Morgunblaðið - 09.03.2003, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 09.03.2003, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. MARS 2003 23 ÆTLARÐU að faraeinn að hitta Thaci?“spurði maður, semekki lætur sérmargt fyrir brjósti brenna, áhyggjufullur á svip er hann heyrði að sá er þessi orð skrifar ætti pantað viðtal við fyrrverandi foringja Frelsishers Kosovo (UCK), samtaka Albana sem daglega voru í fréttum þegar átökin í Kosovo stóðu sem hæst fyrir fjórum árum eða svo. Eru við- brögðin til marks um það orð sem af Hashim Thaci fer. Vilja sumir meina að það hefði átt að vera búið að draga Thaci fyrir stríðsglæpadómstólinn í Haag vegna verka sem unnin voru af sveitunum, sem hann veitti forystu. Viðtalið við Thaci fer fram í miðbæ Pristina í skrifstofum stjórnmála- flokksins, sem hann veitir forystu. Flokkurinn, PDK, var stofnaður eftir átökin 1999 og eru flestir forystu- manna hans fyrrverandi liðsmenn UCK. PDK fékk 25,7% atkvæða í þingkosningunum í hitteðfyrra, en flokkur Ibrahims Rugova fékk 45,6%. Fyrir skömmu voru nokkrir Kos- ovo-Albanar ákærðir af stríðsglæpa- dómstólnum í Haag vegna atburða sem áttu sér stað í Kosovo 1998–1999. Meðal þeirra var Fatmir nokkur Lim- aj, þingmaður fyrir PDK. Limaj var staddur í Slóveníu þegar heyrðist um að ákæra hefði verið gefin út á hendur honum og Thaci staðfestir í samtali við Morgunblaðið að hann hafi verið með Limaj er fréttist af ákærunni. Segir hann að þeir hafi setið á hádeg- isverðarfundi með slóvenskum emb- ættismönnum þegar tíðindin bárust. Limaj gaf sig fram við yfirvöld og er hann nú kominn í fangaklefa í Haag. „Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að Fatmir Limaj hefur ekki verið sendur til Haag vegna þess að fulltrúar alþjóðasamfélagsins vilji honum illt,“ segir Thaci. „Limaj starf- aði náið með fulltrúum alþjóðasam- félagsins í Kosovo. Hann vinnur nú með embættismönnum dómstólsins, sýnir þeim fyllsta samstarfsvilja. Við trúum á sakleysi hans. Nú þarf hann einfaldlega að sanna það sakleysi.“ Það er jákvætt að hann sýnir emb- ættismönnum dómstólsins samstarfs- vilja en á hinn bóginn verður varla framhjá því litið að hann hefur verið ákærður fyrir alvarlega glæpi. „Við verðum að bíða og sjá hver niðurstaða dómara verður. Við getum ekki ákveðið fyrirfram um sekt og sakleysi,“ svarar Thaci. Hefurðu ástæðu til að ætla að þú verðir sjálfur ákærður fyrir stríðs- glæpi? „Limaj er vissulega vinur minn. Hann er sannarlega einn af hinum pólitísku forystumönnum Kosovo. Ég er hins vegar stoltur af fortíð minni. Hvað spurningu þína varðar þá get ég sagt að þetta mun ekki gerast.“ Ertu að segja að það muni ekki gerast – eða að þú hafir ekki áhyggjur af því, vegna þess að þú getir sannað að þú hafir ekkert saknæmt unnið? „Þetta mun ekki gerast – ég er viss um það. Við höfðum rétt á að reka á brott þá sem ofsóttu okkur.“ Krefst sjálfstæðis fyrir Kosovo Eins og aðrir Kosovo-Albanar set- ur Hashim Thaci sjálfstæði til handa Kosovo á oddinn. Ekkert annað er viðunandi í þeirra augum. Segir Thaci að þróunin undanfarin fjögur ár, þ.e. frá því að Sameinuðu þjóðirnar tóku við stjórn mála í héraðinu, hafi verið hægari en æskilegt hefði verið. „Menn hafa auðvitað mismunandi skoðanir á þessu efni; Kosovo-Alb- anar hafa sína skoðun og Serbar hafa aðra, þær eru ósamrýmanlegar. Síð- an er um að ræða afstöðu fulltrúa al- þjóðasamfélagsins sem eru hlynntir eins konar bráðabirgðafyrirkomulagi. Staðreyndin er hins vegar sú að allir í Kosovo styðja sjálfstæði. Þann veru- leika hafa stjórnvöld í Belgrad ekki enn meðtekið,“ segir Thaci. „Við er- um ekki svo óþolinmóðir að það sé farið að valda erfiðleikum. Ýmis ljón eru auðvitað á vegi okkar en það markmið, að Kosovo hljóti sjálfstæði, er langtímamarkmið; það er ekki eitt- hvað sem við ákváðum í gær að yrði að nást í dag. Við vinnum einfaldlega markvisst að því að búa í haginn fyrir framtíðina. Jafnvel þó að við værum sjálfstæð þyrftum við að vinna að sömu verkefnum og við erum nú að vinna. Þar er ég að ræða um að koma á lýðræðisskipulagi og þeim sam- félagsstofnunum sem því fylgir, og þeim stöðugleika sem þarf til.“ Segist Thaci ekki hlynntur því að setja ákveðin tímamörk, hann viti að Kosovo fái sjálfstæði innan langs tíma. „Al- þjóðasamfélagið er að taka á okkar málum af meiri alvöru en menn halda. Við vinnum að því með þeim að mjaka málum áfram, markmið okkar eru þau sömu, þ.e. að koma á fót sam- félagi frjálsra borgara hér í Kosovo, þar sem fólk af öllum þjóðernum getur unað hag sínum vel.“ Segir Thaci að ekki komi þó til mála að stjórnvöld í Belgrað fái aftur yfirráð yfir Kosovo. „Tími ein- ræðisherranna er lokið á Balkanskag- anum,“ segir hann. „Á hinn bóginn er- um við hlynntir því að eiga góð samskipti við alla ná- granna okkar og það á við um Serbíu líka. Eng- inn einræðisherra fær þó að segja okkur fyrir verkum framar.“ Thaci er spurður um atburðina 1999 og um aðstæður Kosovo-Alb- ana þegar Júgóslavía var og hét. Albanar hafa um aldir verið í miklum meirihluta í héraðinu en hafa þó borið skarðan hlut frá borði, ekki síst eftir að Slobodan Milos- evic komst til valda 1989. „Ég vil ógjarnan dvelja í fortíðinni,“ segir Thaci. „Hitt er annað mál að til að endurtaka ekki mistök fortíðar er mikilvægt að læra af sögunni.“ „Ég er stoltur af fortíð minni“ Hashim Thaci, fyrrverandi leiðtogi Frelsishers Kosovo, á ekki von á að verða ákærður fyrir stríðsglæpi Hashim Thaci
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.