give Up On Me með gömlu kempunni Solomon Burke en þar stýrði Husky jafnframt hljóðupptöku. Platan var og valin plata ársins af hinu virta tónlistartímariti Mojo á dög- unum. Plata Jones, sem er dóttir sítarleikarans þekkta Ravi Shankar, var valin plata ársins, lagið „Don’t Know Why“ var valið smáskífa ársins og hún sjálf sem efnilegasti nýliðinn. Verðlaunaflokkarnir eru fjöldamargir og flóknir á Grammy-hátíðinni sem er verðlaunahátíð bandarísks tónlistariðnaðar. Þannig var platan einnig valin besta „sungna poppplatan“ og besta „sungna kvenpoppplata“ ársins. Lagasmiðurinn Jesse Harris fékk verðlaun sem besti lagasmiðurinn fyrir „Don’t Know Why“ og breiðskífan fékk verðlaun fyrir upptökustjórn og hljóðupptöku. Bruce Springsteen landaði þremur verðlaunum fyr- ir plötu sína, The Rising, sem er innblásin af hryðju- verkunum 11. september 2001. Stríðsváin í Írak setti á líkan hátt nokkuð mark á hátíðina, Sheryl Crow, sem var valin besta rokksöngkonan, kom fram með setninguna „Nei við stríði“ eða „No War“ á gítar- ólinni sinni og nokkrir þeirra sem tilnefndir voru hreyfðu einnig við mótmælum í ræðum sínum. Besta þungarokksveitin var valin Foo Fighters og Íslandsvinirnir í Coldplay fengu tvenn verðlaun, fyrir bestu jaðarrokkplötuna og besta lag með rokksveit („In My Place“). Eminem fékk tvenn verðlaun, fyrir besta mynd- bandið (við lagið „Without Me“) og bestu plötuna (The Eminem Show). Rapparinn Nelly fékk einnig tvenn verðlaun. Sigursælust sveita í sveitarokkinu urðu Dixie Chicks, með fern verðlaun. Þá hlaut Alan Jackson verðlaun þar fyrir besta lagið, „Where Were You (When the World Stopped Turning)“, lag sem samið var í kjölfar hryðjuverkanna 11. september. Úrslit Grammy-verðlaunanna Eminem tekur við verðlaunum frá „vonda stráknum“ eina og sanna, P. Diddy. Reuters Eins og sjá má var Norah Jones vel hlað- in verðlaunum í enda kvölds. Simon og Garfunkel opnuðu hátíðina með perlunni „Sounds of Silence“. Norah og Steinar sigursæl „ÞAÐ ánægjulegasta við þetta að mínu mati er hversu vel henni Noruh Jones gekk,“ segir Steinar Höskuldsson, eða S. Husky Hoskulds eins og kallar sig ytra, þegar Morgun- blaðið sló á þráðinn. Steinar er fyrsti Íslend- ingurinn sem hlýtur Grammyverðlaun. „Þetta segi ég eftir að hafa haft reynslu af því að vinna með henni. Hún átti þetta sannarlega skilið. Gaman líka að sjá ein- hvern annan vinna þetta en „áskrifendur“ eins og Springsteen og Crow. “ Steinar segir að kannski sé nú búin að opnast glæta á Grammy- verðlaununum, að þau fari meira að snúast um tónlistina en pjátrið í kring. „Kunningi minn vann í hittið- fyrra fyrir O Brother, where art thou? kvikmyndatónlistina og Tom Waits vann verðlaun fyrir Mule Variations árið á undan. Þannig að kannski er fólk farið að huga frekar að tónlistinni en áð- ur.“ Steinar segist vissulega ánægð- ur með að hafa fengið verðlaun og segir hlæjandi að honum hafi lítið fundist koma til verð- launanna fyrr en hann hafi fengið þau. „Konan sendir mig ennþá út með ruslið en ég fékk þó reyndar kaffið í bólið í morgun. En ég þurfti engu að síður að fara á fæt- ur kl. 7.“ Okkar maður í L.A. segir vissu- lega að dyr geti opnast í framhaldinu. „Maður veit aldrei hvað gerist en kosturinn við svona verðlaun er auðvit- að sá. Maður nýtti sér t.d. vinnuna við Wallflowers- plötuna (Breach, 2000) sem ákveðið nafnspjald þó það sé nú lítt merkileg plata að mínu mati. Ég viðurkenni það líka að ég hefði viljað sjá Solomon Burke fara lengra, enda er það meira minn stíll.“ Steinar leggur áherslu á það að hann sinni öllum verkefnum af sömu elju, gott sé að fá viður- kenningu en fyrst og fremst skipti það máli að vera sáttur við sín verk þegar upp er staðið. Steinar vill að lokum þakka for- eldrum sínum, Sigríði Magnús- dóttur og Höskuldi Þráinssyni, þennan árangur sinn. „Mamma og pabbi eiga ekki lít- inn þátt í þessu því þau sýndu að það væri ekkert mál að flytja til útlanda og freista gæfunnar. Þau fóru bæði hingað í nám þegar ég var 6 ára og hafa stutt mig alla leiðina í þeirri ákvörðun að gera þetta. Pabbi fann m.a. þetta nám fyrir mig í UCLA, þannig að þau eiga þessi verðlaun með mér!“ Fer enn út með ruslið Steinar Höskuldsson (S. Husky Hoskulds).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.