Morgunblaðið - 09.03.2003, Page 18

Morgunblaðið - 09.03.2003, Page 18
18 SUNNUDAGUR 9. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ E F ÍSLENDINGAR læra ekki af reynsl- unni í utanríkismál- um getur það haft afdrifaríkar afleið- ingar fyrir þjóðar- hag. Að minnsta kosti er það skoðun Guðmundar H. Garðarssonar sem er andvígur því að Íslendingar gangi í Evrópusambandið, en hann hefur mikla reynslu af alþjóðasamstarfi, m.a. í gegnum störf sín sem alþing- ismaður, fulltrúi í þingmannasamtök- um Norður-Atlantshafsríkjanna og fulltrúi í ráðgjafarnefnd EFTA og í miðstjórn Alþýðusambands Evrópu. „Það getur vel verið að í hraða nú- tímans, fjölmiðlafári og sérfræðinga- álitum á flestum sviðum skipti það ekki máli hvaða álit eldri maður með reynslu, þekkingu og skoðanir hefur á þessum málum,“ segir Guðmundur. „En því má ekki gleyma að við byggj- um á fortíðinni og sá sem ekki þekkir fortíð sína á á hættu að endurtaka mistök forfeðra sinna. Ég óska eng- um þess að horfa upp á hörmungar á borð við þær sem heimsstyrjöldin síð- ari hafði í för með sér, eins og var hlutskipti minnar kynslóðar.“ Viljum við búa hér áfram? Hann segist fylla þann flokk manna sem hafi lagt áherslu á tjáningarfrelsi einstaklingsins sem forsendu fyrir því að á Íslandi gæti þróast frjálst sam- félag, þar sem allir nytu hæfileika sinna og sannmælis. „Ég er þeirrar skoðunar að ef Ís- lendingar ganga í Evrópusambandið afsölum við okkur því frelsi og full- veldi sem við höfum búið við. Fyrr eða síðar hlýtur Evrópusambandið að enda í sterku ríkjasambandi, þar sem aðildarríkin lúta ákvörðunum meiri- hlutans. Augljóst er að þá getur jað- arríki á borð við Ísland ekki haft mikil áhrif á þróun og niðurstöður í ein- stökum málum. Það er nauðsynlegt fyrir lítið sam- félag eins og Ísland að gera það upp við sig hvert það stefnir. Viljum við búa hér áfram? Teljum við að afkom- endur okkar geti lifað hér góðu lífi eins og mín kynslóð hefur gert? Ég er þeirrar skoðunar að möguleikarnir séu enn meiri nú en áður og felist m.a. í því að standa fyrir utan Evrópusam- bandið.“ Þurfum að taka ákvörðun Í ljósi reynslunnar og þess hvernig veröldin er að þróast telur Guðmund- ur varnar- og öryggismál skipta höf- uðmáli fyrir Íslendinga þegar litið er til framtíðar. „Þegar Ísland gekk í NATO árið 1949 mætti það mikilli andstöðu. En fyrir einarða forystu Bjarna Bene- diktssonar, og annarra manna, s.s. Stefáns Jóhanns Stefánssonar, for- ystumanns Alþýðuflokksins, stóð þjóðin einhuga að því að við færum inn í varnarsamstarfið. Núna stönd- um við frammi fyrir því að gera það upp við okkur hvort þetta samstarf, eða sérstakir samningar eða inn- ganga í ESB, tryggi þessa hagsmuni betur í framtíðinni. Mín niðurstaða er skýr í þeim efn- um. Ég gef lítið fyrir afstöðu þeirra manna sem þekkja ekki nógu vel gang sögunnar og átta sig ekki á því gangverki, sem olli hruni kommún- ismans og ósigri nasismans á síðustu öld. En ég vil að Íslendingar séu í samstarfi við Bandaríkjamenn og Kanadamenn í öryggismálum í stað þess að vera háðir Evrópuþjóðum þegar kemur að því að tryggja okkar hagsmuni.“ „Gamla góða Evrópa“ Bandaríkin hafa orðið fyrir óvæg- inni gagnrýni upp á síðkastið vegna yfirvofandi innrásar í Írak og hefur George Bush verið gagnrýndur fyrir gerræðisleg vinnubrögð. Guðmundur segir slíkar ásakanir byggjast á van- þekkingu á því hvernig ákvörðunar- taka eigi sér stað í utanríkis-, öryggis- og varnarmálum í Bandaríkjunum. „Stefnan er ekki ákveðin og komið í framkvæmd af einum manni. Án þess að ráðfæra sig við hóp ráðgjafa, sem fjallar um málin sem eru í deiglunni frá degi til dags, framkvæmir forseti Bandaríkjanna ekki neitt. Það þekki ég m.a. í gegnum kynni mín af stjórn- málamönnum í Bandaríkjunum. Þessir ráðgjafar eru fjölmennur hóp- ur, þ.á m. sendiherrar, hershöfðingj- ar og forystumenn úr atvinnulífinu og verkalýðshreyfingunni.“ Og Guðmundur er ómyrkur í máli þegar hann talar um utanríkisstefnu Evrópuþjóða. „Þegar það kom í ljós að Þjóðverjar og Frakkar væru sam- taka um að styðja ekki hugmyndir Bandaríkjamanna um hvernig ætti að mæta hryðjuverkamönnum, þá sagði franskur menntamaður: „Ég fagnaði því alveg sérstaklega því nú væri komin aftur gamla góða Evrópa.“ Ég hugsaði með mér að það væri ágætt að heyra vísað til gömlu góðu Evrópu, sem á síðustu öld steypti sjálfri sér og heiminum í hræðilegar heimsstyrj- aldir og þurfti að leita til Bandaríkj- anna til þess að bjarga sér út úr þeim vandræðum.“ Og Guðmundur heldur áfram að bera saman Bandaríkin og Evrópu. „Bandaríkin eru sennilega eina fjöl- þjóðlega þjóðfélagið í heiminum. Þró- unin hefur verið í þá átt á tveimur öld- um með að mörgu leyti mjög góðum árangri. Á sama tíma hafa gömlu þjóðirnar borist á banaspjót og Bandaríkjamenn komið hvergi að því með öðrum hætti en að bjarga þeim frá því að tortíma sjálfum sér. Það voru líka í grunninn Bandaríkjamenn sem knúðu fram hið hljóða gjaldþrot kommúnismans, en sú ógnarstefna hafði kostað tugi milljóna lífið.“ Horfast ekki í augu við ógnina Guðmundur segist því ekki treysta Evrópuþjóðunum til þess að ná þeirri sátt innbyrðis sem dugi til þess að verja smáþjóðir eins og Íslendinga fyrir þeim stríðsöflum nútímans, hryðjuverkamönnum, sem herji á vestræn samfélög. „Það sá ekki nokkur það fyrir að fáeinir hryðjuverkamenn gætu ógnað öryggi Lundúnaborgar með efnavopnum og hugsanlega deytt tugi þúsunda á háannatíma í neðanjarðar- samgöngukerfi borgarinnar,“ segir hann. „Þá kemur upp sami vandi og fyrir seinni heimsstyrjöldina. Winston Churchill varaði alltaf við hættunni á nasismanum og það fékk ekki góðan hljómgrunn. Litið var á hann sem gamlan stjórnmálamann sem væri úr takti við tímann og ekki tekið mark á honum. Svo var hann kallaður til að verða forsætisráðherra Breta á mestu örlagatímum þeirrar þjóðar. Nú er ég ekki að líkja Bush við Winston Churchill. En þetta sýnir að gamla góða Evrópa, sem sumir fagna að sé sprottin upp á ný, horfðist ekki í augu við ógnina og er ekki líkleg til að skilja þá hættu sem mannkyninu staf- ar af nýjum viðhorfum og breyttum hernaðaraðferðum. Fyrir utan það sjá menn í hendi sér að kratar stjórna einn daginn í Þýska- Verðum að læra af reynslunni Guðmundur H. Garðarsson segist ekki treysta Evrópuþjóðunum til þess að ná þeirri sátt innbyrðis sem dugi til þess að verja smáþjóðir eins og Íslendinga fyrir þeim stríðsöflum nútímans, hryðjuverkamönnum, sem herji á vestræn samfélög. SJÁ SÍÐU 20 Ef litið er yfir söguna og til þess hvernig veröldin er að þróast er margt sem mælir gegn aðild Íslend- inga að Evrópusambandinu, að mati Guðmundar H. Garðarssonar. Í samtali við Pétur Blöndal kemur fram að þar á meðal eru öryggis- og varn- arhagsmunir, þróun efnahagsmála og vinnumark- aðarins, og yfirráð náttúruauðlinda þjóðarinnar. Frábær samningahæfni Einars Ágústssonar utanríkisráðherra í ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar tryggði Íslendingum einhliða yfirráð yfir fiskimiðunum. Hér takast þeir í hendur, Einar og Anthony Crosland, þáverandi utanríkisráðherra Bretlands, í Ósló 1. júní 1976 við undirritun samninga milli þjóðanna. Til vinstri er Matthías Bjarnason, þáverandi sjáv- arútvegsráðherra, sem var í samninganefndinni. Traust forysta Geirs Hallgrímssonar var grunnur að sigri í þorskastríðinu. Eugene Rostow, fyrrverandi aðstoð- arutanríkisráðherra Bandaríkjanna, beitti áhrifum sínum á bandaríska valdamenn um að Bretar og Þjóð- verjar viðurkenndu rétt Íslendinga yf- ir 200 mílna fiskveiðilögsögunni. ’ Nú er ég ekki að líkja Bush við WinstonChurchill. En þetta sýnir að gamla góða Evr- ópa, sem sumir fagna að sé sprottin upp á ný, horfðist ekki í augu við ógnina og er ekki líkleg til að skilja þá hættu sem mannkyn- inu stafar af nýjum viðhorfum og breyttum hernaðaraðferðum. ‘ Morgunblaðið/Kristinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.