Morgunblaðið - 25.02.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 25.02.2003, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ALÞJÓÐLEGA Prepar-ed-verkefnið um Suður-landsskjálftana er form-lega sett af stað með ráðstefnu á Hótel Loftleiðum í dag en vinnufundir fóru fram í gær og verður fram haldið á morgun. Megintilgangur verkefnisins er að hagnýta reynsluna af Suðurlands- skjálftunum 17. og 21. júní árið 2000 til að geta dregið úr hættu af jarðskjálftum og þróað aðferðir til að spá betur fyrir um slíkar nátt- úruhamfarir. Evrópusambandið styrkir verkefnið um rúmar 90 milljónir króna og næstu tvö árin munu 14 rannsóknarstofnanir í Evrópu taka þátt í því. Þar af eru fjórar hér á landi, þ.e. Veðurstof- an, sem sér um heildarskipulag og yfirstjórn verkefnisins, Norræna eldfjallastöðin, Raunvísindastofn- un Háskóla Íslands og Verkfræði- stofnun Háskóla Íslands. Aðrir þátttakendur eru frá Svíþjóð, Skotlandi, Þýskalandi, Frakk- landi, Ítalíu og Sviss. Er þetta með stærstu rannsóknarverkefnum á sviði jarðeðlisvísinda sem Íslend- ingar hafa stjórnað. Um 30 vís- indamenn, innlendir og erlendir, taka þátt í Prepared og koma sam- an í Reykjavík þessa dagana. Smáskjálftarnir mikilvægir Ragnar Stefánsson, forstöðu- maður jarðeðlissviðs Veðurstofu Íslands, er yfirverkefnisstjóri. Hann segir í viðtali við Morgun- blaðið að aðdraganda þessa verk- efnis megi í raun rekja aftur til ársins 1988 þegar styrkur fékkst frá Norðurlöndunum til að byggja upp mælingakerfi hér á landi og fara í rannsóknir í tengslum við það. Markmið norræna verkefnis- ins var einnig að skapa grundvöll til að geta sagt fyrir um jarð- skjálfta. „Á grundvelli þessa verkefnis byggðum við upp jarðskjálftamæl- ingakerfið sem við notum með afar góðum árangri í dag. Við nýtum þetta kerfi líka til að vinna úr mæl- ingunum. Út frá öllum þessum litlu skjálftum reynum við að greina hvar spennur séu að hlað- ast upp og hvar sprungur séu að myndast eða stækka,“ segir Ragn- ar en þúsundir smáskjálfta mælast á ári hverju hér á landi. Þeir rata sjaldnast í fjölmiðlana en bera með sér upplýsingar sem eru jafnmik- ilvægar vísindamönnum og stærri skjálftar, og raunar ennþá mikil- vægari þegar að því kemur að reyna að segja fyrir um stóra skjálfta. „Þetta er okkar megin- grunnur fyrir jarðskjálftaspárann- sóknir,“ segir Ragnar. Frá árinu 1996 til 2000 var starf- andi evrópskur rannsóknahópur sem kannaði með styrk frá ESB breytingar sem verða á undan jarðskjálftum, bæði til að greina líkleg áhrif stórra skjálfta, hvar þeir verða og hvenær. „Þetta var nokkurs konar grunnrannsókn fyrir verkefni okk- ar nú. Reynt var að grafast fyrir um rætur breytinga sem verða á undan jarðskjálftum. Verkefnið núna byggist á þessu og þeim mælingum sem þróaðar hafa verið hér á landi. Við stefnum að því að geta gefið út viðvaranir með stutt- um fyrirvara um að jarðskjálftar séu að brjótast út. Slíkar viðvar- anir yrðu nýttar til fyrirbyggjandi aðgerða. Við viljum fá hagnýtar niðurstöður sem geta leitt til þess að við getum dregið úr hættum sem stafar af jarðskjálftum,“ segir Ragnar en fyrra verkefni lauk í raun um það leyti sem Suðurlands- skjálftarnir dundu svo hressilega yfir, báðir í kringum 6,5 stig á Richter. Hann segir rannsóknirnar ekki aðeins byggjast á smáskjálftamæl- ingum. Einnig verði byggt á kerfi Veðurstofunnar, sem fylgist með landbreytingum með GPS-stað- setningartækni, og svonefndum SAR-mælingum sem Norræna eldfjallastöðin kann að túlka, en byggjast á ljósmyndum úr gervi- tunglum af landbreytingum. Til viðbótar verður byggt á þenslu- mælingum Veðurstofunnar í bor- holum á Suðurlandi og afar fjöl- breytilegum jarðfræðirannsókn- um. Á grundvelli allra þessara mælinga verða svo gerð fræðileg líkön til að byggja á í framtíðinni. Ragnar segir ólíkar fræðigrein- ar sameina krafta sína í verkefn- inu, eins og jarðskjálftafræði, jarð- eðlisfræði, jarðfræði, stærðfræði, eðlisfræði og verkfræði. Hann er bjartsýnn á að verkefnið skili góð- um árangri. Með mismunandi for- sendum og aðferðum verði reynt að finna forboða jarðskjálfta. Góð- ar vonir séu um að það takist. En með hve mikilli nákvæmni og góðum fyrirvara verður hægt að spá fyrir um jarðskjálfta? Ragnar svarar því til að ætíð sé erfitt að spá með mikilli nákvæmni. Mik- ilvægast sé að geta sagt fyrir um auknar líkur á jarðskjálfta. „Við stefnum að því að geta var- að við jarðskjálftum með gagnleg- um fyrirvara, til dæmis einum eða tveimur sólarhringum áður. Það nýtist engum að segja fyrir um jarðskjálfta sem gæti orðið eftir eitt eða tvö ár. Við erum að reyna að nálgast það markmið að geta gert eitthvert gagn með viðvörun- um. Eftir fyrri skjálftan 2000 gáfum við Alman nefndinni á Árborgarsvæ Almannavörnum ríkisins um að líklegt væri að s skjálfti væri að bresta á Hestfjalli. Viðvörunin var 25 klukkustundum fyri stóra skjálftann. Teikn send af svæðinu þar sem við mestum umbrotum reyndist vera mjög góð því sem svo gerðist í raun Við sögðum að við gæt sagt til um hvenær þett gerast, en hvöttum alman til að undirbúa sig undir gæti orðið hvenær sem skamms. Við töldum þe vegar ekki það örugga sp væri að senda út viðvöru mennings, það hefði skapa hræðslu og ótta, fanns Verkefnið okkar núna er að gera svona spár nákvæ reyna að meta rétt við samvinnu við Almannava viðeigandi stjórnvöld,“ Ragnar. Hugsanlega mátti spá um fyrri skjálftan Spurður um fyrri Suð skjálftann, sem varð um dag 17. júní 2000, segir R Góðar vonir u kvæmari jarðs Hvar og hvenær verður næsti stóri jarðskjálfti hér á landi? Þessum spurningum ætla nokkrir evrópskir vís- indamenn að gera sér auðveldar með að svara í verkefni sem Ragnar Stefánsson jarð- skjálftafræðingur stýrir. Björn Jóhann Björnsson ræddi við Ragnar og fræddist um verkefnið. „Augu umheimsins munu urstöður liggja fyrir. Við góðan tíma,“ segir Ragna Ragnar Stefánsson ásamt nokkrum af þeim vísindamönnum sem Auk Íslendinga taka Svíar, Skotar, Frakkar, Þjóðverjar, Ítalir o ÁKVÆÐI Í STJÓRNARSKRÁ UM FISKISTOFNANA Ein merkasta samþykkt flokks-þings Framsóknarflokksins,sem lauk sl. sunnudag, fjallar um fiskistofnana við Íslandsstrendur. Þar kemur fram, að Framsóknarflokk- urinn leggi áherzlu á að ákvæði verði sett í stjórnarskrá Íslands um að fiski- stofnarnir séu sameiginleg auðlind allrar þjóðarinnar og sameign hennar. Morgunblaðið telur það sérstakt fagnaðarefni, að flokksþing Framsókn- arflokksins hefur tekið þetta mál upp nú. Það er tímabært að hreyfing komist á það. Fyrir nokkrum misserum sam- þykkti Alþingi löggjöf, sem gerir ráð fyrir, að sjávarútvegurinn hefji greiðslu auðlindagjalds á næsta ári. Það kostaði mikil átök að fá þá löggjöf samþykkta á Alþingi. Nú er tímabært að stíga næsta skref og huga að þeim breytingum á stjórnarskrá, sem flokksþing Framsóknarflokksins legg- ur nú til. Ástæða er til að rifja upp, að það var ein af lykiltillögum hinnar svonefndu Auðlindanefndar, sem skilaði álitsgerð í septemberlok árið 2000, að slíkt ákvæði yrði tekið upp í stjórnarskrá Ís- lands. Auðlindanefnd lagði til að ákvæðið yrði tekið upp í VII. kafla stjórnarskrárinnar og yrði svohljóð- andi: „Náttúruauðlindir og landsréttindi, sem ekki eru háðar einkaeignarrétti, eru þjóðareign, eftir því, sem nánar er ákveðið í lögum. Handhafar löggjafar- og framkvæmdarvalds fara með forsjá, vörzlu og ráðstöfunarrétt þessara auð- linda og réttinda í umboði þjóðarinnar. Náttúruauðlindir og landsréttindi í þjóðareign má ekki selja eða láta var- anlega af hendi til einstaklinga eða lög- aðila. Þó má veita þeim heimild til af- nota eða hagnýtingar á þessum auðlindum og réttindum gegn gjaldi, að því tilskildu, að hún sé tímabundin eða henni megi breyta með hæfilegum fyr- irvara eftir því, sem nánar er ákveðið í lögum. Slík heimild nýtur verndar sem óbein eignarréttindi. Náttúruauðlindir og landsréttindi í þjóðareign ber að nýta á sem hag- kvæmastan hátt og á grundvelli sjálf- bærrar þróunar og skal arði af þeim varið til þess að vernda auðlindirnar, rannsaka þær og viðhalda þeim svo og til hagsældar fyrir þjóðina að öðru leyti.“ Nú er ekki langt í að auðlindagjaldið sjálft komi til framkvæmda. Og þar með er tímabært að hefja umræður um þessa tillögu á ný og hefja undirbúning að því að hún komist til framkvæmda. Ekki er óeðlilegt að ríkisstjórn og Al- þingi beiti sér fyrir því að slíkur und- irbúningur að stjórnarskrárbreytingu hefjist hið fyrsta enda má gera ráð fyr- ir að um þessa tillögu verði víðtæk samstaða. Það er einnig kominn tími til að um- ræður hefjist um aðra þætti í álitsgerð Auðlindanefndar. Grundvallaratriði í tillögum nefndarinnar var að auðlinda- gjald ætti ekki aðeins við í sjávarútvegi heldur einnig þegar um væri að ræða nýtingu annarra auðlinda í þjóðareign. Það er ánægjulegt að Framsóknar- flokkurinn hefur tekið frumkvæði að því að þetta mál verði tekið á dagskrá þjóðfélagsumræðna á nýjan leik. Þegar hér er komið sögu er ekki ástæða til að ætla að um það verði miklar deilur. HAGNAÐUR BANKANNA Afkoma bankastofnana var mjög góðá síðasta ári. Samanlagður hagn- aður Íslandsbanka, Landsbanka, Bún- aðarbanka og Kaupþings banka nam alls tæpum 11 milljörðum króna. Þar af var hagnaður Íslandsbanka um 3,4 milljarðar, Kaupþings banka 3,07 millj- arðar, Búnaðarbanka 2,3 milljarðar og Landsbankans 2,03 milljarðar króna. Þetta er mun betri afkoma en á árinu 2001. Þá nam sameiginlegur hagnaður þessara fjögurra bankastofnana um 6,8 milljörðum og hefur því aukist um 59% milli ára. Munar þar mest um aukningu hjá Kaupþingi og Búnaðarbanka. Sterk staða viðskiptabankanna er fagnaðarefni. Það er mikilvægt að hér á Íslandi séu starfræktar traustar og vel reknar peningastofnanir. Þegar horft er á hagnað bankanna verður einnig að hafa hugfast að hér er um stór fyrirtæki að ræða og mikið hlutafé á bak við þau. Að sama skapi hljóta þessar afkomu- tölur að vekja einhverjar spurningar. Síðustu tvö ár hafa verið erfið ár í þjóð- arbúskapnum. Dregið hefur úr hag- vexti, atvinnuleysi hefur aukist og ein- staklingar jafnt sem fyrirtæki hafa minna fé á milli handanna en áður. Þetta endurspeglast í afkomutölum flestra fyrirtækja og heimila líkt og eðlilegt er, þegar harðnar á dalnum í þjóðarbúskapnum. Þegar þessi fyrirtæki og einstakling- ar horfa á afkomutölur bankanna og sjá hagnað þeirra aukast stórlega á milli ára á sama tíma og atvinnulífið er í lægð er eðlilegt að menn velti fyrir sér hvort hugsanlega séu bankarnir að ganga of langt í gjaldtöku á einhverjum sviðum. Er vaxtamunur hugsanlega of mikill? Er eðlilegt að þjónustu- og þóknunartekjur bankanna aukist um milljarða í sumum tilvikum á milli ára? Þessar tekjur jukust um 29% hjá Bún- aðarbankanum og 13% hjá Landsbank- anum en drógust lítillega saman á milli ára hjá Íslandsbanka og um 16% hjá Kaupþingi banka. Í síðustu viku var kynnt ný skýrsla Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja um að færa húsnæðislánakerfið yfir til fjármálafyrirtækjanna. Er það niður- staða skýrslunnar að með því yrðu ís- lensk fjármálafyrirtæki samkeppnis- hæfari og gætu bætt arðsemi og lækkað kostnaðarhlutfall enn frekar. Frá sjónarhóli almennings er hins vegar ekki víst að þessar tillögur hljómi jafnvel. Markmið núverandi húsnæðislánakerfis er að gera almenn- ingi kleift að eignast eigið húsnæði. Í því skyni eru boðin ríkistryggð húsbréf á góðum kjörum. Ef ríkið færi út af húsnæðislánamarkaðnum er ljóst að vextir á fasteignalánum mundu hækka. Það gerist ekki ef ríkisábyrgðinni er viðhaldið en vissulega er álitamál, hvort það sé skynsamlegt. Þá má líka velta því fyrir sér hvers vegna ætti að færa kerfið yfir til viðskiptabanka. Hversu langt á að ganga í að auka arð- semi bankanna? Allt er þetta spurning um jafnvægi í samfélagi okkar og spurning hvort það er að raskast um of.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.