Morgunblaðið - 25.02.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 25.02.2003, Blaðsíða 38
HESTAR 38 ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Reiðfatnaður Náttúrulegur lífsstíll FREMSTIR FYRIR GÆÐI MÓTAFENGUR skal hann heita samanber Íslandsfengur og síðar Worldfengur Bændasamtakanna. Með tilkomu hans má gera ráð fyrir straumhvörfum í skráningu kepp- enda á mót, öllum útreikningum og frágangi á mótaskýrslum sem er talsverð vinna í. Þá mun með til- komu hans byggjast upp miðlægur gagnagrunnur sem hefur að geyma úrslit afstaðinna móta þar sem hægt er að kalla fram árangur einstakra hesta og eða knapa. Mótafengur verður til að byrja með í vörslu og umsjá Bændasam- takanna en að sögn Jóns Baldurs Lorange, forstöðumanns tölvudeild- ar samtakanna, verður hann í fram- tíðinni hjá Skýrr eins og Worldfeng- ur er nú. Eigandi hans er Hesta- miðstöð Íslands sem hefur fjár- magnað gerð hans en hestamanna- félögum leigður aðgangur. Munu þau greiða 100 krónur af hverri skráningu en þó aðeins af þeim keppendum sem mæta til leiks. Notkun Mótafengs verður með þeim hætti að félag sem hyggst halda mót tengist forritinu gegnum Netið og fær eftir þeim leiðum annað forrit sem heitir Kappi. Ekki þarf að vera nettenging meðan á móti stend- ur heldur er Kappi notaður á móts- stað. Skráning fer þannig fram að keppandi gefur upp kennitölu sína og fæðingarnúmer hests en sam- kvæmt samþykkt LH má einungis keppa á grunnskráðum hrossum í Worldfeng. Einnig gefur viðkom- andi upp þær keppnisgreinar sem hann hyggst taka þátt í. Félagaskrár hestamannafélaga verða keyrðar inn á kerfið árlega og verða því upplýs- ingar um alla væntanlega keppendur fyrirliggjandi inni á kerfinu sömu- leiðis. Í framtíðinni er gert ráð fyrir að keppendur geti skráð sig beint með tölvupósti en sá möguleiki verð- ur ekki fyrir hendi til að byrja með. Allar skráningar fyrir mót eru skráðar inn á Mótafeng og sér kerfið um að útbúa texta mótaskrár strax að lokinni skráningu. Þá verða öll eyðublöð sem nota þarf á mótinu tilbúin um leið. Að loknu móti er hægt að ganga frá öllum skýrslum í Kappa en síðan þarf að sjálfsögðu nettengingu til að koma skýrslunum til Landssam- bands hestamannafélaga og Íþrótta- sambands Íslands. Að sögn þeirra félaga hefur verið leitast við að gera viðmót Mótafengs sem einfaldast og þægilegast í notk- un og mögulegt er. Notendur þurfa að hafa lágmarks tölvukunnáttu til að geta nýtt sér kerfið. Í ráði er að halda í vor námskeið í notkun Móta- fengs fyrir þá sem koma að móta- haldi. Ætla má að Mótafengur auðveldi mjög og flýti fyrir allri vinnu við undirbúning og frágang við móta- hald. Þá mun notkun hans virka hvetjandi á að hestamenn láti grunnskrá hross sín og hér hefur verið minnst á þá miklu heimilda- söfnun. Ætla má að þetta fyrirkomu- lag stuðli mjög að samræmingu á út- reikningum og þeim reglum sem farið er eftir á löglegum mótum sam- kvæmt reglum LH. Þeir félagar full- yrtu að útilokað væri að reiknings- skekkjur á borð við þær sem urðu á tveimur síðustu landsmótum myndu gerast. Þá er stefnt að því að nýta þær tölulegu upplýsingar sem safnast um árangur hrossa í keppnum í kyn- bótamat Bændasamtaka Íslands. Verður án efa spennandi að sjá hvernig kerfið muni virka í vor þeg- ar félögin fara að halda íþrótta- og gæðingamót. Nýja tölvukerfi HMÍ, LH og BÍ tilbúið til notkunar Mótafengur mun valda straumhvörfum Mótafengur mun senn líta dagsins ljós en þar er um að ræða nýtt for- rit til nota við mótahald hestamannafélaga í framtíðinni. Stefnt er að því að forritið verði tek- ið í notkun í vor og hefur það verið prufukeyrt síðustu daga. Valdimar Kristinsson fræddist um kerfið hjá Oddi Haf- steinssyni, Jóni Baldri Lorange og Þorsteini Broddasyni. Morgunblaðið/Vakri Þau eru mörg handtökin sem leysa þarf af hendi á hestamótum en nú fá hestamenn góðan liðsauka í Mótafeng sem talinn er eiga eftir að létta mjög störfin bæði við undirbúning og framkvæmd móts. NOKKUÐ líflegt var í hestamóta- haldi um helgina. Húnvetningar héldu sitt annað mót í meistara- keppni sinn, að þessu sinni á í reið- höllinni Arnargerði á Blönduósi og var keppt í fjórgangi. Fáksmenn héldu sitt mót í blíðskaparveðri en því hafði verið frestað vegna veðurs. Svo var hið árlega grímutölt Sörla- manna í Hafnarfirði sem nú var kennt við Beck’s léttölið, væntan- lega. Að síðustu er svo að nefna opna Bautamótið í skautahöllinni á Akureyri sem er að öllu líkindum annað tveggja móta sem þar verða haldin í vetur en hitt kallast Stjörnutölt. Harðarmenn héldu einnig sitt árlega árshátíðarmót en hafa farið mjög leynt með úrslitin. Þá má geta þess að mikið mót verður haldið á sjálfu Mývatni hinn 15. mars næstkomandi væntanlega ef ísar leyfa. Þar munu menn spreyta sig og hesta sína í tölti á beinni braut í flokki atvinnumanna og eins opnum flokki. Einnig verður skeiðhestum beitt í 100 metra flug- skeiði. Á mótið hefur verið boðið ýmsum stórstirnum hestamennsk- unnar en þar fyrir utan er öllum heimil þátttaka. Verðlaun verða mjög vegleg og má þar nefna far- miða með Icelandair fyrir fyrsta sæti í öllum greinum. En úrslit mót- anna sem bárust eru eftirfarandi: Vetrarmót Fáks haldið á Víði- völlum Pollar 1. Eydís Arnardóttir, Dúna frá Neðra-Vatnshorni, 7 v. jörp 2. Nína M. Hauksdóttir, Þrumu- Stjarni, 10 v. brúnn 3. Sigurður Helgason, Faxi frá Sogni,13 v. rauðglófextur 4. Árni B. Árnason, Gefjun, 6 v. rauð 5. Andrea Jónsdóttir, Krulli, 7 v. rauður Börn 1. Sara Sigurbjörnsdóttir, Hergill frá Oddhóli, 5 v. dökkjarpur 2. Rúna Helgadóttir, Reykur frá Hesti, 7 v. bleikálóttur 3. Vigdís Matthíasdóttir, Ögri frá Laugavöllum, 8 v. jarpblesóttur 4. Lilja Ó. Alexandersdóttir, Krapi frá Miðhjáleigu, 9 v. grár 5. Edda H. Hinriksdóttir, Von frá Bjarnastöðum, 8 v. steingrá Unglingar 1.Valdimar Bergstað, Sólon frá Sauðárkróki, 12 v. brúnblesóttur 2. Haukur Magnússon, Blökk, 4 v. brún 3. Sigríður Þyrí, Gunna vinkona, 8 v. rauðtvístjörnótt 4. Ellý Tómasdóttir, Víðir, 10 v. brúnn 5. Björn Ástmarsson, Munkur frá Hjarðarhaga, 6 v. brúnn Konur 2 1. Anna K. Kristinsdóttir, Ímynd frá Reykjavík, 6 v. rauðblesótt 2. Auður Möller, Sölvi frá Hólavatni, 9 v. rauðblesóttur 3. Elisabeth Pauser, Saga 4. Hallveig Fróðadóttir, Pardus frá Hamarshjáleigu, 7 v. jarpur 5. Elísabet Gígja, Tígull, 10 v. rauð- stjörnóttur, leistóttur aft. Karlar 2 1. Sigurþór Jóhannesson, Hrafn- hildur frá Hömluholti, 10 v. brún 2. Jakob Jónsson, Komma, 9 v. rauð 3. Jónas Hallgrímsson, Skylmingur, 8 v. bleikálóttur 4. Árni Guðmundsson, Erró, 9 v. brúnn 5. Ólafur E. Ólafsson, Litla-Svört, 5 v. svört Konur 1 1. Hulda Gústafsdóttir, Kólfur frá Stangarholti, 9 v. steingrár 2. Lena Zielinski, Kópur frá Voð- múlastöðum, 7 v. brúnn 3. Rósa Valdimarsdóttir, Heikir frá Álfhólum, 6. jarpur 4. Þórdís E. Gunnarsdóttir, Skellur frá Hrafnkelsstöðum, 10 v. rauð- stjörnóttur 5. Sara Ástþórsdóttir, Villirós, 6 v. brún Karlar 1 1. Alexander Hrafnkelsson, Nói frá Búlandi,7 v. brúnstjörnóttur 2. Tómas Snorrason, Skörungur frá Bragholti, 9 v. bleikblesóttur 3. Hinrik Bragason, Höfgi frá Ár- túnum, 6 v. dökkjarpur 4. Ísólfur Þ. Líndal, Valdís frá Blesastöðum, 6 v. rauðstjörnótt 5. Jón F. Hansson, Þiðrandi, 6 v. sótrauðtvístjörnóttur Beck’s open grímutölt haldið reið- höllinni Sörlastöðum Börn 1. Jón B. Smárason, Sörla, (Pink Lady), Fiðla frá Ketu, 9 v. brún 2. Úndínda Ý. Þorgrímsdóttir, Fáki, (Fallinn engill), Oddviti frá Vatnshömrum, 7 v. brúnn 3. Skúli Þ. Jóhannsson, Sörla, (Vampíra), Gjafar frá Hafnarfirði, 9 v. jarpur 4. Berta M. Waagfjörð, Gusti, (Pink Lady), Gorbi frá Haga, 10 v. mó- álótt 5. Linda Pálsdóttir, Sörli, (Queen of the devil), Nótt frá Miðkoti, 7 v. brún Besti búningur Vilhjálmur Þorvaldsson, Sörla, (Ís- lenski Fáninn), Árvakur frá Sand- hól, 13 v. rauðstjörnóttur Unglingar 1. Rósa B. Þorvaldsdóttir, Sörla, (Slæðan), Bylur frá Kleifum, 6 v. grár 2. Bjarnleifur S. Bjarnleifsson, Gusti, (Arabafursti), Vængur frá Köldukinn, 7 v. brúnskj. 3. Viggó Sigurðsson, Sörla, (Hers- höfðingi), Sokki frá Langárfossi, 12 v. jarpskjóttur Sandra L. Þórðardóttir, Sörla, (Sígauni), Gnýr frá Langholti II, 11 v. rauð- ur Margrét F. Sigurðardóttir, Sörla, (Emil í Kattholti), Fjóla frá Hrólfsstöðum, 7 v. rauðbl. Besti búningur Sandra L. Þórðardóttir, Sörla, (Sígauni), Gnýr frá Langholti II, 11 v. rauður Ungmenni 1. Perla D. Þórðardóttir, Sörla, (Apaköttur), Hrókur frá Enni, 7 v. brúnn 2. Geir Harrýsson, Sörla, (Pípar- inn), Kári frá Ekru, 8 v. brúnn Besti búningur Geir Harrýsson, Sörla, (Pípar- inn), Kári frá Ekru, 8 v. brúnn Opinn flokkur 1. Ragnhildur Benediktsdóttir, Þyti, (Hjúkka), Röst frá Krossanesi, 10 v. rauðblesótt 2. Hannes Sigurjónsson, Sörla, (Bangsimon), Stormur frá Strönd, 8 v. rauður 3. Hreiðar H. Hreiðarsson, Gusti, (The Devil), Bleikur frá Haga, 9 v. bleikur 4. Inga C. Campos, Sörla, (Álfur), Sunna frá Sauðhaga, 9 v. jörp 5. Unnur O. Ingvarsdóttir, Sörla, (Andarungi), Ylfa frá Hafnarfirði, 13 v. jörp Besti búningur Inga C. Campos, Sörla, (Álfur), Sunna frá Sauðhaga, 9 v. jörp Tilþrifaverðlaun Unnur O. Ingvarsdóttir, Sörla, (Andarungi), Ylfa frá Hafnarfirði, 13 v. jörp Opna Bautamótið haldið í skautahöllinni á Akureyri 1. Hans Kjerúlf, Freyfaxa, á Hirti frá Úlfsstöðum, 7,53 2. Vignir Sig- urólason, Grana, á Sigri frá Húsa- vík, 7,37 3. Gísli Haraldsson, Þjálfa, á Hraunu frá Húsavík, 7,31/7,24 4. Magnús B. Magnússon, Stíganda, á Létti frá Álftagerði, 7,27 5. Stefán Friðgeirsson, Hring, á Tvisti frá Dalvík, 7,02 6. Björgvin D. Sverr- isson, Létti, á Baróni frá Önguls- stöðum, 6,78 7. Hólmgeir Valde- marsson, Létti, á Reyni frá Hólshúsum, 6,76 8. Þorbjörn Matth- íasson, Létti, á Dósent frá Brún, 6,68 9. Ingimar Ingimarsson, Stíg- anda, á Stör frá Syðra-Skörðugili 6,59 Meistarakeppni Húnvetninga Fjórgangur/áhugamenn 1. Eline Schrijver á Vörpu frá Hofi, 6 v., 5,38 2. Eydís Ó. Indr- iðadóttir á Háleggi frá Grafarkoti, 8 v., 5,38 3. Sigrún Þórðardóttir á Dagrúnu frá Höfðabakka, 6 v., 5,02 4. Elín Jónasdóttir á Tinnu frá Þor- kelshóli, 14 v., 4,26 5. Verena Grub- er á Fleyg frá Kjarri, 6 v., 3,70. Opinn flokkur 1. Jón K. Sigmarsson á Kjarki frá Steinnesi, 5 v., 6,52 2. Jóhann B. Magnússon á Fóstra frá Bessastöð- um, 6 v., 6,00 3. Valur Valsson á Gloríu frá Flögu, 6 v., 5,84 4. Herdís Einarsdóttir á Aríu frá Grafarkoti, 7 v., 5,40 5. Tryggvi Björnsson á Ariel frá Höskuldsstöðum, 6 v., 4,68. Stórmót á Mývatni í mars
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.