Morgunblaðið - 09.03.2003, Side 58

Morgunblaðið - 09.03.2003, Side 58
Loose Fur – Loose Fur Hugmyndin er góð (Jeff Tweedy úr Wilco og Jim O’Rourke saman í sveit!) en úr- vinnslan ekki. Fremur óásjáleg plata og eiginlega fráhrindandi. Náðargáfa Tweedy í því að semja áleitnar lagasmíðar gufar upp og það hefði þurft að gíra O’Rourke niður. Og þetta frá mönnum sem unnu að Yankee Hotel Foxtrot Wilcos og plötu O’Rourke, Insigni- ficance? Vonbrigði.  Pram – Dark Island Frábær plata frá Pram, sveit sem sver sig ætt við tilraunapoppara eins og Stereo- lab, Moonshake og Laika. Segja mætti að einkenni þessara sveita sé að fara um víðan völl popplenda, stýra þar í óvæntar áttir en reyna þó að halda melódíu og aðgengileg- heitum um leið. Varasöm nálgun sem getur sannarlega misheppnast hrapallega. En það gerist ekki hér. Stórskrýtið, súrrealískt en engu að síður einkar eyrnavænt.  Smog – Accumulation: None Safn sjaldgæfra laga frá hinum frábærlega hæfi- leikaríka Bill Callahan sem rekur nú Smog sem eins manns sveit. Platan gefur engan veginn heildstæða mynd af ferli Callahan og er meira fyrir þá allra hörðustu. Gullmolarnir gera þó vart við sig ásættanlega oft, sérstaklega er líð- ur á plötuna.  58 SUNNUDAGUR 9. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ SÍÐAN Domino hóf starfsemi um og upp úr ’93 hefur gengi fyrirtæk- isins verið lyginni líkast. Klisjan „merkið tryggir gæðin“ nær inn- taki og hugmyndafræði Domino vel og sver það sig í ætt við forn- fræg merki eins og 4AD, Creation, Rough Trade, Factory og Sub Pop að þessu leytinu til. Domino siglir þannig vel og örugglega inn í 2003 og virðist enginn bilbugur vera á þessari „risastóru“ grasrótar- sjoppu sem stýrt er frá Lundún- um. Undirmerkin eru nú tvö, Dom- ino USA og Geographic, en einnig hefur fyrirtækið átt gott samstarf við svipuð merki eins og Drag City, Matador og fleiri. Gamli tíminn … Það sem út hefur komið á Dom- ino er reiðarinnar býsn af gæðaný- rokki. Svo við einhendum okkur bara í langa upptalningu þá hafa komið út plötur með Aerial M (nú Papa M), And You Will Know Us By The Trail Of Dead, Come, Folk Implosion, The For Carnation, Gastr Del Sol, Leatherface, Will Oldham (og öll Palace-verkefnin sem því fylgja ásamt Bonnie Prince Billy-aukasjálfinu), The Sea and Cake, Elliott Smith, Smog, Clinic, The Folk Implosion, Stephen Malkmus (og sveit hans Jicks), Mouse On Mars, Jim O’Rourke, The Pastels, Pavement, Pram, Royal Trux Sebadoh og Silver Jews (sem Malkmus starfar með). Eins og venja er hjá svona litlum fyrirtækjum er nánast allt ennþá til á lager. Eitt það fyrsta sem fyrirtækið gaf út voru plötur með bandarísku sveitunum Sebad- oh og Royal Trux og svo hefur boltinn rúllað glatt áfram, eða eig- um við að segja að dómínókubb- arnir hafi fallið þétt og örugg- lega … og þá að eyrum fólks? Um þessar mundir er Domino svo að endurútgefa Pavement, eina af merkustu nýbylgjusveitum allra tíma. Út eru komnar plöturnar Wowee Zowee, Crooked Rain Crooked Rain og Westing (By Musket And Sextant) og meira er á leiðinni. … og sá nýi Þetta ár hefur farið vel af stað. Þriðja plata Bonnie Prince Billy kom þannig út fyrir stuttu en margir telja þá plötu hans besta verk til þessa. Þá er mikill hiti fyrir tvíeykinu The Kills sem á nú að baki tvær umtalaðar litlar plötur og bíða menn spenntir eftir fyrstu breiðskíf- unni, sem bera mun heitið Keep On Your Mean Side. Lou Barlow, leiðtogi Seb- adoh, gaf þá út flunku- nýja Folk Implosion-plötu nýverið og Íslandsvinurinn Stephen Malkmus, fyrrverandi leiðtogi Pavement, kemur fljótlega með aðra plötu sína, á ný ásamt sveit sinni The Jicks. Gripurinn heitir Pig Lib. Ný plata með Smog er og væntanleg jafnframt sem Four Tet gáfu út nýja smáskífu fyrir stuttu en plata þeirra Pause var ein sú allra besta árið 2001. Og fleira og fleira … Breska tónlistarútgáfan Domino Recording Co. Ltd. Leiðir eitt af öðru? Um árabil hefur Dom- inoútgáfan í Bretlandi verið fremst í flokki í útgáfu á nýbylgjurokki og annarri tilrauna- tónlist. Arnar Eggert Thoroddsen spáir í dómínóspilin. The Kills: Breskur hnokki + amerísk hnáta. Oldham: Nýjasta verkið frábært. TENGLAR .................................................. www.dominorecordco.com arnart@mbl.is Sjá einnig meðfylgjandi dóma um nýútkomnar plötur á Dominomerkinu. Pavement: Ein sú áhrifamesta. Clearlake – Cedars Aldeilis pottþétt plata frá þessum breska kvartetti frá bænum Hove á Suður-Eng- landi. Simon Raymonde úr Cocteau Twins sálugu stjórnaði upptökum með þeim drengjum og vissulega eru áhrifin sterk frá gull- öld nýbylgjunnar á níunda ára- tugnum. Samt rær Clearlake frem- ur á mið gítarsveita á borð við The Smiths og jafnvel Hüsker Du en hinna draumkenndu og tilrauna- glöðu Cocteau Twins. Á þessari annarri plötu Clearlake er heil glás af góðum lögum – „Almost The Same“, „The Mind is Evil“, „Treat Yoursel With Kindness“ og Trees In the City“ – eru dæmi um það - vel rokkandi, melódísk og ljúfsár, allt í hárnákvæmu og spennandi jafnvægi. Þessi verður öruggleg ofarlega í huga þegar árið verður gert upp og ég verð illa svikinn ef nafnið Clear- lake verður ekki orðið alþekkt í rokkheiminum fyrr en síðar.  Erlend tónlist Skarphéðinn Guðmundsson The Folk Implosion – The New Folk Implosion John Davis, félagi Lou Barlow er hættur í Folk Implosion og skýrir það titill plötunnar nýju. Sveitin hefur allt- af borið þess merki að vera hliðar- sveit og afurðirnar, því miður, fylgt þeirri línu svona oftast nær. Þetta er svona „allt í lagi“, ekki slæmt en heldur ekkert sérstakt. Á The New Folk Implosion heldur Barlow áfram að grauta í nýbylgjurokki og stígur aldrei of langt út fyrir mörk hins „hefðbundna“. Nýbylgjan „er bara þarna“ og sérkenni vantar óþægi- lega. En „allt í lagi“ þó ...  Arnar Eggert Thoroddsen 2 Tilnefningar til Óskars-verðlauna:Aðalhlutverk karla: Jack Nicholson.Aukahlutverk kvenna: Kathy Bates. SV. MBL Kvikmyndir.com HK DV Tilnefningar til Óskar- sverð-launa þ. á. m. besta mynd 13 Sýnd kl. 6. Sýnd kl. 5.45. Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 16. Stútfull af topp tónlist og brjálæðri spennu. Missið ekki af þessari mögnuðu mynd. Sýnd kl. 8. B.i. 16.  HJ MBL  Ó.H.T. Rás2 Sýnd kl. 2.45. Sýnd kl. 2.45 og 4.10. Sýnd kl. 1.50 og 8. B.i. 12. Sýnd kl. 3.45 og 5.50. Miðasala opnar kl. 13.30 HUGSAÐU STÓRT Sýnd kl. 4. Bi. 12. kl. 8. Frábær mynd frá leikstjóranum Martin Scorsese Tilnefningar til Óskarsverðlauna, þ.á.m. besta mynd og besti leikstjóri 10  HJ MBL EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Sýnd kl. 10.10. B.i. 16. Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i 12. Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.20. B.i. 16. Sýnd kl. 1.40, 3.45, 5.50, 8 og 10.10. B.i. 12 ára Stútfull af topp tónlist og brjálæðri spennu. Missið ekki af þessari mögnuðu mynd. kl. 4. 13 Tilnefningar til Óskars- verðlauna þ. á. m. besta mynd SV. MBL HK DV ÓHT Rás 2Kvikmyndir.com Frá leikstjóra Boogie Nights. Rómantísk gamanmynd á mörkum þess að vera rómantísk gamanmynd! Ein eftirminnilegasta mynd ársins. Frumsýning  Kvikmyndir.com 6 Tilnefningar til Óskarsverðlauna, þ.á.m. besta mynd.  Ó.H.T. Rás2

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.