Morgunblaðið - 11.03.2003, Page 21

Morgunblaðið - 11.03.2003, Page 21
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MARS 2003 21 Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Glæsileg helgarferð til Prag 20. mars frá kr. 39.950 Verð kr. 19.550 Flugsæti til Prag, út 17. mars, heim 20. mars. Almennt verð með sköttum. Flug og skattar á mann miðað við að 2 ferðist saman, 2 fyrir 1. Verð kr. 39.950 Helgarferð til Prag, 20. mars, 4 nætur. Flug, hótel og skattar. Verð á mann í tveggja manna herbergi m. morgunmat. Hótel Expo, 4 stjörnur. Ferðir til og frá flugvelli, kr. 1.800. 4 stjörnu hótel. Tryggðu þér síðustu sætin þann 20. mars til Prag, en við höfum fengið nokkur viðbótarherbergi á hinu vinsæla Expo hóteli, fallegu 4 stjörnu hóteli í hjarta Prag. Upplifðu eina fegurstu borg heimsins sem geymir mörg hundruð ára sögu á hverju horni og mannlíf og andrúmsloft sem á ekki sinn líka. Í boði eru spennandi kynnisferðir um kastalahverfið og gamla bæinn, eða til hins einstaklega fagra heilsubæjar Karlovy Vary, með íslenskum fararstjórum Heimsferða. Hvenær er laust ? 13. mars - uppselt 17. mars - 29 sæti 20. mars - 31 sæti 24. mars - laust 27. mars - uppselt 31. mars - laust 3. apríl - 29 sæti 7. apríl - laust 10. apríl - 23 sæti 13. apríl - 19 sæti 17. apríl - uppselt Munið Mastercard ferðaávísunina FULLTRÚARÁÐ sjálfstæðisfélaga á Fljótsdalshéraði hefur sent frá sér ályktun, þar sem skorað er á sam- gönguráðherra, þingmenn Sjálf- stæðisflokks og samgöngunefnd Al- þingis að beita sér nú þegar fyrir uppbyggingu hringvegarins í Skrið- dal, frá Litla-Sandfelli að Öxi og síð- ar í beinu framhaldi heilsársvegi um Öxi. Yfir sumarmánuðina fara allt að fimm hundruð bílar daglega um Öxi, skv. talningu sumarið 2002. Í ályktuninni kemur fram að hringvegurinn í Skriðdal, frá Litla- Sandfelli (endi bundins slitlags) að Axarvegi sé 22 km, að stórum hluta lélegur malarvegur sem þarfnist verulegrar uppbyggingar miðað við umferð. Á þessum kafla séu 5 ein- breiðar brýr með hættulegum að- komum. „Með gerð á góðum vegi um Skrið- dal og Öxi væru byggðarlögin á Mið- Austurlandi og Suðausturlandi færð saman og atvinnusvæðið gert stærra og öflugra. Auðvelt er t.d. að stunda vinnu tímabundið frá Egilsstöðum á Djúpavogi og fara til síns heima á kvöldin, sama á auðvitað við um að sækja vinnu frá Djúpavogi og jafnvel lengra sunnan að upp á Fljótsdals- hérað. Það er mikilsvert, nú þegar virkjanaframkvæmdir eru að hefj- ast, að auðvelda fólki eðlilega mögu- leika á umferð milli svæða,“ segir í ályktun fulltrúaráðsins. Stytting um 61 km Bent er á að vegalengd milli Mið- Austurlands og Reykjavíkur styttist um 61 km við að komast Öxi í stað Breiðdalsheiðar og tekið dæmi af flutningabíl með vagni, sem flytur vörur 50 vikur á ári, 5 sinnum í viku, á milli Egilsstaða og Reykjavíkur, fram og til baka, um Öxi. 30.500 km vegalengd sparast á ári og miðað við að bílstjóri skili að jafnaði 50 km á klst. myndi akstursklukkustundum ársins fækka um 610. Þá er, miðað við sömu forsendur, reiknað saman þungaskattur, laun með tengdum gjöldum, olíu- og dekkjaeyðsla og reiknast þá sparnaður af því að aka Öxi ríflega þrjár milljónir króna yfir árið. Eru líkur leiddar að því að slíkt myndi koma fram í lækkuðu vöru- verði eystra. Um tíu þúsund km myndu sparast í sumarumferðinni í heild, miðað við talninguna árið 2002, sem áður var um getið. Egilsstaðir Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna á Héraði segir að með bundnu slitlagi á Öxi myndu sparast stórar fjárhæðir í flutningum milli Reykjavíkur og Mið- Austurlands og það koma fram í lægra verði til neytenda á Austurlandi. Vilja bundið slitlag á Öxi VERKTAKAFYRIRTÆKIÐ Ísar ehf. úr Hafnarfirði er nú að vinna við miklar framkvæmdir fyrir hafn- arsjóð Snæfellsbæjar í Rifshöfn. Björn Arnaldsson, hafnarstjóri Snæfellsbæjar, segir að nýju hafn- armannvirkin muni kosta, þegar þeim verður að fullu lokið, um 50 milljónir króna og af þeirri upphæð muni um 18 til 20 milljónir greiðast af Hafnarsjóði Snæfellsbæjar. Þau verkefni sem Ísarn ehf. hefur tekið að sér er að fjarlægja gömlu staurakistuna sem var farin að láta á sjá og dýpka svæðið undan henni. Einnig að gera nýja bryggju með stálþilsviðlegukanti 76 m löngum en við hann verður 4 m dýpi. Þetta mannvirki kemur nokkru utar í höfnina en staurakistan var áður og stækkar smábátahöfnin við það sem mikil þörf var á. Stálþilshlið bryggj- unar veit að smábátahöfninni en út- hlið bryggjunnar verður grjótvarin. Nú er langt komið með þann verk- hluta sem vinna á í ár. Staurakistan er horfin, búið að reka niður stálþil- ið, kanturinn í vinnslu og verið að keyra fyllingarefni í bryggjuna. Þar verður komið fyrir lögnum og síðan steypt þekja á bryggjuna. Það eru verkefni sem bíða næsta árs. Í ár verða einnig sett fríholt og stigar á þilkantinn. Með tilkomu þessa nýja hafn- armannvirkis í Rifshöfn mun að- staða minni báta í höfninni batna mjög. Morgunblaðið/Hrefna Magnúsdóttir Hellissandur Smábátahöfnin verður stækkuð Frá Rifshöfn. Nýja stálþilshliðin á bryggjunni blasir við. ÞEGAR fréttist að Marianne B. Nielsen, yfirlæknir Heilsugæslu- stöðvar Hveragerðis, hefði ákveðið að láta af störfum fékk Sigurbjörg Sara Sveinsdóttir hugmynd. Hún ákvað að fá Hvergerðinga til að skrifa nöfn sína á lista þar sem Mari- anne var beðin að hugsa sig vandlega um áður en hún færi. „Maður heyrir óænægju hjá fólki og ég vildi gera eitthvað til að fá hana til að endurskoða afstöðu sína,“ segir Sigurbjörg Sara sem ásamt þeim Ólöfu Ingibergsdóttur og Eygló Valgeirsdóttur kom listum fyrir í búðum og bensínstöðvum þar sem þeir voru í eina viku. Alls skrif- uðu 615 Hvergerðingar á listana, sem lýsir best hversu Hvergerðing- ar eru ánægðir með Marianne og hennar störf hér. Marianne hefur verið læknir í bænum síðan í október 1999 og mun láta af störfum hinn 1. apríl nk. Að sögn Herdísar Þórðar- dóttur, framkvæmdastjóra Heilsu- gæslunnar, er búið að auglýsa stöð- una, nokkrir hafa hringt en engin formleg umsókn er komin. Aðspurð hvort hún sé bjartsýn á að fá lækni fyrir 1. apríl segir Herdís: „Maður getur ekki verið bjartsýnn fyrr en maður hefur eitthvað í hendi.“ ÞEIR sitja hér þétt Fjallabændur, Bragi Benediktsson á Gríms- stöðum, Ragnar Guðmundsson á Nýhóli og Vernharð Vilhjálmsson í Möðrudal, enda er góð samvinna á milli þeirra. Hér fagna þeir í 80 ára afmæli Ragnars á dögunum. Í vor verða þeir í sama kjördæmi í fyrsta sinn, þó ekki í sömu kjördeild. Þeir verða áfram í tveim kirkjusóknum. Morgunblaðið/Birkir Fanndal Fjallabændur í 80 ára afmæli Ragnars Guðmundssonar. Fjallabændur Mývatnssveit Skora á yfirlækninn að vera áfram Hveragerði Morgunblaðið/Margrét Ísaksdóttir Ólöf Ingibergsdóttir, Eygló Valgeirsdóttir og Sigurbjörg Sara Sveinsdóttir afhentu Marianne listana með nöfnum 615 Hvergerðinga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.