Morgunblaðið - 21.03.2003, Page 57

Morgunblaðið - 21.03.2003, Page 57
Twisted Nipples Úr Grundarfirði kemur sveitin Twist- ed Nipples og leikur pönkrokk. Í hljómsveitinni eru þeir Gústaf Alex Gústafsson trommuleikari, Guðjón Örn Guðjónsson og Gísli Valur Arn- arson gítarleikarar, Örn Ingi Unn- steinsson bassaleikari og Kristófer Eðvarðsson, gítarleikari og söngvari. Meðalaldur þeirra er tæp fimmtán ár. Í KVÖLD er haldið í Hinu húsinu fjórða tilraunakvöldið í Músíktilraunum, hljómsveitakeppni Tónabæjar og Hins húss- ins. Þegar hefur á fjórða tug hljómsveita spreytt sig á sviði í Tónabæ og Hinu húsinu og í kvöld bætast ellefu við. Tilraunirnar eru þær 21. og eins og alltaf eru aðalverðlaun hljóðverstímar, en sú nýbreytni er nú að sigursveitin getur valið á milli þess að fá 30 tíma í hljóðveri Thule eða útgáfu- samning hjá Eddu útgáfu. Fyrir annað sætið eru tveir sólar- hringar í Stúdíó Sýrlandi eða fjórir sólarhringar í Stúdíó Grjótnámunni og þriðja sæti gefur 25 tíma í hljóðveri Geim- steins. Efnilegasti hljómborðsleikari/forritari fær úttekt úr Tóna- stöðinni, efnilegasti trommari úttekt úr Hljóðfærahúsinu, efnilegasti bassaleikari sömuleiðis, efnilegasti gítarleikari út- tekt úr hljóðfæraversluninni Rín, efnilegasti söngvari eða rappari Shure-hljóðnema úr Tónabúðinni og bjartasta vonin fær úttekt frá Pfaff. Rétt er að vekja athygli á því að í Hinu húsinu í kvöld hefst keppni kl. 18.45 og fyrsta hljómsveit byrjar að leika kl. 19.00 stundvíslega. Í gærkvöld voru Músíktilraunir í fyrsta sinn haldnar í Hinu húsinu og öðru sinni í kvöld. Árni Matthíasson segir frá keppninni. Fjórða til- raunakvöld af fimm Isidor Isidor er hljómsveit af höfuðborgarsvæðinu. Liðsmenn hennar eru Orri Tómasson og Jón Þór Ólafsson sem leika á gítara, Stein- grímur Þórarinsson sem leikur á bassa og Arnar Ingi Viðarsson sem leikur á tromm- ur. Þeir eru allir um tvítugt nema Arnar sem verður 21 og leika tónlist sem þeir kenna við mulletcore. Drain Úr Reykjavík er kvartettinn Drain, skipaður Jóhannesi Ólafssyni, píanóleikara og söngv- ara, Magnúsi Ólafssyni gítarleikara, Páli Logasyni trommuleikara og Erni Jóhann- essyni bassaleikara. Þeir leika rólegt rokk og meðalaldur þeirra er hálft tuttugasta ár. Sockz in the Pool Sockz in the Pool heitir kvintett úr Kópavogi. Liðsmenn hans eru Ásgrímur Geir Logason söngvari, Ágúst Elí Ágústsson gítarleikari, Vignir Benediktsson trommuleikari, Hrann- ar Steinn Gunnarsson bassaleikari og Andri Dagur Símonarson gítarleikari. Þeir eru allir á sextánda árinu og leika melódískt pönk- rokk. Hydrus Hydrus er hljómsveit úr Garðabæ. Liðsmenn hennar eru Arnar Hilmarsson, gítarleikari og söngvari, Gauti Rafn Ólafsson trommuleikari, Árni Guðjónsson bassaleikari og Bjarni Þór Jensson gítarleikari. Meðalaldur liðsmanna er tæp sextán ár en þeir leika melódískt rokk. Sans CulotSans Culot Sans CulotSans Culot er hljómsveit úr Reykjavík og Kópavogi sem leikur tilrauna- kennda rokktónlist. Elvar Atli Ævarsson leikur á trommur, Freysteinn Gíslason á bassa og Hreinn Elíasson á gítar og syngur líka. Meðalaldur þeirra er rúmt 21 ár. Lokbrá Lokbrá heitir hljómsveit úr Reykjavík sem skipuð er þeim Dr. Tinna, sem leikur á gít- ar og syngur, Spike, sem leikur á bassa, Zowie, sem leikur á trommur, og Hertog- anum, sem leikur á hljómborð og hljóð- gervil. Þeir félagar fagna tvítugsaldri á árinu og hyggjast flytja hreinræktað verkalýðsrokk. Kiwi Indie-rokksveitin Kiwi er úr Reykjavík skip- uð þeim Guðmundi Óskari Guðmundssyni bassa- og hljómborðsleikara og söngvara, Arnaldi Smára Stefánssyni gítar- og bassa- leikara, Hlyn Orra Stefánssyni gítarleikara og Rúnari Stein Benediktssyni trommuleik- ara. Þeir félagar eru á sextánda árinu nema Hlynur sem verður brátt tvítugur. Diminished Úr Keflavík og Hafnarfirði kemur hljóm- sveitin Diminished. Í henni eru Hörður Ólafs- son bassaleikari og söngvari, Pálmar Garð- arsson gítarleikari og Steinarr Logi Steinsen trommuleikari. Þeir þremenningar eru á átjánda árinu og leika trashmetal. Genocide Því aðlaðandi nafni Genocide heitir hljóm- sveit úr Reykjavík sem leikur þungarokk í léttari kantinum. Hana skipa Andri Þor- steinsson sem leikur á gítar og syngur, Helgi Rafn Hróðmarsson sem leikur á trommur og Nökkvi Jarl Bjarnason sem leikur á bassa og syngur. Þeir eru allir fæddir 1987. Barrokk Barrokk er hljómsveit úr Reykjavík skipuð þeim Valdísi Thor, gítar- og bassaleikara og söngkonu, Benedikt Thor trommuleikara, Þórði G. her- mannssyni, selló- og gítarleikara, og Einari Magnússyni gítarleikara. Með- alaldur þeirra er rúm sextán ár, en sveitin leikur hefðbundið rokk. FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MARS 2003 57 GEORGE CLOONEY Frá Óskarverðlaunahöfunum James Cameron sem leikstýrði Titanic og Steven Soderberg sem leikstýrði Traffic kemur einstætt meistaraverk. Nú í Smárabíói. Missið ekki af þessari mögnuðu mynd! Almennur harmonikudansleikur verður haldinn í Miðgarði, Innri-Akraneshreppi, laugardagskvöldið 22. mars frá kl. 22.00—02.00. Miðaverð 1.200 kr. Ps. Getum ekki tekið við greiðslukortum. Stjórn Duna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.