Morgunblaðið - 25.02.2003, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 25.02.2003, Blaðsíða 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Frábær svört kómedía með stórleikurunum Jack Nicholson og Kathy Bates sem bæði fengu tilnefningar til Óskarsverðlauanna í ár fyrir leik sinn í myndinni. 2 Tilnefningar til Óskarsverðlauna:Aðalhlutverk karla: Jack Nicholson.Aukahlutverk kvenna: Kathy Bates. RADIO X SV MBL  Kvikmyndir.co m  SG DV SV. MBL Kvikmyndir.com HK DV Tilnefningar til Óskarsverð- launa þ. á. m. besta mynd13 Sýnd kl. 6.Sýnd kl. 6. Búðu þig undir D-daginn 28. febrúar Sýnd kl. 8 og 10.20.Sýnd kl. 8 og 10.20. Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10. B.i. 12. Sýnd kl. 3.45 og 5.50.Sýnd kl. 4 og 6. Ísl. tal. 400 kr. Miðasala opnar kl. 15.30 HUGSAÐU STÓRT Njósnarinn Alex Scott er að fara í sitt hættulegasta verkefni til þessa...með ennþá hættulegri félaga! Sýnd kl. 8. B.i. 16. Sýnd kl. 4, 8 og 10.10. B.i. 16. kl. 5.30. Sýnd kl. 8. Bi. 12 ára. kl. 9. Frábær mynd sem frá leik- stjóranum Martins Scorsese með stórleikurunum Leonardo DiCaprio, Daniel Day-Lewis og Cameron Diaz. Tilnefningar til Óskarsverðlauna, þ.á.m.besta mynd og besti leikstjóri10 Búðu þig undir D-daginn 28. febrúar  HJ MBL OFURHUGINN trónir enn á toppi listans yfir vinsælustu bíómyndir í Norður-Ameríku, aðra helgina í röð. Þykir það enn treysta stöðu Bens Afflecks sem alvöru kvikmynda- stjörnu, leikara sem borið getur heila stórmynd á herðum sér. Þessi fyrsta stórmynd ársins er nú svo gott sem búin að svara kostnaði og ætti að skila dágóðum hagnaði áð- ur en yfir lýkur, sem segir manni að- eins eitt – framhaldsmyndirnar eru komnar á teikniborðið. Ofurhuginn verður frumsýndur hér á landi um næstu helgi. Af þeim myndum sem frumsýndar voru fyrir helgi komast fjór- ar á topp tíu. Best gekk gamanmyndin Af gamla skólanum (Old School) eftir Todd Phillips sem gerði hina vinsælu Ferðalagið (Road Trip). Myndin fjallar um þrjá félaga á fertugsaldri, leiknir af Luke Wilson, Will Ferrell og Vince Vaughn, með snemmbúinn gráan fiðring. Þeir sjá skólaárin í rósrauðum ljóma, sakna allra villtu partíanna og kátu stelpnanna og ákveða því að stofna bræðralag í þeirri von að endurheimta gamla góða tíma. Myndin hefur fengið misjafna dóma en á greini- lega sína spretti, einkum þegar Saturday Night Live-uppáhaldið Will Ferrell er í mynd, en hann er sagður óborganlegur. Líf Davids Gale er af allt öðrum toga en þar fer grafalvarleg ádeila á dauðarefsingu eftir Alan Parker. Myndin sem skartar stórleikurunum Kevin Spacey, Kate Winslet og Lauru Linney í aðalhlutverkum hef- ur vægast sagt fallið í grýttan jarðveg hjá gagnrýnendum vestra, sem kvarta flestir und- an því að kappið sé meira en forsjáin og að boðskapurinn sé með eindæmum klaufalega fram settur. Ekki fékk stríðsmyndin sögulega Guðir og herstjórar betri viðtökur gagnrýnenda sem flestir sögðu hana lítt spennandi og þurra, rétt eins og um einhverja fræðslumynd væri að ræða. Blánætti (Dark Blue) er myrk löggumynd með Kurt Russell, gerð af Ron Shelton, sem gerist í borginni Los Ang- eles, nokkrum dögum áður en fjórir hvítir lögreglumenn eru sýknaðir af ásökunum um að hafa gengið of harkalega í skrokk á blökkumann- inum Rodney King. Will Ferrell með gamla kærustu frá skólaárunum. Ofur- hugahelgi                                                                                    !    "  "     #         $            %&' (&) &' %&* %&) (& *&+ +&% ,&% ,&) (&, (&) *+&' )& '+&+ (& ++&+ +&% ,&% ++&+ KEPPT var sem aldrei fyrr í frjáls- um dönsum í íþróttahúsi Fram um helgina. Keppnin er haldin á vegum félagsmiðstöðvarinnar Tónabæjar og voru um 300 keppendur á hvoru kvöldi. Kynnir fyrra kvöldið var Rósa Björk Brynjólfsdóttir og seinna kvöldið Björn Thors leiklist- arnemi. Steinar Júlíusson, einn skipu- leggjenda keppninnar, segir að gaman sé að segja frá því að dans- kennsla Írisar Steinarsdóttur í Vestmannaeyjum hafi borið árang- ur. Hún flutti til Eyja fyrir um ári og er búin að kenna frjálsa dansa í líkamsræktarstöðinni þar. Á fyrra kvöldinu vann einmitt Blossi frá Vestmannaeyjum FRÆ-bikarinn. Á seinna kvöldinu kepptu sex hópar og tveir einstaklingar frá Vest- mannaeyjum og lenti hópurinn Svörtu þrumurnar í þriðja sæti. Úrslitin í heild Íslands- og Reykjavíkurmeist- arakeppnin í aldursflokknum 13–17 ára fór fram á föstudagskvöldið. Hópurinn Eldmóður varð bæði Reykjavíkur- og Íslandsmeistari í hópakeppni. Helga Jóna Magn- úsdóttir varð einnig bæði Reykja- víkur- og Íslandsmeistari í einstak- lingskeppni. Kínverskar dúkkulísur úr Reykjavík urðu í öðru sæti í Ís- landsmeistarakeppninni í hópa- keppni og Englaþrumur, einnig úr Reykjavík, lentu í því þriðja. Hvatningarverðlaun til landsbyggðarinnar Fulltrúar landsbyggðarinnar vöktu einnig athygli. Heiður Hall- freðsdóttur frá Akranesi lenti í öðru sæti í Íslandsmeistarakeppn- inni í einstaklingskeppni og Inga Birna Friðjónsdóttir frá Sauð- árkróki hafnaði í þriðja sætinu. Inga Birna varð einnig FRÆ- meistari í einstaklingskeppni. Hóp- urinn Blossi frá Vestmannaeyjum varð FRÆ-meistarar í hópakeppni. FRÆ er heiti á bikar sem gefinn hefur verið til keppninnar til þeirra, sem koma utan höfuðborg- arsvæðisins. Þessi hvatningar- verðlaun voru fyrst afhent árið 2001 og stendur fyrir framsækni, ræktun og ætlunarverk. Gefandi bikarsins er danskennarinn Dagný Björk Pjetursdóttir. Freestyle-keppni Tónabæjar í aldursflokknum 10–12 ára fór fram á sama stað á laugardaginn. Freestyle-meistarar í hópa- keppni urðu Nikita úr Reykjavík, í öðru sæti varð Legolas úr Reykja- vík og í 3.–4. sæti urðu Tuskudúkk- urnar og Svörtu þrumurnar. Freestyle-meistari í einstaklings- keppni í þessum aldurshóp varð Guðrún Nielsen af Seltjarnarnesi, Kristjana Sæunn Ólafsdóttir úr Kópavogi lenti í öðru sæti og Bríet Hjaltalín í því þriðja. Freestyle-meistarar í hópakeppni 10–12 ára urðu Nikita úr Reykjavík. Inga Birna Friðjónsdóttir frá Sauðárkróki lenti í þriðja sæti í Íslandsmeistarakeppninni í ein- staklingskeppni og varð einnig FRÆ-meistari. Morgunblaðið/Sverrir Eldmóður varð bæði Reykjavíkur- og Íslandsmeistari í hópakeppni 13–17 ára. Fjör í frjálsum dansi Freestyle-keppni Tónabæjar haldin um helgina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.