Morgunblaðið - 03.04.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.04.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ HAGFELLD HAGÞRÓUN Hagþróun á Íslandi hefur verið mjög hagfelld á síðasta áratug og mikill árangur náðst í efnahags- málum að mati sérfræðinga OECD. Fram undan er hins vegar vanda- söm hagstjórn vegna áhrifa af um- fangsmiklum stóriðjufram- kvæmdum. Kalla á viðbrögð Horfur í efnahagsmálum kalla á viðbrögð í hagstjórn, bæði við stjórn peningamála og ríkisfjármála, að sögn seðlabankastjóra. Síðan Seðla- bankinn gaf út spá um horfur í efna- hagsmálum í febrúar sl. hafi ákvarð- anir verið teknar um fjárfestingar upp á 32 milljarða króna á næstu tveimur árum og hagstjórnarvand- inn sé því meiri en gert var ráð fyrir. Rufu varnir við Bagdad Hersveitir Bandaríkjamanna rufu fremstu varnir Íraka við Bagdad í gær og nálguðust borgina eftir hörð átök við liðsmenn úrvalssveita Saddams Husseins Íraksforseta. Sögðust Bandaríkjamenn hafa náð mikilvægri brú yfir Tígris og „eytt“ einu af herfylkjum Lýðveldisvarð- arins. Herma eftir áhættuatriðum Dæmi eru um að íslensk grunn- skólabörn hafi verið flutt á sjúkra- hús eftir að hafa hermt eftir áhættu- atriðum í sjónvarpsþáttum á borð við Jackass, Fear Factor, Heims- metabók Guinness og 70 mínútur. Segir 250 hafa fallið Íraskur læknir í Nasiriya sagði í gær að um 250 manns, að mestu óbreyttir borgarar, hefðu fallið í borginni í loftárásum bandamanna. Ekki var hægt að staðfesta sann- leiksgildi orða mannsins í gær. Keflavík vann KR-inga Keflavík vann KR 82:61 í úrslita- leik liðanna um Íslandsmeistaratit- ilinn í körfuknattleik kvenna í gær- kvöldi. KR-stúlkur héldu jöfnum leik fram að hálfleik en sprungu þá á limminu. Heimahjúkrun í uppnámi Útlit er fyrir að þorri hjúkr- unarfræðinga og sjúkraliða heima- hjúkrunar í Reykjavík muni hætta störfum um mánaðamótin og skap- ast þá vandræðaástand hjá um 1.100 manns sem njóta þjónustu þeirra. PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 2003 Á netinu mbl.is/vidskipti BLAÐ B  VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS S É R B L A Ð Á F I M M T U D Ö G U M U M V I Ð S K I P T I , S J Á V A R Ú T V E G & A T H A F N A L Í F FJARSKIPTI FJÁRMÁL FISKVEIÐAR Stefnt er að rekstri á þriðju kynslóðar þjónustu víða í Evrópu þegar á þessu ári. Íslensk fyrirtæki standa jafnan frammi fyrir mikilli gjaldeyrisáhættu í starfsemi sinni. Mörgum þykir uppbygg- ing þorskstofnsins ganga hægt þrátt fyrir miklar veiðitakmarkanir. SÍMKERFI/4 VARNIR/5 HITNAR/6 „ÞETTA nýja kerfi verður algjör bylting hér á fiskmörkuðum. Það eru um 200 kaup- endur á innlendum fiskmörkuðum og nú geta þeir boðið í fiskinn á eigin skrifstofu, en þurfa ekki að eyða dýrmætum tíma í að koma á markaðinn. Þeir geta látið tölvuna sína vita, þegar fiskur sem þeir hafa áhuga verður boðinn upp og gert tilboð í fisk, sem þá vantar, og fá svo bara að vita hvort þeir hafa fengið fiskinn eða ekki,“ segir Ingv- ar Örn Guðjónsson, framkvæmdastjóri Ís- landsmarkaðar hf. Íslandsmarkaður hf. sem rekur tölvu- vinnslu fyrir íslenska fiskmarkaði er um þess- ar mundir að ljúka þróun uppboðskerfisins Fisknets. Fisknet verður starfrækt á Netinu og munu kaupendur því bjóða í fiskinn frá skrifstofu sinni í gegnum Netið. „Á síðasta ári voru seld 89 þúsund tonn af ferskum fiski á íslenskum fiskmörkuðum og þurftu kaupendur að gera sér ferð á fisk- markað til að geta tekið þátt í uppboðum, en það mun nú brátt heyra sögunni til. Ótvírætt hagræði verður af þessu fyrirkomulagi fyrir kaupendur þar sem þeir geta sinnt verkefn- um á skrifstofunni og látið svo tölvuna gefa sér merki þegar fisktegund sem þeir vilja bjóða í kemur til sölu. Þeir geta jafnvel skráð tilboð í fisk og látið tölvuna bjóða í fyrir sig,“ segir Ingvar Örn. Fisknet var hannað í samvinnu við kaup- endur á íslenskum fiskmörkuðum. Íslands- markaður átti í viðræðum við nokkur fyrir- tæki um kaup á kerfi og var gengið til samninga við belgíska fyrirtækið Aucxis Trading Systems (ATS) en þeir hafa afhent yfir 200 uppboðskerfi víðs vegar um heiminn. Þróun og forritun Fisknets hefur staðið yfir í eitt ár en við hönnun kerfisins var sérstaklega horft til þess að hægt yrði að tengja Fisknet við uppboðskerfi sem nú þegar eru uppsett á erlendum fiskmörkuðum, svo sem í Englandi, Frakklandi, Hollandi og Belgíu. „Þetta fyr- irkomulag mun gefa Íslandsmarkaði færi á að bæta stórum erlendum kaupendahópi inn á íslensku fiskmarkaðina í viðbót við þá rúm- lega 200 innlendu kaupendur sem þegar eru virkir,“ segir Ingvar Örn Guðjónsson. S J Á V A R Ú T V E G U R „Bylting á mörkuðum“ Íslandsmarkaður kynnir Fisknet, uppboðskerfi á fiski á Netinu HÆRRI raunvextir en í ná- grannalöndunum og dýrt og óhag- kvæmt bankakerfi svo og miklar gengissveiflur valda ferðaþjónust- unni miklum erfiðleikum. Þetta kom fram í máli Steins Loga Björnssonar, formanns Samtaka ferðaþjónustunnar, SAF, á aðal- fundi samtakanna í gær. Hann sagði að sú spurning hljóti að vakna hvernig íslenskir bankar komist í þá aðstöðu að vera óhag- kvæmir en samt eins arðbærir og raun ber vitni. „Er það vegna þess skjóls sem íslenska krónan veitir þeim frá samkeppni við öfluga erlenda banka?“ spurði Sveinn Logi. Þá kom fram í máli hans að það væri afar brýnt, og lífsspursmál fyrir mörg ferðaþjónustufyrirtæki, að það takist að draga verulega úr þeim gengissveiflum sem hér hafi verið, annaðhvort með því að tengja íslensku krónuna með trú- verðugum hætti helstu viðskipta- myntum eða með öðrum trúverð- ugum aðgerðum. Steinn Logi sagði að óveðursský hafi hrannast upp fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustunni með ófriðnum í Írak. Nú þegar sé ljóst að mjög hafi dregið úr bókunum, einkum eftir að fréttir fóru að berast af því að stríðið gengi e.t.v. ekki eins hratt yfir og vonast hafi verið til. „Nú virðist ljóst að ferðamanna- straumur í vor, þ.e. apríl og maí, mun líða fyrir þetta, hvenær sem því lýkur. Hins vegar ef stríðið dregst á langinn, fram í maí, þá má búast við að áhrifanna fari að gæta verulega í sumar líka.“ Hann sagði þó að ef til vill væri einhver von í því að Ísland njóti með einhverjum hætti góðs af ímynd sinni sem frið- samt og öruggt land fjarri skark- ala heimsins. Auka-raunvaxtakostnaður Að sögn Steins Loga nam gjald at- vinnulífsins hér á landi vegna hærri raunvaxta en í nágranna- löndunum um 15–20 milljörðum króna á síðasta ári. Hann sagði þetta gjald slaga hátt í að jafnast á við heildarhagnað fyrirtækja í Kauphöll Íslands í fyrra, að und- anskildum bönkum og trygginga- félögum, sem nam um 25 milljörð- um króna. Þess bæri þó að geta að stór hluti hagnaðar þessara fyrir- tækja sé vegna áhrifa gengis á er- lendar skuldir. Þar að auki séu þessi fyrirtæki að öllum líkindum ekki greiðendur þessara vaxta þar sem þau séu öll stór og burðug og hafi aðgang að alþjóðlegri fjár- mögnun. „Það eru kannski einmitt þau fyrirtæki sem ekki eru í Kaup- höllinni sem eru að greiða þessa háu vexti,“ sagði Steinn Logi. „Fyrirtæki eins og þau sem eru í Samtökum ferðaþjónustunnar.“ Þarf að rýmka markmiðin? Steinn Logi sagði að stjórn ríkis- fjármála verði að taka miklu meira mið af því að draga úr þrýstingi á gengið en verið hefur. Þá hljóti að vera umhugsunaratriði hvort rýmka eigi þau markmið í stjórn efnahagsmála sem Seðlabankan- um séu sett, þ.e. að halda verðlagi stöðugu. Það hafi í för með sér að gengið taki sveiflunum en ekki verðlagið. Þetta sé útflutningsat- vinnuvegunum óhagstætt og megi segja að verðlagssveiflum sé mætt með sveiflum í afkomu eða eigin fé þeirra. Stöðugleiki verðlags komi því niður á stöðugleika í rekstri og afkomu þessara fyrirtækja. Það sé óviðunandi og grafi undan útflutn- ingsatvinnugreinum eins og ferða- þjónustu, sem sé sérstaklega við- kvæm fyrir þessu vegna þess að mörg fyrirtæki í ferðaþjónustu séu með tiltölulega lítið eigið fé sem hlutfall bæði af heildareignum og af veltu. Steinn Logi greindi frá því að SAF hafi leitað til hagfræðinga og annarra sérfræðinga til að fá álit þeirra á því hvort það sé raunhæf og trúverðug tillaga af samtak- anna hálfu að leggja til mynt- bandalag við ESB án aðildar, eða myntbandalag við eitthvert annað ríki. Niðurstaðan af þeirri umræðu virðist að sögn Steins Loga vera sú að slíkt sé hæpið en þó ekki úti- lokað. „En þó að þjóðin vilji ekki ganga í Evrópusambandið, þá er það óviðunandi að þar með þurfi útflutningsatvinnuvegirnir og sér- staklega ferðaþjónustan að sætta sig við að búa við þær sveiflur sem við höfum mátt þola og það óhag- ræði og kostnað sem fylgir því að vera upp á íslenska vexti og banka komin,“ sagði Steinn Logi. Lífsspursmál að draga úr gengissveiflum Formaður SAF segir óviðunandi að ferðaþjónustan þurfi að búa við hinar miklu gengis- sveiflur og þann kostnað sem fylgi því að vera upp á íslenska vexti og banka komin Morgunblaðið/RAX Steinn Logi Björnsson, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, sagði á aðal- fundi samtakanna í gær, að ferðamannastraumur hér á landi mundi líða fyrir stríðið í Írak, a.m.k. í vor og í sumar líka ef stríðið dregst á langinn.  Miðopna: Hitnar undir þorskinum Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Menntun 38/39 Erlent 16/23 Umræðan 40/45 Höfuðborgin 24 Minningar 46/49 Akureyri 24/26 Bréf 52/53 Suðurnes 26 Dagbók 52/53 Landið 27/28 Sport 52/53 Neytendur 29 Fólk 60/65 Listir 32/33 Bíó 62/65 Forystugrein 34 Ljósvakamiðlar 66 Viðhorf 38 Veður 67 * * * UNDIRRITUÐ var í gær reglugerð við hátíðlega athöfn á Hólum í Hjaltadal sem gerir Hólaskóla að há- skólastofnun með heimild til að út- skrifa nemendur með BS-gráðu í fræðum fiskeldis, ferðamála og hrossaræktar. Landbúnaðarráð- herra, Guðni Ágústsson, undirritaði reglugerðina að viðstöddu fjölmenni í Hóladómkirkju þangað sem komu ráðherrar, þingmenn úr Norðvestur- kjördæmi, sveitarstjórnarmenn í Skagafirði, stjórnendur fjölmargra háskóla, starfsmenn og nemendur skólans og íbúar úr Hjaltadal og ná- grenni. Nemendur Hólaskóla eru nú um 100 í þremur námsdeildum, fiskeld- is-, hrossaræktar- og ferðamáladeild. Þar af eru um 30 nemendur í fjar- námi. Að sögn Skúla er reiknað með að eftir fimm ár verði á bilinu 150– 200 nemendur við skólann og starfs- menn, sem eru 55 í dag, verði orðnir um 80 talsins. „Þetta er tvímælalaust eitt stærsta skref sem stigið hefur verið í þróun Hólaskóla. Það er viðeigandi að þetta gerist á 120 ára afmælisári skólans því þessi þróun mála er í anda þeirra hugsjóna sem hafa knúið Hólaskóla áfram frá upphafi,“ sagði Skúli m.a. í ávarpi sínu í Hóladómkirkju. Hann sagði fjölgun nemenda og eflingu starfseminnar kalla á aukið fjármagn til rekstrar og uppbyggingar frekari aðstöðu. Nú væri m.a. verið að stand- setja 1.500 fermetra húsnæði hjá Fiskiðju Skagfirðinga á Sauðárkróki fyrir starfsemi fiskeldisdeildar og tekist hefði að fjármagna að hluta nýja aðstöðu fyrir hrossadeild með tilkomu nýrrar reiðhallar á Hólum. Guðni Ágústsson sagði við athöfn- ina að skólinn stæði nú á merkum tímamótum sem gæfi nýjan byr. Með því að gera Hólaskóla að háskóla- stofnun væru fleiri nemendur kallað- ir að þeirri lind sem þróast hefði og þroskast í gegnum árin. Hólar ættu sér langa og ríka sögu og væru mik- ilvægur staður í sögu þjóðarinnar. Þakkaði Guðni fyrir samstarfið sem hann hefði átt við starfsmenn og nemendur skólans undanfarið kjör- tímabil. Sagði Guðni að þar sem tveir hestamenn kæmu saman væri oftast annar þeirra menntaður á Hólum í hrossarækt. Auk Guðna fluttu ræður við at- höfnina Árni M. Mathiesen sjávarút- vegsráðherra, Þórólfur Gíslason, for- maður Hólanefndar, Jón Bjarnason, þingmaður og fv. rektor Hólaskóla, sr. Gísli Gunnarsson, forseti sveitar- stjórnar Skagafjarðar, og Páll Skúla- son, rektor Háskóla Íslands og bróðir Skúla rektors á Hólum. Meðal þess sem Árni sagði var að Hólaskóli væri mikilvægt tæki til að ná settum markmiðum um að auka verðmæti sjávarfangs. Skólinn yrði í farar- broddi með hlut fiskeldisins í því verkefni. Að athöfn lokinni í kirkjunni var öllum viðstöddum boðið til kaffisam- sætis í Hólaskóla, en vel á annað hundrað manns voru samankomin á Hólastað í gær í blíðskaparveðri. Hólar í örum vexti Á Hólum búa í dag um 150 manns og hefur staðurinn verið í örum vexti undanfarin 15 ár. Við athöfnina í gær, kom fram m.a. í ræðu forseta sveit- arstjórnar Skagafjarðar, sr. Gísla Gunnarssonar, að mikil uppbygging væri fram undan á Hólum. Á þessu og næsta ári verða t.d. byggðar um 25 íbúðir fyrir nemendur og hyggst sveitarfélagið ráðast í gatnagerðar- framkvæmdir af þeim sökum. Hólaskóli veltir nærri 300 milljón- um króna á ári, að sögn Skúla rekt- ors, og koma 45% af rekstrarfénu með sértekjum sem skapast við rann- sóknarstörf. Sagði Skúli þetta óvenjuhátt hlutfall miðað við það sem gengi og gerðist. Hólaskóli verður háskóli Morgunblaðið/Árni Sæberg Skúli Skúlason, rektor Hólaskóla, hampar reglugerðinni sem gerir skólann að háskóla, Hákon Sigurgrímsson hjá landbúnaðarráðuneytinu, Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra og Þórólfur Gíslason, formaður Hólanefndar. TENGLAR ..................................................... www.holar.is FULLTRÚAR stjórnmálaflokkanna taka vel í tillögur Alþýðusambands Íslands í velferðarmálum og segir Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, að með áframhaldandi umræðu um málið náist markmiðið, að skapa þjóðarsátt um velferðarkerfið. Þetta kom fram á málþingi um til- lögurnar á Grand Hótel í gærkvöldi. Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, sagði að mörg verkefni væru brýn en hin félagslega vídd vel- ferðarkerfisins væri efst á dagskrá. VG vildi samábyrgt velferðarsam- félag og aðstæður væru góðar til að búa til farsælt velferðarsamfélag. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, tals- maður Samfylkingarinnar, sagði mikilvægast að útrýma fátækt og á það legði Samfylkingin höfuð- áherslu. Eins yrði að horfa til ungs fólks, barnafólks, sem að mörgu leyti byggi við erfiðar aðstæður. Það væri nýkomið út á vinnumarkað, væri að kaupa sér húsnæði og væri með þunga byrði vegna barna í leikskól- um og grunnskólum. Í þriðja lagi væri algjört grundvallaratriði að auka menntunarstig þjóðarinnar. Það skipti máli fyrir lífsheill hvers einstaklings og það skipti líka máli til að skjóta stoðum undir atvinnulífið í framtíðinni, en talað væri um að 1% aukning á menntunarstigi jafngilti um 3% hækkun hagvaxtar. Þetta væri því fjárfesting í framtíðinni. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins og utanríkis- ráðherra, sagði málefni öryrkja sér- staklega mikilvæg. Mikilvægt væri að bæta hag þeirra, sérstaklega yngri öryrkja, eins og hefði verið ákveðið að gera. Málefni sjúkra væru einnig mjög mikilvæg og málefni ungra fjölskyldna skiptu miklu máli, en hægt væri að fara út í tekjujöfn- unaraðgerðir til að bæta hag þeirra. Umfram allt bæri að halda áfram að styrkja stoðir íslenska samfélagsins og auka atvinnu, því það sem skipti meginmáli væri að allir hefðu eitt- hvað að gera, en þeir sem væru alltaf í því að útiloka einhver störf, eins og t.d. í álverum, sköpuðu atvinnuleysi. Guðjón Arnar Kristjánsson, for- maður Frjálslynda flokksins, sagði nauðsynlegt að mögulegar skatta- lagabreytingar nýttust láglaunafólki og þeim sem væru á ellilífeyris-, ör- orku- og atvinnuleysisbótum þannig að hagur þessa fólks væri bættur í gegnum bótakerfið og skattkerfið. Hann sagðist vera ósammála ríkis- stjórnarflokkunum varðandi pró- sentulækkun skatta, því það yrði að horfa á afkomu fólksins sem hefði það lakast í þjóðfélaginu. Það væri búið að lækka skatta á fyrirtæki og hátekjufólk og komið væri að lág- tekjufólkinu. Geir H. Haarde, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráð- herra, sagði að öll mál sem rædd hefðu verið á málþinginu héngu sam- an í ákveðnu samhengi. Vilji væri til að gera margt betur í velferðar- kerfinu en ekkert af því væri mögu- legt nema undirstaðan væri traust, að hér væri heilbrigt efnahags- og at- vinnulíf sem gæfi af sér þær tekjur sem þyrfti til að standa undir vel- ferðarkerfinu. Markmiðið væri að búa þannig um hnútana að það gæti gerst og að tekjur á Íslandi yrðu hærri en í flestum öðrum löndum og hér yrði betra velferðarkerfi en víð- ast hvar annars staðar. Fulltrúar stjórnmálaflokkanna á málþingi ASÍ um velferðarkerfið Vel tekið í tillögur ASÍ Morgunblaðið/Jim Smart Steingrímur J. Sigfússon, Geir H. Haarde, Halldór Ásgrímsson og Ingi- björg Sólrún Gísladóttir hlusta á Guðjón Arnar Kristjánsson en þau fluttu öll framsögu á málþingi ASÍ um velferðarmál og svöruðu fyrirspurnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.