Morgunblaðið - 21.03.2003, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 21.03.2003, Qupperneq 29
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MARS 2003 29 Bílgreinasambandið Aðalfundur BGS verður haldinn á Hótel Loftleiðum laugardaginn 22. mars nk. Kl. 09:00 Fundarsetning: Erna Gísladóttir, formaður BGS. Ávarp: Geir H. Haarde, fjármálaráðherra. Kl. 09:30 - 10:00 Erindi: Ingólfur Bender, hagfr. hjá Íslandsbanka hf. Kl. 10:00 - 10:30 Aðalfundur. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Kl. 10:30 - 10:45 Kaffihlé. Kl. 10:45 - 12:30 Sérgreinafundir: Verkstæðafundur 1. Einingakerfi - Autodata - Miðlægur gagnagrunnur. 2. Meistaranám - breytingar á grunnnámi. 3. Starfsumhverfi - Evrópureglur. 4. Almennar kröfur til verkstæða - vottun. Bílamálarar og bifreiðasmiðir 1. Cabaskerfið - staða - horfur. 2. Tenging Cabas við bókhald - gagnagrunnur. 3. Þróun í rekstri verkstæða - Námskeið. 4. Meistaranám í bílgreininni. Bifreiðainnflytjendur 1. Innfutningur og horfur í bílgreinum. 2. ELV reglur - úrvinnslugjald - áhrif og aðgerðir í bílgreininni. 3. BER - hópundanþágureglur. 4. Bíló - breyting - ný útgáfa. Smurstöðvar 1. Starfsumhverfi smurstöðva. a) Verkþættir - skilgreiningar - verkbeiðnir. b) Þjónustukaupalög. c) Upplýsingar. 2. Evrópureglur og áhrif þeirra. 3. Námskeið - gæðaátak. Varahlutasalar 1. Menntun varahlutasala. 2. Cabaskerfið. a) Upplýsingagjöf. b) Námskeið. c) Tölvutenging - varahlutaupplýsingar. 3. Vörugjöld á varahluti - öryggisbúnaður. 4. Ný lög um neytendakaup. Stjórn BGS. Erna Gísladóttir Geir H. Haarde Ingólfur Bender Á KIRKJUBÆJARKLAUSTRI hefur verið undirritaður samningur um byggingu lokaáfanga við Klaust- urhóla sem er dvalarheimili aldr- aðra. Jón Kristjánsson, heilbrigðis- ráðherra, og Árni Jón Elíasson, oddviti Skaftárhrepps, undirrituðu samninginn. Við þetta tækifæri sagði Árni Jón að Klausturhólar væru ekki bara ein af mikilvægustu stofnunum sveitar- félagsins heldur jafnframt annar stærsti vinnustaðurinn þannig að það sé mikið fagnaðarefni að þessum áfanga skuli náð. Þessi áfangi sem á að fara byggja núna er stærsti áfanginn í langri sögu á byggingu á öldrunarþjónustu á svæðinu. Jón Kristjánsson, heilbrigðisráð- herra, sagði að mikið hefði verið unn- ið í öldrunarmálum í ráðuneytinu á síðasta ári. Hann sagði að stefnan í öldrunarmálum væri sú, að fólk fengi að lifa í sínu eigin umhverfi eins lengi og mögulegt væri en þegar heilsa og kraftar þrytu þyrfti að vera til heim- ili eins og Klausturhólar til að annast það. Jón gat þess sérstaklega að á eng- an væri hallað þó að minnst væri sér- staklega á Jón Helgason, fyrrver- andi ráðherra, sem hefði verið einstaklega duglegur að vinna að framgangi þessarar byggingar og að öldrunarmálum almennt. Eftir und- irskriftina var farið í skoðunarferð í Klausturhóla og heilsað upp á vist- menn þar. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Margrét Hannesdóttir, heimilismaður á Klausturhólum, Ingibjörg Hjálm- arsdóttir forstöðukona og Jón Kristjánsson sem heilsaði upp á vistmenn. Samningar um stækkun Klausturhóla Fagridalur HÚSEIGNIR Skjöldólfsstaðaskóla á Jökuldal hafa undanfarið verið til sölu á vegum Ríkiskaupa. Sex tilboð hafa borist í eignina og nemur það hæsta tólf milljónum og einni krónu. Það er Tindafell ehf. á Jökuldal sem á hæsta tilboðið, en Ríkiskaup, fjármála- og menntamálaráðuneyti ásamt sveitarstjórn Norður-Héraðs hafa nýlokið að fara yfir tilboðin, sem voru lægri en menn höfðu vonast til. Ríkiskaup hafa í kjölfarið ákveðið að Skjöldólfsstaðaskóli verði aug- lýstur aftur til sölu og þannig reynt að ná fram viðunandi tilboði. Ekki munu vera neinar fastmót- aðar hugmyndir um hugsanlega starfsemi í húsum Skjöldólfsstaða- skóla, en áður var rekin þar ferða- þjónusta á sumrum og nú síðast með- ferðarheimili fyrir unglinga. 12 milljónir boðnar í húseignir Skjöld- ólfsstaðaskóla Egilsstaðir ÁRSHÁTÍÐ Grunnskólans á Blönduósi var haldin á föstudags- kvöld og var fjölsótt að vanda. Nemendur sýndu leikritið Ronju ræningjadóttur í leikstjórn Hólm- fríðar B. Jónsdóttur og stúlkur úr 9. og 10. bekk sýndu dans. Blöndu- vision-söngvarakeppni var á sínum stað að vanda og að þessu sinni voru sungin sex lög í keppninni við undirleik húnvetnsku hljómsveit- arinnar Sláturs. Sigurvegari Blönduvision-söngv- arakeppninnar árið 2003 var Lilja María Evensen, nemandi í 10. bekk, en hún söng lagið Colors of the wind við þverflautuundirleik Petru S. Pétursdóttur. Að lokinni keppni hélt hljómsveitin Slátur uppi fjörinu til klukkan eitt. Árshátíðin var eins og ætíð nem- endum til mikils sóma. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Lilja María Evensen sigraði í Blönduvision-sögvarakeppninni og naut þar aðstoðar Petru S. Pétursdóttur. Lilja söng lagið „Colors of the wind“. Lilja María Evensen sig- urvegari í Blönduvision Blönduós NÚ þegar skammt er til jafndægra á vori verður ekki betur séð en allur kraftur sé úr kuldabola. Það er rétt svo að hann nái að skreyta grösin frá síðasta sumri dag og dag á milli þess sem sunnanþeyrinn rekur hann af landi brott. Snjór sést varla nema hátt til fjalla og ísinn á Mývatni er þannig að varla nokkur maður treyst- ir honum til umferðar. Þessi vetrarblóm eru í Bjarnarflagi en Kísiliðjan í baksýn og gufustrókur upp af henni. Þar á bæ er notuð mikil jarðgufa og raforka sem hvortveggja verður til í Bjarnarflagi. Menn binda vonir við það hér um slóðir að aukin umsvif verði brátt á þessum stað í formi nýrrar starfsemi hjá Kísiliðj- unni og Baðfélagi Mývetninga. Allur kraftur úr kuldabola Mývatnssveit BÆJARRÁÐ Austur-Héraðs hefur falið bæjarstjóra að kanna hvort hægt er að flýta vegaframkvæmdum á þjóðvegi 1 um Skriðdal með því að afla peninga og lána þá ríkinu. Bæjarráð lagði á fundi sínum ný- verið þunga áherslu á mikilvægi endurbyggingar þjóðvegarins í Skriðdal og telur óviðunandi að ekki sé horft til skoðana sveitarstjórna á Fljótsdalshéraði ásamt samþykkta Sambands sveitarfélaga á Austur- landi varðandi veginn um Skriðdal og Öxi. Skorar bæjarráð Austur- Héraðs á þingmenn að taka meira tillit til óska heimamanna þegar fjallað er um samgöngumál. Áform- að er að halda fund með þingmönn- um um málið. Bæjarráð Austur-Héraðs Vilja lána ríkinu til að flýta fyrir vegabótum Egilsstaðir AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.