Morgunblaðið - 26.02.2003, Síða 7

Morgunblaðið - 26.02.2003, Síða 7
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 2003 7 DAGLEGT flug Iceland Express til London og Kaupmannahafnar hefst á morgun, fimmtudag. Í tilefni af því koma hingað til lands 33 breskir blaðamenn. Ólafur Hauksson, talsmaður Ice- land Express, segir að samið hafi ver- ið við fjölda breskra fjölmiðla um að kynna Ísland og Iceland Express gegn því að lesendur, áhorfendur eða hlustendur fái ferðir til Íslands í vinn- ing. Ennfremur sé verið að skipu- leggja viðamikla auglýsingaherferð til að fjölga ferðamönnum utan fjöl- mennasta ferðamannatímans. Ólafur segir að fyrirtækið hafi ráð- ið almannatengslafyrirtæki í London til að sjá um öll kynningarmál. Það hafi gert samninga við alls konar fjöl- miðla um að gefa farmiða og í fram- haldinu koma sjónvarpsmenn frá BBC hingað til lands í mars. Hann segir þetta hagstæðustu leiðina til að koma Íslandi á framfæri enda sé óskaplega dýrt að auglýsa í dagblöð- um. 15 íslenskir flugliðar hafa verið ráðnir til að þjónusta farþega sem fljúga undir merkjum Iceland Express. Til að byrja með munu breskir flugmenn á vegum flugfélags- ins Astraeus fljúga vélinni, en yfir- flugstjóri félagsins hefur átt viðræður við íslenska flugmenn um að koma til starfa hjá félaginu. Iceland Express 33 breskir blaðamenn fylgjast með fluginu VEGAGERÐIN hefur óskað eftir til- boðum í lagningu vegar og smíði brúar yfir Kolgrafarfjörð á norð- anverðu Snæfellsnesi en verkið er boðið út á Evrópska efnahagssvæð- inu. Vegurinn verður 7,3 kílómetra langur og á að vera með 6,3 metra breiðu slitlagi. Reist verður 230 metra brú og 530 metra fylling með grjótvörn yfir Kolgrafarfjörð. Brúin verður eft- irspennt bitabrú með fjórum milli- stöplum þannig að haf á milli stöpla verður nálægt 45 metrum en dýpi í hafmiðju er um átta metrar. Að sögn Eymundar Runólfssonar hjá Vegagerðinni á að skila tilboðum fyrir 10. mars og á verkinu að vera að fullu lokið í október árið 2005. Hann segir nýja veginn munu stytta leiðina um norðanvert Snæfellsnes umtalsvert eða um 6,2 kílómetra auk þess sem öryggi vegfarenda aukist verulega. Skv. upplýsingum Vegagerð- arinnar má líta svo á að þegar fram- kvæmdum við Kolgrafarfjörð verði lokið verði norðanvert Snæfellsnes eitt samgöngusvæði, sem muni styrkja byggðina þar verulega. Landfylling og brú yfir Kol- grafarfjörð                      ♦ ♦ ♦ ÁRLEGUR samráðsfundur nor- rænna þingforseta verður haldinn í Reykjavík dagana 26.–28. febrúar. Halldór Blöndal, forseti Alþingis, mun taka á móti starfssystkinum sínum frá Norður- löndunum, Ivari Hansen, forseta danska þingsins, Riittu Uosukai- nen, forseta finnska þingsins, Jørgen Kosmo, forseta norska þingsins, og Birni von Sydow, forseta sænska þingsins. Á meðal umræðuefna á fundi þing- forsetanna er alþjóðlegt samstarf þjóðþinga, norræn sýn á stækkun Evrópusambandsins, samstarf þing- nefnda norrænu þinganna og örygg- ismál í þingunum. Á meðan norrænu þingforsetarnir dvelja hér á landi munu þeir meðal annars skoða handritasýningu í Þjóð- menningarhúsinu, heimsækja Ís- lenska erfðagreiningu og sækja tón- leika með Sinfóníuhljómsveit Íslands, segir í fréttatilkynningu. Fundur nor- rænna þing- forseta í Reykjavík Halldór Blöndal

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.