Morgunblaðið - 21.03.2003, Page 17

Morgunblaðið - 21.03.2003, Page 17
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MARS 2003 17 ALMENN ánægja var hjá íslenzku fyrirtækjunum á nýafstaðinni sjáv- arútvegssýningu í Boston. Útflutn- ingsráð hefur aldrei áður verið með jafnstórt sýningarsvæði þar, en alls tóku 17 fyrirtæki þátt í sýningunni, flest undir merkjum Útflutnings- ráðs Íslands. Berglind Steindórsdóttir, verk- efnastjóri hjá Útflutningsráði, segir að sýningin hafi verið með svipuðu yfirbragði og áður. Þó vekji athygli að hlutfall þeirra sem sýni vélar, tæki eða annað en sjávarafurðir sé komið upp í 30%. Jafnframt hafi það verið áberandi hve áhrif frá suðrænni ríkjum hafi verið mikil í matreiðslu á fiskbitum sem eru hugsaðir sem smáréttir á börum og veitingastöðum. „Bæði SH og SÍF kynntu afurðir á þessum nótum. SH undir nafninu Icelandic USA hafn- aði í öðru sæti í samkeppni um nýja vöru með nýjung sína „Buffalo pop- corn fish“. Þá má nefna að fyr- irtækið Norður Ís var með eigin bás hér á sýningunni í fyrsta sinn. Þeir voru með kokk á staðnum og kynntu bragðefni úr fiski og fengu góðar viðtökur. Sýningin er nauð- synleg þeim fyrirtækjum sem sækja inn á þennan markað, þar sem framleiðendur og seljendur nota tækifærið til að hitta viðskipta- vini sína og afla nýrra sambanda,“ segir Berglind. Hún segir að Boston-sýningin haldi stöðu sinni mjög vel. Allt sýn- ingarpláss var uppselt og aðsókn mjög góð. Ljóst sé að hún haldi sínu vel gagnvart sýningunni sem er í Brussel á vormánuðum og fer stöð- ugt stækkandi. Sýningin hefur í mörg ár verið haldin í ráðstefnuhúsi í miðbæ Boston-borgar en nú er í byggingu ný sýningarhöll sem verð- ur tekin í notkun árið 2005. Fyrirtækin sem sýndu undir hatti Útflutningsráðs voru Norfisk, Norður Ís, SÍF, Tros, Maritech, Eimskip, Flugleiðir frakt, Kassa- gerðin, Marel, Carnitech, Póls, 3X Stál, Skaginn og NAS. Auk þess voru SH, Sæplast og Íslenzka umboðssalan með sér bása á sýningunni. Fyrirtækið Norður Ís kynnti bragð- efni úr fiski með góðum árangri. Almenn ánægja með árangurinn í Boston 17 íslenzk fyrirtæki kynntu afurðir sín- ar á Sjávarútvegssýningunni í Boston Mikil aðsókn var að sýningunni í Boston og meðal gesta voru sendiherr- arnir Helgi Ágústsson og Hjálmar W. Hannesson. hrein list Í Séreignalífeyrissjóðnum eru fjölbreyttar fjárfestingarleiðir: 1. Séreignabók ber hæstu verðtryggðu vexti bankans hverju sinni, nú 6%. Séreignabókin tryggir þér örugga ávöxtun og þú losnar við sveiflur verðbréfamarkaðarins. 2. Ávöxtunarleiðir 1, 2 og 3, aldurstengd verðbréfasöfn þar sem hægt er að velja um áhættu og vænta ávöxtun sem hentar mismunandi aldri. Kostir þess að greiða 10% lágmarksiðgjald í Séreignalífeyrissjóðinn: • Góð ávöxtun miðað við sambærilega sjóði samkeppnisaðila. • Sameinar kosti samtryggingar- og séreignarsjóða. • Hæsta hlutfall séreignar af öllum lífeyrissjóðum. Öll séreign erfist. • Sveigjanlegir útborgunarmöguleikar. • Ávallt hægt að sjá hreyfingar og stöðu í Heimilisbanka Búnaðarbankans á Netinu. Þeir sem eiga séreignasparnað hjá öðrum vörsluaðila geta fært hann til Búnaðar- bankans og greiðir bankinn allan kostnað við flutninginn sem viðkomandi þyrfti annars að greiða. Nánari upplýsingar í síma 525-6060 og í útibúum Búnaðarbankans um land allt. Séreignalífeyrissjóður Búnaðarbankans er öflugur lífeyrissjóður sem hentar þeim sem hafa frjálst val um aðild að lífeyrissjóði. Sjóðurinn hentar einnig þeim sem vilja leggja fyrir í viðbótar- lífeyrissparnað. www.bi.is/lifeyrissjodur F í t o n / S Í A

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.