Morgunblaðið - 11.03.2003, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 11.03.2003, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MARS 2003 51 Eingöngu sýnd um helgar  RADIO X SV MBL  KVIKMYNDIR.COM SG DV  ÓHT RÁS 2 Frábær svört kómedía með stór leikurunum Jack Nicholson og Kathy Bates sem bæði fengu tilnefningar til Óskarsverðlaun- anna í ár fyrir leik sinn í mynd- inni. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Tilnefningar til Óskarsverðlauna: Aðalhlutverk karla: Jack Nicholson. Aukahlutverk kvenna: Kathy Bates. : . : .2 www.laugarasbio.is Sýnd kl. 5 og 8. B.i. 16 ára. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.15. B.i.16. Tilnefningar til Óskarsverðlauna, þ.á.m. besta mynd og besti leikstjóri 10 Frábær mynd frá leikstjóranum Martin Scorsese  HJ MBL Nýr og betriHverfisgötu  551 9000 SV. MBL HK DV ÓHT Rás 2 Kvikmyndir.com 13 Tilnefningar til Óskars- verðlauna þ. á. m. besta mynd  kvikmyndir.com Tilnefningar til Óskarsverðlauna6 www.regnboginn.is Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.20. B.i. 16. Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i 12. Tilnefningar til Óskarsverðlauna þ. á. m. besta mynd og aðalhlutverk kvenna Nicole Kidman9 Margverðlaunuð stórmynd frá leikstjóra Billy Elliot. Missið ekki af þessu einstæða meistaraverki. Ein rómaðasta mynd seinni ára Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 12.Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i 12. HJ MBL HLJÓMSVEITIN Bang Gang hefur gert samning við Eddu útgáfu hf. um útgáfu næstu plötu sveitarinnar, sem væntanleg er á markað næsta haust. Bang Gang hefur náð miklum árangri að undanförnu við að koma tónlist sinni á framfæri erlendis. Á síðustu tveimur mánuðum hefur ver- ið gengið frá tveimur mikilvægum samningum við erlenda aðila. Áður hefur verið greint frá út- gáfusamningi Barða Jóhannssonar, forsprakka Bang Gang, við EMI í Frakklandi. Nú í janúar var svo und- irritaður leyfissamningur við fyr- irtækið Recall/Discograph um út- gáfu á næstu plötu Bang Gang í Evrópu fyrir utan Skandinavíu og Bretland. Samkvæmt upplýsingum frá Eddu var samning- urinn undirrit- aður á stærstu kaupstefnu tón- listariðnaðarins í Evrópu, MIDEM í Cannes, en stefn- una í ár sótti stærsta sendi- nefnd sem farið hefur frá Íslandi um árabil. Þar á meðal voru fulltrú- ar frá Útflutningsráði sem hugleiða að beita sér fyrir sérstöku kynning- arátaki á íslenskri tónlist á MIDEM- kaupstefnunni á næsta ári. Þess má geta að á meðal þeirra sem leggja Barða lið á plötunni eru Daníel Ágúst, Ester Talía og Nicol- ette. Tveir samningar við erlenda aðila að baki Barði Jóhannsson Bang Gang semur við Eddu HVAÐ er 252 blaðsíður, í bókarformi, ofan í kassa með meðfylgjandi grænni vínylplötu? Svarið er nýjasta Verzl- unarskólablaðið V69. Blaðið, sem dregur nafn sitt af því að þetta er 69. árgangur blaðsins, kom út sl. föstu- dag. Með því fylgir græn tíu tommu plata að megninu með tónlist eftir Stefán Má Kjartansson, nemanda í 6. bekk, en einnig Tomma White. „Þetta er danstónlist sem er gaman að hlusta á meðan maður er að lesa blaðið,“ seg- ir Jóhannes Kjartansson ritstjóri. Blaðið (eða bókin) hefur í raun tvær forsíður. Stelpur fá að líta strák á fyrstu blaðsíðunni á meðan strákarnir sjá snotra snót. Mattur pappír og grófari skreytir strákahlutann en stelpurnar fá meiri glans og glamúr, útskýrir Jóhannes. Þegar í miðju blaðsins er komið fá lesendur merki um að snúa blaðinu við og byrja upp á nýtt hinum megin. Auglýsingar sem höfða meira til stelpna enduðu frekar stelpumegin og öfugt. Sama reglan gilti að einhverju leyti hvað varðar efni, segir Jóhannes. Hvorki vantar kvenhetjur né karl- hetjur í blaðið því Lilja Pálmadóttir og Björgólfur Thor Björgólfsson ræddu við greinahöfunda V69. Þau eiga það sameiginlegt að hafa stundað nám við Verzlunarskólann á þeim tíma, sem skólinn flutti af Grundar- stígnum og upp í Ofanleiti. Jóhannes, sem er nemandi í 6. bekk, ræddi sjálfur við nýskipaðan borgarstjóra Reykjavíkur, Þórólf Árnason. Honum tókst að grafa upp gamla mynd af borgarstjóranum og því prýðir ein mynd af Þórólfi frá miðjum áttunda áratugnum blaðið. Ennfremur má finna greinar um átraskanir og sjálfsálit, viðtöl við fyr- irsætu og tískuþætti svo eitthvað sé nefnt. Blað fyrir nemendur Þrátt fyrir margar greinar sem höfða til fjöldans er blaðið fyrst og fremst ætlað nemendum skólans. „Þetta er blað eftir nemendur og fyrir nemendur. Við auglýsum eftir grein- um og svo vorum við með smásagna- og ljóðakeppni líka. Verðlaunin voru utanlandsferð,“ segir Jóhannes. Umfangið er mikið, ritnefndin velti átta milljónum króna, og náðist inn fyrir kostnaði með auglýsingum. Vín- yllinn var prentaður í 1.500 eintökum og er því fyrst og fremst hugsaður fyrir nemendur og velunnara, en upp- lag blaðsins í heild er 2.600 eintök. Heilsíðuauglýsingarnar í blaðinu eru 75 og í mörgum þeirra eru nem- endur eða starfsmenn skólans í aðal- hlutverki. Þrátt fyrir það er útlit aug- lýsinganna fagmannlegt og fyrir ókunnugan erfitt að geta sér til að þetta sé fyrirkomulagið. „Svo erum við með 800 áskrifend- ur. Þeir voru 300 þegar við byrjuð- um,“ segir Jóhannes en áskrifend- urnir eru aðallega fyrrverandi nemendur. „Blaðið er svo stórt og dýrt að senda það út þannig að við þurfum að keyra það í hús,“ segir Jó- hannes en sjö manna ritnefndin lætur greinilega ekki mikið stöðva sig enda fær hún mikla hjálp frá nemendum skólans. Hann segir að skólinn kaupi jafn- framt 150 eintök til að senda á grunn- skóla, framhaldsskóla og bókasöfn. „Þetta á að vera andlit skólans útávið og auglýsing fyrir hann. Blaðið á að endurspegla stemninguna hverju sinni,“ segir Jóhannes. Mikið er lagt uppúr útliti blaðsins. Hönnuðurinn Ólafur Breiðfjörð setti upp blaðið en ljósmyndir tóku að stærstum hluta Silja Magnúsdóttir, Ari Magg (bróðir Silju), Baldur Krist- jánsson og Árni Torfason. „Margar tilraunir hafa verið gerðar til þess að gefa út sambærileg tímarit fyrir ungt fólk og gefin eru út erlendis en markaðurinn virðist ekki hafa ver- ið tilbúinn. Nokkur mánaðarrit sem sérhæfa sig í tónlist eða stelpuefni standa þó fyrir sínu en gaman væri að sjá sterkara blað á markaðnum sem tæki meira á hönnun, tísku og ljós- myndun,“ segir Jóhannes í ritstjóra- pistli blaðsins. Hvetur hann áhuga- fólk um þessi efni að kynna sér blaðið en því verður dreift á kaffihús, tann- læknastofur og ámóta staði. Jóhannes hefur hug á því að sækja um nám í grafískri hönnun við LHÍ eftir stúdentspróf. Fyrst á dagskrá er þó að einbeita sér að náminu nú þegar þessari miklu vinnu við blaðið er lokið. „Ég ætla að taka þetta með trompi. Nú fer ég að læra.“ Verzlunarskólablaðið komið út Morgunblaðið/Golli Jóhannes Kjartansson, ritstjóri Verzlóblaðsins V69, með frumburðinn. Veglegra en nokkru sinni fyrr ingarun@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.