Morgunblaðið - 26.02.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 26.02.2003, Blaðsíða 7
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 2003 7 DAGLEGT flug Iceland Express til London og Kaupmannahafnar hefst á morgun, fimmtudag. Í tilefni af því koma hingað til lands 33 breskir blaðamenn. Ólafur Hauksson, talsmaður Ice- land Express, segir að samið hafi ver- ið við fjölda breskra fjölmiðla um að kynna Ísland og Iceland Express gegn því að lesendur, áhorfendur eða hlustendur fái ferðir til Íslands í vinn- ing. Ennfremur sé verið að skipu- leggja viðamikla auglýsingaherferð til að fjölga ferðamönnum utan fjöl- mennasta ferðamannatímans. Ólafur segir að fyrirtækið hafi ráð- ið almannatengslafyrirtæki í London til að sjá um öll kynningarmál. Það hafi gert samninga við alls konar fjöl- miðla um að gefa farmiða og í fram- haldinu koma sjónvarpsmenn frá BBC hingað til lands í mars. Hann segir þetta hagstæðustu leiðina til að koma Íslandi á framfæri enda sé óskaplega dýrt að auglýsa í dagblöð- um. 15 íslenskir flugliðar hafa verið ráðnir til að þjónusta farþega sem fljúga undir merkjum Iceland Express. Til að byrja með munu breskir flugmenn á vegum flugfélags- ins Astraeus fljúga vélinni, en yfir- flugstjóri félagsins hefur átt viðræður við íslenska flugmenn um að koma til starfa hjá félaginu. Iceland Express 33 breskir blaðamenn fylgjast með fluginu VEGAGERÐIN hefur óskað eftir til- boðum í lagningu vegar og smíði brúar yfir Kolgrafarfjörð á norð- anverðu Snæfellsnesi en verkið er boðið út á Evrópska efnahagssvæð- inu. Vegurinn verður 7,3 kílómetra langur og á að vera með 6,3 metra breiðu slitlagi. Reist verður 230 metra brú og 530 metra fylling með grjótvörn yfir Kolgrafarfjörð. Brúin verður eft- irspennt bitabrú með fjórum milli- stöplum þannig að haf á milli stöpla verður nálægt 45 metrum en dýpi í hafmiðju er um átta metrar. Að sögn Eymundar Runólfssonar hjá Vegagerðinni á að skila tilboðum fyrir 10. mars og á verkinu að vera að fullu lokið í október árið 2005. Hann segir nýja veginn munu stytta leiðina um norðanvert Snæfellsnes umtalsvert eða um 6,2 kílómetra auk þess sem öryggi vegfarenda aukist verulega. Skv. upplýsingum Vegagerð- arinnar má líta svo á að þegar fram- kvæmdum við Kolgrafarfjörð verði lokið verði norðanvert Snæfellsnes eitt samgöngusvæði, sem muni styrkja byggðina þar verulega. Landfylling og brú yfir Kol- grafarfjörð                      ♦ ♦ ♦ ÁRLEGUR samráðsfundur nor- rænna þingforseta verður haldinn í Reykjavík dagana 26.–28. febrúar. Halldór Blöndal, forseti Alþingis, mun taka á móti starfssystkinum sínum frá Norður- löndunum, Ivari Hansen, forseta danska þingsins, Riittu Uosukai- nen, forseta finnska þingsins, Jørgen Kosmo, forseta norska þingsins, og Birni von Sydow, forseta sænska þingsins. Á meðal umræðuefna á fundi þing- forsetanna er alþjóðlegt samstarf þjóðþinga, norræn sýn á stækkun Evrópusambandsins, samstarf þing- nefnda norrænu þinganna og örygg- ismál í þingunum. Á meðan norrænu þingforsetarnir dvelja hér á landi munu þeir meðal annars skoða handritasýningu í Þjóð- menningarhúsinu, heimsækja Ís- lenska erfðagreiningu og sækja tón- leika með Sinfóníuhljómsveit Íslands, segir í fréttatilkynningu. Fundur nor- rænna þing- forseta í Reykjavík Halldór Blöndal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.